Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016
Á fyrsta rekstrarári Stálskips sem
fjárfestingarfélags nam hagnaður þess
rúmlega 201 milljón króna. Fram til
ársins 2014 var megintilgangur félags-
ins útgerð í tengslum við rekstur
frystitogarans Þórs HF. Rekstrar-
tekjur fyrir utan fjármagnsgjöld, af-
skriftir og skatta námu um 559 millj-
ónum króna á árinu. Eignir námu um
9,5 milljörðum króna og liggja þær að
mestu í sjóði og bankainnstæðum, um
6,4 milljarðar, og í fjárfestingarverð-
bréfum sem námu um 2,9 milljörðum
króna. Skuldir félagsins voru óveruleg-
ar, en þær námu 134 milljónum króna í
lok ársins. Að meðaltali voru stöðugildi
hjá félaginu tvö á árinu 2015. Launa-
kostnaður nam um 29 milljónum
króna, en það er verulegur samdráttur
frá árinu 2014 þegar stöðugildi voru
þrjú og launakostnaðurinn nam rúm-
um 66 milljónum króna. Stálskip
greiddi eigendum sínum arð á árinu
2015 sem nam 215 milljónum.
Hluti eigna Stálskips er varðveittur
á erlendum bankareikningum og nema
þær um 2,1 milljarði króna. Styrking
krónunnar á árinu 2015 hafði því veru-
leg áhrif á virði þeirra og nam gengis-
tap á árinu um 215 milljónum króna.
Stálskip hagnaðist um 201
milljón króna á árinu 2015
Uppgjör Frystitogarinn Þór HF 4 var seldur til Rússlands í kjölfar þess að
útgerðarhlutinn var lagður niður og Stálskip breytt í fjárfestingarfélag.
„H&M stefnir á að opna verslun
sína hjá okkur í Kringlunni fyrir
árslok 2017,“ segir Guðjón Auð-
unsson, forstjóri Reita, en Reitir og
Rekstrarfélag Kringlunnar gengu
frá leigusamningi við fyrirtækið í
gær.
„Búið er að undirrita leigusamn-
ing við dótturfélag H&M svo versl-
unin er á leið í Kringluna að öllu
óbreyttu.“
Ætla má að H&M verði með
stærri verslunum Kringlunnar og
spurður um staðsetningu hennar
innan verslunarmiðstöðvarinnar
segir Guðjón það ekki enn liggja
ljóst fyrir hvar búðin verði staðsett.
„Eins og stendur er það ekki
ljóst hvar hún verður staðsett en
við munum finna H&M góðan stað
í verslunarmiðstöðinni.“
Verslun Reitir hyggjast finna H&M
gott verslunarpláss í Kringlunni.
H&M líka í
Kringluna
Stefnt að opnun
fyrir lok 2017
„Okkur hafa bor-
ist áskoranir frá
fólki, t.d. af Álfta-
nesi, Grafarvogi
og víðar, aðsetja
upp hraðbanka
enda hefðbundin
bankaþjónusta
horfin á þessum
svæðum,“ segir
Arnþór Hall-
dórsson, fram-
kvæmdastjóri Tomato.
Fyrirtækið hefur sett upp fimm
hraðbanka í miðbæ Reykjavíkur og
er stefnt að því að þeir verði orðnir
tólf talsins um áramót.
„Sú nýjung er hjá okkur að við
innheimtum ekki úttektargjald á
innlend kort, óháð því hvaða banki
gefur út kortið. Þá munum við seinna
meir bjóða fólki að kaupa miða, t.d. í
hvalaskoðun, rútuferðir og annað, í
gegnum hraðbanka okkar.“ Tomato
er dregið af orðinu „Automat“ og
verða rauðir og pattaralegir tómatar
einkennandi fyrir fyrirtækið.
Fjölhæfir
hraðbankar
Rauðir hrað-
bankar Tomato.