Morgunblaðið - 06.10.2016, Side 26

Morgunblaðið - 06.10.2016, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 ✝ Tómas Stein-dórsson fæddist að Hamrahóli í Ása- hreppi 22. desem- ber 1932. Hann lést 23. september 2016. Foreldrar hans voru Guðný Rósa Tómasdóttir, verka- kona frá Hamra- hóli, f. 14.1. 1909, d. 9.4. 1992, og Stein- dór Árnason, skip- stjóri frá Réttarholti á Skaga- strönd, f. 27.12. 1897, d. 5.9. 1986. Tómas var einkabarn móð- ur sinnar en hálfbræður sam- feðra voru Árni, f. 26.4. 1935, d. 2.8. 1941, og Jón, f. 11.9. 1938, d. 14.1. 2016. Þann 5.4. 1958 kvæntist Tóm- as eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigurbirnu Guðjónsdóttur frá Teigi í Dalasýslu, f. 4.9. 1936. Börn þeirra eru:1) Guðjón, f. 5.2. 1958, maki Valgerður Sveins- dóttir. Dóttir þeirra er Sig- urbirna. Áður átti Valgerður Kömmu Viðarsd. í sambúð með Kristjáni Þ. Steinþórss. 2) Tóm- as, f. 28.3. 1959, kvæntur Ólafíu Eiríksdóttur. Börn þeirra eru: a) Eydís Hrönn, í sambúð með Víði Eyþórssyni. Börn þeirra eru Veigar Þór, Vikar Reyr, Víðir eiga þau Oliver, Tristan og Míu Alexöndru og Kára, kvæntur Gyðu R. Vilhjálmsd. og eiga þau Emelíönu Ísis, Indíönu Mist og Matthildi Köru, 6)Hjalti, f. 2.1. 1973, kvæntur Ingileifu Dagnýju Viðarsdóttur. Börn þeirra eru a) Silja og b) Viðar. Tómas ólst upp í Hamrahól hjá afa sínum, Tómasi Þórðarsyni bónda, f. 1877, d. 1957, og seinni konu hans, Jórunni Ólafsdóttur húsfreyju, f. 1893, d. 1985, ásamt börnum þeirra Guðjóni, f. 1927, og Guðrúnu Ólafíu, f. 1936. Með- an á skólagöngu stóð dvaldi hann í Reykjavík hjá móður sinni og stjúpföður, Halldóri Jónssyni. Tómas og Sigurbirna hófu bú- skap að Hamrahóli 18.5. 1957 og hafa átt þar heima æ síðan, utan áranna 1960-1962 er þau bjuggu í Bjóluhjáleigu í Djúpárhreppi. Þau bjuggu lengst af með bland- aðan búskap og vann Tómas alla tíð utan heimilis. Hann fór á ver- tíðir, vann sem fláningsmaður, við uppbyggingu virkjana á há- lendinu og ýmsa verkamanna- vinnu. Síðustu árin vann hann hjá Reykjagarði. Tómas hafði gaman af dansi og söng og tók hann virkan þátt í kórastarfi og var einn af stofn- endum kirkjukórs Kálfholts- kirkju. Hann hafði yndi af hesta- mennskuog naut sín best á útreiðum í góðum félagsskap. Útför Tómasar fer fram frá Kálfholtskirkju í dag, 6. október 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. Snær, Viljar Breki og Viðja Karin. Áð- ur átti Víðir Natan Ögra, Magnús Vigra og Svandísi Viðju. b) Eyþór, c)Karitas, 3) Guðný Rósa, f. 3.5. 1961, gift Bjarna Jóhannssyni. Dætur þeirra eru: a) Birta Huld, í sambúð með Þorsteini Darra Sig- urgeirssyni. Börn þeirra eru Almar Máni, Svava, Halldór Darri og Jökull Orri. Faðir Birtu er Halldór Páll Hall- dórss. b) Sunna Björg, í sambúð með Guðlaugi Karli Skúlasyni, dóttir þeirra er Sóldís Kara, c) Birna Borg, í sambúð með Þórði Sigurbjartssyni, dóttir þeirra er Rósa, 4) Steindór, f. 27.1. 1964, kvæntur Maríu Björk Gunn- arsdóttur. Börn þeirra eru: a) Írena Sólveig, í sambúð með Gabriel Wiklund, sonur þeirra er Eldur Freyr, b) Tómas, c)Baldur. Móðir Írenu, Tómasar og Baldurs er Nína M. Morávek, d)Þórdís Birna, 5) Guðríður Ásta, f. 27.3. 1967, maki Steinar Tómasson. Dóttir þeirra er Hekla. Áður átti Steinar Örnu, í sambúð með Hjalta R. Oddss., Gerði, í sambúð með Friðriki E. Guðmundss. og Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. (Einar Benediktsson.) Þegar ég hugsa til pabba þá á ég honum svo margt að þakka. Þakklæti fyrir það sem hann var mér og fjölskyldunni minni og það að hafa hann svo lengi hluta af mínu lífi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Faðir minn gat sér gott orð hvar sem hann kom. Einkar greiðvikinn og fljótur til hjálpar, þeim sem þurftu. Það fékk hann oft til baka, þar sem hann og mamma hafa alltaf átt góða að í sínum nágrönnum. Höfðingi var hann heim að sækja og hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Sterka réttlætiskennd hafði pabbi ásamt drenglyndi, hjálp- semi og æðruleysi og miðlaði hann þessu til okkar krakkanna með sínu lagi. Ungur las hann fornsögurnar og heillaðist af köppum sögualdar. Vitnaði hann oft í Njálu í daglegu lífi svo og kraftamanninn Gretti sterka. Fyrirmynd pabba var þó afi hans Tómas sem hann kallaði jafnan pabba. Trygglyndur var pabbi og í hans sögum frá fyrri tíð komu æskuvinurinn Sölvi og Rúna frænka oft fyrir og var sá þráður óslitinn alla tíð. Samheiti yfir orðin jafnlyndi, æðruleysi og stöðuglyndi er í mínum huga, pabbi. Aldrei reidd- ist hann mér svo ég muni. Skap- laus var hann þó ekki og keppn- isskapið mikið sérlega ef reyndi á hraða og úthald. Það sem hann miðlaði mér hefur mótað mig var- anlega. Skrokkléttur var hann og fór í gegnum sig og til baka, hvort sem var á kirkjubita eða á fjár- hússperru og bar sig teinréttur alla tíð. Óhætt var að treysta því að sigur á honum var aldrei gef- inn hvort sem var í skák eða spil- um. Var gaman að vinna því jafn innilega varð pabbi fúll eins og hann gat hlegið stríðnishlátri þegar dæmið snerist við. Pabbi unni fjölskyldunni sinni og sló heitt hjarta undir oft berri bringu. Hestar voru líf hans og yndi og var hann alltaf vel ríðandi. Mest mat hann fallega hnakkabeygju og yfirferðartölt, en lagði minni rækt við hægaganginn. Ekkert líf án dauða, enginn dauði án lífs. Það er staðreynd. Þó eru fæstir tilbúnir þegar kallið kemur. Dauðinn tók pabba hljóð- lega með sér. Líkaminn farinn að kröftum en sálin hverfur á vit nýrra tíma í austrinu eilífa. Ég hefði viljað hafa hann aðeins leng- ur en „enginn flýr sitt skapadæg- ur“ eins og pabbi sagði stundum. Við lokatóna sálmsins „Hærra minn guð“ kvaddi hann þetta líf. Þakklátur er ég fyrir að hafa náð að fylgja honum síðustu sporin. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (Einar Benediktsson.) Með ást og þakklæti kveð ég mína fyrirmynd, en björt minn- ingin lifir. Steindór. Elsku pabbi minn, ýmislegt brölluðum við saman í gegnum tíðina. Eitt af því sem ég aldrei mun gleyma eru allar þær stund- ir sem þú og mamma sunguð með okkur krökkunum. Öll lögin sem þið kennduð okkur eru mér í fersku minni. Ég kveð þig með textanum sem við sungum síðast saman í eldhúsinu heima á Hamrahóli í byrjun september. Þú fannst að sjálfsögðu rétta tóninn. Takk fyrir allt, elsku pabbi. Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt. Við ystu hafsbrún sefur sól, og sofið er í hverjum hól. Í sefi blunda svanabörn og silungur í læk og tjörn. Á túni sefur bóndabær, og bjarma á þil og glugga slær. Við móðurbrjóstin börnin fá þá bestu gjöf, sem lífið á. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Þín Guðríður. Þér kær var þessi bændabyggð, þú battst við hana ævitryggð. Til árs og friðar ekki í stríð á undan gekkstu í háa tíð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. En styrrinn aldrei stóð um þig, – hver stormur varð að lægja sig, er sólskin þinnar sálar skein á satt og rétt í hverri grein. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Með þessu fallega ljóði kveðj- um við þig, elsku pabbi og tengdapabbi. Margs er að minnast, margs er að sakna. Ótal góðar minningar koma upp í hugann, sem við mun- um ávallt geyma í hjörtum okkar. Dugnaður, þolinmæði og rétt- lætiskennd einkenndu öll þín verk. Þú varst ávallt hrókur alls fagnaðar og kunnir svo sannar- lega að skemmta þér í góðra vina hópi. Megi Guð styrkja þig, elsku mamma og tengdamamma, miss- ir þinn er mikill. Þú varst lífs- blómið hans og hetjan hans. Takk fyrir öll árin okkar sam- an. Hvíldu í friði. Þín Guðjón og Valgerður (Vala). Elsku pabbi. Nú þegar þú ert farinn úr þessum heimi sit ég hér og reyni að sætta mig við orðinn hlut. Á mig leita allskonar minningar um þig, allar góðar og glaðar. Ég man aldrei eftir þér reiðum. Heiðarlegri mann var vart að finna, þú varst traustur með af- brigðum, orðvar og svo líka svakalega skemmtilegur. Þú varst heimakær með afbrigðum þótt þú hafir alla tíð þurft að sækja vinnu utan heimilis. Þér fannst þú heppinn í lífinu með Daladrottninguna þína og okkur börnin þín og okkar fjölskyldur. Mér fannst ég stundum geta nýtt mér það í góðum tilgangi að vera alnafna mömmu þinnar, enda þegar þú lést eitthvað eftir mér fylgdi jafnan með í gríni: „þú heitir nú nafninu hennar mömmu minnar“. Þér fannst gaman að gleðjast með góðum og varst oftar en ekki hrókur alls fagnaðar. Ég ætla að hugsa mér þig áfram með okkur í gleði og sorg og mér finnast þessi orð einhvern veginn hugga mig í þessum aðstæðum: Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höfundur óþekktur.) Takk fyrir alla þína ást og um- hyggju, Þín dóttir, Guðný Rósa. Bjart sumarkvöld – sólin skín. Tómas bóndi er á stóru sléttunni að slá. Hann hringir heim og bið- ur um að fá sent eitthvað að drekka. Birna þekkir sinn mann, grípur bjórdós, biður mig og Guðríði um að fara. Tómas vippar sér fimlega út úr dráttarvélinni – skyrtulaus í sumarhitanum. „Það hljómar svo helvíti vel að syngja Hærra minn Guð til þín þegar maður hefur aðeins vætt kverk- arnar.“ Svo var haldið áfram og fallegur tenórinn hljómaði fram á nótt á yndislegasta stað á jarð- ríki. Margar ógleymanlegar stund- ir koma upp í hugann þegar Tóm- asar Steindórssonar er minnst. Danmerkurferðin fyrir tíu árum. „Er ég kominn til himnaríkis,“ sagði bóndinn þegar hann sá alla rekkana í bjór- og víndeildinni í búðinni við landamærin í suðri. Oft var farið í mjólkurhúsið að verki loknu, skápurinn opnaður, boðið upp á snaps. Stungið út úr fjárhúsunum með öllu tilheyr- andi. „Kindurnar“ allar nefndar með nafni, sögur, hlátur og vín. Alltaf endað í matarveislu hjá Birnu sem aldrei klikkaði. Öll að- fangadagskvöldin, brennan á hólnum á gamlársdag, þorrablót- in. Fyrir u.þ.b. ári fórum við til höfuðborgarinnar og ókum m.a. á Ásvallagötuna á æskuslóðirnar. Minntist Tómas þess tíma með gleði svo og áranna í Austurbæj- arskóla. Alltaf var þó tilhlökkunin mest að fara austur í Hamrahól á vorin til afa. Tómas Steindórsson var „orig- inal“, svolítill töffari í honum og ekki laust við örlítið pjatt á köfl- um. Fyrst og fremst þótti honum vænt um fjölskylduna og talaði ætíð af ást og umhyggju um Birnu sína. Alltaf tók hann vel á móti manni og þá gjarnan með orðunum: „Gjöriði svo vel og gangið í bæinn.“ Margar stundir við eldhúsborðið – spjall og spil. Tómas á sínum stað í horninu við gluggann og sykurkarið sjaldan langt undan. Tvær til þrjár skeið- ar í bollann og ef eitthvað fór út fyrir var því vandlega sópað sam- an með stórum vinnulúnum hönd- um – svolítið krepptum. Því næst sópað út fyrir borðbrúnina og á gólfið með snöggri hreyfingu. Ég minnist tengdaföður míns með söknuði í hjarta og votta öll- um ættingjum, og þá sérstaklega Sigurbirnu tengdamömmu, sam- úð mína. Í hugum okkar sem kynntumst Tómasi Steindórssyni mun hinn hreini tónn lífs hans lifa með okk- ur. Það er ekki nokkur spurning. Steinar Tómasson. Hann Tómas tengdafaðir minn er látinn. Einhvern veginn er maður aldrei viðbúinn eða tilbú- inn að sjá á eftir sínu fólki frá þessu tilverustigi, sama hvað hver segir. Ég hugsa til hans með miklum söknuði. Þó að okkur sem að honum stóðum hafi grunað að það gæti farið að bregða til beggja vona, þar sem heilsunni hrakaði hratt undanfarnar vikur. Þá er gott að eiga góðar minn- ingar til að rifja upp og hugsa til og þær eru heilmargar. Ég minn- ist Tomma, eins og hann var oft- ast kallaður, fyrst eftir að við Rósa kynntumst og fórum að koma í heimsóknir í Hamrahól til þeirra Birnu. Alltaf var jafn gam- an að koma í Hamrahól og hjálpa til við heyskapinn, að smala, eða hvað það var sem við Rósa vorum að reyna að hjálpa til við hverju sinni. Ógleymanlegar eru margar stundirnar og viðburðirnir, jóla- boðin, allar þorrablótsferðirnar sem við fórum saman, þá oftast flestir úr fjölskyldunni á Ásblótið ár hvert og alltaf tekið lagið á leiðinni, allar fjölskylduferðirnar haust hvert sem öll fjölskyldan kom saman og hafði gaman, fór- um í útileiki, skoðuðum áhuga- verða staði, borðuðum góðan mat saman, tókum í spil, sungum sam- an og hlustuðum á hljómsveit ættarinnar Zonic Youth. Við átt- um það sameiginlegt að mér fannst, að við erum ekki menn margra orða en öll skiptin sem við komum saman að stinga út úr fjárhúsinu og fengum okkur að- eins í tána, þá spjölluðum við um fyrri tíð, heima og geima og landsmálin auðvitað, það voru gullnar stundir. Ég mun minnast þín sem traustrar og mikillar gæðapersónu, alltaf stutt í brosið og glettnina, og mörg eru söng- lögin sem munu minna á þig, því alltaf vildir þú taka lagið í glað- værum hóp. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvaða lag þú ert að taka núna hinum megin á góðra vina fundi og með tvo fing- ur á lofti. Takk fyrir allt, kæri tengdafaðir. Bjarni Jóhannsson. Elsku afi í Hamrahól. Alveg frá því að við munum eft- ir okkur hefur alltaf verið líf og fjör í kringum þig. Söngur, gleði, glens og grín, spil og keppnis- skap, hestar, kindur og kýr koma upp í hugann þegar við minnumst þín. Að fá að vera barn í sveitinni ykkar ömmu, í Hamrahól, voru forréttindi og allt umhverfið varð að einni ævintýraveröld. Við átt- um bú í klettunum, óðum í gilinu, tókum þátt í sveitastörfunum eins og þeir sem eldri voru og spiluð- um á síðkvöldum. Þegar við spil- uðum var nú eins gott að vera ekki viðkvæmur, ekkert var gefið eftir og jafnlangur tími fór í rök- ræður eftir spilið og í spilið sjálft. Keppnisskapið var mikið en aldr- ei var gleðin og hláturinn langt undan. Þú varst sterkur og hraustur, mikilmenni og hvert sem þú komst varst þú hrókur alls fagnaðar. Þú varst stoltur af Hamrahólsættinni og öllum af- komendum þínum og fylgdist vel með því sem við tókum okkur fyrir hendur. Okkar árlega Hamrahólsferð að hausti hvers árs er uppspretta ómetanlegra minninga og gleði- stunda. Við minnumst með þakk- læti okkar síðustu ferðar sem bar upp á áttræðisafmælishelgi ömmu. Þar söngst þú af innlifun með fólkinu þínu í sveitinni þinni og tókst þátt í allri dagskrá helg- arinnar þrátt fyrir versnandi heilsu. Það var eins og þú nýttir alla þína krafta og styrk til að gera þessa helgi ógleymanlega. Fyrir það erum við óendanlega þakklátar. Takk fyrir allt, elsku besti afi okkar. Við munum ávallt minnast þín með bros á vör og halda minn- ingu þinni á lofti. Þar til við hitt- umst næst – Skál afi! Þínar afastelpur, Birta Huld, Sunna Björg og Birna Borg og fjölskyldur. Um undra-geim, í himinveldi háu, nú hverfur sól og kveður jarðarglaum; á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. (Benedikt Gröndal) Elsku besti afi minn. Ég sit í Svíþjóð og hugsa svo sterkt til þín. Ótrúlega margar góðar minningar koma upp í huga minn. Mér þykir svo vænt um þig og um allar okkar yndislegu sam- verustundir í gegnum árin sem tengjast m.a. Hamrahól og sveit- inni þinni fögru. Söngur, sauð- burður, útreiðar, útivinna, trak- torsferðir og svo mætti lengi telja. Það var mikið lán að fá tæki- færi til að tala við þig í símann sunnudaginn áður en þú kvaddir. Við töluðum dágóða stund og þar á meðal um girðinguna sem við girtum hér um árið á milli Hamrahóls og Hamrabæjarins og við voru svo stolt yfir því. Elsku amma mín og okkar stóra frábæra fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Minning þín lifir, elsku afi minn. Megi hin eilífa hvíld verða þér góð. Við hittumst síðar. Þín Sigurbirna (Sibba). Kær vinur og frændi hefur nú lokið göngu hér á jörð. Tómas Steindórsson í Hamrahól, Tommi í Hamrahól, var ávallt í miklu uppáhaldi og tengdur móður minni órjúfanlegum tryggða- böndum. Því var alltaf mjög kært á milli fjölskyldnanna og hátíð í bæ þegar Tommi og Birna komu að Eyjum eða þegar var farið austur í Hamrahól. Tommi bjó yfir sérstakri reisn sem fór ekki framhjá neinum er höfðu af honum kynni, handtakið traust, hugurinn skýr, alltaf bjart yfir honum og hlýleg framgangan undirstrikaði hans innri mann. Tommi frændi var eins og maður sér fyrir sér góða konunginn í ævintýrunum. Tommi var hins vegar ekki maður sem vildi ber- ast á, var miklu heldur til hlés, hógvær og nærgætinn í fram- göngu sem einkenndi allt hans líf. En þar sannast hið fornkveðna að auðmýkt er móðir virðingar. Tommi var lánsamur maður og Birna, eiginkona hans, mesta gæfa hans í lífinu og voru þau eins og einn maður í gegnum lífið. Þau áttu myndarheimili að Hamrahól og afkomendur þeirra dugmikið fólk. Það var frekar lítill karl sem steig upp í brúnan Landroverinn hjá Tomma frænda í Reykjavík á Tómas Steindórsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GERÐUR GUNNLAUGSDÓTTIR, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunar- heimilinu Skjóli föstudaginn 30. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Jón Þorgrímsson, Margrét Ólafsdóttir, Hrafnhildur Þorgrímsdóttir, Jón Marteinn Guðröðsson, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, Ragnar Guðjónsson, Kristjana Katrín Þorgrímsd., Þór Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.