Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 þá sem kynntumst Ingu að átta sig á því hversu einstök mann- eskja og dásamleg vinkona hún var. Strax sem stelpa í Norður- bænum bar hún höfuðið hátt, var stolt af sér og sínum og laðaði til sín fjölbreyttan hóp vina með gleði, áhuga og einlægri væntum- þykju. Hún var ekki gömul þegar ljóst var hversu listræn hún var og hversu gott auga hún hafði fyrir því fallega, hvort sem um var að ræða hönnun, tónlist, tísku eða annað frumlegt framlag til lífsins. Hún hannaði og saumaði sín eigin föt og gerði auðvitað það sama fyrir vinkonur sínar ef því var að skipta. Hún hannaði líka og setti saman eigin skartgripi og síðar á lífsleiðinni bar heimili hennar þessum listrænu eigin- leikum hennar fagurt vitni. En Inga var umfram allt vönduð, góð og heilsteypt manneskja sem þótti svo undurvænt um þá sem stóðu henni næst, fjölskyldu og vini. Hún var tilfinninganæm og alltaf reiðubúin að aðstoða, styðja og stykja þá sem henni þótti vænst um, þrátt fyrir að hún sjálf treysti fáum fyrir eigin tilfinning- um, líðan og löngunum. En hún gaf enn meira af sér með gleðinni, brosinu og hlátrinum sem var svo innilegur að allir sem þekktu Ingu munu sakna þess að njóta ekki lengur þeirrar ánægju sem vinátta við hana var. Barátta Ingu við krabbamein- ið var snörp og sár. Eins og við var að búast bar hún höfuðið hátt í gegnum þessa erfiðu tíma, var vongóð um að hún fengi lengri tíma og gerði sitt allra, allra besta til að taka miskunnarlaus- um aðstæðum og tíðindum af æðruleysi og reisn. Um leið og við, makar okkar, börn og fjöl- skyldur, þökkum elsku Ingu sam- fylgdina og allt sem hún var okk- ur – sendum við fjölskyldu og aðstandendum hennar innilegar samúðarkveðjur og óskir um að minningin um dásamlega, vand- aða og einstaka manneskju lifi. Berglind, Hanna Birna, Unnur. Elsku besta Inga. Fyrsta minning mín um þig og vinkonur okkar eru grænu frost- pinnarnir, hliðartöglin og ABBA. ABBA var límið sem batt okkur saman vinkonurnar. ABBA Arri- val. Við skiptumst á ABBA-mynd- um og þú fékkst að vera the Dancing Queen. Þú varst besti dansarinn og söngvarinn. Svo er það minningin um Heimilissýn- inguna í Laugardalshöll 1979, við dönsuðum við Disco Friskó með Ljósunum í bænum og horfðum á tískusýningu með módel ’79. Ég man líka þegar ég kom heim til þín og John Lennon var dáinn. Þú sagðir mér að John væri dáinn. John var eins og vinur þinn. Við hlustuðum mikið á John Lennon og grétum. Við vorum sálarsyst- ur. Við unnum, söfnuðum pening- um og fórum í ferðalög. Þegar við vorum 17 fórum við á interrail með risaferðatöskur sem voru ekki á hjólum og fullar af 80’s- fötum sem þú hafðir saumað. Þá höfðu mæður okkar áhyggjur. En ekki við. Við dönsuðum bara. Við ætluðum að skoða Evrópu með ferðatöskur fullar af 80’s-fötum. En það var bara svo gaman á Hippodrome í London að við ílengdumst þar. Reyndar skrupp- um við aðeins til Suður-Frakk- lands og fundum diskótek og 80’s-stráka. Bjuggum í risíbúð og inn um gluggann í risíbúðinni hljómaði Kuklið úr einhverju út- varpi í hverfinu. Við pældum hvort Kuklið yrði líka frægt eins og Mezzoforte. Svo fórum við aftur til London af því að okkur þótti skemmtilegra á Hippodrome en í Evrópu og svo fannst okkur líka strákarnir í London sætari. Við eignuðumst kínverskan vin sem bauð okkur á bestu kínversku staðina og feng- um Kínadellu. David Bowie Little China Girl. Minningarnar tengjast mikið tón- list. Þú ólst okkur hinar upp í góðum tónlistarsmekk. Þú varst rosaleg týpa með geðveikan tón- listarsmekk. Svo urðum við 20, 30 og 40 ára og gerðum helling af alls konar. Svo fluttir þú í húsið á Suðurgötu 15 og varst hluti af fjölskyldunni okkar. Börnin mín voru líka börn- in þín. Þú varst allt í senn svalari mamman, stóra systir, frænka og amma, allt eftir þörfum. Elías fór upp og fékk sér engiferdrykk, Þórunn fór upp með ballettskóna sína til að láta sauma og Hilmar bakaði úr lífræna hveitinu sem þú barst í hann í kílóa vís. Gígja og Eygló fóru upp til að gera sig til- búnar fyrir djammið og létta af sér áhyggjum sem þær þorðu ekki að tala um við kynmóður sína. Eins og að hafa eytt öllum námslánunum sínum í yfirhöfn frá frægu tískumerki. Þú skildir það. „Ég meina, þetta er eilífð- areign,“ sagðir þú. Þegar eitt- hvað vantaði upp á dressið fyrir afmælið áttir þú alltaf það flott- asta til þess að kóróna lúkkið. Og eitt, sorrí hvað það var alltaf leið- inleg tónlist í partíunum hennar Gígju. En blessunarlega tókst þér að hafa áhrif á tónlistar- smekk Eyglóar. Það var bara alltaf stuð þegar Eygló hélt partí og kynforeldrarnir voru í burtu. Elsku Inga, mikið erum við þakklát fyrir að hafa eignast þig sem vinkonu. Þú varst besti vinur sem hægt er að hugsa sér. Við söknum þín alltof mikið. Guð geymi þig. Sóley, Hilmar, Gígja Eygló, Þórunn og Elías Óli. Inga kom brosandi til vinnu frá fyrsta degi sem hún vann hjá okkur hjá Heilsu og Heilsuhús- inu, og brosið og góða skapið var hennar aðalsmerki öll þau ár sem við unnum saman. Þegar ég hugsa nú til baka til samstarfsins öll árin er Inga eins og glaðværð- in holdi klædd, vandræði og vandamál langt utan við það svæði sem hún hrærðist á. Fólki á að líða vel í vinnunni, þar verjum við flest stærstum hluta þess tíma sem við erum vakandi. Með fasi sínu og góðvild gagnvart öllu og öllum var hún merkisberi vel- líðunar á vinnustað, manni gat bara ekki liðið öðruvísi en vel í hennar návist. Þessi geislandi og glæsilega kona var einstaklega flottur fulltrúi fyrirtækisins gagnvart viðskiptavinum þess. Sem sölu- kona heimsótti hún viðskiptavini okkar jafnt á höfuðborgarsvæð- inu sem og á landsbyggðinni. Á þeim vettvangi heillaði hún líka alla upp úr skónum og andstætt því sem stundum er um heim- sóknir sölufólks, var henni ekki aðeins vel tekið á hverjum stað, heldur æsktu viðskiptavinirnir eftir komu hennar og kölluðu eft- ir henni, fyndist þeim of langt um liðið frá síðustu heimsókn. Það segir sig sjálft að í öllu fé- lagsstarfi innan fyrirtækisins var Inga innsti koppur í kátínunnar búri. Jafnt í ferðalögum innanlands sem utan, árshátíðum og öðrum gleðinnar samkomum, þá ljómaði af henni smitandi léttleiki tilver- unnar og fas hennar þannig að þar færi kona laus við áhyggjur og full tilhlökkunar til komandi dags. Úr þessari glaðværð er okkur rykkt inn í harðneskjulegan raunveruleika sjúkdóms sem ekki fer í manngreinarálit og þrátt fyrir stöðugar framfarir lækninga, leggur að velli þá sem okkur eru kærastir. Það voru for- réttindi að kynnast Ingu, fá að vinna með henni í fjölmörg ár, að njóta hennar léttu og glaðværu lundar í leik og starfi og efast ég ekki um að ég skrifa hér fyrir hönd allra sem með henni unnu hjá Heilsu. Móður, systkinum og fjöl- skyldum þeirra sem og nánustu vinum votta ég mína dýpstu sam- úð. Örn Svavarsson. ✝ Marías HjálmarBjörnsson „Dalli“ fæddist á Ísafirði 26. ágúst 1934. Hann lést 2. október 2016. Foreldrar hans voru Guðmunda Ólöf Rósmunds- dóttir, f. 9.6. 1907, d. 13.5. 1988, og Björn Ragnar Hjálmarsson, f. 9.7. 1906, d. 12.11. 1987. Albræður Maríasar Hjálmars eru Sigurður Ragnar Björnsson, f. 20.10. 1930, og Ástvaldur Bjarni Björnsson, f. 3.3. 1932. Systkini sammæðra eru Sigríður Álfheið- ur Anna Guðmundsdóttir, f. 8.2. 1939, Friðgerður Guðmunds- dóttir, f. 22.11. 1942, Elinóra Kristín Guðmundsdóttir, f. 13.7. 1944, og Matthías Guðmundsson, f. 10.9. 1946. Bróðir samfeðra var Sæbjörn Helgi Björnsson, f. 31.1. 1942, d. 24.3. 2015. Hinn 28. desember 1956 kvæntist hann Elsabetu Ingi- björgu Jóhönnu Guðmunds- dóttur „Elsu“, f. 18.9. 1936, d. 7.4. 2016. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Guðbrands- son, f. 5.4. 1909, frá Veiðileysu, d. 9.8. 2003, og Elísabet Guðmunds- dóttir, f. 5.4. 1906, frá Mun- aðarnesi, d. 11.3. 1989. Elsa og Dalli bjuggu á Felli í Ár- neshreppi hér um bil alla tíð en síðustu æviárin voru þau búsett á Akranesi. Elsa og Dalli eignuðust fimm börn og eru þau: Ragnar Elías, f. 1957, maki Theó- dóra Gústafsdóttir, börn hans eru Ásthildur Ósk, Guðmundur Arnar og Erna Sig- ríður. Guðmunda, f. 1960, maki Guð- mundur Guðmundsson, börn Kol- brún Hlíf, Marías Hjálmar og Magnús Geir. Vignir Smári, f. 1965, maki María Páley Gestsdóttir, börn Aðalgeir Gestur, Hrannar Már og Elísabet Páley. Einar Indriði, f. 1967, börn El- ísa Valdís, Guðjón Snær, Sóley Rún og Hlynur Örn. Guðlaugur Ingi, f. 1970, maki Drífa Gústafsdóttir, börn Guð- mundur Freyr, Elsa María, Arn- aldur Ægir, Eiður Andri og Ey- dís Glóð. Barnabarnabörn eru 12. Marías Hjálmar verður jarð- sunginn frá Akraneskirkju í dag, 14. október 2016, klukkan 13. Elsku afi minn. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið í gegnum árin. Fyrir að vera svona skrítinn og fyrir að vera svona góður og glað- ur. Að fá að vera í nærveru þinni og njóta góðu orkunnar frá þér, að heyra skrítlur og sögur, læra af þér söngva og kvæði um hana góðu ömmu og rúgbrauðið með rjóma. Þú kenndir okkur svo margt og það var svo mikið sem maður lærði af því að hlusta á þig. Takk fyrir að ota að mér bókun- um, skella spólunum í tækið og fyrir að grafa upp blöð og myndir til þess að sýna og segja frá. Það var svo ótrúlega gaman að vera í kringum þig. Að vera svona léttur í lund og að láta ekki hvers- daginn draga sig niður. Það er gjöf að eiga svona einlæglega glaðan og ástríkan afa og það var alltaf svo yndislega skemmtilegt að hitta þig og heyra skrítlurnar þínar. Þú þurftir ekki nema að brosa og segja smá brandara til þess að lyfta upp öllum mínum raunum, Að eiga þig að hjálpaði manni að skilja að þetta er nú allt bara fyndið. Það hefur verið gjöf að eiga þig fyrir afa og ég er svo þakklát fyrir að búa að öllum þeim minningum sem urðu til í gegnum árin. Nú þegar þú er farinn á braut, kom- inn til hennar ömmu, þá sé ykkur fyrir mér, elsku hjónin sem döns- uðu stundum ein heima í stofunni þegar útvarpið spilaði rétta lagið. Við sem eftir sitjum ornum okkur við ástina sem þið skilduð eftir, hlýjuna og gleðina. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Elsa María. Svo háttaði lífi mínu að ég var að mestu fjarverandi frá Ísafirði frá 16 til 19 ára aldurs. Er heim kom, sem ég kýs að orða svo, var margt með öðrum hætti en áður var. Guttarnir, á Bökkunum og næsta nágrenni þeirra sem fyrr- um voru þungamiðjan í öllum af- þreyingaruppátækjum voru við það að teljast fullorðnir. Frístund- um kvöld og helgar því varið með öðrum hætti en áður; áhugamálin öll önnur. Fljótlega var ég svo heppinn að ná einstöku vinfengi tveggja fermingarbræðra, Trausta heitins Sigurlaugssonar og Maríasar Hjálmars Björnsson- ar, Dalla, sem með þessum fáu orðum er kvaddur hinstu kveðju. Vinaböndin urðu sterk. Við líktum okkur stundum við þríhyrning, þrír hornstólpar, tengdir sterkum böndum. Svo margs er að minnast að ógjörningur er að velja og hafna. Upp úr stendur þó ferðin „eina“ sem við gerðum okkur ljóst að yrði aldrei endurtekin. Og nú sit ég einn eftir og orna mér við ar- ineld minninganna. Á blómatím- um okkar þremenninganna, sem ég freistast til að kalla svo, var rokkið í algleymingi. Það tjúttaði hver og einn með sínum takti. Dansleikir hverja helgi yfir sum- artímann og svokallaðar rekstrar- sjónir nokkrum sinnum í viku. Sunnudagsmorgun nokkurn bið- um við Trausti eftir Dalla á stétt- inni fyrir framan Félagsbakaríið. Hann átti þá heima i Tangagötu 10, þar sem skólaskáldið svokall- aða, sem orti þjóðsöng okkar Ís- firðinga, Í faðmi fjalla blárra, bjó um árabil. Seint og um síðir skilaði Dalli sér, virtist utangátta og fátt var um svör við forvitnisspurning- um um ballið kvöldið áður. Að lyktum gaf hann sig. Hann hafði kynnst stúlku, Elsu að nafni, frá Felli í Árneshreppi. Sem við var að búast var kappinn með allt á hreinu. Þótt við félagar hans sæj- um hann ekki einn tveir og þrír sem bónda norður á Ströndum varð fljótlega ljóst að þetta laug- ardagskvöld hafði Dalla fallið í skaut lottóvinningur lífs hans: Elsa, eiginkona hans; blómann úr ævinni ábúendur á ættarsetri hennar, og síðustu árin, á Akra- nesi, eftir að þau brugðu búi, um- vafin meginþorra barna og barna- barna, en af þeim fimm börnum sem Elsu og Dalla varð auðið eru fjögur búsett á Akranesi. Frá fyrstu kynnum þeirra Elsu og Dalla var ljóst að þau myndu eiga samleið svo lengi sem auðna réði. Fráfall Elsu, fyrr á þessu ári, var Dalla mikið áfall. Og ekki bættu úr skák eigin veikindi. Í ein- lægni: þótt vinar sé sárt saknað, sefar það eftirsjána að aðskilnað- ur þeirra varð ekki lengri. Það er huggun harmi gegn að teikna þá mynd í huga að sjá þau hönd í hönd leiðast heim túnfótinn að Felli, umvafin hlýju og þeirri feg- urð sem tengdi þau og tengir niðja þeirra við þennan einstaka stað. Börnum Elsu og Dalla og fjöl- skyldum þeirra og öðrum ættingj- um sendum við Sæa innilegar samúðarkveðjur. Sigurður J. Jóhannsson. Elsku afi Dalli er látinn. Söknuðurinn eftir þessum ljúfa og glaðværa manni er mikill, en alltaf var hann með bros á vör og glettni í augunum. Í afa mínum átti ég bandamann og samherja, alltaf gat ég leitað til hans og eru mér undurkærar allar stundirnar sem við áttum saman yfir kaffibolla og spjalli, og aldrei vorum við hæglát eða hljóðlát því hlátrasköllin glumdu yfirleitt út á götu. Þegar ég var barn var vorið ávallt fyllt af tilhlökkun eftir að komast Norður að Felli til elsku ömmu og afa í sauðburðinn, svo ekki sé nú talað um eldhúsböllin, þau voru í miklu uppáhaldi og eru enn í minningunni, þá sótti afi kassetturnar sínar og skellti einni í tækið og svo var dansað og sung- ið með lögunum fullum hálsi. Ein er þó minningin sem mér þykir einna vænst um, en hún er úr brúðkaupi okkar Elíasar. Afi og amma tóku það verkefni að sér að taka á móti gestum þegar þeir komu til kirkjunnar og svo þegar ég kornung brúðurin mætti pollró- leg, að ég taldi, og afi minn tók á móti mér með opin faðminn og sínu blíðasta brosi var eitthvað sem brast og ég hentist í faðm hans og grét af stressi og gleði og ofgnótt tilfinninga, og afi minn hló og sef- aði taugaspennuna með blíðu sinni. Og svo seinna um kvöldið þegar veisluhöldunum var að ljúka fannst honum það alveg fráleitt að ekki yrði dansaður brúðarvals svo hann greip mig í faðm sinn og dansaði með mig um gólfið, en sú stund lýs- ir því best hvernig maður afi minn var og hvernig okkar sambandi var háttað. Tíminn sem við afi áttum sam- an nú í vor þegar amma veiktist er tími sem ég mun varðveita í hjarta mér alla ævi, en á þessum tíma áttum við afi margar stundir sam- an við spjall, ísát og sveitarúnta. Við töluðum mikið um æsku afa og uppvaxtarár hans á Ísafirði, um tímann þegar hann og amma urðu skotin í hvort öðru eins og hann orðaði það, um ástina sem þau áttu og líf þeirra saman. Ást þeirra til hvors annars var mikil og það er því táknrænt á einhvern hátt hversu skammur tími var á milli andláta þeirra. Það eru margar minningar sem streyma fram nú þegar ég lít yfir farinn veg og fæ ég ekki nægilega þakkað hversu kær afi var mér og hversu mikið hann gaf mér með návist sinni. Það er því með angurværð og þakklæti sem ég kveð ástkæran afa minn með þessu ljóði. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Elsku afi minn, hafðu hjartans þökk fyrir allt. Þín einlæg Ásthildur (Hilda). Marías Hjálmar Björnsson Vinur minn, Kári Einarsson, er látinn. Minningarnar streyma fram í hug- ann. Við kynntumst haustið 1954, þegar við byrjuðum í MR. Fyrsta daginn í skólanum stóðum við efst uppi á tröppunum við skólahúsið. Hann stóð hægra megin við mig. Mér leist vel á hann og tók hann tali. Við urðum saman í þriðja bekk C og upp úr þessu varð ævilöng vinátta. Hann var ættaður úr Mýrdalnum. Síðla sumar 1955 heimsótti ég hann á æskuslóðir hans á bænum Kaldrananesi. Foreldrar hans, Ragnhildur og Einar, tóku mér af- Kári Einarsson ✝ Kári Einarssonfæddist 18. júní 1938. Hann lést 17. september 2016. Útförin fór fram 22. september 2016. ar vel, og þarna kynntist ég einnig afa hans, Sverri Ormssyni. Kári skýrði fyrir mér, hvernig hann veiddi fýlinn, þegar við gengum inn aurana í Hafursárgili. Annan daginn gengum við á Búrfell og nutum út- sýnisins til Mýrdals- jökuls. Í Reykjavík bjó Kári hjá frænda sínum, Karli Eiríkssyni og konu hans, Ingi- björgu. Stundum pössuðum við börn þeirra, Eirík og Þóru, þegar þau hjónin fóru út að skemmta sér. Á sumrin hjálpaði Kári okkur að mála hús foreldra minna að Shellvegi 6 í Skerjafirði. Í júní 1958 lukum við stúdents- prófi úr MR. Úr þeim hópi komu margir þjóðþekktir öðlingar, sem settu mark sitt á íslenska ævintýr- ið. Að loknu stúdentsprófi hélt ég til náms í Þýskalandi. Næsta sum- ar dvaldi ég heima og vann í lípar- ítinu í Hvalfirði. Kári hafði ávallt haft áhuga á að fara í rafmagns- verkfræði í Tækniháskólanum í Darmstadt. Hann sótti um skól- ann og fékk inngöngu. Saman fór- um við svo til Þýskalands í október 1959. Við flugum til Hamborgar og tókum lest til Frankfurt. Landið skartaði sínum fallegustu haustlit- um og Kári var frá sér numinn yfir allri litadýrðinni. Í Darmstadt undi hann sér vel í fjölmennum hópi íslenskra stúdenta, sem stunduðu þar nám. Sumarið 1964 stofnuðum við Félag Íslendinga í Hessen, sáum um þorrablót, með mat frá Þorbirni í Borg, og fögn- uðum 17. júní. Sigrún, nýgift Kára, var nú komin til Darmstadt og bjuggu þau í góðu yfirlæti hjá Margot og Ludwig á Berliner Strasse 62 í Griesheim. Kári lauk diplómaprófi 1969 og hélt þá heim til starfa þar. Nú urðu samskipti okkar stopulli, þar sem ég starfaði í Þýskalandi, en upp úr 1985 höf- um við hjónin, Margrét og ég, dvalið árlega á sumrin í sumarbú- staði okkar við Stíflisdalsvatn. Nú var þráðurinn tekinn upp aftur, þar sem frá var horfið. En margt hafði breyst. Kári og Sigrún höfðu eignast tvær yndislegar dætur, Sólveigu og Ragnhildi, en þau hjón voru fráskilin, en gott samband á milli þeirra. Kári var sami öðlingurinn, ávallt hjálpsamur og hann minnt- ist þess með miklu þakklæti að hafa kynnst foreldrum mínum og svo Guðmundi Hlíðdal og Sigfúsi Blöndahl, þegar hann um sumarið 1958 réri með þá félaga til fiskjar í Stíflisdalsvatni. Seinna kynntist hann Svanhildi og það var árlegur viðburður að koma til okkar og grilla úti í guðsgrænni náttúrunni. Kári hafði mikinn áhuga á að rannsaka rafóþol og náði góðum árangri að mæla það út og koma með fyrirbyggjandi varnir. Nú er vinur minn látinn, en vegir Guðs eru órannsakanlegir.Við Margrét sendum dætrum hans innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Sverrir Schopka. Meira: mbl.is/minningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.