Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður Sími 560 4300 | www.saltkaup.is | saltkaup@saltkaup.is Jólin nálgast ekki falla á tíma Kíktu á heimasíðunawww.saltkaup.is Auglýstu fyrirtækið á ódýran hátt ... Áprentaðir burðarpokar fyrir fyrirtæki Hafðu samband við sölumann fyrir frekari upplýsingar Nokkur munur er á lýðfræðilegri dreifingu fylgis flokkanna. 26% karlmanna segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og 16% kvenna. Því er öfugt farið í tilfelli Vinstri grænna, en 24% kvenna myndu kjósa þann flokk og 12% karla. 29% fólks á aldrinum 18-29 ára segjast myndu kjósa Pírata og hafa Píratar mest fylgi meðal þess ald- urshóps. Lægst er hlutfallið hjá Samfylkingu og þeim flokkum sem ekki næðu manni inn á þing, 6%. Heilt yfir hefur Sjálfstæðisflokkur mestan stuðning á landsbyggðinni, mest 28% í Norðvesturkjördæmi. Vinstri græn njóta þó mests fylgis í Norðausturkjördæmi, 28%. Viðmælendur Félagsvísindastofn- unar voru spurðir hvort „mjög lík- legt“ væri að þeir mættu á kjörstað eða „ekki mjög líklegt.“ Flestir þeirra sem sögðu mjög líklegt að þeir mættu á kjörstað voru þeir sem sögðust kjósa Sjálfstæðisflokk, 23%. Flestir þeirra sem sögðu ekki mjög líklegt að þeir mættu á kjörstað voru þeir sem hölluðust að Pírötum, eða 22%. jbe@mbl.is Ólíkir hópar fólks ákveða sig Morgunblaðið/Eggert Alþingi Vilji kjósenda eins og hann birtist í könnuninni er mismunandi eftir aldursskiptingu og búsetu m.a. Þannig kjósa flestar konur t.d. Vinstri græn.  Óvíst að fylgi Pírata skili sér allt Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Sjálfstæðisflokkur fengi 21,5% atkvæða, Vinstri græn 17,7% og Píratar 17,5% ef gengið yrði til al- þingiskosninga í dag. Þetta er niðurstaða könn- unar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Morgunblaðið dagana 6.-12. október. Viðreisn hlyti 11,4% atkvæða, Framsóknar- flokkur 8,6%, Björt framtíð fengi 7,7% og Sam- fylking 6,9%. Aðrir flokkar næðu ekki manni inn á þing, en samanlagt fylgi þeirra er 8,6%. Þeir flokkar eru Alþýðufylkingin, Dögun, Flokkur fólksins, Flokk- ur heimilanna, Húmanistaflokkurinn og Íslenska Þjóðfylkingin. Í könnuninni var spurt hvaða flokk eða lista við- komandi myndi kjósa. Ef viðkomandi vissi það ekki var spurt hvaða flokk líklegast væri að hann myndi kjósa. Þeir svarendur sem sögðust ekki vita hvaða flokk þeir myndu líklegast kjósa voru spurðir hvort líklegra væri að þeir kysu Sjálfstæð- isflokk eða einhvern annan flokk. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar tapar Sjálfstæðisflokkurinn tveimur þingmönnum frá seinustu könnun Félagsvísindastofnunar sem birt var fyrir viku og fengi sextán þingmenn. Píratar tapa þremur þingmönnum og fengju tólf. Björt framtíð bætir við sig fjórum frá seinustu könnun, en í fyrri könnun hefði flokkurinn ekki komist á þing. Samfylkingin bætir við sig einum þingmanni og fengi fimm þingmenn, en Oddný G. Harðar- dóttir, formaður nær þá ekki þingsæti líkt og í síð- ustu könnun. Ekki er hreyfing á heildarfjölda þingmanna annarra flokka. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er mun minna en í kosningum árið 2013 og af þróun fylgisins má sjá að bilið milli þeirra flokka sem ná manni inn á þing minnkar. Sviptingar í fylgistölunum  Björt framtíð stærri en Samfylking og fengi fjóra kjörna  Sjálfstæðisflokkur tapar tveimur þingmönnum  Fylgi Vinstri grænna og Pírata nánast jafnt Fylgi flokka fyrir alþingiskosningar Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið Sjálfst.flokkur D 26 ,7 % 26 % 21 ,5 % Píratar P 19 ,8 % 5, 1% 17 ,5 % VG V 16 ,5 % 10 ,9 % 1 7,7 % Viðreisn C 11 ,7 % 11 ,4 % Frams.flokkur B 9, 7% 24 ,4 % 8, 6% Samfylking S 6, 3% 12 ,9 % 6, 9% Björt framtíð A 4, 1% 8, 2% 7,7 % Fl. fólksins F 3, 2% 3% Ísl. þjóðfylkingin E 2, 2% 2, 7% Dögun T 3, 1% 0, 3% 1 ,9 % Alþýðufylkingin R 0, 3% 0, 1% 0, 8% Húmanistafl. H 0%0, 1% 0, 1% Annar flokkur eða listi 0% 0, 1% Fl. heimilanna I 0% 3% 0% Úrslit kosninga 2013 Skoðanakönnun 6,okt. Björt Ólafs- dóttir, þingmað- ur Bjartrar framtíðar, er ánægð með fylg- ið. „Ég er mjög glöð með stuðn- inginn. Það er ákveðið trend sem maður sér í könnunum, ekki bara hjá Félagsvísindastofnun, heldur einnig hjá Gallup og Vísi. Þar erum við að hækka og erum við átta prósentin,“ segir hún. Björt segir stefnu þingflokksins í ýmsum málum í haust skila sér nú. „Við höfum verið staðföst í okk- ar málflutningi um almannahags- muni umfram sérhagsmuni sér- staklega og líka um græn gildi og sjálfbærni,“ segir hún. Staðföst stefna hefur hjálpað til Björt Ólafsdóttir Þorsteinn Víg- lundsson, fram- bjóðandi Við- reisnar, segir niðurstöðuna „frábæra byrjun fyrir nýtt fram- boð“. Viðreisn hafi þó metnað til að sækja meira fylgi. „Við sjáum það á þessum könnunum sem við höfum verið að fá, ef við horfum á Gallup, Félagsvísindastofnun og MMR, þá er að skapast góður grunnur þarna í kringum 12% fylgi. Ef það yrði raunin yrði þetta stærsta nýja framboðið frá upphafi, þannig að við getum ekki verið annað en ánægð með þann stuðning sem við erum að fá,“ seg- ir hann. Frábær byrjun fyrir nýtt framboð Þorsteinn Víglundsson „Við auðvitað höldum ótrauð áfram að vera bjartsýn og það má hafa það í huga að þetta er næstum því fjór- földun á fylginu sem við höfum núna og þing- mannafjöldanum og mér er til efs að nokkur annar þingflokkur geti státað af slíku,“ segir Einar Að- alsteinn Brynjólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi, spurður um viðbrögð við niðurstöðum könnunar- innar en Píratar standa nú með 18% fylgi og hafa því tapað 2 prósentu- stigum frá síðustu könnun. Fjórföldun á fylgi og þingmannafjölda Einar Aðalsteinn Brynjólfsson Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknar- flokksins, segir Framsóknar- flokkinn eiga mikið inni. „Kosningabar- áttan er nú rétt að fara af stað fyrir alvöru í dag. Það er margt sem á eftir að breytast á seinustu tveimur vikunum, hef ég trú á. Ég hef trú á því að við eigum eftir að bæta mikið við okkur,“ sagði hann í gær. „Við sjáum að fylgið er á fleygi- ferð í allar áttir og við spyrjum bara að leikslokum,“ bætti Karl við. Fylgið á fleygiferð og Framsókn á inni Karl Garðarsson Katrín Jak- obsdóttir, for- maður Vinstri grænna, gerir fyrirvara við kannanir. „Okkur finnst við finna meðbyr þar sem við kom- um, en maður veit það líka að það skilar sér líka ekki endilega alltaf. Það er gleðilegt að sjá könnun sem stað- festir þetta en við höldum haus og sjáum hvað setur,“ segir hún. Katrín segir fylgið enn á mikilli hreyfingu og því sé of snemmt að segja til um hvað verður að kosn- ingum loknum. Fyrirvari vegna hreyfingar fylgis Katrín Jakobsdóttir „Það er greini- lega enn mikið flökt á fylginu og margir óákveðn- ir. Kosningabar- áttan er að fara á fullt núna að þingi loknu og þá fer fólk að taka afstöðu til mál- efna og þegar lit- ið er til frammi- stöðu, árangurs og hvert við ætlum að stefna í framtíðinni þá hef ég ekki miklar áhyggjur af Sjálfstæð- isflokknum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæð- isflokksins, innt eftir viðbrögðum við því að fylgi flokksins fer niður um 5% og stendur nú í 21%. Hefur ekki áhyggjur af Sjálfstæðisflokki Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir „Ég fagna hverju prósenti upp á við og kosningabar- áttan er í fullum gangi. Við finn- um að fólk er móttækilegt fyrir okkar boðskap og verkefnið er að hitta sem flesta kjósendur,“ segir Sigríður Ingi- björg Ingadóttir, alþingismaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar, en flokkurinn hækkar um prósentu- stig milli kannana og er nú með 7% fylgi. „Við erum með sterka mál- efnastöðu. Það eru margir óákveðnir og nú er að nota tímann vel.“ „Ég fagna hverju prósenti upp á við“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.