Morgunblaðið - 06.10.2016, Page 22

Morgunblaðið - 06.10.2016, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 Að undanförnu hafa birst fréttir um það í fjölmiðlum að regnbogasilung sé nú að finna í ám sem renna í Patreksfjörð, Tálknafjörð, Arn- arfjörð og Dýrafjörð á Vestfjörðum, þótt enginn fiskur sé sagður hafa sloppið úr kvíum þar. Þá hafa tilkynningar komið um regn- bogasilung í Breiðdalsá á Aust- fjörðum, sem sennilega er afleið- ing af óhappi í Berufirði í sumar. Einnig hafa borist tilkynningar um regnbogasilung í Vatnsdalsá, Hafralónsá og Haffjarðará. Hvað- an sá fiskur er upprunninn er ekki vitað. Við nánari athuganir hefur svo komið í ljós að tilkynn- ingar hafa borist um veiði í öllum landsfjórðungum. Regnbogasil- ungur á að sjálfsögðu greiða leið í kringum landið og þess vegna yf- ir hafið og hingað. Hann þarf ekkert vegabréf. Viðbrögð við þess- um tíðindum hafa verið hin hógvær- ustu. Það var t.d. haft eftir fulltrúa Fiskistofu: „Það hef- ur í gegnum tíðina gerst annað slagið að regnbogasilungur hefur veiðst. Það hef- ur ekki verið gert neitt í þeim málum vegna þess að þetta hafa verið stök tilvik. Regnbogasilungurinn hefur ekki fótfestu hér.“ Og í frétt í Morg- unblaðinu 14. september 2016 var eftirfarandi fullyrt: „Seiðin lifa ekki af veturinn á norðlægum slóðum og tímgast silungurinn því ekki í íslenskri náttúru.“ Regnbogasilungur (Oncorhync- hus mykiss) er alinn í þúsundum tonna í nálægt 100 löndum um allan heim. Engu að síður er það svo að það er einungis vitað um tiltölulega fá tilvik þar sem regn- bogasilungur hefur náð að stofna til sjálfbærrar tilveru utan nátt- úrulegra heimkynna sinna, sem er öll vesturströnd Norður- Ameríku, allt til Alaska. Tilvikin í Evrópu eru nálægt 100. Það er því rangt að regnbogasilungur lifi ekki af veturinn á norðlægum slóðum og geti ekki fundið þar ný heimkynni. Regnbogasilungur var t.d. fluttur í Au Sable ána í Mic- higan í Bandaríkjunum. Hún rennur í Huron-vatnið. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til regnbogasilungurinn hafði dreift sér um öll Vötnin Miklu (e. Great Lakes). Veiðar á regnbogasilungi er þar nú svo mikil útgerð að veiðimenn marga rennir ekki grun í að þetta sé fiskur sem hafði ekki áður „fótfestu“ á þess- um slóðum svo að notað sé orða- tiltæki sérfræðinga Fiskistofu. Og ekki vantar vetrarkuldann heldur. Þarna fer frostið í –40 Cº. Nokkur dæmi eru til um sjálf- bæra tilveru frá Noregi og þar af eitt norðan heimskautsbaugs í Brennfjellvötnum nálægt Skibotn í Tromsfylki. Það er því ljóst að seiðin lifa af veturinn á norð- lægum slóðum, hvort sem er í Noregi, Michigan eða í Alaska. Það er hins vegar svo að ævi- ferill regnbogasilungs er nokkuð annar en laxa og annarra silunga, t.d. bleikju og urriða. Regnboga- silungurinn gengur seint í árnar og hrygnir ekki fyrr en jafnvel í apríl í Alaska þegar vatnshitinn er orðinn nægur þótt hann kunni að hrygna í desember í Kali- forníu. Seiðin klekjast þess vegna síðar út en hjá laxi og urriða og eiga undir högg að sækja ef þau verða fyrir einelti og ofsóknum seiða þessara tegunda. Það er þess vegna alls ekki útilokað að regnbogasilungur geti fundið hér á landi á sem er ekki setin af öðr- um laxfiskategundum og er nægi- lega næringarrík og hlý til þess að fóstra seiði regnbogans þannig að þau lifi af veturinn og geti gengið til sjávar tvævetra eftir að hafa náð fullum þroska. Þess mun jafnvel dæmi úr Hvalfirði frá því seint á síðustu öld, þó ekki fylli- lega staðfest, að seiði hafi náð þar nokkrum þroska sennilega sem afleiðing af eldi í firðinum. Í ljósi þessa er full alvara á ferð. Regnbogi, sem sleppur úr kvíum, gæti fundið ný heimkynni í íslenskri á. Sumir mundu e.t.v. fagna því að fá hér til veiða regn- boga í á þar sem annar fiskistofn á sér ekki heimkynni. En þessir flækingsfiskar færa okkur þó einnig önnur og alvarlegri skila- boð og framtíðarsýn, sem margir hafa bent á, einmitt þá að laxa- stofninn má fara að vara sig verði af því umfangsmikla sjókvíaeldi á laxi sem hugur eldismanna stend- ur til. Samkvæmt leyfum, sem þegar eru fengin, og áformum um aukningu, er eldi á tæpum 180 þúsund tonnum á óskalistanum. Þess vegna kann að vera veruleg hætta á erfðabreytingum á ís- lenska laxastofninum vegna laxa, sem sleppa, verði þessi stórtæku áform að veruleika. Regnbogasil- ungur blandar ekki kyni við ís- lenska laxfiska en frjór eldislax gerir það þegar hann sleppur og gengur í árnar okkar. Þar til bær yfirvöld, sem geta komið í veg fyrir þá hættu, mega ekki loka augunum fyrir þeirri náttúruvá. Regnbogasilungur gæti náð „fótfestu“ í íslenskum ám Eftir Árna Árnason »Regnbogi, sem sleppur úr kvíum, gæti fundið ný heim- kynni í íslenskri á. Árni Árnason Höfundur er rekstrarhagfræðingur og áhugamaður um framtíð stangveiða. Stjórnmálamenn okkar blessaðir segja enda- laust að við þurfum að bæta lífskjörin. Auðvit- að er það þjóðarlygi. Fæstir þeirra segja sannleikann um að við þurfum að jafna lífs- kjörin og hætta að bruðla. Við höfum mik- ið, mikið meira en nóg af öllu þegar grannt er skoðað. Við þurfum bara að læra að for- gangsraða. Það kunnum við nefnilega ekki. Það er heila málið og var orðtak alþýðukonunnar Þuríðar Jónsdóttur á Ósi í Arnarfirði. Og nú hefur svolítið merkilegt skeð. Önnur kona, hinn nýi forsætis- ráðherra Bretlands, Theresa May, járnfrú númer tvö, hefur nýlega sagt að jafna verði kjör- in í landi hennar. Það sé því eðlilegt að ráðast gegn ofurlaunum og risavöxnum kaupaukum. Stórmerkilegt! Hallgrímur Sveinsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Theresa May tekur af skarið! AFP Theresa May Ný járnfrú? Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is FIAT SHARKY DUCATO P200 nýskr. 03/2007, ekinn 53 Þ.km, diesel (101 hö), 5 gíra.Verð 5.880.000 kr. Raðnr. 360001 HYUNDAI TUCSON CLASSIC 1,7D FWD nýir bílar, diesel, 6 gíra beinskiptir. Verð 4.350-4.590.000 kr. Raðnr. 255596 JEEP WRANGLER RUBICON nýskr. 05/2016, ekinn 11 Þ.km, 3,6 l bensín 285 hö, sjálfskiptur. Verð 10.500.000 kr. Raðnr. 255572 LAND ROVER RANGE ROVER EVOQUE DYNAMIC SD4 nýskr. 01/2012, ekinn 92 Þ.km, dísel (191 hö), sjálfskiptur, leður, glertoppur o.fl. Verð 7.490.000 kr. Raðnr. 255470 TOYOTA HILUX DOUBLE CAB D/C, SR nýskr. 01/2007, ekinn 179 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður, pallhús, 33“ breyttur. Verð 3.390.000 kr. Raðnr. 255599 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Vertu viðbúinn vetrinum fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 22. október PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 17. október. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Meðal efnis. Vetrarfatnaður • Skórfatnaður fyrir veturinn Bílinn tekin í gegn fyrir veturinn Flensuvarnir. • Ferðalög erlendis Íþróttaiðkun og útivist • Vetrarferðir innanlands • Bækur, spil og fl. • Snyrtivörur Námskeið og tómstundir • Leikhús, tónleikar og ýmisleg afþreying.• Skíðasvæðin hérlendis. Mataruppskriftir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.