Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Rússneskar og sýrlenskar orrustu- þotur létu sprengjum rigna yfir Aleppo, stærstu borg Sýrlands, í gær, en í seinustu hrinu loftárása, sem varði nær sleitulaust í tvo sólar- hringa, létust meira en 70 almennir borgarar. Þeirra á meðal eru sjö börn. Á sama tíma og herþoturnar héldu úti árásum sóttu hersveitir Bashars al-Assad Sýrlandsforseta á jörðu niðri inn í austurhluta Aleppo þar sem uppreisnarmenn ráða ríkj- um og mættu þeir mikilli mótspyrnu. Loftárásirnar hófust strax við dögun og voru þá, að sögn mannrétt- indasamtaka Syrian Observatory for Human Rights, gerðar árásir á yfir 20 staði í austurhlutanum. Í gær- kvöldi var búið að endurheimta lík minnst sjö almennra borgara úr húsarústunum. Þá greinir ríkis- fréttastofa Sýrlands einnig frá því að fjögur ung börn hafi látið lífið þegar eldflaug uppreisnarmanna hafnaði á skólabyggingu í vesturhluta Aleppo. Að sögn fréttaveitu AFP tókst stjórnarhermönnum að leggja undir sig nokkrar hæðir við úthverfi í norð- austurhluta borgarinnar. Þaðan eru þeir sagðir hafa gott útsýni yfir nær- liggjandi svæði og staðsetningu upp- reisnarsveita sem kann að reynast hernum mikilvægt þegar kemur að því að samhæfa frekari aðgerðir. Miskunnarlausar árásir Stórsókn sýrlenska hersins inn í Aleppo hófst 22. september síðastlið- inn. Markmið hennar er að sameina borgina undir stjórn Assads, en frá upphafi sóknar hersins hafa rúss- neskar og sýrlenskar hersveitir drepið yfir 370 almenna borgara og af þeim eru 68 börn. Sprengjur upp- reisnarsveita hafa á sama tíma drep- ið 68 almenna borgara. Þetta mikla mannfall hefur aukið þrýsting á stjórnvöld í Kreml sem hafa verið harðlega gagnrýnd af al- þjóðasamfélaginu fyrir miskunnar- lausar loftárásir á Aleppo. Meðal þeirra sem lýst hafa yfir andúð sinni á árásunum er Melvut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, en hann ásamt fulltrúum sex ríkja við Persaflóa fordæmir aukna hörku hersveita Sýrlands og Rússlands og loftárásir þeirra á almenna borgara og helstu innviði Aleppo. „Við hörmum mjög getuleysi ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna í að taka ákvörðun um að stöðva loft- hernaðinn og sprengjuárásir á íbúa Aleppo,“ segir í tilkynningu. Þrátt fyrir að Tyrkir líti svo á að tími Assads forseta í embætti sé lið- inn hafa samskipti þeirra við Rússa, helsta bandamann Assads, batnað að undanförnu. Adel al-Jubeir, utanrík- isráðherra Sádi-Arabíu, segir það af hinu góða og „e.t.v. opna fyrir tæki- færi“ á lausn í Sýrlandi. „Tyrkir sjá stöðuna í Sýrlandi eins og við.“ Íbúar Aleppo eru stráfelldir í grimmilegum lofthernaði  Yfir 370 almennir borgarar drepnir frá upphafi sóknar hersins 22. september AFP Óvissa Ljósmyndari AFP gekk í gær fram á þennan sýrlenska dreng þar sem hann lá særður og beið eftir lækni. Jaber al-Bakr, 22 ára Sýrlendingur sem handtekinn var í Þýskalandi vegna gruns um að hafa lagt á ráð- in um hryðjuverk þar í landi, fannst látinn í fangaklefa sínum. Er hann sagður hafa hengt sig með stuttermabol sínum, en fang- elsisyfirvöld segja hann ekki hafa verið undir sérstöku eftirliti fanga- varða þar sem hann hafi ekki verið talinn líklegur til sjálfsvígs. „Hann var þögull og rólegur, það benti ekkert til þess að hann væri í tilfinningalegu uppnámi,“ segir Rolf Jacob, fangelsisstjóri í borg- inni Leipzig. Innanríkisráðherra Þýskalands segir dauðsfallið augljóslega skaða rannsókn lögreglu á hryðjuverkinu sem sagt er hafa verið í bígerð. ÞÝSKALAND AFP Vopn Fjölmennt lið lögreglumanna leit- aði Jabers al-Bakr í vikunni. Meintur vígamaður hengdi sig með bol Þrír karlmenn voru í gær fundnir sekir um að hafa nauðgað tvítugri konu á suðurkóresku eyjunni Heuksan og voru þeir dæmdir í 12, 13 og 18 ára fangelsi. Fréttaveita AFP greinir frá því að fórnar- lambið hafi verið grunnskólakenn- ari og m.a. kennt börnum tveggja hinna dæmdu. Fyrir dómi kom fram að konan hefði setið á veitingastað og hitt þar ofbeldismennina fyrir tilviljun. Þeir hefðu svo pantað handa henni drykki og að lokum farið með kon- una heim þar sem þeir beittu hana grófu kynferðislegu ofbeldi. SUÐUR-KÓREA Brutu gróflega gegn kennara barna sinna Dagblaðið The Washington Post hefur opinberlega lýst yfir stuðn- ingi sínum við framboð Hillary Clinton, forsetaefnis demókrata, til embættis forseta Bandaríkjanna. Er ástæðan sögð hæfni hennar til að gegna embættinu og sá uggur sem fylgir þeirri tilhugsun að Do- nald Trump, forsetaefni repúblik- ana, flytji inn í Hvíta húsið. „Hillary Clinton hefur burði til að vera frábær forseti Bandaríkjanna og við styðjum hana hiklaust,“ seg- ir í yfirlýsingu ritstjórnar blaðsins. „Nei, við erum ekki að koma fram með þessa stuðningsyfirlýs- ingu einungis af því að höfuðand- stæðingur Clinton er hræðilegur. Forsetaefni Repúblikanaflokksins, Donald Trump, er hræðilegur, það er vissulega rétt – óhæfur sem for- setaefni. Ef við tryðum því að Clin- ton væri skárri kostur af tveimur slæmum, myndum við sennilega hvetja þig til að kjósa hana samt – svo sterka skoðun höfum við á herra Trump,“ segir ennfremur. Þá er í yfirlýsingunni tekið fram að Clinton sé vissulega ekki án galla og hafi tekið feilspor, m.a. í kosningabaráttunni þegar hún gerði tilraun til að leyna veikindum sínum. „Við erum ekki blind fyrir þessu,“ segir ritstjórnin. „Clinton-hjónin vita það“ Á fundi sem Trump átti með stuðningsmönnum sínum sagðist hann vera undir stöðugum árásum þar sem hann er m.a. sakaður um lítilsvirðingu í garð kvenna. „Þetta eru algerlega innihaldslausar ásak- anir og Clinton-hjónin vita það,“ sagði hann. khj@mbl.is Washington Post styður Clinton  Ritstjórnin ræðst á Donald Trump AFP Forsetaefni Hillary Clinton ávarp- ar stuðningsmenn sína á dögunum. fenix 3 sameinar glæsilega hönnun og fjölnota GPS snjallúr Íþrótta- og útivistarfólk þarf ekki lengur að velja á milli – fenix 3 er bæði fullkomið íþróttaúr, útivistarúr, snjallúr og úr sem þú notar daglega í vinnu og leik. Þú getur einnig sérsniðið úrið að þínum þörfum með mismunandi upplýsingagluggum, forritum eða úraskífu með Connect IQ appinu frá Garmin. Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is toppaðu gærdaginn Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna skipaði í gær Antonio Gu- terres nýjan framkvæmda- stjóra Samein- uðu þjóðanna, en hann mun formlega taka við embættinu um næstu áramót. Guterres er 67 ára gamall og hefur hann m.a. gegnt embætti forsætisráðherra Portúgals og stöðu yfirmanns flóttamanna- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Er hann var í framboði til fram- kvæmdastjóra lofaði hann að beita sér fyrir auknum mannrétt- indum og endurbótum innan Sameinuðu þjóðanna. Í ávarpi sem Guterres flutti í gær vék hann m.a. að átökunum í Sýrlandi og sagði nú tímabært að „berjast fyrir friði“ og líta framhjá þeim ágreiningi sem uppi er innan alþjóðasamfélagsins varðandi það hvernig best sé að tryggja frið. Tímabært að berjast fyrir friði SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Antonio Guterres

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.