Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind SKEMMTUN FYRIR ALLA! ER AFMÆLI FRAMUNDAN? VERÐ FRÁ 1.99 0,- 14. október 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 114.21 114.75 114.48 Sterlingspund 139.21 139.89 139.55 Kanadadalur 86.09 86.59 86.34 Dönsk króna 16.911 17.009 16.96 Norsk króna 13.89 13.972 13.931 Sænsk króna 12.932 13.008 12.97 Svissn. franki 115.34 115.98 115.66 Japanskt jen 1.099 1.1054 1.1022 SDR 157.43 158.37 157.9 Evra 125.82 126.52 126.17 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 157.419 Hrávöruverð Gull 1258.0 ($/únsa) Ál 1258.0 ($/tonn) LME Hráolía 1258.0 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Arion banki og Capacent birtu verð- bólguspá sína fyrir október í gær. Spáir Arion banki 0,2% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða í október og að ársverðbólga hækki úr 1,8% í 1,9%. Capacent telur einnig að 12 mánaða verðbólga hækki úr 1,8% í 1,9%. Í spám beggja aðila er gert ráð fyrir hækkun húsnæðisverðs um tæplega 0,9% milli mánaða. „Þetta er hófleg hækkun og ef ekki væri fyrir hækkun fasteignaverðs væri hér nokkur verðhjöðnun,“ segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá Capacent, og bendir á að fasteignaverð hafi hækk- að um 12,2% á síðustu 12 mánuðum. „Auk hækkunar fasteignaverðs ger- um við ráð fyrir hækkun leiguverðs og viðhaldskostnaðar.“ Arion banki segir í spá sinni að margt bendi til þess að verðbólga verði áfram undir verðbólgumarkmiði Seðlabank- ans á næsta ári enda krónan styrkst töluvert á þessu ári. Þá útilokar bankinn ekki að krónan veikist í kjölfar losunar fjármagnshafta. Spá 0,1% hærri ársverðbólgu STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fjármálaeftirlitið neitar að svara fyrirspurn Morgunblaðsins sem varðar innherjaviðskipti stjórnar- formanns Nýherja með bréf í félag- inu þann 23. nóvember 2015, tíu dög- um áður en stjórn félagsins samþykkti tillögu hans um að þynna hlutafé félagsins um tæp 10%. Þann- ig neitar stofnunin að svara því hvaða spurningar hún lagði fyrir Þór Konráðsson, regluvörð Nýherja, sem veitti stjórnarformanninum heimild til að eiga viðskipti með bréf í félaginu á fyrrgreindum degi. Þá neitar FME að svara því hvort stofnunin hafi kallað eftir fundar- gerðum og öðrum samskiptum stjórnar Nýherja er vörðuðu fyrr- nefnda hlutafjáraukningu. Auk þess neitar FME að svara því af hverju stofnunin lagði ekki spurningar fyrir sjálfan innherjann sem málið varð- aði. Ekki hefur heldur fengist stað- fest hjá FME hvort stofnunin líti svo á að fyrirætlanir um útgáfu nýrra hlutabréfa í almenningshlutafélagi teljist til innherjaupplýsinga fram að þeim tíma sem markaðurinn er upplýstur um slík áform. Fyrirspurn blaðsins var lögð fram á grundvelli svokallaðrar gagnsæis- stefnu Fjármálaeftirlitsins sem Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, gaf út árið 2014. Þar segir meðal annars: „Birtingu á nið- urstöðum og athugunum er ætlað að auka trúverðugleika um starfsemi þeirra sem lúta eftirliti FME. Aukin upplýsingagjöf styrkir aðhald með þeim og stuðlar að heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum.“ Verðbreytingar hlutabréfa hafa engin áhrif á matið Í blaðagrein sem Benedikt Jóhannesson ritaði í Morgunblaðið síðastliðinn þriðjudag, rekur hann viðskipti sín með bréf í félaginu í nóvember í fyrra. Bendir hann þar á að í kjölfar hlutafjárútboðsins hafi verð á bréfum í félaginu tekið kipp. Þá segir hann: „Hefði verið um inn- herjasvik að ræða hefðu þau líklega verið hin heimskulegustu í sögunni.“ Í lögum um verðbréfaviðskipti er sérstaklega tekið fram að ef sannað þykir að innherji hafi búið yfir inn- herjaupplýsingum þegar viðkom- andi átti viðskipti, þá skipti ekki máli hvort viðkomandi hafi notið fjárhagslegs ávinnings af viðskipt- unum. Um þetta er meðal annars fjallað í viðamiklu riti Aðalsteins E. Jónassonar, hæstaréttarlögmanns, Viðskipti með fjármálagerninga, sem kom út árið 2009. Þar segir á síðu 467: „Í tíð eldri laga var það skilyrði gert að innherji hefði átt viðskipti sjálfum sér eða öðrum til hagsbóta, ýmist til fjárhagsleg ávinnings eða til að forðast tjón. Við gildistöku laga nr. 163/2001, um breytingu á lögum nr. 13/1996, var fallið frá því skilyrði að tillögu meiri- hluta efnahags- og viðskiptanefndar. Samkvæmt því skiptir engu máli samkvæmt gildandi lögum hvort einhver hafi hagnast á viðkomandi viðskiptum, ef sannað er að innherji hafi búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann átti viðskipti.“ Margítrekað hefur Morgunblaðið leitað svara hjá Benedikt Jóhann- essyni vegna málsins. Hann hefur neitað að tjá sig við blaðamann. Þurfa ekki að vera endanlegar innherjaupplýsingar Í máli sem Icelandair Group skaut til Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2014 í þeirri viðleitni að hnekkja stjórnvaldssekt sem Fjármálaeftir- litið hafði lagt á fyrirtækið, að fjár- hæð 10 milljónir króna, var deilt um hvenær félaginu hefði borið að til- kynna um yfirstandandi samningar- viðræður við flugvélaframleiðend- urna Boeing og Airbus. Forsaga málsins var sú að fyrirtækið hafði sent frá sér tilkynningu þann 6. des- ember 2012 um að það hefði fyrr þann sama dag undirritað viljayfir- lýsingu við Boeing um kaup og kauprétti að 24 þotum. Taldi FME, að félaginu hefði borið að tilkynna um áform sín í kjölfar stjórnarfund- ar sem haldinn var 3. desember en þar var upplýst að fundað yrði með Boeing og Airbus um möguleg við- skipti. Skipti þar engu þó endanleg ákvörðun um undirritun viljayfirlýs- ingarinnar hefði ekki legið fyrir fyrr en fyrrnefndan 6. desember. Hér- aðsdómur tók undir sjónarmið FME og staðfesti áður ákvarðaða sektar- fjárhæð. Í niðurstöðum dómsins segir meðal annars: „Upplýsingar þurfa ekki að vera endanlegar til þess að teljast til innherjaupplýs- inga og vísast til fyrri umfjöllunar þar um. Þá verður ekki talið að 3. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 630/2005 leiði til þess að aðeins eigi að birta innherjaupplýsingar sem eru endan- legar, enda myndi slík túlkun ganga þvert á lagaskyldu útgefanda til að birta innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrund- velli.“ Icelandair Group ákvað að áfrýja dómnum ekki til Hæstaréttar. Fjármálaeftirlitið tjáir sig ekki um innherjaviðskiptin Ljósmynd/Nýherji Upplýsingar Fjármálaeftirlitið leitaði aldrei svara hjá stjórnarformanni Nýherja um efnisatriði málsins.  Stofnunin vill ekki svara því í hverju athugun á máli stjórnarformanns Nýherja fólst Aukin skilvirkni mun fylgja í kjölfar samþykktar nýrra heildarlaga um opinber innkaup. Þannig segir í frétt fjármálaráðuneytisins um samþykkt laganna að þau muni styðja við stefnumörkun um aukin sameiginleg innkaup stofnana en tilraunaverk- efni um slíkt hefur gefið góða raun og skilað yfir 100 milljóna króna lág- marksávinningi. Árlega ver ríkið um 88 milljörðum króna í kaup á vörum og þjónustu og því mikið í húfi. Með hagkvæmum innkaupum áætlar fjármálaráðu- neytið að spara megi allt að tvo til fjóra milljarða króna á ári. Lyfjakostnaður gæti lækkað Nýju lögin auka möguleika inn- lendra aðila til að standa sameigin- lega að innkaupum með erlendum aðilum, t.a.m. vegna innkaupa á lyfj- um og sérhæfðum búnaði, segir í frétt fjármálaráðuneytisins. Þetta getur haft í för með sér verulegt hag- ræði en alls kaupir ríkið heilbrigðis- vörur og lyf fyrir um 16 milljarða króna á ári. Ríkið gæti einnig náð fram hag- ræðingu við innkaup á sviði upplýs- ingatækni, en árleg innkaup vegna upplýsingatækni nema um 6 millj- örðum króna. Fjármála- og efna- hagsráðuneytið lét nýlega gera út- tekt á hugbúnaðarleyfakostnaði ríkisins, sem leiddi í ljós að ná megi fram allt að 140-190 milljóna króna árlegum sparnaði með sameiginleg- um innkaupum á hugbúnaðarleyfum. Morgunblaðið/Þórður Peningar Ríkið getur sparað allt að tvo til fjóra milljarða króna eftir lög- festingu nýrra laga um opinber innkaup og lækkað skatt sem því nemur. Sparnaður með nýjum áherslum í innkaupum  Ný heildarlög um opinber inn- kaup samþykkt ● Tölvuleikja- framleiðandinn CCP tilkynnti í gær um útgáfu fyrstu leikjanna sem fyrirtækið þróar fyrir Play- Station 4, hina vinsælu leikjavél Sony. Um er að ræða leikina EVE: Valkyrie og Gunjack. Leikirnir tveir eru á sviði sýndarveru- leika og koma út samhliða útgáfu SONY á sýndarveruleikabúnaði fyrir PlaySta- tion 4. Báðir leikirnir hafa komið út fyrir Oculus Rift á PC, auk þess sem Gunjack hefur einnig komið út fyrir HTC Vive á PC og náð metsölu fyrir Samsung Gear sýndarveruleikabúnaðinn sem ætlaður er farsímum fyrirtækisins. CCP gefur út tvo leiki fyrir PlayStation 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.