Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 ✝ Margrét HallaJónsdóttir fæddist í Reykja- vík 28. október 1930. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. októ- ber 2016. Foreldrar henn- ar voru Jón Er- lendsson, f. á Gilj- um í Hvolhreppi 16. apríl 1903, d. 30. maí 1980, og kona hans, Ásthildur Halla Guðmunds- dóttir, f. í Reykjavík 17. apríl 1911, d. 8. febrúar 1938. Mar- grét átti tvær alsystur, Elínu Áróru, f. í Reykjavík 18. júlí 1932, d. 14. febrúar 2009, og Ásthildi Höllu, f. í Reykjavík 3. febrúar 1938, d. 12. febrúar 1938. Hálfsystkini samfeðra hjónabandi eru: 1) Ásthildur, f. 5. júlí 1954, maki Hans Roland Löf, f. 1945. Dóttir þeirra er Margrét Halla, fædd 10. apríl 1997. 2) Svanhildur, f. 22. júlí 1957, maki Páll Grétarsson, f. 1956. Synir þeirra eru: a) Sindri Már, f. 21.12. 1982, maki Erna Ágústsdóttir, f. 1985, þeirra dóttir er Anna Þórdís, f. 24.11. 2013, b) Grétar Már, f. 6.3.1989, maki Elísabet Pálma- dóttir, f. 1986. Eftirlifandi eig- inmaður Margrétar er Hörður Skarphéðinsson, f. 22. apríl 1936. Margrét stundaði hefðbundið skólanám þess tíma, gekk í Miðbæjarbarnaskólann og seinna í unglingaskólann á Reykjum í Hrútafirði. Hún helgaði líf sitt uppeldi dætra sinna og starfaði einnig við fyr- irtæki föður síns um árabil, einnig hjá Ömmubakstri og Bókhlöðunni. Útför Margrétar Höllu verð- ur gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 14. október 2016, og hefst athöfnin kl. 13. eru Þórarinn, f. 1923, látinn, Ást- valdur, f. 1943, lát- inn, og Bryndís Ane, f. 1963. Á við- kvæmum tíma sem í hönd fór dvöldu þær Margrét og Elín hjá föðursyst- ur sinni, Guðrúnu, og eiginmanni hennar, Jóni Guð- mundssyni, í Norð- urgarði í Mýrdal og oft síðar. Minntist Margrét þeirra og fjöl- skyldunnar allrar ætíð með ein- stakri hlýju og þakklæti. Stuttu eftir lát móður Margrétar kom á heimilið Katrín Svava Alex- andersdóttir, f. 24. apríl 1922, d. 27. nóvember 1991, og gekk þeim systrum í móðurstað. Dætur Margrétar af fyrra Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka, þegar ég nú kveð mína kæru eiginkonu, Margréti Höllu Jónsdóttur, Maddý, í hinsta sinn. Leiðir okkar hafa legið saman í tæpa hálfa öld og aldrei borið skugga þar á eða frá því að ég flutti til hennar og sólargeislanna hennar, Ásthildar og Svanhildar, sem tóku mér afar vel frá fyrstu tíð. Fljótlega var hafist handa við byggingu stærra húsnæðis að Víðihvammi 11 í Kópavogi. Þar sem ég stundaði sjómennsku á þeim árum kom það alfarið í hennar hlut að sinna og sjá um allar framkvæmdir og fórst það einkar vel úr hendi, eins og allt annað, enda dugnaðarfork- ur mikill. Þar áttum við tíu ynd- isleg ár og undum hag okkar afar vel. Hugur okkar stóð þó til frek- ari framkvæmda og flutt var í nýtt hús að Hrísholti 10 í Garðabæ árið 1983, þar sem heimili okkar og yndislegu hundanna okkar, þeirra Bangsa og Lappa, hefur verið æ síðan. Þá var sumarbústaðurinn okk- ar, Litla-kot, okkar sælureitur í áratugi. Þar undi hún sér ætíð einkar vel, ekki síst með dætrum sínum og fjölskyldum þeirra. Þar sem og heima naut hún þess að taka á móti gestum þar sem ekk- ert var til sparað, glæsiveislur af ýmsu tilefni þar sem einstök smekkvísi hennar og gestrisni fullkomnaði stundina. Ófáar ferðir um landið okkar fagra voru okkar yndi og þá jafn- an heimsóttir þeir staðir sem hún tengdist í æsku er hún og Elín systir hennar dvöldu hjá föður- systur þeirra, Guðrúnu, og Jóni Guðmundssyni, eiginmanni henn- ar, í Norðurgarði í Mýrdal eftir skyndilegt fráfall móður þeirra í æsku. Minntist hún þeirra ætíð með mikilli virðingu og þakklæti. Það kom því í hlut föður hennar að annast uppeldi þeirra systra en fyrir honum bar hún ómælda virð- ingu og unni mjög. Minningarnar um glæsilega og trausta eiginkonu og yndislegar samverustundir eru dýrmætur fjársjóður er ég kveð nú minn mikla og trygga vin í lotningu. Hjartans þakkir fyrir allt og allt, Maddý mín. Hörður. Ó, mamma mín hve sárt ég sakna þín sál mín fyllist angurværum trega. Öll þú bættir bernskuárin mín blessuð sé þín minning ævinlega. Oft ég lá við mjúka móðurkinn þá mildar hendur struku tár af hvarmi. Oft sofnaði ég sætt við vanga þinn þá svaf ég vært á hlýjum móður armi. Ó, móðir kær, ég man þig enn svo vel mikill var þinn hlýi trúarkraftur. Þig blessun Guðs í bæninni ég fel á bak við lífið kem ég til þín aftur. (J. Gunnlaugsson) Ó, mamma mín. Fyrirmyndin mín í stóru og smáu. Stórbrotin eins og íslensk náttúra í sinni feg- urstu mynd. Heimsdaman glæsi- lega og sveitastelpan saklausa en umfram allt sannur Íslendingur sem elskaði landið sitt og sólina og líka litlu seppana en aðdáun henn- ar og ást áttu þeir alla tíð. Afar stolt af uppruna sínum og ætterni. Ó, mamma mín. Fyrirmyndin mín sem ég á allt að þakka, hrósið, hvatninguna, heilræðin, umhyggj- una og ástina alla. Ætíð vakin og sofin yfir velferð minni. Hún kom að hausti, kvaddi að hausti og hélt inn í ljósið eilífa til fundar við elskaða foreldra, móð- ur sem hún missti barnung og föð- ur sem ætíð bar hana á höndum sér og hún syrgði alla tíð. Full- vissan um þá endurfundi er mín huggun nú. Góður Guð nú sorgina sáru sefi. Góður Guð nú friðinn gefi þeim, sem sárast syrgja í nótt svo sofið geti vært og rótt. Ó, mamma mín, hve sárt ég mun ætíð sakna þín. Vertu Guði ávallt falin. Þín elskandi dóttir, Ásthildur. Elsku besta mamma mín. Þú varst svo lífsglöð og kunnir að njóta hverrar stundar. Þannig mun ég minnast þín. Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós ljúfust allra er dáin. Drjúpa hjóðlát tregatárin og tómið fyllir allt. Ekkert sefar hjartasárin í sálu andar kalt. Þögul sorg í sál mér næðir, sár og vonar myrk en Drottinn ætíð af gæsku græðir og gefur trúarstyrk. Hnípinn vinur harmi sleginn hugann lætur reika. Kannski er hún hinumegin í heilögum veruleika. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Heimur bjartur bíður þar og bráðum kem ég líka. Þá verður allt sem áður var er veröld finnum slíka. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. Aftur færðu aukinn þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós, elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran) Elsku besta mamma mín, sofðu rótt og Guð geymi þig. Þín Svanhildur (Svana). Hver gengur þarna eftir Austurstræti og ilmar eins og vorsins blóm, með djarfan svip og ögn af yfirlæti á ótrúlega rauðum skóm? Þetta fallega upphaf kvæðisins Fröken Reykjavík eftir Jónas Árnason gæti verið ort um mína elskulegu tengdamóður, Margréti Höllu Jónsdóttur, sem við kveðj- um í dag. Hún Maddý hefði alltént uppfyllt allar kröfur sem hægt var að gera til fröken Reykjavíkur, þegar hún gekk um götur borg- arinnar um miðja síðustu öld og afgreiddi á Tjarnarbar. Fyrstu haustlægðirnar ganga nú yfir eftir margra vikna stillur og blíðviðri og mín elskulega tengdamóðir er fallin í valinn eftir stutta sjúkralegu. Hennar er sárt saknað. Hún Maddý var um margt ein- stök kona. Hún var allt sem einn maður getur óskað sér í góðri tengdamóður og ömmu barnanna sinna. Hún setti fólkið sitt ávallt í fyrsta sæti. Hún var stolt af sínu fólki sem hún samgladdist í vel- gengni og alltaf var hún til staðar ef eitthvað bjátaði á. Dæturnar, Svanhildur, konan mín, og Ásthildur eru augasteinar móður sinnar enda helgaði hún líf sitt uppeldi þeirra og velgengni. Þær hafa ásamt Herði, tengdaföð- ur mínum, verið henni stoð síð- ustu misseri. Barnabörnin, Sindri Már, Grétar Már og Margrét Halla, voru henni meira en hjart- fólgin og gleðin var líka fölskva- laus þegar fyrsta langömmubarn- ið, hún Anna Þórdís Sindradóttir, leit dagsins ljós. Samferð okkar er orðin æði löng, eða rúm 40 ár, og aldrei hef- ur borið skugga á samskipti okk- ar. Árið sem Maddý og Hörður bjuggu með okkur Svönu í Ásbúð- inni á meðan Hrísholtið var í byggingu gleymist seint. Að hafa ömmu og afa undir sama þaki var auðvitað algjör lúxus og forrétt- indi fyrir nýbakaða foreldra. Hún Maddý var hundakona. Hún átti Suzie Wong í Skipasund- inu, Rommel á Háaleitisbrautinni og svo Bangsa og Lappa í Hrís- holtinu. Það er hægt að rifja upp þegar við Svana áttum Bangsa og bjuggum í Ásbúðinni. Tvisvar slapp hann út og í bæði skiptin skilaði hann sér sjálfur, ekki heim, heldur í Hrísholtið til Maddýjar og Harðar. Þegar aðstæður urðu þannig að við Svana gátum ekki haft Bangsa lengur kom ekki ann- að til greina en að hann flytti bú- ferlum í Hrísholt 10, þar lifði hann sko engu hundalífi þann áratug sem hann átti ólifaðan. Hún Maddý var blómakona. Garðarnir í Víðihvammi og síðar í Hrísholtinu báru þess glöggt vitni. Tilefnið þurfti heldur ekki alltaf að vera stórt til að hún kæmi færandi hendi með fallegan blóm- vönd. Hún Maddý unni sveitinni og landinu. Hún átti margar góðar æskuminningar úr Norðurgarði í Mýrdal. Bjálkakofinn þeirra Litla kot í Grímsnesinu var í sérstöku uppáhaldi, en þar áttu þau Hörður margar ánægjustundir. Ég kveð mína elskulegu tengdamóður með fallegum sálmi Herdísar Andrésdóttur, en inn- takið finnst mér lýsa svo vel þakk- læti hennar og væntumþykju til fólksins síns. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Elsku Maddý mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn tengdason- ur, Páll Grétarsson. Elsku amma. Það er eins og það hafi gerst í gær að við bræðurnir mættum í Hrísholtið í pössun. Það var alltaf mikil tilhlökkun að fara til ömmu og afa, hvort sem um stutta heim- sókn eða næturgistingu var að ræða. Ávallt var til staðar fullt borð kræsinga, þú stjanaðir við okkur við hvert fótmál og ekki skemmdu fyrir brjóstsykursmol- arnir í krúsinni, á neðri hillunni á eyjunni í eldhúsinu. Það mátti gera allt hjá þér, byggja virki úr dýnum eða ærslast í Lappa. Það skipti ekki máli þótt við settum húsið á hvolf, það var allt í lagi, en þú greipst svo inn í leikinn svona rétt áður en við fórum okkur að voða. Ætíð var þó skemmtilegast að fara í pössun þegar ferðinni var heitið í Litla-Kot. Í Litla-Koti gerðust ófá ævintýrin. Þar var mikið brallað, ýmist með þér eða afa, smíðað og málað, útbúinn veislumatur á hverju kvöldi. Við lágum þar saman í berjamó, köst- uðum spýtu fyrir Bangsa og Lappa, horfðum á fuglana og löbbuðum um hverfið. Þú varst mikil fyrirmynd í dag- legu lífi og gerðir allt af samvisku, kenndir barnabörnunum þínum góð gildi með dæmisögum og studdir okkur í hverju sem við tókum okkur fyrir hendur. Þú hélst glæsilegustu veislurnar, eitt- hvað sem dætur þínar hafa erft frá þér, og hafðir mikla ánægju af þegar gerður var dagamunur. Þú varst alltaf svo vel tilhöfð og glæsileg, líkt og þú værir á leiðinni á Bessastaði í kaffisamsæti með Dorrit eða kóngafólki. Þú varst einkar lífsglöð, hafðir stórt hjarta og tókst öllum sem þú kynntist vel og með opnum örm- um, það voru allir velkomnir í Hrísholtið. Auk góðmennsku og hlýju sem þú sýndir fjölskyldunni skein það bersýnilega í gegn í framkomu þinni við hundana sem þú áttir. Það er engin tilviljun að Bangsi hafi í tvígang komið vapp- andi upp í Hrísholtið eftir að hann slapp út frá mömmu og pabba, þar undi hann sér vel. Lappi upplifði ekki ómerkilegri tíma hjá ykkur afa, enda örugglega ekki margir hundar sem geta státað af því að fá fyrstir á diskinn á matmálstím- um eða sitt eigið páskaegg. Þú varst mikill dýravinur og talaðir oft um kýrnar í Gunn- usveit. Það var auðvelt að skynja að tíminn sem þú eyddir þar var þér dýrmætur og hugleikinn enda margar og skemmtilegar sögurn- ar. Þú varst líka alltaf mjög spennt að komast í nálægð við gömlu sveitina og fóruð þið afi ófáar ferð- irnar að Skógum og nágrenni. Það var mikill kærleikur á milli þín og afa, þið báruð mikla virð- ingu hvort fyrir öðru. Engu skipti þó til mismunandi skoðana kæmi um málefni, aðferð eða annað, allt- af skein kærleikurinn milli ykkar í gegn, alveg til þinnar hinstu stundar, og mun gera um ókomna tíð. Ef við, barnabörnin, eigum eft- ir að vera jafn lífsglöð og eiga jafn kærleiksríkt samband getum við vel við unað. Þú ert og verður allt- af besta amma í heimi og við mun- um ætíð sakna þín. Í öndvegi fjölskyldu sast, uns hinsti neisti þinn brast. Í hjörtum okkar nú dvelur, og hug vorn minningu felur. Sé Paradís til, þig þar ég veit. Á vappi sæl, í Gunnusveit. (Grétar Már Pálsson) Þínir ömmustrákar, Sindri Már og Grétar Már Pálssynir. Margrét Halla Jónsdóttir ✝ Þórdís Har-aldsdóttir fæddist að Setbergi í Sandgerði 28. september 1940. Hún andaðist á Landspítalanum 2. október 2016. Foreldrar henn- ar voru Haraldur Björnsson frá Fá- skrúðsfirði, f. 30 maí 1911, d. 29 september 1961, og Kristín Viktoría Gísladóttir frá Set- bergi, f. 6 nóvember 1917, d. 20 september 1981. Þórdís var önnur í röð fimm systkina þeirra hjóna. Systkini hennar eru: Ólafur, f. 30. janúar 1938, Margrét, f. 28 febrúar 1944, d. 31. desember 1996, Be- noný, f. 24. september 1947, og Þorbjörg, f. 11. ágúst 1958. Hinn 28. september 1960 gift- ist Þórdís Gunnari Guðbjörns- syni, f. 15. nóvember 1930, d. 23. Börn hans eru: a) Dísa, f. 5.10. 1986, maki Rúnar Þór Sigurðs- son, f. 16.6. 1980. Börn þeirra eru Dögg María, f. 21.6. 2005, og Borg Elma, f. 14.12. 2009. b) Daði Snær, f. 7.6. 1990. 4) Gunn- ar Guðbjörn Gunnarsson, f. 28.3. 1966, maki Jóna Kristín Rögn- valdsdóttir, f. 1.3. 1967. Börn þeirra eru: a) Rögnvaldur Gunn- ar, f. 4.3. 1987, sambýliskona María Birgisdóttir, f. 28.2. 1984. Börn þeirra eru Freyja Rögn, f. 24.4. 2012, Vigdís Jóna, f. 31.12. 2015. b) Brynja Kristín, f. 14.2. 1989, sambýlismaður Þorsteinn Árni Steindórsson Moore, f. 6.6. 1986. Barn þeirra er Anton Logi, f. 2.2. 2012. c) Agnar Birg- ir, f. 30.5. 1991, sambýliskona Kristín Ósk Elíasdóttir, f. 22.10. 1991. d) Rebekka Ósk, f. 30.6. 1995. Barn hennar Mikael Aron, f. 16.5. 2014. e) Rakel Líf, f. 28.11. 2002. Þórsís byrjaði ung að árum að starfa í fiskvinnslu og síðar sem ráðskona. Hún starfaði lengst af sem saumakona og verkstjóri á ýmsum saumastofum bæði á Sel- fossi og í Reykjavík. Útför Þórdísar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 14. október 2016, klukkan 13. janúar 2011. Börn Þórdísar og Gunn- ars eru: 1) Kristján Ágúst Gunnarsson, f. 25.2. 1961. sam- býliskona Jóna Björg Pálsdóttir, f. 10.10. 1966. Börn hans eru: a) Fanney Viktoría Kristjáns- dóttir, f. 17.5. 1988. b) Dagný Kristjáns- dóttir, f. 13.8. 1995. 2) Hilmar Björn Gunnarsson, f. 25.2. 1961, sambýliskona Ann Mary Jørgensen, f. 26.12. 1967. Börn hans eru: a) Helga Sóley, f. 28.4. 1990, sambýlismaður Aron Már Jóhannsson, f. 18.2. 1989. Börn: Kristófer Adam Stef- ánsson, f. 4.10. 2010, Davíð Fannar, f. 21.8. 2014. b) Gunnar Örn, f. 18.5. 1994, sambýliskona Heiða Sóley, f. 23.2. 1996. 3) Haraldur Gunnarsson, f. 30.9. 1962, sambýliskona Katrín Steingrímsdóttir, f. 5.10. 1962. Dísa, fyrrverandi mágkona mín, hefur kvatt og þar sem heilsa hennar var orðin svo þung og eng- in lífsgæði eftir var gott að hún fékk langþráða hvíld. Ég var svo lánsöm að kynnast Dísu nöfnu minni árið 1970 og þar sem hún var ætíð svo úrræðagóð fór svo að fyrsta íbúðin sem við bróðir henn- ar og ég bjuggum í, í Reykjavík, var skammt frá heimili Dísu og hennar fjölskyldu. Mér fannst gott að eiga hana að og aldrei bar skugga á vináttu okkar, þó leiðir skildi og lengra yrði á milli. Dísa var þessi hreina og beina persóna sem hægt var að treysta. Hún var traust og heiðarleg. Hún vann sér líka ávallt traust þar sem hún kom að vinnu og var falin ábyrgð og yf- irumsjón, ekki síst vegna þeirra hæfileika hennar að vera sam- viskusöm í öllu sem hún tók að sér. Líf hennar var ekki einfalt eða auðvelt á vissum tíma en aldrei heyrði ég hana velta sér upp úr erfiðleikum né sýna uppgjöf. Hún tók ávallt vel á móti öllum sem sóttu þau hjónin heim og mynd- arskapur og ráðdeildarsemi varð til þess að aldrei virtist skorta neitt á heimilinu. Fjóra syni fæddi Dísa og fékk tvíbura sem frum- burði. Það hefur eflaust reynt á því þar sem tápmiklir strákar koma saman er sjaldan nokkur lognmolla. Ég man hve ég dáðist að henni að sjá um þetta stóra heimili og ala upp fjóra fjörmikla stráka. Leiðir okkar skildi en vin- áttan slitnaði aldrei eins ég fann best þegar ég heimsótti hana og Gunnar, meðan hann var á lífi. Svo síðar þegar hún bjó ein uppi í Hólahverfi og var svo ánægð með að vera skammt frá yngsta syn- inum og fá að hitta barnabörnin sín oft. Dísa var svo sannarlega mikil mamma og fjölskyldukona. Þegar ég hitti hana aftur var eins og við hefðum hist í gær og við gátum spjallað um allt. Ég trúi að þegar Frelsarinn kemur og gefur lífið á ný þá fái ég að sjá Dísu þar, endurnýjaða og heilbrigða, fulla af gleði og lífsþrótti. Þangað til fær hún að hvílast ásamt horfnum ást- vinum. Eins og stendur í helgri bók kristinna manna: Sjá, ég segi ykkur leyndardóm: Við mun- um ekki öll deyja en öll munum við um- breytast, í einni svipan, á einu auga- bragði, við hinn síðasta lúður. Því lúðurinn mun gjalla og þá munu dauðir upp rísa óforgengilegir og við munum umbreytast. Forgengilegir og dauðlegir líkamir okkar eiga að breytast í óforgengilega líkami sem dauðinn nær ekki til. En þegar það gerist og hið forgengilega breytist og verður ódauðlegt, þá rætist það sem ritað er: Dauðinn er uppsvelgdur í sigur. Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er broddur þinn? (Fyrra Korintubréf 15:51-55) Já, það er gott að eiga trú og fullvissu um sigur lífsins yfir dauð- anum. Með þeirri fullvissu hlakka ég til að hitta nöfnu mína aftur og þakka henni fyrir jarðnesku árin okkar og gleðjast yfir þeim enda- lausa tíma sem við höfum fram- undan, lausar við sjúkdóma, sorg- ir og stríðandi heim. Sonum, ástvinum og barna- börnum votta ég innilega samúð og bið Guð að sefa söknuðinn og blessa minningu Dísu. Þórdís Ragnheiður Malmquist. Þórdís Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.