Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sýning á myndverkum Þorvaldar Þor- steinssonar verður opnuð í listarýminu PARIS TEXAS antwerp í Antwerpen í Belgíu í dag. Þetta er þriðja sýningin á verkum Þorvaldar sem opnuð er í borginni á einni viku; fyrst var opnuð sýning í tromp- oline-galleríinu um síð- ustu helgi og síðan í gall- eríinu M HKA í gær. Á sýningunum eru eldri verk sem Þorvald- ur vann meðan hann bjó í Hollandi frá 1987 til 1992 í bland við nýrri verk sem hann gerði í Antwerpen, þar sem hann bjó tvö síðustu ár ævi sinnar. Þor- valdur lést langt fyrir aldur fram árið 2013. „Við erum að halda áfram því verki sem Þorvaldur hóf þann stutta tíma sem hann bjó hérna í Antwerpen. Hér leið honum af- skaplega vel, var mjög frjór og það stafaði ofboðsleg orka frá honum. Eldri og yngri verkin kallast á með mjög skemmtilegum hætti,“ segir Helena Jónsdóttir, ekkja Þor- valdar, sem tók virkan þátt í undirbúningi sýninganna. „Þorvaldur hafði einstakt lag á því að tengja saman fólk og hvetja það til góðra verka og galleristarnir og sýningarstjór- arnir sem koma að þessum sýningum vildu endilega að þær yrðu að veruleika, en búið var að leggja drög að þeim áður en Þor- valdur féll frá. Þetta er eins og skrifað í stjörnurnar,“ segir hún. Leiðir okkur áfram Helena kveðst hafa fundið vel fyrir Þor- valdi við undirbúning sýninganna. „Hann er hérna við hliðina á mér og leiðir okkur áfram.“ Helena segir mikinn heiður að fá inni á þessum sýningarstöðum, sér í lagi hjá M HKA, þar sem sýningar séu planaðar langt fram í tímann. „Sýningarstjórinn þar, Anders Kreuger, hefur þekkt Þorvald frá því snemma á níunda áratugnum og þekkir vel til verka hans.“ Hún segir téðar sýningar alls engan endapunkt á ferli Þorvaldar; þvert á móti séu þær upphafið að framhaldinu. Sjálf vinnur hún að skráningu verka Þorvaldar, ásamt Simon Delobel, eiganda trampoline- gallerísins, en hátt í 300 verk urðu til á þessum tveimur árum í Antwerpen. „Það hefur verið mjög gaman að vinna þetta með Simon, en þeir Þorvaldur áttu mjög vel skap saman,“ segir Helena. Bók um höfundarverkið Þá er Helena farin að leggja drög að bók um listsköpun Þorvaldar í samvinnu við fyrrnefndan Kreuger. Jón Proppé list- fræðingur mun einnig koma að þeirri vinnu, en þeir Þorvaldur höfðu sambæri- leg áform á sínum tíma. Helena segir ekki liggja fyrir hvenær bókin komi út enda sé höfundarverk Þor- valdar mikið að vöxtum. Leikrit Þorvaldar lifa einnig góðu lífi; Leitin að jólunum gengur ennþá í Þjóð- leikhúsinu og And Björk, of course... var sýnt í Belgíu í fyrra og Þýskalandi í hitti- fyrra. „Áhuginn á verkum Þorvaldar er ennþá mjög mikill,“ segir Helena. Upphafið að framhaldinu  Þrjár sýningar á myndverkum Þorvald- ar Þorsteinssonar í Antwerpen  Leik- ritin lifa líka góðu lífi Myndlistin Eitt verka Þorvaldar, sem sýnt er í Antwerpen. Morgunblaðið/RAX Leiðir áfram Þorvaldur Þorsteinsson lifir í verkum sínum, hvort sem það er myndlist, leiklist eða tónlist. Helena Jónsdóttir Ítalski leikritahöfundurinn Dario Fo er látinn, 90 ára að aldri. Hann hafði glímt við veikindi um tíma og legið á spítala í tæpar tvær vikur. Fo er þekktastur fyrir pólitíska farsa sína og hlaut bókmenntaverð- laun Nóbels árið 1997. Fo vann ekki bara hug og hjörtu ítölsku þjóðar- innar, heldur heimsbyggðarinnar allrar fyrir vald sitt á beittum húm- or og háðsádeilu, og hafa mörg verka hans verið færð upp hér á landi gegnum tíðina, svo sem Stjórnleysingi ferst af slysförum. „Með Dario Fo er genginn einn af merkustu leikhús- og menningar- frömuðum þessa lands,“ sagði Mat- teo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, í gær og sjónvarpsmaðurinn Pippo Baudo hitti líklega naglann á höfuðið: „Hann skóp nýtt leikhús, nýtt tungumál.“ AFP Virtur Dario Fo kunni að kæta fólk. Dario Fo látinn níræður að aldri Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræð- ingur leiðir gesti um sýninguna Samskeytingar í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar nk. sunnudag kl. 15. Þar getur að líta úrval verka Sigurjóns sem nefnd hafa verið samskeytingar. „Þá er viðarbútum, tilsniðnum eða eins og þeir koma fyrir, skeytt utan um tiltekinn kjarna svo úr verður heilstætt listaverk,“ segir í tilkynn- ingu. Aðalsteinn, sem ásamt Birgittu Spur valdi verkin á sýninguna, hefur ritað grein í sýningarbækling, þar sem hann setur samskeytt verk Sig- urjóns í alþjóðlegt samhengi. Leiðsögn um Samskeytingar Gáfnaprófið Listaverk eftir Sigurjón Ólafsson. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Verkið talar sterkt til okkar og fjallar um pirring eða reiði út í samfélagið sem við höfum flest skilning á. Þetta er ótrúlega vel skrifað verk og svört kómedía,“ segir Una Þorleifsdóttir um ein- leikinn Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfuls- ins fáviti eftir Rodrigo García í þýð- ingu hennar og Stefáns Halls Stefánssonar. Una leikstýrir Stef- áni Halli í verkinu, sem leikhóp- urinn ST/una frumsýnir í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu annað kvöld, laug- ardag, kl. 19.30 í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Að sögn Unu fjallar einleikurinn um mann á miðjum aldri sem er á barmi sálræns hengiflugs vegna fjölskyldu- og efnahagslegra að- stæðna. „Hann skipuleggur æð- isgenginn flótta ásamt tveimur ungum sonum sínum og hyggst brjótast inn á listasafn í Madríd og eyða einni nótt með listaverkum Goya. Synir hans vilja hins vegar frekar fara í Disneyland og úr verð- ur kröftugt og ágengt samtímaverk um mann á flótta undan efnahags- kreppu og andvaraleysi nútímans. Einhvers staðar hlýtur að leynast boðskapur, siðferðislega sóma- samlegur boðskapur, vel falinn, djúpt í hringiðu reiði sem vill brjót- ast út og segja okkur sögu. Sögu af aftengdum, miðaldra einstaklingi sem situr fastur í þjóðfélagi sem er andlega og efnislega gjaldfallið.“ Í andlegu manísku ástandi Una segir argentínska leik- skáldið Rodrigo García hafa verið að gera mjög spennandi hluti í upp- færslum sínum. „Frá árinu 1989 hefur hann starfrækt sinn eigin leikhóp sem nefnist La Carniceria Teatro eða Slátraraleikhúsið og notað hann sem vettvang fyrir til- raunakenndar leiksýningar og upp- færslu sínar í Frakklandi og á Spáni. Leikrit hans og sýningar eru mjög beittar og pólitískar. Það heillaði okkur við hann sem höf- und.“ Einleikurinn var frumsýndur í Vel skrifuð svört kómedía  ST/una frumsýnir einleik í Kúlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.