Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 Suðurlandsbraut 52 108 Reykjavík Sími 533 6050 Faxnr. 533 6055 www.hofdi.is Runólfur Gunnlaugsson lögg. fast. •Ásmundur Skeggjason lögg. fast. Stærð: Grímsstaðir er ein stærsta jörð landsins, eða u.þ.b. 306 ferkílómetrar. Sá eignarhluti sem nú er til sölu er því um 228 ferkílómetrar. 228 ferkílómetrar eru 22.800 hektarar. Lega: Grímsstaðir á Fjöllum eru við krossgötur á hálendinu norðan Vatnajökuls, einungis 4 km frá þjóðvegi 1 við veg 864, Dettifossveg. Grímsstaðir eru að mestu leyti háslétta, fjallakyrrðin allsráðandi og útsýni ægifagurt og víðsýni til allra átta, meðal annars er hvergi betra að sjá Herðubreið. Stutt er í Vatnajökulsþjóðgarð (stærsta þjóðgarð Evrópu), bæði í norðri (Jökulsárgljúfur) og í suðri (meginhluti þjóðgarðsins), og því liggur jörðin að (og er hluti af) einu stærsta, ósnortna víðerni Evrópu. Landamerki jarðarinnar í vestri markast af Jökulsá á Fjöllum, talið í tugum kílómetra, sennilega um 25 kílómetra. Dettifoss, aflmesti foss Evrópu, er u.þ.b. 15 mínútna akstur frá jörðinni, en Herðubreiðarlindir og Herðubreið um 1,5 klst. í akstri, og Askja um 2,5 klst. Stutt er í Ásbyrgi, Hljóðakletta, Jökulsárgljúfur, Jarðböðin við Mývatn, Fjallakaffi í Möðrudal, og svo mætti lengi telja. Á jörðinni skiptast á mýrar, grösugar heiðar, mólendi, sandar og melar. Þar eru óteljandi ferskvatnsuppsprettur. Fjórar bergvatnsár renna um jörðina og útí Jökulsá á Fjöllum. Á jörðinni er flugvöllur sem þolir léttari vélar. Verðmæti: Vatnsréttindi jarðarinnar eru mikil, landamerki jarðarinnar meðfram Jökulsá á Fjöllum er um 25 kílómetrar að lengd. Jökulsá á Fjöllum er ein vatnsmesta á landsins, meðalrennsli um 183 rúmmetrar á sekúndu. Margt kemur til greina varðandi ferðaþjónustu á svæðinu, svo sem hótelrekstur, bændagisting, hestaleiga, jeppaakstur til ferðamannastaða á hálendinu, t.d. sala eða leiga. Möguleikar á vetrarferðaþjónustu eru ekki síðri t.d. jeppaferðir, sleðaferðir og fleira. Grímsstaðir á fjöllum er einn besti staðurinn til að upplifa norðurljósin á Ísland. Mikið er um ferskvatn á jörðinni. Veiði á rjúpu og gæs getur verið mjög góð, en einnig er staðbundin bleikja í 3-4 ám sem verður allt að 7 pund. Aðstaða til fluguveiði er frábær. Möguleikar gætu falist í margs konar búskap. Með tilkomu nýrrar borunartækni er sjálfsagt að horfa til þess að finna heitt vatn í jörðu, kannski fleira. Grímsstaðir eiga hlunnindi í Selá sem er einverðmætasta laxveiðiá landsins. Ásett verð: 780 millj. kr. Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir GSM: 896-3038 e-mail: johann@hofdi.is GRÍMSSTAÐIR Á FJÖLLUM - Paradís í Norðri! TIL SÖL U Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Álftafjarðargöng eru komin í undir- búningsferli með því að Alþingi hefur veitt fé til undirbúnings og rannsókna á gangastæði á næsta og þarnæsta ári, samtals 10 millj- ónir kr. „Þetta er fyrsta skrefið. Með þessari sam- þykkt Alþingis eru Álftafjarðar- göng komin á samgönguáætl- un,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarð- ardóttir, þingmað- ur Samfylking- arinnar í Norðvesturkjördæmi. Ólína var fyrsti flutningsmaður að tillögu til þingsályktunar um að undir- búa gerð Álftafjarðarganga. Tillagan var flutt á síðasta kjörtímabili og endurflutt á þessu. Aðrir þingmenn Norðvesturkjördæmis voru meðflutn- ingsmenn. Báðar tillögurnar dagaði uppi í þinginu. Ekki var gert ráð fyrir fjármagni til undirbúnings Álftafjarðarganga í til- lögum ríkisstjórnarinnar að sam- gönguáætlun sem lengi hafa legið fyr- ir Alþingi. Ólína segir að samgöngu- nefnd þingsins hafi lagt til að veitt yrði fé til rannsókna vegna jarðganga í Fljótum en ekkert minnst á Álfta- fjarðargöng þótt tillaga hennar hafi legið fyrir þinginu. Þess vegna hafi hún flutt breytingartillögu við sam- gönguáætlun um sams konar fjárveit- ingu og alþingismenn samþykkt. „Þetta er mjög gleðilegt því það gerist ekki á hverjum degi að stjórnarand- stöðuþingmenn fái samþykkta til- lögu,“ segir Ólína. Stórhættulegt snjóflóðasvæði Álftafjarðargöng munu liggja á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar og þar á meðal á milli Ísafjarðar og Súða- víkur sem er núverandi aðalleið milli norðurhluta Vestfjarða og höfuðborg- arsvæðisins. Göngin stytta vegalend- ina ekki mikið, um 6 kílómetra, en sneiða hjá hættulegum snjóflóðasvæð- um í Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð. Ól- ína segir að framkvæmdin sé fyrst og fremst umferðaröryggismál og hafi því mikla samfélagslega þýðingu. Í greinargerð með þingsályktunar- tillögu sinni vakti Ólína athygli á því að vegurinn er stórhættulegur vegfar- endum vegna tíðra ofanflóða, einkum snjóflóða. Víðast hvar er vegurinn al- veg með sjó, 5 til 30 metra yfir sjávar- borði, og því miklar líkur á alvarlegum slysum þegar menn missa bíla sína út- af. Innarlega í Súðavíkurhlíð, á 3,8 km löngum kafla, eru 22 gil þar sem reglulega koma snjóflóð en eitthvert grjóthrun á 4 km kafla. Þá er snjó- flóðahætta í mörgum giljum í Kirkju- bólshlíð. Álftafjarðargöng undirbúin  Alþingi veitti fé til rannsókna vegna jarðganga á milli Skutulsfjarðar og Álfta- fjarðar  Hefur mikla samfélagslega þýðingu, segir Ólína Þorvarðardóttir Ísafjörður Engidalur SK UT UL SF J. ÁL FT AF JÖ RÐ UR Naustir Dvergasteinn Sauradalsá Súðavík Loftmyndir ehf. Hugsanleg Álftafjarðargöng Morgunblaðið/RAX Súðavíkurhlíð Snjóflóð falla iðulega á veginn milli Álftafjarðar og Skutuls- fjarðar og lokast hann oft vegna þess eða snjóflóðahættu. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Ólína er sannfærð um að Álfta- fjarðargöng séu brýnasta jarð- gangaverkefnið sem bíður þeg- ar Dýrafjarðargöngum verður lokið. Vonast hún til að unnið verði að undirbúningi þannig að hægt verði að ráðast í gerð þeirra strax í kjölfar Dýrafjarð- arganga. Kostnaður er áætl- aður um 8 milljarðar króna. Þess má geta að Súðvíkingar sækja mest af sinni þjónustu til Ísafjarðar og margir fara þarna daglega um vegna vinnu. Brýnasta verkefnið KOSTA 8 MILLJARÐA „Við tökum þessa ákvörðun vegna þess að formaður Íslensku þjóð- fylkingarinnar er fullkomlega áhugalaus um framgang hugsjóna og stefnu flokksins,“ sagði Gústaf Adolf Níelsson sagnfræðingur í samtali við mbl.is í gær en hann og Gunnlaugur Ingvarsson bifreið- arstjóri hafa ákveðið að draga framboð sín fyrir Íslensku þjóð- fylkinguna til baka. Þeir leiddu hvor sinn framboðslistann, í Reykjavíkurkjördæmunum tveim- ur. Stjórn Íslensku þjóðfylking- arinnar gaf í kjölfarið út yfirlýs- ingu þar sem hún greinir meðal annars frá því að Gústaf hafi oftar en einu sinni hótað því að fengi hann ekki sínu framgengt innan flokksins myndi hann nota krafta sína til þess að „drepa“ framboðið. Uppákoman muni þó í engu hafa áhrif á framboðsmál flokksins í Reykjavík. Oddvitar hætta við framboð Gústaf Adolf Níelsson Gunnlaugur Ingvarsson  Harðar ásakanir í yfirlýsingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.