Morgunblaðið - 06.10.2016, Síða 12

Morgunblaðið - 06.10.2016, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 Morgunblaðið/Árni Sæberg Málfræðingar Jón Hilmar Jónsson, t.h., ásamt Bjarka Karlssyni, sem hefur tæknimálin á sinni könnu. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Stofnun Árna Magnússonar ííslenskum fræðum opnarÍslenskt orðanet meðpompi og prakt kl. 14.30 í dag í Hannesarholti. Orðanetið, www. ordanet.arnastofnun.is, sem er ókeypis og öllum opið, veitir fjöl- breytta innsýn í íslenskan orða- forða og orðanotkun og kemur að góðum notum við ritun og texta- gerð í námi, leik og starfi. Framangreint er býsna einföld lýsing á margþættu fyrirbæri. En plássið á pappírnum er takmarkað, öfugt við óravíddir netsins, þar sem sífellt má bæta við upplýsingum og útskýringum, breyta og lagfæra. Gefum okkur til dæmis að blaða- maður á prentmiðli noti orða- sambandið með pompi og prakt í upphafsmálsgrein, hugsi svo með sér að betur færi á öðru og slái orð- inu prakt upp á Íslensku orðaneti. Einn möguleikinn er að skoða orðið sem nafnorð eða nafnlið, hinn sem atviksliðinn með prakt. Þegar síðari möguleikinn er valinn og ýtt á flip- ann vensl gegnum hugtök blasa meðal annars við orðasamböndin með sóma og prís og með viðhöfn. Einnig orðin viðhafnarblær og til- stand. Og mörg fleiri. Meðal ann- arra orða eru andakt og fínindi undir flipanum „venslaðar flettur gegnum pör“. Skyld hugtök eru ekki skilin útundan, þar á meðal há- tíðleiki og athöfn. Eitt leiðir af öðru að því er virðist endalaust. Safarík málnotkun Viðstaddur athöfnina verður vitaskuld Jón Hilmar Jónsson, mál- fræðingur og rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Hann mun kynna orðanetið enda hefur hann unnið að því í tíu ár. Jón Hilmar er höfundur Stóru orðabókarinnar um íslenska mál- notkun frá árinu 2005 og fjölda rita um íslenskt mál og málnotkun. „Íslenskt orðanet byggist að töluverðu leyti á þeirri bók. Einnig leitaði ég fanga í rafrænum texta- söfnum og málheildum, einkum Timarit.is og Markaðri íslenskri málheild, og víðar. Ég hef haft mjög gaman af að skyggnast í orð- notkunina í þessum textum, sjá hvernig orðin mynda tengsl og hvað víða er að finna safaríka málnotkun sem maður heyrir ekki á hverjum degi,“ segir Jón Hilmar og tekur fram að fleiri en hann hafi komið að verkinu. „Upphaflega vann Þórdís Úlf- arsdóttir málfræðingur með mér og síðastliðið ár hefur Bjarki Karlsson, ljóðskáld, málfræðingur og kerfis- fræðingur, haft máltæknilega um- sjón með höndum sem og alla vinnu í tengslum við gerð vefsíðunnar.“ Í stórum dráttum segir Jón Hilmar orðanetið vera lýsingu á ís- lenskum orðaforða og innra sam- hengi hans, umfangsmikið yfirlit í orðabókarbúningi. „Þungamiðjan eru venslin sem orðin mynda sín á milli og það hvernig þau flokkast gagnvart merkingarsviðum eða hugtökum. Svolítið áþekkt því sem við þekkjum úr samheitaorðabókum en víðtækara, ekki bara stök orð heldur líka orðasambönd eða hátt í 200 þúsund flettur eins og grunn- einingarnar; orðin og orða- samböndin, eru kallaðar.“ Textasamhengi og parasambönd Virk orð á borð við sögnina „að segja“ koma fyrir mörg hundruð sinnum, enda tengjast þau gríðar- lega mörgum orðasamböndum og hugtökum. Segir almannarómur, segja alla söguna, segja hingað og ekki lengra svo fátt eitt sé nefnt. „Textasamhengi orðanna er mikil- vægt athugunarefni í orðanetinu, sérstaklega svonefnd para- sambönd,“ segir Jón Hilmar og út- skýrir nánar: „Orðanotkunin tengir oft saman orð og orðasambönd með tengingunni „og“: ánægja og gleði eða reiði og gremja. Orðin sem tengjast hafa yfirleitt líka merk- ingu. Þessi tengsl er gagnlegt að rekja til að flokka saman skyld orð.“ Jón Hilmar segir orða- samböndin vera grunneiningar í orðanetinu. „Öfugt við netið er prentað mál ýmsum takmörkunum háð eins og ég rakst á við gerð Stóru orðabókarinnar, þótt henni fylgdi að vísu diskur. Ég réðst í verkefnið vegna þess að mig lang- aði til að vinna áfram með yfir- gripsmikið efni, finna á því nýja fleti, útskýra frá öðrum og fleiri sjónarhornum og gefa um leið not- endum kost á að svipast um og afla sér upplýsinga á fljótvirkan hátt. Ég vona líka að orðanetið geti kom- ið að gagni í sambandi við íslenska máltækni og margs konar grein- ingu á rituðum textum,“ segir Jón Hilmar. Fyrir lærða og leika Íslenskt orðanet er að hans sögn hugsað fyrir alla sem hafa ánægju af að kynna sér fjölbreyti- leika orðaforðans og orðanotkunar; lærða og leika sem vilja auðga mál sitt í ræðu og riti. „Orðanetið er þó fyrst og fremst hugsað út frá þörfum þeirra sem eru að semja eitthvað og rita á ýmsum vettvangi, til dæmis rithöf- unda, þýðendur og nemendur. Það birtir ekki skýringar á orðum eða orðasamböndum, heldur er gert ráð fyrir að notendur kannist við það sem þeir leita að og geti ályktað hver merkingin og samhengið er. Eflaust reka margir sig á ýmislegt sem þeir þekkja ekki, því sumt er úr áratuga gömlum textum og ekki lengur notað í daglegu máli.“ Mestu ákorunina í vinnunni við Íslenskt orðanet segir Jón Hilmar hafa verið að koma til móts við ólík- ar þarfir notenda og að samræma allan þann sæg af orðasamböndum sem þar er að finna og koma þeim á framfæri á sama hátt og stökum orðum og gera orðalistann heil- legan. „Það var mikið átak,“ viður- kennir hann. Þótt vinnan hafi tekið tíu ár er henni hvergi nærri lokið. Og lýkur kannski aldrei því síbreytileiki ís- lenskrar tungu á sér engin tak- mörk. Möguleikar netsins ekki heldur. Fjársjóður fyrir þá sem vilja auðga sitt mál „Umfangsmikið yfirlit í orðabókarbúningi um íslensk- an orðaforða og innra samhengi hans,“ segir Jón Hilmar Jónsson, málfræðingur og rannsóknarprófess- or við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræð- um, m.a. um Íslenskt orðanet, sem hann hefur unnið að í áratug og verður opnað almenningi síðdegis. www.ordanet.arnastofnun.is „Orðaneti Árnastofnunar er fljótlýst: það er fjársjóður. En ef ég vildi ekki nota þetta orðalag gæti ég farið inn á Orða- netið og fundið tugi orða sem hugs- anlegt væri að nota í staðinn, þeirra á meðal auðlind, gersemi, nægtabrunn og metfé. Allar samsetningar með orðinu koma líka upp og með einum smelli koma aðrir möguleikar, lýsingarorð, skyld hug- tök og svo framvegis. Það er hreinlega hægt að gleyma sér lengi dags við að skoða möguleikana, skoða hvað tungu- málið okkar er auðugt og gleðjast yfir því.“ Silja Aðalsteinsdóttir þýðandi og rithöfundur Þrjú sem hafa prófað Íslenskt orðanet „Ég sýsla mikið með bundið mál og fer oft mikinn í ófreskjudrápum og þvíumlíku þegar ég yrki fyrir Skálmöld. Staðreyndin er sú að áhrifin verða sterkari ef málfarið er fjölbreytt og sama sverðið getur orðið þreytandi þegar plötunum fjölgar og þar með bardögunum. Morðkuti. Það er orðið sem ég fann rétt í þessu þegar ég sló „sverð“ inn í Orðanets-leitina. Mjög töff. Ófreskja? Nei. Meinvættur. Yfir mér gnæfði ófreskja, upp dró ég sverð og sagði: „Meinvættur, ég er manneskja!“ Morðkutann í hana lagði. Þetta er dæmi um allra einföldustu notkunarmöguleikana. Brunnurinn er óþrjótandi.“ Snæbjörn Ragnarsson (Bibbi) í Skálmöld „Ég skrifa oft um keimlíka atburði í mannkynssögunni, stríð og slíkt, og þá er hætta á því að orðfarið verði leið- inlega einsleitt. Það er til dæmis algjör óþarfi að endurtaka í sífellu orð eins og átök og bardagi þegar Orðanetið minnir mann á litríkari möguleika eins og hjaðningavíg eða vígaferli. Svo get- ur þetta líka gagnast fólki, eins og mér, sem á það til að gleyma ólíklegustu hlutum, eins og algengum orða- samböndum. Hverju rignir aftur, eldi og … hverju? Jú, brennisteini var það – eins og er auðvelt að finna í Orðanet- inu.“ Vera Illugadóttir frétta- og dagskrárgerðarmaður Myndlistarkvendið Freyja Eilíf vinnur verk í blandaða miðla og einnig fundið efni, en hún hefur líka gefið út bókverk. Freyja Eilíf opnar í dag, fimmtudag, kl. 17 sýninguna „Prumpurass í andlitið“, og útgáfu á samnefndu fjölfeld- isverki í Gallerí Gesti sem verður á kaffihúsinu Stofunni, Vesturgötu 3, meðan á opnun stend- ur, ásamt Freyju sjálfri og Dr. Magnúsi Gests- syni. Eftir það fylgir það Magnúsi eiganda sín- um út mánuðinn. „Prumpurass í andlitið“ er nýtt fjölfeldisverk eftir Freyju Eilíf og sjálfstætt framhald af myndasögunni „Erðanú andskotans drullupiss“ sem fjallar um myndlist og menningu og hún gaf út árið 2013. Nýtt fjölfeldisverk Sýningin Prumpu- rass í andlitið Prumpurass Forvitnilegt fjölfeldisverk Freyju. Stefnumót geta verið með margvíslegum hætti, til dæmis stendur til boða í dag, fimmtudag, að fara á stefnumót við tungumál. Viðburðurinn „Date a Language“, verður í Stúdentakjall- aranum við Sæmundargötu í Reykjavík í dag kl. 16.30-18.00. Nemendur í námsleiðinni íslenska sem annað mál og nemendur í deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, ætla þar að deila móðurmáli sínu og því tungumáli sem þeir eru að læra. Ókeypis og allir velkomnir. Stefnumótið er á vegum Café Lingua, lifandi tungumál, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Deildar erlendra tungu- mála, bókmennta og málvísinda, námsleiðar í íslensku sem öðru máli og Íslenskuþorpsins. Endilega farið á deit í Stúdentakjallaranum í dag Stefnumót við tungumál Stefnumót Frá samskonar viðburði í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.