Morgunblaðið - 06.10.2016, Síða 34

Morgunblaðið - 06.10.2016, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 Anna María Guð-mann, myndlist-armaður, kenn- ari og kroppatemjari, eða Amí eins og hún er oftast kölluð, á 50 ára afmæli í dag. Hún kenn- ir á myndlistarsviði við Verkmenntaskólann á Akureyri, en það skipt- ist í textílsvið og mynd- listarsvið. „Það eru um 180 nemendur á myndlist- arbrautinni og 10 kenn- arar sem kenna á brautinni. Nei, ég kenni engar bóknáms- greinar,“ segir Amí að- spurð. „Ég kenni verk- lega partinn sem er það skemmtilega.“ Amí kennir einnig líkamsrækt á líkams- ræktarstöðinni Átaki. „Ég er búin að kenna í 35 ár í líkamsrækt og hef tekið allan skalann þar, verið í hlaupum, Jane Fonda leikfimi, pöll- um, hjólum, að lyfta, í þrekhringjum og fleira og er nánast komin hringinn og komin svolítið aftur þar sem ég byrjaði. Svo er maður alltaf eitthvað að mála og teikna, ég er með sýningu í Ráðhúsinu á Akureyri en hún klárast í endaðan október. Það er í rauninni svo mikið að gera hjá mér akkúrat núna að ég næ ekki að gera neitt stórfenglegt í tilefni afmælisins. Það verða bara fjölskylda og vinir sem hittast á sunnudaginn. Á afmælisdaginn sjálfan fer ég að sjálfsögðu í vinnuna og dúlla svo með strákunum mínum seinna um daginn, aðrir fjölskyldumeðlimir eru út úr bænum. Við strákarnir gerum alveg örugglega eitthvað huggulegt og maður fóðrar alveg pottþétt aukakílóin. Síðan er planið að við fjölskyldan förum til útlanda en það gengur mjög illa að ákveða hvert. Bölvað bras að velja, það er svo mikið í boði, en stefnan er sett á sólríkt og gott veður.“ Eiginmaður Amí er Adam Traustason, verkfræðingur hjá Eflu. Synir þeirra eru Trausti Lúkas 14 ára og Breki Mikael 12 ára. Fyrir átti Amí Þóreyju Lísu Þórisdóttur 21 árs, en hún er nemi í fatahönnun í Bournemouth á Englandi og er sárt saknað. Á öskudaginn Amí Guðmann. Ætlar að fóðra aukakílóin í dag Amí Guðmann er fimmtug í dag G uðrún fæddist í Reykja- vík 6.10. 1926 og ólst þar upp. Þá bjuggu for- eldrar hennar á Grett- isgötu. Fjölskyldan bjó við Haðarstíg, Barónsstíg og víðar um bæinn þar til foreldrar hennar festu kaup á íbúð í verkamannabú- stöðunum í Meðalholti 8: „Pabbi var stýrimaður og mikið fjarverandi. Ég var flest sumur með mömmu austur á Eyrarbakka, oftast hjá Jóu á Bergi sem var uppeldissystir mömmu. Svo fór ég með mömmu til Siglufjarðar sumarið 1939. Togarinn sem pabbi var á landaði þar svo við dvöldum þar sumarlangt til að hitta pabba oftar.“ Guðrún var í Austurbæjarskóla með einstakan kennara, Jón Þórð- arson, föður Megasar: „ Jón hvatti mig til að fara í menntaskóla. For- eldrar mínir studdu það eindregið svo haustið 1940 byrjaði ég í MR. Ég var dúx á stúdentsprófi og átti þess vegna kost á fimm ára styrk til náms í útlöndum. En ég veiktist í stúdents- prófunum og hætti því við þau áform. Þess í stað hóf ég nám í ensku og frönsku við HÍ. Ég var óánægð í því námi og byrjaði í læknisfræði í árs- byrjun 1947. Í miðju læknanámi varð ég ófrísk og við Páll eignuðumst tví- bura í desember 1949. Flestum þótti sjálfsagt að ég hætti í læknanáminu, komin með tvö börn. En mamma mátti ekki heyra á það minnst. Hún sá um tvíburana meðan ég las og Guðrún Jónsdóttir geðlæknir – 90 ára Fjölskyldan Guðrún og Páll með börnum sínum Sigurði Páli, Ingibjörgu, Dögg, Jónínu og Jóni Rúnari. Geðlæknir með allt sitt traust á Skaparanum Læknahjónin Guðrún og Páll hafa lifað í farsælu hjónabandi í rúm 67 ár. Hella Emilía Nótt Arons- dóttir fæddist 1. sept- ember 2015 kl. 9.20 á Sjúkrahúsinu á Selfossi. Hún vó 2.880 g og var 45 cm. Foreldrar hennar eru Karen Sif Jónsdóttir og Aron Bjarki Björnsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isSkútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Opnaðu einfaldlega – með Yale Doorman Nýi Yale Doorman stafræni lásinn er einföld og örugg lausn til að opna og loka útihurðum og innihurðum (IP55). Passar í sams konar úrtak og ASSA læsingar. Lásinn er hægt að opna með því að slá inn númer, nota kort með rafrænum nema (Mifare, 3 kort fylgja með) eða með fjarstýringu (aukahlutur). Mjög auðvelt er að skipta um númer, skipta út korti eða fjarstýringu. Alltaf er hægt að komast inn með númeri og vandamálið með að gleyma lykli er úr sögunni. Tengingar eru einfaldar og endingartími rafhlaða er langur. Útsölustaðir: Láshúsið ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík, sími 557 5100. Bauhaus, Lambhagavegi 2–4, 113 Reykjavík, sími 515 0800. Neyðarþjónustan ehf, Skútuvogi 11, 104 Reykjavík, sími 510 8888.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.