Morgunblaðið - 06.10.2016, Side 37

Morgunblaðið - 06.10.2016, Side 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2016 ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vinnuaðferðir þínar mæta nú skiln- ingi manna og þú getur reiknað með því að árangurinn láti ekki á sér standa. Mættu hlut- unum með bros á vör og leystu þá ljúfmann- lega. 20. apríl - 20. maí  Naut Endaðu vikuna á að gera eitthvað óvenjulegt. Feimni og hlédrægni liggja í loft- inu. Njóttu þess vel að slappa af og jafnvel vera eirðarlaus. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er öldin sú, að þú kemst ekki hjá því að taka tölvuna í þjónustu þína. Hristu af þér slenið svo það fari ekki allt úr böndunum. Leyndarljóminn fær ástina til að krauma. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vertu á verði í dag og farðu að öllum leikreglum. Viltu ræða það við fólk eða halda því fyrir sjálfan þig? Taktu þinn tíma og leyfðu alheiminum að stjórna þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gefðu þér tíma til að rétta fjárhaginn við og finna leiðir til þess að auka innkomuna. Kannski er hann leið til að þola hlutina, en nú er rétti tíminn til að rífa hann til grunna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur löngun til þess að rétta ein- hverjum hjálparhönd í dag. Liðsmenn þínir þarfnast sérstakrar umhyggju og leiðbein- ingar til að halda í við þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Tilfinningarnar standa hátt hjá þér og þú mátt hafa þig allan við að þær beri þig ekki ofurliði. Gaumgæfðu alla möguleika og reyndu að forðast óþarfa áhættu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér kemur alveg ótrúlega vel saman við aðra – það er eins og fólk skilji full- komlega allt sem þú segir. Sýndu skoðunum annarra virðingu og leitaðu samkomulags. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Veraldleg viðfangsefni koma við sögu. Gefðu þér því tíma til þess að kanna innihaldið áður en þú gerir upp hug þinn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ýmsir kraftar takast á um athygli þína. Ef þú veist þú getur ekki tekið hana með heim, ekki einu sinni tilfinningalega hlutann, muntu binda alla lausa enda. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Atburðir dagsins laða nýjan þátt persónuleika þíns fram í dagsljósið. Standist það ekki fær viðkomandi ekki lánað aftur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einvera í fallegu umhverfi höfðar sterkt til þín í dag. Nú er rétti tíminn til að kaupa eitthvað fallegt handa þeim sem þér þykir vænst um. En einnig eru óvæntar uppá- komur í sjónmáli. Á Boðnarmiði birtir DavíðHjálmar Haraldsson fallega mynd af Kjarnaskógi í haustlit- unum og lætur vísu fylgja: Sólkringlan flúin er suður á bóginn – þar sindrar á lænu og grunn – en haustværðin leikur um litglaðan skóginn; um lauftré og barrvið og runn. Hallmundur Kristinsson kallast hér á við nafna sinn Guðmundsson, sem átti limru í Vísnahorni í gær: Kemur í veg fyrir voðana; verstu lagfærir hroðana. Á veginum var vesturfrá þar limra, – og hann var að hnoða ‘ana. Eins og mönnum er í fersku minni reiknaði Hagstofan verð- bólguna minni en hún var. Ármann Þorgrímsson skýrði frá því á Leirnum, að útskýringar Hagstof- unnar á skekkjunni væru ekki sannleikanum samkvæmar. Það rétta er …. Um það vissu ekki þeir, áttu þó að reikna með að heimabrugg var hækkað meir en hafði nokkur fyrir séð. Og Ármann heldur áfram: „Ég hef það frá fyrstu hendi að það sem standi samþykkt búvörusamnings mest fyrir þrifum sé að ekki sitji allar framleiðslugreinar við sama borð. Til dæmis sé framleiðsla á víni í heimahúsum ekki með. Hlusta þingmenn ættu á, ýmis rök má finna, að styrkja þyrfti stráka þá er störfum þessum sinna.“ Ármann fór með „framsókn- arhugleiðingar á laugardaginn“ og Ólafur Stefánsson gat ekki orða bundist: „Þetta er fjandi gott – við annan lestur !!“: Kannski á fylgið komið los, kannski er þetta lokafundur, kannski verður Kötlugos, kannski liðast Framsókn sundur, kannski á ekki að kveikja róg, kannski betra að styrkja trúna, kannski af slíku komið nóg, kannski breyta ætti núna, kannski lifnar kærleiksglóð, kannski heldur ræðu Vigga, kannski verður kossaflóð og kannski faðmar Mundi Sigga. Einar Sigurjónsson sendi mér vísu með þessari athugasemd: „Framsóknarveikin er að ganga frá flokknum“, – stuðlasetningin er óvenjuleg en þó skemmtileg og stenst!: Stríðinu í framsókn stjórnar Sigmundur sauður. Allt er í kalda kolum og framsókn er í molum enda flokkurinn dauður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af heimabruggi og göróttu víni Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ÞESSI DAGUR BYRJAR VEL. EN FRÁBÆR DAGUR! ÆTLARÐU EKKI Á FÆTUR? OG SKEMMA DAGINN? AFHENDIÐ ÖLL VERÐMÆTI EÐA HAFIÐ VERRA AF! AFHENDIÐ ÞÁ ALLT VERÐLAUST! OF SEINT! RÆNINGJAR TÓKU ALLT VERÐMÆTT Í GÆR! SÍÐAN HVENÆR ERT ÞÚ SVONA KLÁR? „VIÐ RÉÐUM ANNAN Í STARFIÐ. EN ÞÚ FÆRÐ SAMT ÞESSI FÍNU VERÐLAUN FYRIR AÐ MÆTA OG GERA ÞITT BESTA.“ „MIG SÁRVANTAR STARF, ÞANNIG AÐ ÉG ER TILBÚINN AÐ BYRJA Á BOTNINUM EF ÞAÐ ER ALVEG NAUÐSYNLEGT.“ ... það sem ég hef jafnvel þegar við erum aðskilin. Víkverja er umhugað um sam-félagið sitt og að það sé sem allra best. Hann sér fréttaflutning af því nánast daglega að fólk gangi fram hjá fólki í nauð, jafnvel stór- slösuðu, án þess að bregðast við og koma því til hjálpar því hver maður er löngu hættur að hugsa um annað en eigin afturenda. Staðan er vissulega ekki orðin svo slæm á litla Íslandi. Við búum enn yfir samkennd þegar kemur að alvarlegri hlutum og höfum oft sýnt að við getum girt okkur í brók og vaðið af stað til hjálpar þeim er minna mega sín. Þó eru teikn á lofti x x x Æ oftar verður Víkverji var viðþað að fólk setur eigin hags- muni langt framar þeirra sem í kring um það eru. Til að mynda má í öllum stór- mörkuðum sjá kerruger aftan við afgreiðslukassana sem þvælist fyrir öllum sem fara um. Væri ekki svo mikið auðveldara að setja pokana bara ofan í kerruna og keyra þang- að sem kerrurnar eru geymdar? Daglega lendir Víkverji í því er hann hyggst beygja á ljósastýrðum gatnamótum að þeir sem koma úr gagnstæðri átt fara yfir talsvert eftir að ljósið er orðið rautt. Þetta gerir það að verkum að þeir sem bíða þess inni á gatnamótunum að komast til vinstri, yfir akrein hinna fyrrnefndu, sitja of lengi inni á gatnamótunum og tefja fyrir þeim sem hyggjast aka yfir á nýorðnu grænu ljósi. Sá sem yfir ók á rauðu kemst hinsvegar mögulega 10 sek- úndum fyrr á áfangastað. x x x Þessi atriði kunna að virka smá-smuguleg en eru að mati Vík- verja teikn þess efnis að við sem einstaklingar séum í æ ríkari mæli að gefa skít í það sem gagnast þeim í kringum okkur, svo lengi sem við getum sjálfir haft það sem best að eigin mati. Betur færi á því að greiða leið samborgara okkar, því oft skapar það okkur ekki einu sinni meiri vinnu eða tafir, heldur gæti mögu- lega greitt okkar eigin leið. víkverji@mbl.is Víkverji Betri er hnefafylli af ró en báðar hend- ur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi. (Pred. 4.6)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.