Morgunblaðið - 06.10.2016, Side 44

Morgunblaðið - 06.10.2016, Side 44
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 280. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Spurði hvort hann mætti … 2. „Ég var ekki á leiðinni í …“ 3. Dyravörðurinn lykilvitni í … 4. „Fer illa í bæjarbúa“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Norðlenskar konur í tónlist halda tónleika á Flugsafni Íslands í kvöld kl. 20.30. Flutt verða lög tengd lofti, stríðsáratónlist og rómantík. Fram koma Ásdís Arnardóttir á kontra- bassa, Helga Kvam á píanó og söng- konurnar Kristjana Arngrímsdóttir, Þórhildur Örvarsdóttir og Lára Sóley Jóhannsdóttir sem einnig leikur á fiðlu. Sérstakur gestur á tónleik- unum er Ella Vala Ármannsdóttir kornettleikari. Miðar eru seldir við innganginn. Ljósmynd/Daníel Starrason Norðlenskar konur flytja lög um loftið  Fáar teiknimyndir hafa vakið jafn- almenna aðdáun og Fantasía eftir Walt Disney. Myndin markaði tímamót þeg- ar hún kom fyrst út árið 1940 þar sem sígildri tónlist og teiknimyndum var blandað saman á eftirminnilegan hátt. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur tón- listina við upprunagerð Fantasíu og Fantasíu 2000 með myndefni á tón- leikum í kvöld og annað kvöld kl. 19.30 sem og laugardag kl. 17, en uppselt er á síðastnefndu tónleikana. Hljómsveit- arstjóri kvikmyndatónleikanna er Ted Sperling sem starfað hefur í heimi söngleikjanna í yfir þrjá- tíu ár. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Al- þjóðlegrar kvik- myndahá- tíðar í Reykjavík (RIFF) 2016. Miðasala er á sinfonia.is eða í miðasölu Hörpu. Fantasía Disneys á Sinfó-tónleikum Á föstudag Suðaustan 13-20 m/s og hvassast og dálítil væta syðst, en annars mun hægari og bjart með köflum. Hiti 7 til 13 stig. Á laugardag og sunnudag Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt og vætusamt á sunnanverðu landinu, en úrkomuminna fyrir norðan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-18 m/s og rigning SA-til, en annars 5-13 og allvíða skúrir. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á NA-landi. VEÐUR Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri er skrefi nær því að tryggja sér sæti á Evrópu- mótinu sem fer fram í Pól- landi á næsta ári. Liðið vann Skotland 2:0 á Víkingsvell- inum. Veðuraðstæðurnar voru vægast sagt skelfileg- ar og það hafði bersýnileg áhrif á leikinn. Liðið er í dauðafæri á þriðjudag er það mætir Úkraínu á Laug- ardalsvelli. »3 Allt undir á þriðjudag Íslendingar mæta Finnum í öðrum leik sínum í undankeppni HM í knatt- spyrnu á Laugardalsvellinum í kvöld. Báðar þjóðir gerðu 1:1 jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlinum, Ísland á útivelli á móti Úkraínu og Finnland á heimavelli á móti Ko- sóvó. »1 Mæta Finnum í Laug- ardalnum í kvöld Sænska meistaraliðið Rosengård, með stjörnurnar Mörtu og Lottu Schelin fremstar í flokki, vann naum- an 1:0-sigur á Breiðabliki á Kópa- vogsvelli í gær í fyrri leik liðanna í 32- liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Liðin mætast að nýju í Svíþjóð eftir slétta viku og það lið sem hefur betur samanlagt kemst áfram í 16-liða úrslitin. »2-3 Stjörnurnar sluppu með 1:0 sigur í Kópavogi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sagan af suðurgöngu Sturlu hefur alltaf verið nálæg mér, enda farsæll endir hennar forsenda þess að ég og aðrir afkomendur hans erum ein- faldlega til. Ferðalagið var auðvitað mikið afrek. Þetta er frásögn sem ekki má gleymast og ferð mín nú var viðleitni til að halda minningunni lif- andi,“ segir Jón Þór Sturluson, að- stoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins. Hann lauk nú á sunnudaginn áfangagöngu frá Mýri í Bárðardal að Skriðufelli í Þjórsárdal, þvert yfir hálendið – um 230 kílómetra leið. Faðir hans, Sturla Jónsson, og bróð- ir, Árni Már, gengu hluta leiðarinnar og annar bróðir, Karl Georg, aðstoð- aði á bíl þar sem því var viðkomið. Þarna fetaði Jón Þór í fótspor lang- afa síns, Sturlu Jónssonar, sem fór þessa slóð einn síns liðs á útmán- uðum 1916. Þótt öld sé liðin frá þeim leiðangri fer orð af honum enn, til dæmis meðal Flóamanna og afkom- enda Sturlu, sem er stór hópur. Rómantík og ævintýraþrá Sturlusagan er í stuttu máli sú að ungur bóndasonur norður í Bárð- ardal átti kærustu suður í Hreppum, Sigríði Einarsdóttur á Hæli. Árið 1915 keyptu þau jörðina Fljótshóla í Flóa og eftir að viðskiptin gengu í gegn fór Sturla aftur norður. Þegar komið var fram á vor árið eftir hélt hann suður á bóginn og lagði upp frá Mýri, sem er fremstur bæja í Bárð- ardal. Hann hafði fylgdarmann fyrsta spölinn, en þegar komið var inn undir Sprengisand skildi leiðir þeirra. Þá gekk Sturla áfram um 200 kílómetra suður á land – í blotasnjó og óð ár í leysingum. Var þrjá sólar- hringa á leiðinni og gekk allt vel, í tvöfaldri merkingu þeirra orða. Sturla Jónsson, sem var fæddur 1888 og lést 1953, og Sigríður Ein- ardóttir bjuggu svo rausnarbúi í Fljótshólum í áratugi og nú sitja af- komendur þeirra staðinn. „Langafi sagði að suðurganga sín hefði í bland verið rómantík og ævintýraþrá. Sumum þótti þetta á sínum tíma dirfskuför og jafnvel jaðra við fífl- dirfsku og það er margt til í því. Sjálfum finnst mér annars merkileg- ast hversu úthaldsgóður hann var, því aðstæður voru afar erfiðar. Mér datt aldrei í hug að ég gæti leikið eft- ir að fara þetta á jafnskömmum tíma og hann gerði, segir Jón Þór Sturlu- son sem tók fyrsta áfangann í suð- urgöngu sinni 20. ágúst. Gekk þá 65 kílómetra leið, frá Mýri í Bárðardal að Sandbúðum við norðanverðan Hofsjökul. Þaðan svo, tveimur vik- um síðar, 38 kílómetra að Hreys- iskvísl á Sprengisandi. Tengingar við arfleið Lokaáfanga göngunnar tók Jón Þór svo nú fyrir nokkrum dögum. Fór þá, ásamt föður sínum, á þrem- ur dögum frá Hreysiskvísl, yfir Þjórsárver, þar sem meðal annars þurfti að þræða fyrir upptök Innri- Arnarfellskvíslar með því að ganga yfir sporð Múlajökuls, og síðan suð- ur með Þjórsá og fram af afrétt Gnúpverja alla leið í Skriðufell, alls um 130 kílómetra. Og þetta er nokk- urn veginn sama leiðin sem Sturla fór fyrir öld síðan. „Mér finnst þessi leið einkar fal- leg, svo sem dalirnir fram af Bárð- ardal. Sunnar er landið hrjóstrugt – og þá farið yfir kaldan eyðisand, eins og þar stendur. En þegar komið er suður undir Hofsjökul eru landið og fjallasýnin einstök. Við Múlajökul, í jaðri Þjórsárvera, er landið fallegt og gróið. En nú þegar ég lít til baka finnst mér þessi leiðangur hafa gengið einstaklega vel, en vissulega var maður stundum lúinn að kvöldi eftir 40-60 kílómetra dagleiðir. Jú og kannski fann ég líka fyrir nálægð langafa míns. Örlögin höguðu því þannig að upphafsdagur göngunnar, 20. ágúst, er afmælisdagur sonar okkar Önnu Sigrúnar Baldurs- dóttur, eiginkonu minnar, sem fæddist andvana 1995. Tenging- arnar við þessa arfleifð og sögu ætt- arinnar sem kennd er við Fljótshóla birtust því víða í þessum leiðangri sem mér fannst nauðsynlegt að fara til að halda sögu og arfleifð á lofti,“ segir Jón Þór Sturluson að síðustu. Yfir Sprengi- sand í sporum langafa síns  Jón Þór Sturluson gekk í áföngum yfir landið  Aldargamalt afrek Sturlu Ljósmynd/Sturla Jónsson Göngumaður Jón Þór Sturluson á göngunni yfir hálendið. Hér er hann við hvönn í Arnarfellsbrekkum við Þjórsárver, sem eru sunnan undir Hofsjökli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.