Morgunblaðið - 06.10.2016, Síða 17

Morgunblaðið - 06.10.2016, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 Í yfirliti frá Reykjavíkurborg um mætingar borgarfulltrúa frá 1.1.2016 til 30.6.2016 leyndist villa. Mætingarhlutfall Sóleyjar Tóm- asdóttur (V) á fundi borgarstjórnar var 85% en ekki 58% eins og stóð í skjalinu. LEIÐRÉTT Alls sóttu 88 manns um stöður við rannsóknir og á skipum Hafrann- sóknastofnunar. Auglýst var eftir rannsóknarmanni í Vestmanna- eyjum og sóttu fjórir um það starf. 46 umsóknir bárust um stöðu há- seta, 33 um stöðu stýrimanns og fimm vélstjóraumsóknir. Að auki er enn verið að taka við umsóknum um sviðstjórastöður sem tilkomnar eru vegna sameiningar Veiðimála- og Hafrannsóknastofnunar. Kristín Helgadóttur, mannauðs- stjóri stofnunarinnar, segir í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins að reiknað sé með því að ráða tvo stýrimenn og fjóra háseta og að þeir muni hefja störf í byrjun næsta árs. Hún segir ástæður ráðning- anna þær að fyrirhugað sé meira úthald á skipunum auk þess sem ráðningarbann hafi verið hjá ríkinu á undanförnum árum. Nokkrir starfsmenn séu við það að fara á eftirlaun og því sé uppsöfnuð þörf á starfsfólki. vidar@mbl.is 88 sóttu um starf hjá Hafró  Uppsöfnuð þörf hjá stofnuninni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Árni Friðriksson RE Hafrannsókna- stofnun auglýsir eftir starfsfólki. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Fjögur Evrópuríki sendu herþotur til móts við rússnesku Blackjack- herflugvélarnar sem flugu í gegn- um Evrópu til Spánar og til baka í lok síðasta mánaðar. Morgunblaðið greindi frá því að vélunum hafi verið flogið 6 til 8 þúsund fetum undir íslenskri farþegaflugvél á leið frá Keflavík til Stokkhólms. Í frétt sem birtist á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær segir að Noregur, Bretland, Frakkland og Spánn hafi öll ræst út herþotur til að mæta rússnesku vélunum þegar þær nálguðust lofthelgi hvers lands. Í frétt BBC segir að spænskir fjölmiðlar greini frá því að aldrei hafi þurft að ræsa út her- þotur til að mæta herþotum ann- ars ríkis eins sunnarlega og þegar rússnesku vélunum var flogið í gegnum Evrópu 22. september. Í tilkynningu frá franska varn- armálaráðuneytinu sem vísað er til í frétt BBC segir að Norðmenn hefðu verið fyrstir til að taka eftir rússnesku þotunum. Voru þá send- ar tvær F-16 vélar til að fylgja þeim norður fyrir Skotland. Þar sendi breski flugherinn Typhoon- þotu sem flaug í veg fyrir þot- urnar þegar þær voru vestur af Hjaltlandi. Bretar ræstu út fleiri þotur sem voru í viðbragðsstöðu en þær flugu ekki í veg fyrir þot- urnar. Þegar rússnesku þoturnar voru vestur af Írlandi flugu Frakkar tveimur Rafale-orrustuþotum til móts við þær. Tvær Rafale-þotur til viðbótar voru ræstar út af Frökkum þegar þoturnar nálg- uðust norðvesturströnd landsins. Þar sendu Spánverjar tvær F-18 vélar í veg fyrir rússnesku vél- arnar, skammt norður af Bilbao. Þar sneru rússnesku vélarnar við og flugu aftur til Rússlands. BBC greinir frá því að íslensk stjórnvöld hefðu kvartað til rúss- neskra stjórnvalda vegna þess að herþotunum hafi verið flogið undir íslenska farþegaþotu. Herþotur í veg fyrir Rússa AFP Herþota Norðmenn voru fyrstir til að taka eftir rússnesku herþotunum.  Noregur, Bretland, Frakkland og Spánn ræstu út þotur Ólöf Nordal inn- anríkisráðherra hefur breytt reglugerð um skotvopn, skot- færi o.fl. í þá veru að nú er leyft að setja hljóðdeyfa á stóra riffla sem nota miðkveikt skot. Það á t.d. við um riffla sem notaðir eru til hreindýraveiða. Riffileigandi verður að afla leyfis lögreglustjóra til að kaupa hljóð- deyfi og skal skrá deyfinn í skot- vopnaskrá. Geyma á hljóðdeyfa í sérútbúnum vopnaskáp. Reglugerð- in hefur tekið gildi. Hljóðdeyfar leyfðir á stóra veiðiriffla Ólöf Nordal SJÓNMÆLINGAR Í OPTICAL STUDIO Sjónmælingar (tímapantanir): Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.