Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 Baðaðu þig í gæðunum Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Sex Íslendingar á ýmsum aldri; bæj- arfulltrúi, lögfræðingur, mannauðs- ráðgjafi, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands, bókhaldari og nemi eru núna stödd á landtökusvæðum í Palestínu þar sem þau starfa með heimafólki að ýmsum verkefnum. Samsetning hóps- ins er að mestu leyti tilviljun, en eitt sameinar þau og það eru vináttu- tengsl við Falasteen Abu Libdeh. Hún fæddist í Palestínu en fluttist til Íslands fyrir 21 ári, þá 16 ára gömul. Falasteen er með í ferðinni og þetta er í fyrsta skiptið sem hún snýr aftur til fæðingarlands síns. Íslenski hópurinn hefur farið víða um landið og unnið að ýmsum verk- efnum í samstarfi við heimamenn. Þau eru öll í félaginu Ísland-Palestína sem aðstoðaði þau við samskipti og skipulagningu og þau fóru út á vegum samtakanna International Solidarity Movement (ISM). „Þetta er ekki hefðbundið hjálp- arstarf, kannski væri réttara að kalla þetta samstöðustarf, segir Berglind Björk Hreinsdóttir, ein sexmenning- anna. „Allt fer fram á forsendum þeirra sem þurfa aðstoðina og tilgang- urinn með veru okkar þarna er að sýna þeim samstöðu og leggja okkar af mörkum til að fólkið geti notið mannréttinda og frelsis.“ Börnin áreitt á leið í skóla Að sögn Berglindar eru verkefnin af ýmsum toga. Til dæmis hafa þau fylgt palestínskum börnum til og frá skóla. Spurð hvers vegna þörf sé á því segir Berglind að börnin verði fyrir áreitni, jafnvel ofbeldi, af hálfu her- manna og landtökufólks á svæðinu, en mörg þeirra þurfa að fara í gegnum vegartálma Ísraelshers á leið í skóla. „Það er algengt að börnin séu stoppuð á leiðinni í skólann og látin bíða í 2-3 klukkustundir af engri ástæðu. Sum eru látin fara úr skónum og standa berfætt. Það dregur úr líkunum á að svona lagað gerist ef alþjóðlegir sjálf- boðaliðar eru í för með þeim.“ Ástæða þess að hópurinn valdi þennan árstíma til að fara utan er að ólífutínslutímabilið stendur núna sem hæst. ISM sendir ákall á hverju ári þar sem beðið er um aðstoð við að standa með bændum sem er meinað að uppskera á landi sínu. Berglind segir að ólífur séu vissulega eitt helsta lifibrauð fólksins á svæðinu, en þær séu líka miklu meira en það. „Ólífur eru hluti af sjálfsmynd palestínsku þjóðarinnar og ólífuræktin er samofin mannréttindabaráttunni á svæðinu. Ólífubændurnir þurfa að treysta á sérstök leyfi frá ísraelskum yfirvöld- um til að fá að tína ólífur á sínu eigin landsvæði, stundum fá þeir ekki leyfi fyrr en ólífurnar eru orðnar of þrosk- aðar, stundum áður en þær þroskast og þá kannski bara í einn dag í einu. Það sem við gerum er að fara með bændum á svæðin og aðstoða þá, en nærvera okkar virðist hindra að þeir verði fyrir árásum landtökufólks við vinnu sína.“ Þakklátt og glatt fólk Íslenski hópurinn hefur átt sam- starf við aðra hópa á vegum ISM í landinu og að sögn Berglindar er þar fólk alls staðar að úr heiminum, á ýmsum aldri og í alls konar störfum, rétt eins og hópurinn frá Íslandi. „En allir hafa sameiginlegan áhuga á mannréttindum.“ Spurð hvort eitthvað hafi komið á óvart í ferðinni segir Berglind margt hafa verið öðruvísi en hún og aðrir í hópnum hafi gert sér í hugarlund. „Kannski fyrst og fremst hversu ótrú- legt það er að þetta ástand sé látið við- gangast af alþjóðasamfélaginu. Við höfum séð ýmislegt í fréttum, en þetta er svo miklu verra, svo miklu harðara en maður gerir sér grein fyrir. Órétt- lætið sem fólkið býr við, sú barátta sem það þarf að eiga í á hverjum degi til að fá að sinna daglegu lífi sínu – til dæmis að fara í vinnu eða í skóla – það er eitthvað sem við gerðum okkur ekki grein fyrir áður. En það er svo merkilegt, að þrátt fyrir þetta allt, þá er fólkið sem við höfum verið að að- stoða svo yndislegt, þakklátt og glatt. Þau búa við ömurlegar aðstæður en það hefur ekki tekist að brjóta þau niður.“ Miklu verra en fréttirnar sýna  Sex Íslendingar úr ýmsum áttum aðstoða Palestínumenn við ólífutínslu og fylgja börnum í og úr skóla  Ekki hjálparstarf, heldur samstöðustarf  „Harðara en maður gerir sér grein fyrir“ Samstaða Anas og Bashar landeigendur við landtökubyggðina, Gunnar A. Axelsson deildarstjóri hjá Hagstofu og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, Berglind B. Hreinsdóttir mannauðsráðgjafi, Svanhildur Másdóttir lögfræðingur, Sigrún Líf Gunnarsdóttir nemi, Falasteen Abu Libdeh sérfræðingur hjá Hagstofu og Rósa K. Stefánsdóttir bókhaldari. Ari Gísli Bragason, eigandi forn- bókaverslunarinnar Bókarinnar við Klapparstíg í Reykjavík, segir að fasteignasalar og aðrir svífist einsk- is til þess að komast yfir húsnæði í miðbænum og margir hafi ekki stað- ist gylliboðin en hann láti ekki kaupa sig og fari hvergi. Mörg rótgróin fyrirtæki hafa horfið úr miðbænum og segir Ari það miður. Ýmsum brögðum sé beitt. Leigusamningar séu yfirtekn- ir á yfirverði og húsnæði sé keypt á yfirverði og það síðan leigt á marg- földu verði miðað við fyrra leigu- verð. Fjárfestar vilja pakka „Ég er í góðu samstarfi við fast- eignafélagið Eik og leigi húsnæðið af því, en fasteignasalar og ýmsir snillingar hafa komið og boðið ótrú- legustu hluti fyrir að yfirtaka samn- inginn,“ segir Ari. „Þessir peninga- menn geta ekki hamið sig, bjóða upp í það óendanlega, en ég hef ekki lát- ið undan eins og margir aðrir. Einn bauð mér væna summu og bauðst auk þess til þess að hjálpa mér að pakka og flytja allt í hvelli. Það þótti mér kómískt en ég verð hér áfram,“ segir Ari. steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Klapparstígur Ari Gísli Bragason í eftirsóttu húsnæði Bókarinnar. Bókin hafnar pakkatilboðum  Mikil ásókn í eignir í miðbænum Íslenski hópurinn tók með sér fjórar fullar ferðatöskur af efni til að setja saman gervifætur sem ætlaðir eru til nota á Gaza- svæðinu. Þetta er liður í verk- efni sem Össur Kristinsson stoðtækjafræðingur hefur stutt við undanfarin ár í samstarfi við félagið Ísland-Palestína. Ekki var sjálfgefið að komast með efnið í gervifæturna inn í landið, því áþekk sending frá Ís- landi var gerð upptæk fyrir nokkrum árum, en svo fór þó að farangurinn komst áfallalaust í gegnum allar skoðanir og hóp- urinn kom gervifótunum til samtaka á vegum Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Gervifætur í ferðatösku FJÖLBREYTTUR FARANGUR Ljósmynd/Gunnar Axel Axelsson Ólífutínsla Anas er einn þeirra landeigenda við landtökubyggðina í Palest- ínu sem íslenski hópurinn hefur starfað með og aðstoðað í ferð sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.