Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 Í grein í Við- skiptaMogganum í gær eftir Sturlu Jóns- son er fjallað um ný- legar breytingar á lög- um um ársreikninga sem ætlað er að ein- falda ársreikningaskil um 80% íslenskra fyr- irtækja með „Hnapp- inum“ samhliða skatt- skilum ár hvert. Hér er um tímamótamál að ræða og fer Sturla raunar ágætlega yfir helstu þætti þess í byrjun greinar sinnar, en virðist ekki átta sig fylli- lega á markmiðum laganna og því er ástæða til að fara betur yfir þau og ávinninginn fyrir viðskiptalífið. Með „Hnappinum“ er ætlunin að öll fyrirtæki sem falla undir skil- greininguna „örfélög“ og uppfylla að öðru leyti skilyrði laganna geti skilað ársreikningi með skatt- framtali rafrænt með einni skipan og um leið prentað út fullgildan árs- reikning til að leggja fyrir aðalfund félagsins án endurskoðunar eða áritunar skoðunarmanna. Í grein Sturlu er því haldið fram að félögin þurfi eftir sem áður að út- búa ársreikning „með gamla lag- inu“. Þar vísar hann í umsögn rík- isskattstjóra við frumvarpið, en getur í engu viðbragða ráðuneyt- isins við þeirri umsögn. Þar segir að fyrir félög sem uppfylli skilyrði ör- félags og geti nýtt sér einföldun „Hnappsins“ (80% íslenskra félaga) sé þessi einföldun full- nægjandi ársreikn- ingur. Það er hárrétt hjá Sturlu og RSK að félögin þurfi að leggja ársreikning fyrir aðal- fund, en þann árs- reikning munu þau geta prentað út úr kerfi RSK. Markmiðið er að ekki þurfi eftir tilkomu „Hnappsins“ að láta útbúa sérstakan ársreikning af end- urskoðanda eða fá áritun skoð- unarmanns. Þess muni einungis þurfa hjá þeim félögum sem ekki uppfylli skilyrði um notkun „Hnappsins“. Í ráðuneytinu er nú unnið að nánari útfærslu „Hnapps- ins“ í samstarfi við ríkisskattstjóra og m.a. er nýrrar reglugerðar að vænta innan skamms. Til áréttingar er rétt að minna á að hér er um að ræða félög sem upp- fylla tvennt af þessu þrennu; velta undir 40 milljónum á ári, eru með undir 20 milljónir í bókfærðar eign- ir og ekki með fleiri en 3 ársverk. Aðalfundir slíkra félaga eru alla jafnan fámennir, eigendur oftast fá- ir og aðgengi að bókhaldi á því að vera mjög gott. Þá er einnig rétt að árétta að RSK hefur alltaf heimild til að krefjast frekari upplýsinga um rekstur félaga telji ríkisskatt- stjóri þörf á því til að ganga úr skugga um að félögin birti réttar upplýsingar og hafi staðið rétt að skattskilum. Eftirlitið verður áfram til staðar og jafn öflugt og áður. Skilvirkni mun aukast þar sem fyrirhöfnin við að koma upplýsingum inn verður minni og fleiri félög munu vonandi skila upplýsingum inn á réttum tíma. Allt þetta er líka liður í því að vinna betur gegn kennitöluflakki, ná enn betur utan um starfandi fyr- irtæki í landinu og gefur eftirlits- aðilum enn betra færi á að einbeita sér að þeim sem ekki standa rétt að málum. Þá er mikilvægt að það komi fram að ekki er verið að slaka á kröfum til fyrirtækja um að færa bókhald rétt og birta réttar upplýsingar – það er hinsvegar verið að einfalda starfs- umhverfi þeirra, draga úr óþarfa skrifræði og að sýna þeim aukið traust. Ég er stolt af þessari stóru breytingu fyrir íslenskt viðskiptalíf sem ég er sannfærð um að muni valda straumhvörfum álíkum þeim og þegar skattskil voru gerð raf- ræn. Einföldun fyrir örfélög – „Hnappurinn“ Eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur »Ég er stolt af þessari stóru breytingu fyr- ir íslenskt viðskiptalíf, sem ég er sannfærð um að muni valda straum- hvörfum. Ragnheiður Elín Árnadóttir Höfundur er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Ekki ætti að hafa far- ið framhjá neinum hve íslenskukunnátta lands- manna virðist hafa á síðustu árum breyst til hins verra og orðaforð- inn minnkað. Að sjálf- sögðu þróast tungu- málið og málvitundin og tekur breytingum eins og allt annað í lífinu, en þarna meir en góðu hófi gegnir að mínu mati. Meira að segja má heyra í sjálfu ríkisútvarpinu ýmsar málfarsambögur, sem aldrei var, því slíkur var þá metnaður starfsmann- anna. Sem sýnishorn af því má nefna t.d. „Magnaukning á kaupendum leið- ir til hærra fasteignaverðs“. Það að gagnrýna aðra í þessum efn- um er að hætta sér út á hálan ís og vandmeðfarið. Í því sambandi minnist ég skipsfélaga míns hér fyrir margt löngu, sem hafði þá miklar áhyggjur af því hvernig komið væri fyrir móð- urmálinu. Hélt hann langa þrumu- ræðu á kjarnyrtri íslensku en lauk svo máli sínu með þessum orðum: „Svona meðferð á íslenskri tungu á ekki að eksisterast.“ Þótt ég sé sammála hon- um og deili sömu áhyggjum vona ég þó að mér takist að ljúka máli mínu hvað íslenskuna snertir en verði ekki fótaskortur á síðasta orðinu ef ekki fyrr. Ofnotkunin á orðinu að gera þykir mér færast stöðugt í aukana og orðið að gera notað í tíma og ótíma. Í stað þess að segja t.d. semja lag, elda mat, smíða stól, skora mark, ríða net, taka viðtal, þá er í öllum tilvikum notað orð- ið gera, t.d. gera lag, gera mat, gera stól, gera mark, gera net o.s.frv. Að sjálfsögðu má oft nota orðið gera, t.d. gera kvikmynd, þ.e. kvikmyndagerð- armaður. Stundum fer notkunin á þessu orði út í hreina vitleysu, svo sem að gera vinnuna sína, gera fyndni o.s.frv. eða orðinu að gera er troðið inn til að koma því að og sagt t.d. að gera breytingu á, í stað þess að segja stutt og laggott breyta. Í annan stað er farið að nota orðið stór í tíma og ótíma, t.d. stór ástæða þess, stórir hagsmunir eru í húfi, stækkun í fjölda nemenda, stórar breytingar, stór mis- munur og fer stækkandi o.s.frv. Þá er iðulega ver- ið að nota orðin hátt og lágt, eins og allur mæli- kvarði sé settur upp í einhvers konar súlurit eða línurit, upp eða niður, t.d. skuldir heimilanna eru hærri nú en áður, verðbólgan er hærri, lágt fylgi flokks- ins, hækka þarf réttindin o.s.frv. Þá virðast forsetningar vera að hverfa úr málinu, t.d. sagt að syngja Kaldalóns, en ekki syngja lög eftir Kaldalóns, sigra mótið en ekki sigra í mótinu. Þá eru flest samskipti manna í milli í dag afgreidd með því að eiga samtal, helst að eiga samtal við þjóðina, svo dæmdi séu nefnd. Af framangreindum ástæðum og áður en maður sjálfur missir endan- lega tökin á íslenskunni beini ég því til íslenskufræðinganna, áður en Róm brennur öll, að hætta að velta vöngum yfir því, hvernig þáskildagatíð er af einhverju orði sem fæstir hafa heyrt getið um eða annað í þeim dúr. Farið nú heldur að fjalla um og leiðbeina okkur hinum varðandi það sem að framan sagði eða varðandi önnur mál- farsatriði, sem daglega eru notuð í máli manna eða ætti öllu heldur að gera. Það væri víxlspor í rétta átt, eins og maðurinn sagði, og myndi vænt- anlega geta bætt málfar okkar hinna, nema það sé kolröng staðreynd að það geti nokkurn tíman orðið raunin. Íslenskt mál og þróun þess Eftir Jónas Haraldsson Jónas Haraldsson »Meira að segja má heyra í sjálfu ríkis- útvarpinu ýmsar mál- farsambögur. Höfundur er lögfræðingur. Nú þegar stjórn- málamenn allra flokka eru hvað duglegastir við að lofa gjöfum, þá er ágætt að hafa í huga að þeir eru að gefa annarra manna fé. Þitt fé. Allar gjafirnar eru fjármagnaðar með skattheimtu. Sumt er sýnilegt og við sjáum tekjuskattsrukkunina á launaseðlinum og virðisaukaskattsrukkunina á sölukvitt- unum. Megnið af rukkuninni er hins vegar mun betur falið. Trygginga- gjaldið er ekki einu sinni birt á launa- seðlinum, tolla og vörugjöld sjá neyt- endur sjaldan og erfðaskatturinn er ekki rukkaður af okkur fyrr en við er- um dauð. Flestir fyrirtækjaskattar eru síðan ákveðinn blekkingarleikur, því fyrirtæki eru bara milliliðir sem fjár- magna skattborgunina í gegnum þá vöru sem þau eru að selja og neytand- inn borgar á endanum fyrir. Þannig er bankaskatturinn fjármagnaður með hærri útlánsvöxtum, skattur á leigu- sala er fjármagnaður með hærra leigu- verði og almennur tekjuskattur á fyr- irtæki er fjármagnaður með dýrari þjónustu á sama tíma og svigrúm atvinnurekand- ans til að þróa þjón- ustuna og borga starfs- mönnum hærri laun, minnkar. Á einn eða annan hátt þá endar reikningurinn fyrir örlæti stjórnmála- manna alltaf á launþeg- anum. Þegar fjárlögum 2016 er skipt niður á fjölda launþega (191 þúsund), þá blasir við all- hrikaleg sviðsmynd. Í dag kostar hinn „ókeypis“ hluti heilbrigðisþjónust- unnar okkur um 860 þúsund á ári, til viðbótar við 20% eiginframlagið. 762 þúsund fara síðan í „ókeypis“ al- mannatryggingar og velferðarmál og 380 þúsund fara síðan í vaxtagjöld fyr- ir lán sem stjórnmálamenn hafa tekið. Í löggæslu og öryggismál er hins vegar sparað, en í þann málaflokk not- um við ekki nema 148 þúsund á ári. Öryggi og réttargæsla þegnanna er þannig dálítið látin mæta afgangi. Aðför að lífskjörum Í dag er heildarkostnaður launþeg- ans af loforðum ráðamanna um 3,4 milljónir á ári. Í hvert sinn sem örlátur stjórnmálamaður nær máli í gegn, þá framselur hann fjárhagslegt sjálfstæði launþegans til embættismannakerf- isins og skattabyrðin hækkar. Í stað- inn fyrir það að ábyrgðarfullir ein- staklingar fái að halda eftir sínu sjálfsaflafé og ráðstafa því eftir eigin þörfum, þá eru ákvarðanirnar teknar af ábyrgðarlausum milliliðum. Þar sem allt er „ókeypis“ þá leiðir þetta fyrirkomulag til sífellt vaxandi sóunar og þegar reynt er að bregðast við því, þá skerðist þjónustan fyrir alla. Ákvörðunarvald einstaklingsins í því sem skiptir hann máli minnkar þannig jafnt og þétt. Ef t.d. loforð sumra um að auka út- gjöld ríkisins til heilbrigðismála úr 8% af landsframleiðslu í 11% ganga eftir, samhliða því að heilbrigðiskerfið verði gert gjaldfrjálst, þá þýðir það, ef ekki kemur sambærilegur niðurskurður á móti, að launþegar fá viðbótarskatt- areikning upp á hálfa milljón á ári. Er það virkilega eitthvað sem fólk vill? Hádegismaturinn er aldrei ókeypis Eftir Jóhannes Loftsson » Öll skattheimta er að lokum tekin úr vasa launþegans. Jóhannes Loftsson Höfundur er verkfræðingur og frumkvöðull í stjórn Frjálshyggju- félagsins. Einhver lífseigasta lygi stjórnar- andstæðinga á yf- irstandandi kjör- tímabili er að núverandi stjórnar- flokkar hafi afnumið auðlegðarskattinn. Það eina sem núver- andi stjórnarflokkar hafa unnið sér til saka varðandi afnám- ið er að þeir voru við völd þann dag sem lögin um hann féllu úr gildi. „Það eru hins vegar ákveðin vandamál með auðlegðarskattinn. Hann er þó tímabundinn og ég mun leggja áherslu á að end- urnýja hann ekki.“ Þessi orð á Oddný G. Harðar- dóttir, þáverandi fjármálaráðherra og núverandi formaður Samfylk- ingar, í viðtali við Viðskiptablaðið í ágúst 2012. Ekki rekur mig eða hr. Google minni til þess að nokkur þáverandi stjórnarliði, ráðherra eða þing- maður hafi mótmælt þessum orð- um Oddnýjar. Enda var það stefna hinnar norrænu velferðarstjórnar að hafa skattinn tímabundinn. Stærsta vandamálið varðandi skattinn, fyrir utan það að stærsti einstaki hópurinn sem greiddi skattinn var tekjulitlir eldri borg- arar sem áttu skuldlausar fast- eignir, var að Hæstiréttur heim- ilaði hann á þeim forsendum að hann væri tímabund- inn og hefði verið sett- ur á í neyð. Nú getur enginn, og þar með talin Oddný sjálf, haldið því fram að einhver vá eða neyð sé yfirvofandi í ríkisfjármálum. Nema kannski ef hér taki við vinstristjórn að lokn- um kosningum. For- sendur fyrir skatt- inum eru því ekki lengur fyrir hendi samkvæmt úr- skurði Hæstaréttar, voru það ekki þegar lögin um hann féllu úr gildi og verða það vonandi aldrei aftur. Það afnam enginn auðlegð- arskattinn nema þau lög sem um hann giltu. Lög sem Oddný tók sjálf þátt í að koma í gengum þingið á síðasta kjörtímabili og lagði sjálf ríka áherslu á að yrðu ekki framlengd. En það lýsir kannski tilvistar- kreppu Samfylkingarnar best að hún talar nú hátt og skýrt fyrir því að leggja á að nýju svokall- aðan „kreppuskatt“ í miðri upp- sveiflu. Lífseig lygi Eftir Kristin Karl Brynjarsson Kristinn Karl Brynjarsson » Forsendur fyrir skattinum eru því ekki lengur fyrir hendi... Höfundur situr í 13. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík suður. Nú þegar kosningar nálgast liggur fyrir að allir vinstri flokkarnir eru meira og minna fylgjandi aðild að ESB. Ný flokkur, Viðreisn, er einnig fylgjandi aðild en flíkar því lítt. Eins og staðan er núna virðast aðeins tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkar og Fram- sókn, heilir í andstöðu sinni við ESB. Jón Baldvin, fv. utanríkisráðherra, hefur lýst því að það að sækjast eftir aðild núna væri eins og að fara inn í brennandi hús. Afstaða vinstri flokk- anna í þessu máli er því torskildari að Bretland, eitt helsta viðskiptaland okkar, er á útleið úr ESB. Það virðist því vera ljóst að þeir sem andvígir eru aðild að ESB eiga þann eina kost að kjósa ríkisstjórnarflokkana í kosning- unum sem framundan eru. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Vinstri flokkar og ESB Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.