Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 ✝ Nína SólveigJónsdóttir fæddist í Reykjavík 28. maí 1955. Hún lést á heimili sínu 3. október 2016. Foreldrar Nínu Sólveigar voru Hrefna Líneik Jónsdóttir, f. 24. júní 1919, og Jón Óskar Halldórsson verkamaður, f. 29. ágúst 1921, d. 29. maí 1991. Systkini Nínu Sólveigar voru Halldór Jónsson vélstjóri, f. 13. mars 1947, d. 24. október 2016, Stefán Rúnar Jónsson vélstjóri, f. 31. júlí 1948, Svavar Jónsson smiður, f. 29. nóvember 1950, d. 8. júlí 2007, og Jón Hrafn Jóns- son málarameistari, f. 16. októ- ber 1957. Nína Sólveig giftist Kristjáni Bergssyni vélfræðingi, f. 6. mars 1954 í Beruneshreppi, árið 1978 og eignuðust þau fimm börn. 1) Albert Kristjánsson, vélfræðing, f. 17. janúar 1978, sem á soninn Breka Frey, f. 2002, með fyrrverandi sambýlis- konu sinni, Guðrúnu Rakel, f. 1982. 2) Kristínu Kristjánsdótt- ur, starfsmann Sendiráðs Ís- lands í Kaupmannahöfn, f. 12. nóvember 1979, gift Gísla Galdri Þorgeirssyni, tónlistarmanni, f. 1982, og eiga þau börnin Bríeti Eyju, f. 2009, og Kristján Galdur, f. 2013. 3) Sindra Kristjáns- son húsasmið, f. 14. september 1986. 4) Bjarka Kristjáns- son vélamann, f. 27. janúar 1988, í sam- búð með Aldísi Ás- geirsdóttur, stúd- ent, f. 1992, eiga þau soninn Róbert, f. 2016. 5) Kristján Veigar Kristjánsson nema, f. 28. maí 1996, í sam- bandi með Örnu Hlín Sigurð- ardóttur, f. 1996. Nína Sólveig fæddist í Reykjavík og ólst upp í foreldra- húsum í Bræðraparti við Engja- veg og síðar við Laugarásveg. Hún útskrifaðist úr Sjúkraliða- skóla Íslands og starfaði í fjölda ára sem sjúkraliði í Reykjavík. Einnig starfaði hún við kennslu í skyndihjálp á vegum Rauða kross Íslands og við kennslu í líkamsrækt. Hún lauk fram- haldsnámi við sjúkraliðann í öldrunarfræðum og námi í fjöl- skyldumeðferð frá Endur- menntun Háskóla Íslands. Útför Nínu Sólveigar fer fram frá Fríkirkjunni Reykjavík í dag, 14. október 2016, klukkan 15. Elsku mamma mín. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa haft þig í mínu lífi. Ég hefði óskað þess að þú hefðir haft heilsu framan af til að njóta lífsins með þínum nán- ustu. En því miður hagaði sjúk- dómurinn þínum örlögum þann- ig að seinustu árin voru þyngri en tárum taki. Þú varst alltaf í hugsunum mínum, á hverjum degi. Og ég óskaði þess að þú gæt- ir lifað áhyggjulausu lífi. Þú varst svo mikil barnagæla og naust þess að vera í kringum barnabörnin. Ég er þakklát að við gátum verið með þér í sumar og barnabörnin minnast þín með hlýju í hjarta. Ég er einnig þakklát fyrir að hafa náð að kveðja þig og ég er sátt við að vita af þér á betri stað. Elsku mamma mín. Ég veit að þú hefur fundið friðinn. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Kristín. Komið er að kveðjustund, elsku dóttir mín. Söknuðurinn er mikill og sorgin er sár, elsku stúlkan mín. Ég mun alltaf geyma minninguna þína í hjarta mínu. Nú bið ég minn guð að geyma gæta og vernda þig leiða inn í ljóssins heima og lyfta á æðra stig. Þar til við hittumst síðar. Þín mamma. Frænka mín. Stundum ná sólargeislarnir sem ættu að verma ekki til okk- ar. Við finnum þeim hvergi far- veg. Lífið sem á einum tíma- punkti virðist ljúft getur reynst okkur ofviða á þeim næsta. Fyrra Korintubréf: „Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádóms- gáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég fram- seldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleik- urinn öfundar ekki. Kærleikur- inn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmi- lega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langræk- inn. Hann gleðst ekki yfir órétt- vísinni, en samgleðst sannleik- anum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok. Því að þekking vor er í mol- um og spádómur vor er í mol- um. En þegar hið fullkomna kem- ur, þá líður það undir lok, sem er í molum. Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barna- skapinn. Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá mun- um vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orð- inn. En nú varir trú, von og kær- leikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Okkar samskipti vörðuðust af frændsemi og kærleika. Það er mér dýrmætt og lífið er ekki bara táradalur. Við gátum hleg- ið saman. Ég veit að ljósið sem við öll leitum í mun umvefja þig, frænka mín, og veita þér sinn frið. Innileg samúð frá okkur til fjölskyldu og vina. Vilborg Traustadóttir. Það eru erfið spor að þurfa að kveðja vinkonu, og svona eiginlega ská-mágkonu, eftir næstum 40 ára vinskap. Þegar ég hitti Nínu fyrst varð ég agndofa, hún var svo falleg og skemmtileg. Ég trúði því varla að Stjáni frændi hefði náð sér í svona glæsilega feg- urðardís, og sveitastelpunni mér fannst þetta með ólíkind- um. Fyrstu árin vorum við Nína í nokkuð miklu sambandi hvor við aðra, ég og hún Vilma mín vorum alltaf velkomnar í heim- sókn á Rauðalæknum þegar við komum til borgarinnar, þó að Stjáni væri oftast úti á sjó. Þeg- ar ég þurfti að leggjast inn á spítala í nokkra daga þá treysti ég Nínu til að passa hana fyrir mig. Þegar þau Stjáni ætluðu að flytja inn í Laxakvíslina og hús- ið hálfkarað með steinryk sem átti eftir að binda og ýmislegt annað, bjó ég í Hraunbænum í tveggja herbergja íbúð þannig að ég bauð henni að búa hjá mér meðan verið væri að gera húsið íbúðarhæft fyrir hana og börnin. Tveir mánuðir voru fljótir að líða og minningin góð. Svo bættust fleiri börn í hópinn bæði hjá mér og henni. Þegar Bjarki var nokkurra mánaða bauðst Nínu að fara með Stjána í nokkra daga til Noregs, mér fannst að hún yrði að nýta tækifærið, svo ég bauð henni að taka Bjarka í þessa daga. Ég var sjálf með barn á brjósti svo þetta varð ekkert mál og allir hamingjusamir. Framan af vorum við í miklu sambandi, en eftir því sem börnunum og barnabörnunum fjölgaði hjá báðum varð alltaf minni og minni tími hvor fyrir aðra til að rækta vinskapinn. Eitt skiptið þegar ég var að fara norður á fjöll að tína fjalla- grös, hringdi hún í mig og lagði ríka áherslu á að ég kæmi við áður en ég færi. Þegar ég kom þá fannst mér hún greinilega í mikilli lífshættu með lömuð inn- yfli (ég er lærður nuddari), hún hafði verið send heim í því ástandi af spítalanum deginum áður. Ég krafðist þess að hún yrði tafarlaust send á bráða- móttökuna og því var mér lofað áður en ég lagði í hann norður á fjöll. Hún var mjög veik og fór í framhaldinu í mikla aðgerð. Að mínu mati fékk hún ekki þá hjálp og umönnun sem hún þurfti á að halda, fimm börn heima og maðurinn úti á sjó. Eftir þessa lífsreynslu breyttist þessi yndislega vin- kona smátt og smátt og í eitt skiptið fyrir u.þ.b. 15 árum, þegar ég kom til hennar upp á spítala, fannst mér að ég hefði glatað þessari góðu vinkonu. Við höfum alltaf haldið sam- bandinu en engan veginn eins nánu eins og áður fyrr. Mér fannst hún hafa glatað þeirri lífsgleði sem prýddi hana í byrj- un. Síðastliðið vor lenti hún í að þurfa vera í gifsi á öðrum fæti, þannig að ég fór að hjálpa henni með ýmislegt þar sem hún var orðin ein, börnin flogin að heiman og Stjáni úti í Noregi. Við hittumst reglulega og spjölluðum mikið um fram- tíðarplön, börn og barnabörn og ætluðum að gera þetta og hitt saman. Svo kemur lífið í fangið á fólki og verður því ofviða og fer. Ég mun kyrja fyrir þessari vinkonu minni, henni Nínu Sól- veigu Jónsdóttur, og hennar gæfu og fjölskyldum okkar á hverjum degi lífs míns og þakka fyrir að hafa átt þessa stór- fenglegu konu að vinkonu. Með minni dýpstu virðingu, Helga Nína. Elsku Nína. Árstíðir koma og fara, líkt og órofa merki um hverfulleika lífsins og tímans endalausa tif. Haustið í allri sinni litadýrð blasir hvarvetna við þessa dag- ana og togstreita veðurfarsins minnir okkur á undirbúning náttúrunnar undir hvíld vetr- arins. Hugurinn leitar til baka að haustinu 2009 þegar við kynntumst þér, þetta haust breytinganna þegar við sett- umst öll saman á skólabekk til að læra fjölskyldumeðferð. Þó við vissum það ekki þá, var framundan þekkingarferðalag með öllum blæbrigðum tilfinn- inganna sem reyndi á okkur öll, þó á ólíkan hátt væri. Í þetta ferðalag lagðir þú af stað með okkur, stolt og hjartahlý og með svo mikla og hagnýta reynslu sem þú varst gjöful á að deila. Þú hafðir sterka réttlætiskennd og svo einstaka sýn á lífsgæði aldraðra ásamt reynslu af þeim vett- vangi. Þú elskaðir fjölskylduna þína og oft var ömmuhjartað mjúkt og meyrt við að fara í gegnum þroskaverkefni í ört stækkandi hópnum þínum. Við samnemendur þínir nutum svo ríkulega af þér í gegnum námið ásamt samverustundum sem nú geymast í minningasjóði. Við útskrifuðumst á árstíðaskiptum vors og sumars 2011. Að öllum öðrum ólöstuðum varst það þú sem skeinst hvað skærast þegar þú hafðir lokið þessu tveggja ára krefjandi háskólanám, ríku- lega nestuð af hugrekki og þrautseigju. Einstaka og frá- bæra þú. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra eng- inn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Lífinu hefur oft verið líkt við árstíðir og veðrabrigði, sérstak- lega þegar okkur skortir orð og skýringar á því sem gerir okkur vanmáttug. Þú varst náttúru- barn og nú hefur þú fengið þína hinstu hvíld alveg eins og nátt- úran býr sig núna undir sína vetrarhvíld. Elsku Nína, hafðu hjartans þökk fyrir samfylgdina. Með söknuði í huga og hjarta færum við ástvinum þínum og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúðarkveðjur. Fyrir hönd samnemenda í fjölskyldumeðferð 2009-2011, Sigríður Ásta Hauksdóttir. Nína Sólveig Jónsdóttir Elsku Björg langamma. Þú varst alltaf svo Björg Ágústa Andrésdóttir ✝ Björg ÁgústaAndrésdóttir fæddist 26. mars 1926. Hún andaðist 19. september 2016. Útför Bjargar Ágústu fór fram 29. september 2016. góð og skemmtileg. Það var svo gaman að koma í heimsókn til þín á Eskifjörð, í kaffiboð og leika við hina krakkana í garðinum hjá þér. Við söknum þín mjög mikið og ætl- um að passa Kalla afa fyrir þig. Rósa, Ronja og Karl Alexander. Rétt um tvítugt varð ég þeirr- ar gæfu aðnjótandi að kynnast Ingu tengdamóður minni. Ég man ekki betur en að ég hafi verið örlítið stressaður yfir því að hitta væntanlega tengdaforeldra í fyrsta skipti. Sá óróleiki hvarf um leið og ég hitti þau Ingu og Snæ- björn. Ég var ekki bara tekinn inn í hópinn á fyrsta degi, mér leið aldrei öðru vísi en ég hefði alltaf verið hluti af hópnum. Þetta átti raunar við um fleiri en mig. Inga og Snæbjörn tóku öllum opnum örmum, húsið var iðulega fullt af gestum, ættingjum og vin- um af Snæfellsnesi, Ísafirði eða annars staðar. Allir voru vel- komnir, engum var úthýst, alltaf var pláss fyrir einn enn. Fyrstu árin í sambúð minni með elstu dóttur þeirra Snæ- björns og Ingu bjuggum við hjá þeim. Heimilislífið var í föstum og hefðbundnum skorðum. Snæ- björn mikið í vinnunni og heim- ilishaldið á herðum Ingu. Ég lagði mitt af mörkum í anda nýrr- ar kynslóðar og tókst, sem Ingu þótti eflaust mikið afrek, að kenna Snæbirni að vaska upp. Þessir litlu og hversdagslegu hlutir eru einmitt það sem núna stendur upp úr. Samveran í eld- húsinu, aðstoðin við að mála auk alls hins sem við Inga brölluðum saman. Bestu stundirnar voru alltaf á Ásbúðum, þar sem fjöl- skyldan á sitt afdrep. Þar var allt- af nóg um að vera, og ef maður leyfði sér að slá örlítið slöku við mátti heyra umkvartanir í verk- stjóranum Ingu, þar sem hún var á fullu við sína iðju, handavinnu, dúnhreinsun eða annað. „Er ekki hægt að finna eitthvað fyrir þessa ungu menn að gera,“ sagði hún og mátti greina glettni í orðunum. Hún hafði líka stórskemmtilegan húmor, eins og þegar hún ákvað einn afmælisdaginn minn að ég ætti að fara að safna fílum. Til hamingju með afmælið, Axel minn, sagði hún og rétt mér gjöf- ina. Nú ert þú farinn að safna fíl- um. Og fílana fékk ég nokkra í kjölfarið frá henni. Mér þótti vænt um þessa fíla þá, og enn meira í dag. Barnabörnin áttu sérstakan og mikilvægan sess í lífi Ingu. Hún var alltaf tilbúin til að sinna þörf- um þeirra, stórum sem smáum. Þau hafa misst mikið en eiga um leið fjársjóð minninga. Inga hafði mikið að gefa en þurfti lítið sjálf til að vera sátt. Eina sem hún þurfti var að hafa fjölskylduna í kringum sig. Þá leið henni best. Sú ást og umhyggja sem Inga átti Ingibjörg Þórðardóttir ✝ IngibjörgÞórðardóttir (Inga) fæddist á Öl- keldu í Staðarsveit 23. nóvember 1946. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu í Reykjavík 4. október 2016. Útför Ingu fór fram 12. október 2016. nóg af mun ylja okk- ur um ókomna tíð og minningarnar allar. Axel Sigurjónsson. Minnist Ingu frænku minnar fyrir tryggð hennar og væntumþykju frá fyrstu tíð þótt sam- skipti okkar á full- orðinsárum hafi verið stopulli en við báðar hefðum kosið og kom þar margt til. Hún var ári eldri en ég og mörg sporin átti ég frá Fossi út að Ölkeldu til að hitta hana og frændfólk mitt á bernsku- og æskuárunum. Mæð- ur okkar voru systur, hún næst- elst sinna systkina og ég elst í mínum systkinahópi. Í minningu minni frá þessum tíma á árunum 1956 til 1963 var hún fyrst og fremst hjálparhella mömmu sinnar og mikið hvað hún gat alltaf verið systkinum sínum dásamlega góð og umhyggjusöm. Hjálpsemi og trúmennska Ingu gagnvart fólkinu sínu var henni hreinlega í blóð borin. Inga var ekki bara frænka mín heldur náin vinkona á þessum ár- um og margt hjöluðum við saman fjórtán til sextán ára gamlar. Man eitt sinn að stóðum við í túni, sólbrenndar með hrífu í hendi hvor sínum megin við ána „Litlu Furu“ og kölluðumst á um það sem heitast brann á báðum – sem var ballið á Görðum um kvöldið. Gísli bróðir hennar hafði loforð um að fá lánaðan bíl til að koma okkur þremur á ballið. Man að á heimleiðinni vorum við ekki minna rjóðar en þegar við lögðum af stað því síðasti dansinn var vangadans hjá báðum. Stundum töluðum við um hvað það hlyti að vera gaman að bruna um á þessum flottu bílum sem fóru um þjóðveginn og kölluðust „drossíur“ í þá daga eða þá að ferðast eitthvað út í heiminn. Komin var svolítil útþrá í okkur báðar á þessum tíma, við spiluð- um á gítar og létum okkur dreyma um prinsinn á hvíta hest- inum og sungum saman af ástríðu lagið sem við héldum svo mikið upp á: Suður um höfin að sólgylltri strönd sigli ég fleyi mínu til að kanna ókunn lönd. Seinna kom svo að því að báðar fundum við prinsana okkar en þetta lag minnir mig alltaf á elsku Ingu frænku mína frá Ölkeldu sem nú hefur kvatt þetta jarðlíf. Blessuð sé minning hennar. Sendi Snæbirni eiginmanni hennar, börnum þeirra og fjöl- skyldum mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, og lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um stund. (Þýð. M. Joch.) Guðrún Konný Pálmadóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.