Morgunblaðið - 06.10.2016, Síða 29

Morgunblaðið - 06.10.2016, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 argeisli sem hún skildi eftir sig lífgar upp á tilveru okkar allra. Hann færir okkur birtu og von um leið og við þerrum tárin. Ég minnist vinkonu minnar með þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Hjarta- hlýjan, hjálpsemin, gæskan, vandvirknin, nákvæmnin, metn- aðurinn og umhyggjan hjá Raggý átti sér engin takmörk og við nut- um góðs af. Perlur minninganna eru marg- ar og lifa með okkur um alla framtíð. Sólin hennar hefur ekki sest heldur risið hærra og minnt okkur á hversu dýrmætt lífið er. Hennar flug er nú á vængjum ei- lífðarinnar. Hugur minn og hjarta er hjá elsku litla Alexander, Sirrý og Guðjóni. Guð blessi minningu yndislegrar vinkonu. Hanna María Pálmadóttir. Elsku fallega vinkona mín. Það er bæði óraunverulegt og ósanngjarnt að sitja hér og skrifa hinstu kveðju til þín. Svo óend- anlega sorglegt að þú sért tekin frá okkur svona óvænt og alltof, alltof snemma. Eftir 25 ára vináttu sitja ótal dýrmætar minningar eftir sem ég mun geyma í hjartanu. Allt frá því við kynntumst fyrst í Verzló og svo samferða í háloftunum. Hlýrra og stærra hjarta var einfaldlega ekki hægt að finna. Sannur vinur vina þinna og ávallt tilbúin með útrétta hjálparhönd. Greiðvikni þín og gjafmildi áttu sér engin takmörk. Enda- laust varstu að græja og gera fyr- ir alla. Fallegu gjafirnar sem þú valdir af natni fyrir hvern og einn. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú vel, einstaklega vel. Þú rúllaðir upp hverri náms- greininni á fætur annarri, allt bara svona samhliða fullu starfi í fluginu. Handskrifuðu glósurnar með „Courier new“ leturgerðinni af þinni alkunnu snilld. Án efa þær flottustu þó víðar væri leitað. Svo eignaðist þú fallega eng- ilinn þinn, hann Alexander, sem var þinn augasteinn. Það sem þú varst að njóta þín í móðurhlut- verkinu. Við sem eftir stöndum munum gæta litla gullmolans þíns. Elsku Sirrý mín, Guðjón og Al- exander, með hjartað fullt af sorg votta ég ykkur mína dýpstu sam- úð og ég ætla að fá að kveðja þig, elsku Músan mín, með orðum sem kær vinkona mín orti fyrir mig til þín. Ég sit og stari tómið á, mér sýnist skuggi líða hjá sem gefur frá sér góða strauma og gægist inn í mína drauma. Þar ertu komin, Raggý mín, með fögru bláu augun þín og barmafullan hug af gæsku, geislandi af gleði og æsku. Á unglingsárum deildum gleði, gátum, sorg og því sem skeði. Þú ætíð réttir hjálparhönd ef hnaut ég um á lífsins strönd. Af þessum draumi vakna verð og veifa þér nú góða ferð til heimkynnanna nýju er nú njóta þinnar hlýju. En minning þín sem stjarna skær skín í sálu mér svo kær. Ég sendi út í húmið hljótt hundrað kossa – góða nótt (Íris Dungal) Þín Björg. Farin í þitt hinsta flug ertu fagra Raggý mín. Grátur er mér nú í hug er hugsa ég um góðverk þín. Nú flýgur þú á bólstri bláu, blíður engill, öllum kær. Upp‘í himinhvolfi háu þú heillar alla nær og fjær. En gimsteinn glóir jörðu á, gjöfull er sá fjársjóður. Í augum hans við munum sjá minningu um ástmóður. Gjöf úr þínum gæskubrunni göfug er, ég henni unni og færi þér nú þakkirnar fyrir allt sem eitt sinn var. Íris Dungal. Hvernig bregst maður við þeg- ar ung kona, vinkona og sam- starfsfélagi fellur skyndilega frá? Mann setur hljóðan, meðtekur ekki skilaboðin og vonar að ein- hverjum hafi orðið á, allt sé í rauninni eins og það var og verði þannig áfram. Manni líður eins og tíminn standi í stað. Verður orðavant. Konu í blóma lífsins, rétt lið- lega fertugri, móður tæplega þriggja ára drengs, einkadóttur foreldra sinna, er allt í einu kippt burt, fyrirvaralaust. Hana er hvergi að finna. Les ekki skila- boðin á facebook, mætir ekki í flugin sín sem flugstjóri. Er bara horfin si svona, í einni svipan. Hún Raggý okkar, en það var hún svo sannarlega, okkar vinnu- félaganna hjá Icelandair, er far- in. Raggý kynntist ég fyrst í MSP flugi í lok síðustu aldar, ég komst aldrei fram í á leiðinni vegna anna, en þegar í rútuna á hótelið var komið, heillaðist ég strax af þessari ungu, lífsglöðu konu sem reytti af sér brandarana. Ég hló alla leiðina á Sheraton Nicollet Mall. Ég hitti hana ekki reglulega eftir það en heyrði af henni, sigr- um hennar og ósigrum og gladd- ist mjög þegar við vorum settar upp saman á flug frá Milano til Maldiveyja, í vikustopp. Þar náði ég að kynnast henni og sú vinátta óx með árunum. Raggý naut lífsins á Maldi- veyjum, enda lítið annað hægt, hún og flugmaðurinn, vinkona hennar, bjuggu í húsi á stultum byggðum út í sjó og stúderuðu líf skata og hákarla í sínu prívat kokteilboði. Stoppið var vika. Mínir menn voru með í för. Sonur minn, þá fimm ára, minnist Raggýjar þeg- ar hún las fyrir hann Andrésblöð í hvíldinni sinni frá Male til Róm- ar, lék alla karakterana fyrir hann. Þannig var Raggý, gaf allt þegar hún gaf. Við Raggý fórum svo hingað og þangað saman eins og gengur og alltaf var það tilhlökkunarefni að mæta í vinnuna með henni. Hún hlúði alltaf að áhöfninni sinni af einstakri alúð. Raggý mátti ekkert aumt sjá, reyndar þurfti ekki annað en að hana langaði að gleðja einhvern þann daginn, þá lét hún verða af því. Í fyrra eftir Denver-stopp færði hún mér poka fullan af snyrtivörum og sagði sig langa til að gleðja mig. Þá varð mér líka orða vant. Raggý var alltaf að gefa af sér, ef einhver gaf eitt, þá gaf hún tvennt. Raggý heyrði einu sinni af stúlku, henni alls ókunnugri, ein- stæðri fimm barna móður og elsta barnið að fermast. Raggý lagði henni ekki einungis lið fjár- hagslega, heldur tók það upp hjá sjálfri sér að kaupa fermingar- gjöfina fyrir móðurina handa drengnum sínum. Þar var henni rétt lýst, mátti aldrei neitt aumt sjá, hvort sem hún þekkti til eða ekki. Hún þurfti engar viðurkenn- ingar fyrir góðverk sín, gaf af einlægni, af heilum hug. Raggý var einstök stúlka, flug- stjóri og hjúkrunarfræðingur, hún var klár, skemmtileg, einlæg, hreinskilin, einstök móðir, dóttir, vinur, félagi. Það að hún sé fallin frá í blóma lífsins er algerlega óskiljanlegt. Einhvern hefur greinilega vantað í sérverkefni á himnum. Sigurlaug Halldórsdóttir (Dillý). Í dag er komið að kveðjustund, elsku Raggý mín. Aldrei hefði ég trúað því að við sem þekktum Raggý þyrftum að kveðja hana svona snemma á lífsleiðinni. Fréttirnar komu sem þruma úr heiðskíru lofti. Ég kynntist Raggý þegar við fengum bæði vinnu sem flug- menn hjá Flugleiðum í innan- landsfluginu veturinn 1997/1998. Ég var svo heppinn að fá þjálfun á Fokker 50 með Raggý í Maast- richt í Hollandi. Við náðum strax vel saman og með okkur mynd- aðist vinátta sem hefur haldið alla tíð síðan. Raggý var eldklár, vandvirk og nákvæm – sannur fagmaður. Hún var líka svo ljúf og blíð og vildi öllum vel. Hún var alltaf brosandi og húmorinn var aldrei langt undan. Ég tel mig lánsaman að hafa fengið að kynnast þessari yndis- legu manneskju og mun minnast hennar um ókomna tíð. Ég veit að hún mun taka vel á móti mér þeg- ar minn tími kemur. Við hjónin vottum foreldrum hennar og ljósinu hennar, honum Alexander litla, okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að veita þeim styrk og huggun á þessum erfiðu tímum. Óskar Tryggvi Svavarsson. Elsku Raggý, nú ertu flogin á brott í hinsta sinn en samt er ein- hvern veginn eins og þú sért al- veg að fara að lenda og við hitt- umst á ný með bros á vör, spjöllum og sprellum. Þessi frétt barst eins og þruma úr heiðskíru lofti – einstök mann- eskja og góð vinkona fallin frá á besta aldri. Eftir sitjum við vængbrotnar með söknuð og tómleika í hjörtum okkar. Við kynntumst Raggý í fluginu og vorum allar svo heppnar að fá að fljúga með henni. Sumar okk- ar eyddu jafnvel heilu vikunum með henni í leiguflugi og jólum í Ameríku. Tíminn var ávallt vel nýttur í stoppunum, hvort sem það var Abba-sýning á Broad- way, út að borða eða spjall fram á nótt. Í einni ferð þeirra Stellu til Toronto hafði Raggý leigt bíl. Eftir lendingu snéri hún sér að Stellu og spurði: „Hefurðu nokk- uð séð Niagara Falls?“ Þetta var mjög lýsandi fyrir hana, hún hafði gaman af því að gleðja og vildi allt fyrir alla gera. Hún var mikil fyrirmynd í starfi enda einstakur fagmaður, þekkt fyrir vönduð og nákvæm vinnubrögð. Hún lagði sig fram við að aðstoða aðra og tók sér- staklega vel á móti nýjum flug- mönnum, sem var ómetanlegt. Hún tók okkur nánast í fóstur, hugsaði vel um okkur og það var sama hvort það var skírn, afmæli eða jól – alltaf toppaði hún sig enda var hún einstaklega gjaf- mild. Maður þurfti ekki að þekkja Raggý lengi til að sjá og finna að fjölskyldan fyllti hennar stóra hjarta. Árið 2013 rættist svo langþráður draumur þegar hún eignaðist gullmolann sinn, Alex- ander Berg. Í kjölfarið var mömmuklúbburinn Þotumömmz stofnaður þar sem ávallt var mik- ið glens og oftar en ekki frussað af hlátri. Eins og það var gaman að kynnast Raggý í starfi var enn skemmtilegra að fylgjast með hvernig hún blómstraði í móður- hlutverkinu og hversu mikið hún elskaði litla gimsteininn sinn. Raggý var einstaklega góður vinur, var hlý, hafði þægilega og góða nærveru, var eldklár, hnytt- in og með smitandi hlátur. Hún reyndi að finna það besta í öllum og í þau fáu skipti sem hún gat ekki sagt eitthvað fallegt sleppti hún því frekar. Það var hennar styrkur. Hún gerði fólkið í kringum sig betra og glaðara og átti alltaf þessa auka mínútu til að gefa þeim sem þurftu og breytti engu hvort það voru vinir hennar eða hótelstarfsmenn. Ein okkar hafði á orði að ferðalög með Raggý væru stundum eins og að ferðast með rokkstjörnu – hvar sem hún kom þekktu hana allir og tóku henni fagnandi. Elsku Raggý, þú varst okkur svo miklu meira en þú gerðir þér grein fyrir. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast þér, bæði í leik og starfi. Nú kveðjum við þig með trega og óendanlegum söknuði. Elsku Alexander, Sirrý og Guðjón, Guð geymi ykkur og styrki á þessum erfiðu tímum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíldu í friði, kæra vinkona. Stella, Berglind Heiða, Jenný Ýrr, Guðrún Ýr og Þórdís. Það er þyngra en tárum taki að setjast niður og skrifa minn- ingarorð um elsku Raggý, vin- konu okkar. Haustið 2010 hófum við allar nám í hjúkrunarfræði og urðum við strax góðar vinkonur Raggýj- ar. Við tókum fljótt eftir að hún var einstök stelpa með stórt og fallegt hjartalag sem vildi öllum vel. Raggý var mjög skipulagður og góður námsmaður sem sást glöggt á glósunum hennar. Við kynntumst Raggý líka í starfi bæði innan heilbrigðiskerfisins og hjá Icelandair. Á báðum stöð- um var tekið eftir faglegum vinnubrögðum og heillandi per- sónuleika hennar. Ánægjulegt var að fylgjast með Raggý takast á við móðurhlut- verkið þegar Alexander, sólar- geislinn hennar, kom í heiminn. Raggý fylltist gleði og stolti bæði þegar hún talaði um Alexander sinn og foreldra sína sem hún var ákaflega náin. Það var aðdáun- arvert að fylgjast með hversu góð tengsl voru þeirra á milli. Elsku Alexander, Sirrý og Guðjón, missir ykkar er mikill. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Minningar um góða vinkonu fylgja okkur um ókomna tíð og verður hennar sárt saknað. Anna María, Elín Rós, Ellen Birna og Karen. Fallin er frá yndisleg vinkona og samstarfsfélagi, Ragnheiður eða Raggý eins og hún var ávallt kölluð. Ég kynntist Raggý fyrir 18 árum þegar hún settist í hægra sætið í flugstjórnarklefa Fokker 50 á Reykjavíkurflug- velli. Eftir þessa minnisstæðu Ak- ureyrarferð flugum við oft sam- an bæði innan lands og utan. Samstarf okkar var ávallt mjög gott og oft slegið á létta strengi. Raggý var frábær flugmaður enda fagmanneskja fram í fing- urgóma. Eftirminnilegasta flugið er ef- laust flug á Boeing 757 til New York þann 16. nóvember 1999 sem var um leið fyrsta flugið á B-757 þotu Icelandair sem var skipað kvenáhöfn. Þá var Raggý aðeins 24 ára en átta árum seinna varð hún flugstjóri á B-757. Raggý var einstaklega hjartahlý, gjafmild og greiðvikin og skilur eftir sig stórt skarð meðal vinnufélaganna. Nú er hún farin í sína hinstu ferð, flogin inn í sólarlandið þar sem hún mun halda áfram að gefa af sínu stóra hjarta. Elsku Sirrý, Guðjón og Alexander, missir ykkar er svo mikill að orð mega sín lítils. Megi Guðs englar umvefja ykkur kærleik og gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Minningar um yndislega mann- eskju munu lifa í hjörtum ástvina Raggýjar. Sigríður Einarsdóttir. Í dag kveðjum við yndislega stúlku sem fallin er frá í blóma lífsins. Við kynntumst báðar Raggý í gegnum flugið, en það var ekki bara hennar atvinna heldur líka áhugamál og ástríða. Hún var aðeins 22ja ára þegar hún var ráðin sem flugmaður til Ice- landair, fimmta konan til þess að verða ráðin í sæti flugmanns hjá fyrirtækinu. Hún átti ekki langt að sækja flugáhugann, því pabbi hennar var flugstjóri hjá Flug- félagi Íslands og síðar hjá Flug- leiðum og mamma hennar, hjúkrunarfræðingur, sá um kennslu í hjálp í viðlögum fyrir flugáhafnir. Raggý var stolt af því að vera flugmaður og síðar flugstjóri og naut vinnunnar, enda mikil fagmanneskja, traustur flugstjóri sem naut virðingar hjá samstarfsfólki. Hún var einkabarn foreldra sinna og vildi helst feta í fótspor þeirra beggja og því var það þannig að Raggý hóf nám í hjúkrunarfræði eftir að hún varð flugstjóri hjá Icelandair til þess að feta í fótspor mömmu sinnar. Hún þurfti þó að hverfa frá námi vegna veikinda sem hrjáðu hana á þeim tíma. Raggý var hjartahlý, góð og var annt um samstarfsfólk sitt og passaði vel upp á áhöfnina sína í hverju flugi. Hún var mjög samviskusöm og gerði allt mjög vel sem hún tók sér fyrir hendur. Hún stofnaði fésbókar-síðu kvenflugmanna hjá Icelandair og sá sérstaklega um að bjóða velkomna alla nýja kvenflug- menn hjá Icelandair til að hvetja þær og styrkja á nýjum starfs- vettvangi og passaði vel upp á að allar væru með í hópnum. Fyrir um þremur árum síðan eignaðist Raggý sólargeislann sinn, hann Alexander Berg. Hann var hennar líf og yndi, og ljómaði hún í hvert skipti sem hún talaði um hann. Mikill er missir hans en vonandi verða öll þau fallegu orð sem hún hefur skrifað um tilfinningar sínar til hans og þeirra einstaka sam- band honum huggun í framtíð- inni. Við kveðjum Raggý með sorg í huga, hennar mun verða sárt saknað af okkur vinum og sam- starfsfólki hennar. Við biðjum Guð að styrkja elsku litla Alex- ander Berg, foreldra hennar, fjölskyldu og vini, og sendum þeim okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Bryndís Lára Torfadóttir, Geirþrúður Alfreðsdóttir. Kveðja frá FÍA. Þau voru okkur stjórnar- mönnum FÍA bæði þung og erfið sporin að heimili Ragnheiðar Guðjónsdóttur fyrir um viku síð- an. Erindið var að veita foreldr- um og syni hennar styrk og huggun eftir að sú harmafregn barst okkur að Raggý hefði orðið bráðkvödd. Eftir innilegt faðmlag og traust handtak frá þeim hjónum Guðjóni og Sigríði varð okkur ljóst að á þeirra löngu lífsins göngu hefði reynt meira á þau en okkur hina til samans. Þannig fór kannski heldur minna fyrir ætlaðri styrkveitingu frá hendi stjórnarmanna, en þó að sökn- uður geri hvern mann meyran sýndu þau bæði af sér fádæma styrk við svo erfiðar aðstæður. Blómahaf var innandyra og ilm- ur af nýbökuðum kökum sem hvort tveggja bar vott um auð- sýnda samúð og velgjörðir enda Raggý rík af vinum jafnt á sínum fjölmenna vinnustað hjá Ice- landair sem utan hans. Hún hafði fetað í fótspor föður síns, Guðjóns Ólafssonar fyrr- verandi flugstjóra, og gert flugið að sínu aðalstarfi. Margt hefur breyst frá þeim tíma þegar Guð- jón og hans samferðamenn lærðu flug og gátu greitt fyrir 20 flugstundir á Piper J-3 Cub að lokinni mánaðarvinnu við hleðslu og afgreiðslu flugvéla. Ein þeirra breytinga er aukin aðsókn kvenna í flugnám og var Raggý fimmta konan sem ráðin var til Flugleiða hf., síðar nefnt Ice- landair ehf., og þannig í hópi frumherja sem verið hafa öðrum hvatning og fyrirmynd. Með hennar þátttöku voru starfandi kvenkyns flugmenn hjá Icelanda- ir síðastliðið sumar í fyrsta sinn rúmlega 10 prósent allra flug- manna félagsins og sjá má jafnari kynjahlutföll hjá öðrum viðsemj- endum FÍA en verið hafa í langan tíma. Samhliða krefjandi flug- mannsstarfi tókst Raggý að leggja stund á nám við Háskóla Íslands og var auk þess óþreyt- andi í leit sinni að hverju því sem gat enn frekar aukið þekkingu hennar og færni, verknám jafnt sem annað. Það var fengur fyrir stéttar- félagið að fá að njóta krafta henn- ar og fórnfýsi við úrlausn fjöl- breyttra verkefna. Raggý var um tíma stjórnarmaður, sat í trúnað- arráði og heilbrigðisnefnd auk þess að koma að starfi sjúkra- sjóðs, að ógleymdum skemmti- og samninganefndum. Fyrir þau góðu störf í þágu FÍA er þakkað með hlýhug. Þegar við flugmenn hefjum okkur til flugs þangað sem sólar nýtur getum við látið geisla henn- ar þerra táramóðuna og um leið þakkað fyrir þær góðu stundir sem við fengum að njóta með Raggý. Nú þegar Ragnheiður Guð- jónsdóttir flugstjóri verður til moldar borin langt fyrir aldur fram sendir FÍA foreldrum henn- ar, syni, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Megi minning hennar lifa. Fyrir hönd FÍA, Högni B. Ómarsson. Raggý mun ég muna sem hlát- urmilda, skemmtilega og harð- duglega stelpu. Meðan að hún var hjúkrunarnemi á hjartadeild LSH var ég deildarlæknir og þar kynntumst við ágætlega. Nokkr- um árum áður hafði Sirrý, mamma hennar, tekið á móti mér nýútskrifuðum og óreyndum lækninum á hjartadeildinni með einstakri hlýju og umhyggju. Maður fann það fljótt að Raggý hafði erft sömu eiginleika og vildi öllum vel. Hálfu ári áður en ég hélt út í sérnám í hjartalækning- um í Svíþjóð kom hún í afmælið mitt og kom aldeilis færandi hendi. Færði mér forláta armband og einnig gjafabréf sem voru frímið- ar til Bandaríkjanna með Ice- landair fyrir tvo. Skilyrðið var að við myndum taka mæður okkar með okkur í ferðina, versla og skemmta okkur allar fjórar. Og þetta var ekki innistæðu- laust, því hún minnti mig á þetta boð reglulega. Okkur vannst því miður ekki tími til að fara í stelpuferðina en mikið ofboðs- lega hefðum við skemmt okkur vel. Örlög Raggýjar eru dimm og ósanngjörn þannig að það nístir hjartað. Svona á bara ekki að geta gerst. Fyrir tæpu ári sá ég Raggý ganga niðurlúta og sorg- mædda út kirkjugólfið á Hall- grímskirkju þar sem við fylgdum Guðmundi Klemenzsyni, frænda hennar, síðasta spölinn. Það er óskiljanlegt að nú þurfum við að kveðja Raggý, það átti eftir að skrifa svo marga kafla í lífi henn- ar. Eftir situr þessi litli sólargeisli sem lýsti svo upp líf og tilveru Raggýjar. Hún mun lifa áfram í honum og það er okkar að segja honum frá mömmu hans. Hún var ótrúlega öflug, afrek- aði bæði að starfa sem hjúkrun- arfræðingur og flugstjóri, og var alls staðar vel liðin. Umfram allt var hún þó góð sál sem þótti vænt um náungann, gladdi marga og verður sárt saknað. Inga Jóna Ingimarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.