Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 og til 14 ára aldurs í Gaularási í Austur-Landeyjum hjá yndislegu fólki. En nú bý ég í húsi sem var byggt árið 1951 á Digraneshálsinum í Kópavogi. Það var eitt af fyrstu húsunum sem voru byggð þar í trássi við hið furðulega Fjárhagsráð þess tíma.“ Skólaganga Aaage hófst er hann var átta ára, í Barnaskóla Austur- bæjar, síðan fór hann í gagnfræða- skóla, stundaði síðan nám í rafiðn við Iðnskólann í Reykjavík, framhalds- nám í raftæknifræði í Stockholms tekniska institut og loks framhalds- nám í rekstrartæknifræði í Norrens korrespondense institut í Svíþjóð. Aage stundaði rafveitustörf í 35 ár, var starfsmaður hjá Rafmagns- veitum ríkisins, starfaði við upp- byggingu rafveitukerfisins á Aust- fjörðum, var stöðvarstjóri í Grímsár- virkjun og síðan rafveitustjóri Vestfjarðaveitu. Þrátt fyrir anna- söm ábyrgðarstörf á þessu sviði hafa skólamál og iðnmenntun alltaf verið Aage hugleiknust. Hann var skóla- stjóri við Iðnskóla Ísafjarðar 1964- 74: „Skólinn var stofnaður 1902 af iðnaðarmönnum og var mikið fræða- setur á fyrri hluta 20. aldar. Á mínum skólastjóraárum var Iðnskóli Ísafjarðar gerður að fyrsta fjölverknámsskóla Íslands, þar sem sameinað var iðnnám, skipstjórnar- nám, vélfræðinám og frumnám fyrir tæknifræðinám. Skólinn útskrifaði fyrstu stúdentana á Ísafirði. Náms- fyrirkomulagi var breytt, sem styrkti verulega gæði námsins með minni tilkostnaði.“ Aage var síðan deildarstjóri rekstrardeildar Tækniháskólans, 1984-94 og vann þá að því að efla rekstrarnám skólans: „Ég hef lengi verið sannfærður um að skólastörf séu í raun mikilsverðustu störf hvers þjóðfélags.“ Loks má geta þess að Aage sinnti fiskeldisstörfum í 18 ár: „Ef til vill var það fjölskylduvænasta starfið í lífshlaupinu.“ Aage sat í áróðursnefnd um stofn- un menntaskóla á Ísafirði, var for- maður byggingarnefndar Sjúkra- hússins á Ísafirði, kom að stofnun Tækniþjónustu Vestfjarða, hefur verið félagi í Alþýðubandalaginu á Ísafirði og sat 16 Fjórðungsþing Vestfirðinga, var bæjarfulltrúi á Ísa- firði í 12 ár, ritstjóri blaðsins Vest- firðingur 1977-81, var virkur í starf- semi Iðnnemasambands Íslands, formaður nefndar um námskrá fyrir nýja iðngrein rafveituvirkja, var for- maður í Orkuráði og stýrði byggingu fjarvarmaveitu á Ísafirði. Fjölskylda Eiginkona Aage var Anne-Marie Jensen Steinsson, f. 22.10. 1929, d. 24.12. 2007, frá Narvík í Noregi. Hún var kennari í þýsku og norður- landamálum en foreldrar hennar voru August Martein Jensen, f. í Mo í Rana í Noregi 15.5. 1906, d. 1985, fulltrúi hjá norsku járnbrautunum, og Dagmar Ingrid Amundsen, f. í Valle í Noregi 9.2. 1909, d. 1933. Þau bjuggu í Narvík. Börn Aage og Önnu-Marie eru Torfi Steinsson, f. 8.3. 1950, fyrrv. skólastjóri á Barðaströnd, og á hann sjö börn; 2) Árni Steinsson, f. 16.2. 1952, framkvæmdastjóri á Akureyri, kvæntur Kristrúnu Gísladóttur og eiga þau fjögur börn; 3) Bryndís Magna Steinsson, f. 20.6. 1953, deildarstjóri í Kópavogi, gift Erni Eyjólfssyni og eiga þau þrjú börn; 4) Eva Dagmar Steinsson, f. 25.7. 1954, deildarstjóri í Kópavogi, gift Krist- jáni Guðjónssyni og eiga þau fjögur börn; 5) Sjöfn Heiða Steinsson, f. 14.3. 1957, leikskólakennari og túlk- ur, búsett í Bandaríkjunum, gift Halldóri Þorgeirssyni og eiga þau tvö börn, og 6) Steinn Ágúst Steins- son, f. 20.1. 1959, verkfræðingur í Mývatnssveit, var kvæntur Helle Steinsson og eiga þau þrjú börn. Af- komendur Aage eru nú 55 talsins. Aage er nú einn á lífi systkinanna sem voru sjö talsins. Foreldrar Aage voru Jóhann Torfi Steinsson, f. 6.6. 1887, d. 11.11. 1966, vélstjóri í Reykjavík, og k.h., Esther Judith Steinsson, f. 23.6. 1898, d. 24.4. 1972, húsfreyja í Reykjavík. Aage verður að heiman á afmælis- daginn. Úr frændgarði Aage Steinson Aage Steinsson Gunnhild Larsdotter húsfr. í Bräkne Blekning Gummi Håkonarson b. í Bräkne Bleking í Svíþjóð Mathilda Gummesdóttir húsfreyja í Rönni Aage Andersson járnsmiður í Rönni á Borgundarhólmi Esther Judith Steinsson húsfreyja í Rvík Anne Nielsdotter húsfr. á Baldringen Anders Åkeson b. í Baldringen á Skáni í Svíþjóð Guðrún Aradóttir húsfr. í Höfða Jón Tómasson b. í Höfða í Mýrarhr. Helga Jónsdóttir húsfr. í Hvammi Steinn Kristjánsson b. í Hvammi, Þingeyrarhr. Jóhann Torfi Steinsson vélstjóri í Rvík Þorbjörg Eyjólfsdóttir vinnukona í Hvammi Kristján Jónsson b. í Hvammi Egill Ólafsson fæddist á Hnjótivið Örlygshöfn 14.10. 1925.Foreldrar hans voru Ólafur Magnússon frá Örlygshöfn, bóndi þar, og k.h., Ólafía Egilsdóttir frá Sjöundá, ljósmóðir í Rauðasands- hreppi. Eiginkona Egils var Ragnheiður Magnúsdóttir, húsfreyja og bóndi, frá Flatey á Breiðafirði, en hún lést 2001. Synir þeirra: Ólafur, f. 1954; Egill Steinar, f. 1955, d. 1969; Kristinn Þór, f. 1958, og Gunnar, f. 1962. Fyr- ir átti Ragnheiður Magnús Jónsson, f. 1947. Egill bjó á Hnjóti alla tíð. Hann var vinsæll og vinmargur, frum- kvöðull í ræktun og búskap, gestris- inn og framfarasinnaður. Egill var landgræðsluvörður Landgræðslunnar í Vestur-Barða- strandarsýslu á fjórða áratug, gegndi því starfi af miklum dugnaði og stöðvaði m.a. sandfok við Sauð- lauksdal og Patreksfjarðarflugvöll. Egils verður þó að öllum líkindum lengst minnst fyrir elju sína við björgun menningarverðmæta. Á Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti við Örlygshöfn er einstætt safn frá sunnanverðum Vest- fjörðum, sem vitnar um sögu sjó- sóknar, landbúnaðar og daglegs lífs og veitir innsýn í lífsbaráttu, útsjón- arsemi og sjálfsbjargarviðleitni fyrri kynslóða, oft við afar erfiðar að- stæður. Á safni Egils er m.a. að finna hattinn hans Gísla á Uppsölum og muni frá björgunarafrekinu við Látrabjarg 1947. Þá var hann sjálfur óþrjótandi fróðleiksbrunnur sem með frásögnum sínum gæddi fortíð- ina nýju lífi. Minjasafn hans var stofnað 22.6. 1983 er þau hjónin gáfu Vestur-Barðastrandarsýslu safnið. Árið 1973 tók Egill við starfi um- sjónarmanns flugvallarins við Pat- reksfjörð og þá fór hann að draga að sér muni úr vestfirskri flugsögu og raunar flugsögu landsins alls. Í kjöl- farið reis á Hnjóti ótrúlegt flugsafn, sem hann ánafnaði Flugmálastjórn. Egill lést 25.10. 1999. Merkir Íslendingar Egill Ólafsson 90 ára Aage Steinsson 85 ára Dagbjört Guðmundsdóttir Leifur Ásgrímsson 80 ára Anna S. Lorange Erna Sörensen Karólína Bernharðsdóttir Ólafur Bergþórsson Theodórs Styrmir Haukdal Þorgeirsson 75 ára Matthildur Jóhannsdóttir 70 ára Björn Ingvarsson Björn J. Jónsson Guðmunda Guðlaugsdóttir Halldór Ingi Guðmundsson Hjördís Elíasdóttir Jóhanna Guðrún Þorgeirsdóttir María Jóhanna Lárusdóttir Ómar Haraldsson 60 ára Ása Steinunn Atladóttir Hafsteinn Jónsson Héðinn Sveinsson Jóhann Bjarnason Kristján Sverrisson Lilja Brandsdóttir Pálmi Egilsson Pálmi Þór Ævarsson Sigrún Jóna Jóhannsdóttir Sigurður Björgvin Jóhannsson Sigurður Ingvarsson Vera Guðrún Jóhannsdóttir Zenaida Blasi 50 ára Davíð Jón Arngrímsson Gísli Marinó Auðbergsson Guðbjartur Hinriksson Gunnhildur Þ. Pétursdóttir Hlynur Hjörleifsson Janis Grazijs Ragnheiður B. Jóhannesdóttir Sigurður Sverrir Árnason Stanislaw Wojciech Wozniak Steindóra Á. Sigurðardóttir Steindór Jóhann Erlingsson Þorsteinn Þorsteinsson Þórdís Guðný Magnúsdóttir Þórður Þórðarson 40 ára Andri Már Jónsson Freyr Halldórsson Hjördís Hildur Jóhannsdóttir Jóna Björg Karlsdóttir Kolbrún Eva Pálsdóttir Óskar Þór Ólafsson Sigurður Sigurbjörnsson Snorri Þór Tryggvason Vevian Talledo Merafuentes Þórarinn Líndal Steinþórsson 30 ára Andrzej Miekiszewski Erna Rósa Eyþórsdóttir Gunnar Reynir Steinarsson Hilmar Þór Gunnarsson Poulsen Jaroslaw Krzysztof Kawalko Jóhanna Gunnarsdóttir Jóhanna Rafnsdóttir Jón Kristinn Skúlason Jón Reynir Sveinsson Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Ragnheiður býr í Svíþjóð, lauk MSc-prófi í vinnusálfræði og er í MA- námi í klínískri sálfræði. Maki: Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, f. 1981, læknir. Börn: Sæmundur, f. 2011, og Elísabet, f. 2015. Foreldrar: Sæmundur Hafsteinsson, f. 1954, d. 2010, sálfræðingur, og Auður Bragadóttir, f. 1958, deildarstjóri hjá Út- lendingastofnun. Ragnheiður H. Sæmundsdóttir 30 ára Jón Reynir ólst upp í Þorlákshöfn, býr þar, lauk sveinsprófi í húsasmíði og starfar hjá Trésmiðju Heimis. Maki: Erla Sif Markús- dóttir, f. 1989, kennari í Þorlákshöfn. Sonur: Markús Alex, f. 2013. Foreldrar: Sveinn Jóns- son, f. 1959, skipstjóri, og Jóna Svava Karlsdóttir, f. 1963, starfsmaður við leikskólann í Þorlákshöfn. Jón Reynir Sveinsson 30 ára Jóhanna ólst upp í Mosfellsbæ, býr þar, lauk sjúkraliðaprófi og stundar nú nám í dönsku við HÍ. Maki: Atli Freyr Krist- ófersson, f. 1983, bygg- ingafræðingur. Sonur: Mímir Atlason, f. 2013. Foreldrar: Jóhanna Pét- ursdóttir, f. 1949, fyrrv. starfsmaður við Seðlanka Íslands, og Rafn Guð- mundsson, f. 1950, verk- stjóri hjá Hópbílum. Jóhanna Rafnsdóttir Stórar og rúmgóðar 4ra hesta kerrur á tveimur öxlum. Rist framan á kerru tryggir góða loftun um kerruna. Öflugir flexitorar veita mjúka og góða fjöðrun. Minna skrölt og minni hávaði. Stórir og breiðari hjólbarðar á 16” felgum sem hentar vel á slóðum og sveitavegum. Rampur með timburgólfi sem leikur einn er að setja niður og reisa upp. Ljós inni í kerru, gúmmímottur í gólfi og þverskilrúm er staðalbúnaður. Hægt er að fá milligólf inn í kerrurnar fyrir fjárflutninga. Því má líka bæta við eftirá. ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.