Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 ✝ Birgir Magn-ússon fæddist í Reykjavík 22. októ- ber 1928. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. sept- ember 2016. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Stefánsson stór- kaupmaður, f. 6. nóvember 1897, d. 11. desember 1962, og Jóna Þórunn Árnadóttir hús- freyja, f. 4. júlí 1907, d. 18. mars 1980. Systkini Birgis eru Yngvi Hrafn, f. 7. september 1923, d. 9. apríl 1994, Nanna, f. 11. júní 1927, d. 1. febrúar 1928, Freyr, f. 28. september 1932, d. 1. jan- úar 2009, og Stefán Örn, f. 8. desember 1944. Þann 11. febrúar 1950 kvænt- ist Birgir Birnu Ögmundsdóttur húsfreyju, f. 27. september 1927, d. 4. apríl 2014. Voru þau gift í 64 ár. Börn þeirra eru 1) Ögmundur Geir, f. 22. júní. 1950, d. 3. apríl september 1977, gift Pétri Ósk- arssyni, f. 15. maí 1980, þeirra börn eru Urður Katrín, f. 2008, og Bragi Steinn, f. 2014, b) Heið- rún Eva, f. 24. nóvember 1982, í sambúð með Guðfinni Ein- arssyni, f. 30. desember 1981, c) Eyþór, f. 8. október 1990, 3) Guðlaug Halla, f. 21. október 1959, gift Kristni Nikulássyni, f. 31. desember 1957. Birgir ólst upp í Reykjavík og gekk í Ingimarsskóla. Birgir lærði málmsteypu í Iðnskól- anum í Reykjavík, en vann mesta hluta ævinnar við versl- unar- og sölustörf, fyrst hjá heildverslun Árna Jónssonar og síðan hjá heildverslun Ásbjörns Ólafssonar og endaði starfs- ævina sem sölustjóri hjá Ofna- smiðjunni. Auk þess stundaði hann sjómennsku af og til. Ein hans mesta ánægja í lífinu var að dvelja með fjölskyldunni í Bentshúsi, í Flatey, þar tók hann þátt i endurreisn byggðar í eyj- unni og hinu hefðbundna eyja- lífi. Útför hans verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 6. októ- ber 2016, og hefst athöfnin klukkan 15. 1951, 2) Þórunn Björg, f. 9 október 1953. Þórunn gift- ist Ragnari Má Jónssyni, f. 3. ágúst 1953, d. 25. apríl 1975. Þeirra sonur er Birgir Már, f. 2. maí 1974, giftur Silju Hrund Júlíusdóttur, f. 30. júlí 1975. Börn Birgis og Silju eru Ragnar Már, f. 2000, Ása Björt, f. 2005, Freyja Sól, f. 2009, og Leó, f. 2016. Þórunn giftist Kára Guðbjörnssyni, f. 1956, börn þeirra eru a) Birna Hlín Kára- dóttir, f. 30. apríl 1978, gift Birni Frey Ingólfssyni, f. 5. desember 1977. Börn Birnu og Björns eru Húni Ingólfur, f. 2005, og Birnir Kári, f. 2008, b) Kári Snær Kára- son, f. 20. febrúar 1992. Þórunn og Kári skildu. Núverandi eig- inmaður Þórunnar er Konráð Ægisson, f. 10. desember 1953, börn hans og Sigríðar Sturlu- dóttur eru a) Kristrún Anna, f. 4. Mín fyrsta minning er um mig og afa að labba saman hönd í hönd. Hann að leiða mig, líklega í leikskólann. Hann var með stórar, sterkar og hlýjar hendur. Við áttum eftir að haldast mikið í hendur upp frá því. Þegar ég var hjá ömmu og afa þá svaf ég alltaf við hliðina á rúminu hans á dýnu. Ég man hvað það var gott að leggja lóf- ann í hönd hans og sofna í friði og ró. Þannig var líka síðasta stund okkar saman. Ég við hlið hans, hönd í hönd þegar svefninn langi færðist yfir. Ró og friður. Hann var orðinn þreyttur og hlakkaði til að hitta ömmu aft- ur. Það er gott að vita af þeim saman á ný. Skrítið hvað þetta líður hratt. Mér finnst svo stutt síð- an ég var lítill strákur og afi á besta aldri. Ég sé hann fyrir mér, vatnsgreiddur, nýrakaður að kaupa fyrir mig pulsu og mjólk í Laugardalnum eftir sund. Við vorum alla tíð mjög nán- ir og eyddum miklum tíma saman. Hann gekk mér í föð- urstað þegar Ragnar faðir minn féll frá þegar ég var að- eins ungbarn. Hann og amma tóku mig og mömmu að sér og upp frá því var ég sonur þeirra. Amma kallaði afa alltaf pabba og þannig var það. Hallar þar ekki á Kára pabba, enda gott að eiga tvo. Afi var góður maður, rólegur og yfirvegaður. Ég man ekki eftir að hann hafi hallmælt nokkrum manni eða æst sig yf- ir nokkrum hlut. Heill og sann- ur. Hann var maður sátta og leitaði ávallt leiða til að setja niður ágreining. Hann var mjög kurteis og vel máli farinn. Snyrtimenni hið mesta. Alltaf nýrakaður, klipptur og vel til fara. Snyrtimennskan gekk jafnvel það langt að hann fór reglulega í fóta- og handsnyrt- ingu, sem mér fannst afar und- arlegt. Hann var greindur og gríð- arlega vel lesinn. Hann hafði mikinn áhuga á heimsmálunum og var t.d. áskrifandi að Nat- ional Geographic, Economist, Time og Newsweek. Hann var mikill tungumálamaður, altal- andi á ensku og dönsku og vel fær í þýsku. Hann var ljóð- rænn, músíkalskur og góður í að teikna og mála. Afi var mjög sterkur og vel líkamlega byggður. Bjó hann að því alla tíð og mér varð tíðrætt um hversu sterkt væri í honum. Hann var einstaklega barn- góður og söknuður barna okkar Silju er mikill við fráfall hans. Ragnar var það lánsamur að vera mikið hjá ömmu og afa þegar hann var lítill og býr hann að því eins og ég. Ása og Freyja voru líka í miklu uppá- haldi og kallaði hann Freyju sólina sína. Það hryggir mig að Leó litli fái ekki tækifæri til að kynnast afa sínum en ég mun reyna að kenna honum þau gildi sem hann kenndi mér og veita hon- um sömu alúð og ást. Afi og amma elskuðu Silju eins og sína eigin dóttur og samband þeirra var mjög sterkt. Hennar missir er sami og minn. Það hefur verið erfitt fyrir okkur hin síðari ár að fylgjast með aldrinum færast yfir ömmu og afa úr fjarlægð. Bú- seta okkar erlendis gerði það að verkum að samverustund- irnar voru langtum færri en sanngjarnt er. Var því ómet- anlegt að sjá hvað mamma og Halla frænka hugsuðu vel um þau. Ekki hefði verið hægt að gera það betur eða af meiri ást og umhyggju. Hvíl í friði, elsku afi. Þinn sonur, Birgir Már. Minn elsku afi Biggi er nú fallinn frá. Við systkinin vorum mikið hjá ömmu og afa í Álf- heimunum þar sem notalegheit- in réðu alltaf ríkjum. Það var aldrei stress eða asi í kringum afa, hann kunni að slappa af og njóta líðandi stundar. Bestu minningarnar á ég frá samverustundum í Flat- ey þar sem við nutum eyjalífs- ins í botn. Afi var mikill dýravinur og vandi t.d. stóran hluta af fugl- unum í eyjunni á brauð og ann- að góðgæti sem gefið var sam- viskusamlega á flötinni við Bentshús. Ég sé nú afa fyrir mér, frískan og glaðan, í Flatey með Birnu sinni að njóta eyja- lífsins. Hvíl í friði, elsku afi. Birna Hlín Káradóttir. Ég og afi áttum áttum alla okkar samveru það sameigin- legt að hafa mikla ánægju af bókum. Við lánuðum hvor öðr- um oft bækur, og þó við værum ekki alltaf heillaðir af bókavali hins þá var það lærdómsríkt, bæði fyrir bókaþekkinguna og fyrir þekkingu mína á afa, að fá þessar ráðleggingar hjá honum. Í þau skipti sem ég sjálfur spreytti mig á að skrifa sögur var hann alltaf með þeim fyrstu til að fá að lesa og hans hrós og athugasemdir voru hvað mest hjálplegar fyrir mig. En þrátt fyrir þessa bókaást þá tengi ég að mörgu leyti bet- ur við sjónvarpsáhorf þegar ég hugsa um afa. Þegar ég var á mínum yngri árum í grunn- skóla fór ég hvern dag heim til hans og ömmu og horfði á Cartoon Network á meðan þau dekruðu við mig. Seinna þegar ég gisti hjá þeim horfði ég svo á BBC Entertainment langt fram á nótt, sem ég held að hafi átt stóran þátt í að móta húmor minn í dag. Á þessum tíma var afi líka duglegur í því að senda inn lausnir við getraunum og þrautum, oftast úr barna- blaðinu, til að reyna að næla í vinninga fyrir mig. Þó held ég að hann hafi haft lúmskt gaman af barnablaðinu, líkt og Útvarpi Latabæ, sem hann setti ósjald- an á í bílnum. Þegar afi var hættur að keyra gaf hann mér afnot af bílnum sínum. Þetta reyndist vináttu okkar góður hlutur. Við fórum saman að heimsækja ömmu þegar hún var á spítala og síðar öldrunarheimili, og ég fór út í búð fyrir hann og skutl- aði honum í sjúkraþjálfun. Svo má ekki gleyma þeim kvöldum þar sem við vorum báðir uppi- skroppa með kvöldmatarhug- myndir og ákváðum í samein- ingu að best væri ef ég myndi sækja pitsu handa okkur. Enda hafði afi matarást sem ég hef sjaldan séð jafnaða. Svo lengi sem það var ekki hvítlaukur í því var hann tilbúinn að smakka hvað sem er að því er virtist. Ég man að eitt sinn í Flatey minntist hann á að hafa smakkað sæbjúga. Þetta fannst ungum mér magnað, þar sem sæbjúga var ekki matarkyns fyrir mér, heldur einhver klessa frá botni sjávar. Seinna, einnig í Flatey, þegar við vor- um að bíða eftir ferjunni heim og sátum saman uppi á nær- liggjandi hól, ákvað ég að prófa það hversu mikil alæta afi væri. Ég fékk hann til að loka aug- unum á meðan ég tíndi allar mögulegar nærliggjandi plöntur upp í hann. Hann kvartaði allavega ekki og var ég því sannfærður um að hann gæti borðað allt. Það besta sem ég tek frá tíma mínum með afa er að það er mikilvægt og jákvætt að njóta hlutanna í lífinu. Njóta samveru með fjölskyldunni, njóta þess að vera á stað þar sem þér líður vel. Njóta þess að lesa og borða. Njóta þess að tala og segja brandara. Njóta þess að vera til, þrátt fyrir tím- ana þar sem það virðist óger- legt. Kári Snær Kárason. Birgir Magnússon ✝ Halldór EjnerMalmberg fæddist á Norð- urstíg 1 í Reykja- vík 22. febrúar 1928. Hann lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykja- vík 23. september 2016. Foreldrar hans voru þau Ejner Oluf Malmberg kaupmaður í Reykjavík, f. 14. ágúst 1903, d. 18. september 1963, og Ingileif Halldórsdóttir Malmberg, f. 4. febrúar 1905, d. 28. ágúst 1987. Halldór var elstur í systkina- hópnum. Næstur kom Ottó Jó- hann, f. 8. september 1931, Svend Aage, f. 8. febrúar 1935, d. 25. júní 2014, Gunnar, f. 12. janúar 1938, d. 13. júní 1998. Yngst er Inga Dagný, f. 19. október 1944. Hálfsystir þeirra, samfeðra var Svava Hauksdótt- ir, f. 20. júlí 1937, d. 18. nóv- ember 2004. Hinn 21. ágúst 1954 gekk Halldór að eiga Sigríði Odds- dóttur Malmberg, f. 10. mars 1932, í Kaupmannahöfn. For- janúar 1992, nemi í læknisfræði í Martin í Slóvakíu, og Herta Sól, f. 15. maí 1993, nemi í við- skiptafræði við Háskóla Íslands. Óhætt er að segja að barna- börnin fjögur voru Halldóri og Sigríði afar mikils virði. Halldór dvaldi frá sjö ára aldri til 12 ára aldurs í Kaup- mannahöfn hjá föðurforeldrum sínum og gekk þar í barnaskóla. Í upphafi seinni heimsstyrjald- arinnar voru Íslendingar sem voru í Evrópu fluttir heim með MS Esju, í svokallaðri Petsamo- ferð, en þessi ferð hafði mikil áhrif á Halldór sem varð tíðrætt um ferðina. Halldór lærði ung- ur útvarpsvirkjun og starfaði við það í mörg ár. Síðar lærði Halldór framreiðslu í Hótel- og veitingaþjónaskóla Íslands. Starfaði Halldór sem framreiðslumaður og veit- ingastjóri á Hótel Sögu í yfir tvo áratugi. Árið 1986 útskrif- aðist Halldór frá Kennarahá- skóla Íslands í uppeldis- og kennslufræðum, og kenndi á matvælasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti til 70 ára aldurs. Eftirlætisiðja Halldórs og Sig- ríðar var silungsveiði en saman fóru þau um allt land til þess að veiða. Saman áttu þau einnig sumarhús í landi Hrísholts í Biskupstungunum. Útför Halldórs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 6. október 2016, klukkan 13. eldrar hennar voru þau Oddur Ólafs- son verkstjóri í Reykjavík, f. 17. mars 1905, d. 16. júní 1977, og Guðný Oddsdóttir, f. 26. júní 1909, d. 1. mars 2010. Lengst af áttu þau Halldór og Sig- ríður heimili að Otrateig 6 í Reykjavík en áður bjuggu þau lengi að Sörlaskjóli 94. Síðustu árin nutu þau svo hlynningar á Hrafnistu í Reykjavík. Börn Halldórs og Sigríðar eru: Anna María, f. 21. desember 1954, hjúkrunarfræðingur og Oddur, f. 10. nóvember 1962, guðfræð- ingur og MA í félagsfræði. Kona hans er Susan Elizabeth Gol- lifer, f. 28. ágúst 1965, aðjunkt við Háskóla Íslands á mennta- vísindasviði. Dóttir þeirra er Marina Embla, f. 13. júlí 2004. Fyrir átti Oddur þrjú börn með Margréti Úrsúlu Ingvars- dóttur, f. 21. september 1966, en þau eru: Halldór Björn, f. 26. febrúar 1988, lögreglumaður í Reykjavík, Oddur Máni, f. 6. Elsku afi. Okkur þykir mjög sárt að þurfa að kveðja þig en á sama tíma erum við ótrúlega þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa og þakklát fyrir hvað þú tókst mikinn þátt í lífi okkar. Við er- um þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem við eigum, betri afa var ekki hægt að hugsa sér. Sama hvað var í gangi, eða ef eitthvað var að þá vildir þú vita af því og aðstoð- aðir okkur við allt, þú varst allt- af til staðar og tilbúinn til að hjálpa okkur. Allar stundirnar sem við eyddum með ykkur ömmu á Ot- rateignum og í bústaðnum eru svo dýrmætar, að fá að stússast með þér úti í bílskúr, þegar þú sóttir okkur í skólann, hjálpaðir okkur við heimanámið og reyndir að kenna okkur dönsku, þegar þú kenndir okkur á klukku, jólin á Otrateignum eru líka ógleymanleg og svo miklu fleiri stundir sem þið amma gerðuð svo sérstakar, okkur fannst ekkert betra en að fá að vera með ykkur. Elsku afi, í okkar huga ertu besti maður sem til var, það að fá að alast upp sem barnabarn þitt voru forréttindi og hefur gert okkur að betri manneskj- um. Við munum aldrei gleyma þér, við munum segja börnum okkar frá þér og vonandi verð- um við jafn góð við barnabörnin okkar og þú varst við okkur. Við söknum þín en þú verður alltaf í hjörtum okkar og núna munum við hugsa vel um ömmu fyrir þig Elskum þig. Halldór Björn, Oddur Máni, Herta Sól og Marina Embla. Halldór mág minn hitti ég fyrst árið 1954 og alla tíð síðan höfum við haft náin kynni og farið vel á með okkur. Hann hafði kynnst Siggu, eldri systur minni, í Kaupmannahöfn 1953 og þau ákváðu að rugla reytum sínum saman. Ég var jafnan velkominn á heimili þeirra og kom þar oft, enda voru þau gestrisin og góð heim að sækja. Einkum eru mér minnisstæð jólaboð hjá þeim, þar sem stór- fjölskyldur þeirra komu saman. Dóri, eins og hann var jafnan kallaður á heimili foreldra minna, var í góðu sambandi við þau alla tíð og kom þar oft. Þegar Halldór kvaddi þennan heim hafði hjónaband þeirra Siggu staðið í 62 ár. Þau eign- uðust tvö mannvænleg börn, Önnu Maríu og Odd, og barna- börnin eru fjögur. Halldór bar mikla umhyggju fyrir börnum sínum og barnabörnum, var í góðu sambandi við þau og studdi þau með ráðum og dáð. Hann og Sigga voru mjög sam- hent. T.d. lærðu þau bæði fram- reiðslustörf á fullorðinsárum, störfuðu bæði sem þjónar, öfl- uðu sér kennsluréttinda og end- uðu starfsferil sinn sem kenn- arar. Halldór kenndi í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Þess má geta að Halldór var einn þeirra sem undir- bjuggu íslenska keppendur, sem þátt tóku í norrænum mót- um í framreiðslu og uppskáru þeir bæði titla og verðlaun. Halldór var danskur í föð- urætt og ber annað nafn hans merki þess. Hann og bræður hans töluðu jafnan saman á dönsku. Halldór var einn af „Petsamoförunum“ og kom árið 1940 frá Danmörku ásamt fjöl- skyldu sinni með Esjunni frá hafnarbænum Petsamo nyrst í Finnlandi. Á þann hátt var komist milli hersetinna landa en Danmörk var hersetin af Þjóðverjum og Ísland var her- setið af Englendingum. Semja þurfti við herveldin og farnar krókaleiðir. Halldór starfaði lengi sem þjónn og veitingastjóri á Hótel Sögu og ætla má að margir sem eru komnir yfir miðjan aldur muni eftir honum í starfi þar. Í landsmálum vorum við Halldór að mestu sammála, þótt hann væri mótaður á annan hátt en ég og hefði aðrar skoð- anir á lífinu. Hann var aðeins eldri, umburðarlyndur heims- maður. Það var gaman að hitta hann og rifja upp gamla tíma með honum. Margar minningar leita á hugann eftir löng og góð kynni, sem of langt yrði að rekja hér. Minningar um traustan og góðan vin og sam- ferðamann. Ég, Svandís og fjölskylda okkar sendum Siggu, börnum og barnabörnum þeirra Hall- dórs og systkinum hans inni- legar samúðarkveðjur. Við minnumst Halldórs með virðingu og þökk. Magnús Oddsson. Mig langar að minnast heið- ursmannsins Halldórs Malm- berg með örfáum orðum. Það var mér til mikillar heppni og gleði að fá að kynnast honum og hans yndislegu konu, Siggu, fyrir nærri 40 árum. Þegar ég og sonur hans, Oddur, urðum vinir þegar við hófum nám í Verzlunarskóla Íslands, bjóst ég nú reyndar ekki við því að öllum þessum árum síðar væri ég enn í svona góðu sambandi við Halldór og Siggu. Þau tóku unglingnum vel, alltaf var ég velkomin á þeirra heimili, með hlýjum faðmlögum og vinskap, og sem árin liðu sýndu þau dætrum mínum sama áhuga og umhyggju. Ég hef eytt mörgum áramótum, jólum, afmælum og slíku með þeim sómahjónunum og alltaf voru það gleðistundir. Ég er virkilega heppin kona að hafa fengið þau í mitt líf, eins og þeirra son og hans fjöl- skyldu sem ég get ekki þakkað nóg fyrir, og ég kveð hann elsku Halldór með miklu þakk- læti fyrir öll þau góðu ár sem hann gaf mér og þær minningar sem ég á frá þessari fjölskyldu. Kæru afabörn, Halldór Björn, Oddur Máni, Herta Sól, Marina Embla, þið áttuð einn þann besta afa sem þið hefðuð getað fengið, haldið áfram að gera hann eins stoltan af ykkur og hann var, þið gáfum honum endalausa gleði. Hann lifir áfram í gegnum ykkur. Minn besti vinur Oddur og hans kona Sue, sem kom inn í fjölskylduna sem algjör gleði- gjafi og hefur verið eins og klettur fyrir alla, takk fyrir all- ar stundirnar sem þið gerðuð mér kleift að fá að umgangast Halldór og Siggu. Þær glöddu mig mjög mikið eins og þið vit- ið. Anna María, takk fyrir pabba þinn og mömmu, þú hefur stað- ið þig eins og hetja. Elsku kæra Sigga, þú áttir þann besta og flottasta mann, mikið valdirðu vel og ég veit að hann passaði upp á þig fram á síðasta dag og hann verður allt- af hjá þér. Ég samhryggist innilega en Halldór skilur eftir sig svo fal- legar minningar, ég vona að við sem eftir stöndum verðum jafn heppin og getum skilið við þennan heim betri en við kom- um í hann. Halldór gerði það svo sannarlega. Með allri minni virðingu, Ragnheiður. Halldór E. Malmberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.