Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016
✝ GunnfríðurHreiðarsdóttir
fæddist 6. janúar
1932 í Þormóðsdal
í Mosfellssveit. Hún
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 3. októ-
ber.
Foreldrar:
Helga Sigurdís
Björnsdóttir og
Hreiðar Gott-
skálksson. Ung að
árum fluttist hún með þeim að
Engi og síðar Hulduhólum í
sömu sveit.
Gunnfríður gekk fyrst í
Laugarnesskóla og síðar Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar. Hún
giftist Hrafni Eiðssyni 1952.
Þau skildu. Börn þeirra eru:
1) Lára, f. 1952. Hún á tvo
syni.
2) Eiður Örn, f. 1954. Kona
hans er Hrönn Sigurðardóttir.
Þau eiga tvo syni.
3) Sólveig, f. 1956. Maður
hennar er Kristján Jósteinsson.
Þau eiga tvo syni.
4) Hreiðar Þór, f. 1957. Kona
hans er Tatiana Kantarovich.
Lengst af vann hún hjá Bún-
aðarsambandi Eyjafjarðar, eða
í um 30 ár.
Í frístundum helgaði hún sig
tónlist, söng í kórum og kom
einnig fram sem einsöngvari.
Hún lagði stund á söngnám í
Tónlistaskólanum á Akureyri í
nokkur ár hjá Sigurði Demetz.
Hún var meðal stofnenda
Kirkjukórs Lágafellssóknar í
Mosfellssveit og síðasti stofn-
félaginn til að kveðja þennan
heim.
Af öðrum kórum má nefna
kvennakórinn Gígjuna sem
starfaði á Akureyri í tæpa tvo
áratugi. Einnig kvennakórana
Lissý og Emblu. Nú síðast var
hún í Kór eldri borgara á Ak-
ureyri en þar var hún formaður
í átta ár. Lengst söng hún þó
með kirkjukór Akureyrarkirkju
eða í 35 ár. Hún var formaður í
mörgum þeirra kóra sem hún
söng í og heiðursfélagi í kór
Akureyrarkirkju.
Í apríl á þessu ári, 2016, fékk
hún heiðursviðurkenningu
Menningarfélags Akureyrar
fyrir ötult starf í þágu söng- og
kóramenningar á Akureyri í ríf-
lega hálfa öld.
Útför Gunnfríðar verður
gerð frá Akureyrarkirkju í dag,
14. október 2016, og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Hreiðar Þór á tvö
börn og Tatiana
eitt.
5) Björgvin
Ingvi, f. 1961. Kona
hans er Ann Erry
Hrafnsson. Þau
eiga eina dóttur
saman en fyrir átti
Björgvin Ingvi einn
son og Ann tvo
syni.
6) Bjarki Ásgeir,
f. 1963. Kona hans er Elisabeth
Kløvtveit. Þau eiga þrjú börn
saman en fyrir átti Bjarki Ás-
geir einn son.
Afkomendur Gunnfríðar eru
við fráfall hennar 28 talsins.
Um tíma eftir skilnaðinn bjó
Gunnfríður með Einari Metúsal-
em Jóhannessyni en síðan ein.
Að loknu námi í gagnfræða-
skóla vann Gunnfríður ýmis
störf. Hún lærði hattasaum en
vann annars við verslunarstörf
og fleira uns þau Hrafn fluttu til
Akureyrar 1954 þar sem Gunn-
fríður bjó síðan. Þar vann hún
við verksmiðjustörf, svo og
verslunar- og skrifstofustörf.
Nú er hún systir mín af foldu
farin. Við hittumst ekki oft hin
síðari árin en hringdumst
stundum á, oftast til að rabba
um það sem einu sinni var. Við
þau tækifæri vildi stundum
togna á tímanum.
Hún var nokkrum árum eldri
en örverpið ég. Og satt að segja
var ég henni ekkert velkominn í
heiminn, tók frá henni dekur-
sætið.
„Allt má þessi strákskratti,“
sagði hún iðulega með tilfinn-
ingu og gekk stundum í það af
hjartans ánægju að taka í lurg-
inn á pjakknum ef henni þótti
eldra fólkið bregðast í því hlut-
verki og það sá ekki til.
Samt er ég ekki viss um að
ég hafi verið vaxinn af koppnum
þegar ég gerði mér ljóst að í
henni átti ég traust og tók ekki
orð hennar eða gerðir alvarlega
– þó ég orgaði af hjartans lyst
undan henni þegar ég áleit að
það myndi verða mér til gagns
– og lærði fljótt að ég gat sjálf-
ur goldið henni rauðan belg fyr-
ir gráan, eða hvernig sem lita-
far belgjanna var hverju sinni,
án annarra aðkomu. En það er
til marks um hvernig hún tók
þeim væringum að bara fyrir
ári eða svo, þegar ég rifjaði upp
fyrir henni hvernig ég hefndi
mín fyrir þá misgjörð hennar
sem ég tel að hafi gengið næst
lífi mínu á þessum upphafsárum
okkar, þá skellihló hún – sem
hún gerði ekki oft í mín eyru að
minnsta kosti – og sagði þegar
hún mátti mæla: „Nú lýgurðu!
Þetta myndi ég muna!“ Hins
vegar staðhæfði hún að við upp-
hafsatvikið hefði henni orðið
hughvarf.
Þarna ákvað ég að skárra
væri að setja strákinn á, sagði
hún sjálf þegar við vorum að
rifja þetta upp.
Svo mikið er víst að henni
þótti oft skárra að dugast við
mína lítilmótlegu persónu held-
ur en fara eitthvað eða bolloka
alein.
Eftir að hún giftist Hrafni
sínum á fermingardaginn minn
fékk hún mig iðulega lánaðan ef
þurfti að flytja sem var ekki fá-
títt og jafnvel laga eitthvað til í
nýja húsnæðinu, sem svona til
baka séð var ekki alltaf ýkja
beysið.
Þegar þau fluttu norður til
Akureyrar tognaði á samvist-
um.
En systkinaþráðinn fundum
við held ég bæði alla tíð og það
var gott að hittast. Gistingu átti
ég alltaf vísa ef ég þurfti á að
halda á Akureyri og hún auðvit-
að líka hérna þó hún notaði það
ekki oft; átti í mörg hús að
venda og Mosfellsbær afskekkt-
ur miðað við gamla miðbæinn í
Reykjavík.
Ég geymi daginn sem hún
dvaldi hér hjá mér snemma síð-
asta sumar á sérstökum stað
innra með mér. Ekki síst í ljósi
þess sem orðið er og hvarflaði
að hvorugu okkar á þeim tíma.
Farðu vel, Gunný mín. Ég
veit að til þín var kallað til að
hressa upp á englasönginn.
Tek mér bessaleyfi til að
flytja þér kveðju frá systrum
okkar tveimur og eiginkonu
minni sem heilsufars vegna
geta ekki fylgt þér til grafar.
Tvær þeirra ekki einu sinni í
huganum.
Sigurður Hreiðar (Kuggur).
Það er gæfa manns að verða
samferða góðu fólki á lífsleið-
inni, hvort sem er um lengri eða
skemmri tíma. Hlýja brosið
hennar Gunnfríðar og ekki síð-
ur hlý og djúp altröddin hennar
gerði samvistir í söng og fé-
lagsskap ógleymanlegar.
Gunnfríður söng í kvenna-
kórnum Lissý meðan ég stjórn-
aði honum. Kórinn starfaði í
Þingeyjarsýslu en konur frá
Akureyri sungu einnig með og
létu sér fátt fyrir brjósti brenna
varðandi veður og færi að vetr-
arlagi. Gunnfríður var óum-
deildur foringi altraddarinnar
með sinni einstaklega djúpu og
þróttmiklu rödd, hún var líka
sérlega músíkölsk og fljót að til-
einka sér allt sem ákveðið var.
En hún var einnig félagslynd og
hláturmild. Altröddin sá alltaf
eitthvað spaugilegt við aðstæð-
urnar og ef þær ekki skelli-
hlógu þá kraumaði hláturinn
undir þangað til hægt var að
gefa honum lausan taum.
Gunnfríður lagði drjúgt af
mörkum til söngmála um ævina.
Hún lærði söng og var fremst
meðal jafningja í kvennakór
Jakobs Tryggvasonar, Gígjun-
um. Hún safnaði saman fróðleik
um kórinn og útsetningum Jak-
obs og kom þeim í vörslu Amts-
bókasafnsins. Útsetningar hans
fyrir kvennakórinn voru snilld-
arlegar og nokkuð ljóst að hann
hafði djúpa rödd Gunnfríðar í
huga þegar hann skrifaði út alt-
raddirnar. Gunnfríður gaf mér
eintök af útsetningum Jakobs
og voru þær mikill fengur fyrir
kórstarfið.
Gunnfríður söng í fjölda kóra
um ævina; sennilega lengst í
Kór Akureyrarkirkju og hvar
sem hún lagði lið, munaði held-
ur betur um hana, bæði radd-
lega og félagslega. Það er
styrkur hverju samfélagi að
eiga svo góða listamenn sem
syngja af þörf hjartans og gefa
með sér á gleði- og sorgar-
stundum.
Ég kveð mikilhæfa og hóg-
væra konu með þakklæti fyrir
samfylgdina, og sendi Láru
dóttur hennar og öðrum í fjöl-
skyldunni mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Margrét Bóasdóttir.
Gunnfríður
Hreiðarsdóttir
✝ Marta GuðrúnJóhannsdóttir
fæddist á Malarrifi
17. júlí 1924. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Ísafold
30. september 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Marta
Hjartardóttir og Jó-
hann Ingiberg Jó-
hannsson. Marta
Guðrún giftist árið
1945 Víglundi Kristinssyni, f. 29.
ágúst 1923, d. 1. mars 2002. Syn-
ir þeirra eru: 1) Kristinn, f. 30.
júlí 1947, kvæntur Erlu Guð-
björnsdóttur, f. 10. febrúar 1947,
þau eiga þrjár dætur, Guðrúnu,
Elínu og Margréti. 2) Jóhann, f.
19. júní 1949, kvæntur Lilju
Magnúsdóttur, f.
24. nóvember 1949,
þau eiga tvo syni,
Magnús og Víglund.
3) Birgir, f. 25. maí
1955, kvæntur
Mörtu Hauks-
dóttur, f. 27. apríl
1951, dóttir Birgis
er Eygló. Barna-
barnabörnin eru
sextán og eitt
langalang-
ömmubarn.
Marta Guðrún var húsmóðir
að aðalstarfi en vann einnig um
tíma í Naustinu og á Sjúkrahót-
eli Rauða krossins.
Útför Mörtu Guðrúnar fer
fram frá Seljakirkju í dag, 14.
október 2016, klukkan 15.
Ótal minningar streyma
fram þegar ég hugsa um
ömmu. Hún er brosandi, hlæj-
andi, hlý og góð á þeim öllum.
Stundum prakkarasvipur. Það
var alltaf svo gaman að koma
til ömmu og afa. Ég á óljósar
minningar úr Álftamýrinni þar
sem ég fékk að rífa í sundur
gamalt útvarp til að skoða inn-
volsið. Þar er líka óljóst minn-
ingarbrot frá því að hún kom
teppum og púðum fyrir úti á
svölunum, eða altaninu eins og
þau kölluðu það, fyrir okkur
barnabörnin og við fengum ís
út í góða veðrið.
Flestar minningarnar eru úr
Úthlíðinni. Þar var oft glatt á
hjalla og ómissandi hluti af jól-
unum að kíkja til ömmu og afa
á aðfangadagskvöld og svo aft-
ur í jólaboð á jóladag. Við syst-
ur fengum af og til að gista og
oftast vorum við þá ein í einu.
Þá var dekrað við mann eins og
prinsessu. Þegar ég hóf nám í
Kennaraháskólanum varð það
að föstum lið að ég fór til
ömmu í hádegismat.
Afi kom þá yfirleitt líka heim
í hádeginu og við borðuðum
saman. Amma settist þó sjaldn-
ast hjá okkur við eldhúsborðið,
fékk sér bara bita á meðan hún
var að stússast. Og svo kaffi-
sopi á eftir.
Þau fluttu svo í Hálsasels-
höllina og það var gaman að
fylgjast með því ævintýri. Það-
an fóru þau svo í stuttan tíma í
eldriborgarablokkina þar sem
amma fann sig aldrei almenni-
lega.
Það var svo góð lending hjá
þeim að fara í Naustahleinina.
Þar var amma sko sæl með
gróðurhúsið sitt. Þar fékk ég
líka aftur samverustundir í
næturgistingu þegar ég fór í
staðlotur í framhaldsnáminu
mínu. Þá var ég aftur eins og
prinsessa og var nú komin með
aldur til að fá líkjör út á ísinn
minn á kvöldin. Eins og gert
var í Ameríku.
Það var alltaf gaman að
koma með stelpurnar í heim-
sókn. Móttökurnar alltaf svo
hjartanlegar. Hún dáðist að því
að við nenntum að koma svona
langt til að kíkja í heimsókn,
alla leið út í Garðabæ. Ég sagði
henni alltaf að þetta væri ekki
spurning um að nenna, það
væri bara alltaf svo gott og
gaman að koma í heimsókn. Því
það var bara þannig.
Síðustu árin var minnið orðið
lúið og líkaminn líka. En hún
var enn ánægð að fá heimsókn-
ir. Mér þykir vænt um að hafa
fengið reglulegu kaffistundirn-
ar okkar aftur síðustu vikurn-
ar, og nú setti ég út í það fyrir
hana.
Henni fannst sá kaffisopi
góður. Aftur tengdist það námi
mínu því það var komin á föst
rútína að ég kíkti í hádegiskaffi
til hennar á miðvikudögum,
þegar ég fór suður í skólann.
Ég er þakklát fyrir þær stundir
og þakklát fyrir að finna hvað
ömmu var umhugað um að öllu
fólkinu hennar liði vel og væri
að gera það sem það vildi gera.
Það á að hafa gaman í lífinu
sagði hún. Og alltaf að muna
eftir því að taka varalitinn með
sér.
Ég sakna þess að geta ekki
komið í kaffi á miðvikudögum,
var búin að hlakka til þess að
hafa þá rútínu í vetur. En ég
veit að amma var tilbúin að
fara að hitta afa aftur. Elsku
dúllurnar eru eflaust sælar
núna. Takk fyrir allar góðu
stundirnar.
Elín Matthildur
Kristinsdóttir.
Marta Guðrún
Jóhannsdóttir
Okkur að óvör-
um barst sú fregn
að Hulda okkar
Þórarinsdóttir væri
látin. Við fréttum af veikindum
hennar í lok júlí sl. og nú, að-
eins tveimur mánuðum síðar, er
stutt en erfið barátta hennar á
enda. Það var eins og tíminn
stæði kyrr við þessar fréttir.
Við sem vorum heima hjá þeim
nokkrum dögum áður þar sem
hún meira að segja gekk með
okkur út í sólina. Það er bara
ekki hægt að trúa því að þessi
tápmikla og hjartahlýja kona sé
látin. Hún hafði svo mikið að
gefa og ríkti ávallt mikil gleði í
kringum hana. Okkar vinátta
hófst fyrir um hálfri öld og
hafði verið óslitin síðan. Ófá
ferðalögin fórum við bæði inn-
lands og utan, að ekki sé nú tal-
að um allar heimsóknirnar.
Það var alltaf mikill kærleik-
ur á milli okkar og stutt í glens-
ið og gamanið í öllum okkar
samverustundum. Eigum við að
trúa því að ekki verði fleiri
svona ánægjustundir framveg-
is? Það verður erfitt, slíkur er
missirinn. Við munum því ylja
okkur yfir öllum þeim minn-
ingum sem við áttum saman og
þakka fyrir að hafa fengið að
kynnast Huldu og hafa fengið
Hulda
Þórarinsdóttir
✝ Kristín HuldaÞórarinsdóttir
fæddist 20. maí
1940. Hún lést 23.
september 2016.
Útför Huldu fór
fram 4. október
2016.
að eiga samleið
með henni í gegn-
um lífið. Kæri
Bergur, Agnes og
fjölskylda, við
sendum ykkur okk-
ar dýpstu samúðar-
kveðjur, hugur
okkar er hjá ykk-
ur.
Hólmfríður
og Jón H.
Við kveðjum kæra vinkonu
okkar Huldu Þórarinsdóttur.
Hópurinn okkar var mjög ná-
inn og hefur haldið vel saman
um langa tíð. Hulda var kær-
leiksrík, trygg og gamansöm.
Saumaklúbburinn samanstóð
af eiginkonum Súgfirðinga og
Viggó var með í hópnum. Við
ferðuðumst saman bæði hér-
lendis og erlendis og sköpuð-
um ýmsar hefðir eins og haust-
grill, þorrablót og ferðir og
grill í sumarhúsið hjá Gunnu
og Jóa.
Það er sárt að sjá á eftir
Huldu og er það annað andlátið
í hópnum. Pálína fór fyrst.
Hugur okkar er hjá Bergi
manni hennar, Agnesi dóttur
þeirra, Villa og börnum þeirra.
Missir þeirra er mikill og sár.
Huggun okkar allra eru góðar
og fallegar minningar sem við
eigum um góða konu. Þær
munu ylja okkur.
Við vottum Bergi, Agnesi,
Villa og börnum þeirra okkar
dýpstu samúð.
Saumaklúbburinn
og Viggó.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARÍA ANNA HJALTADÓTTIR (EDDÝ),
frá Vestmannaeyjum, síðar til heimilis
á Miðholti 3, Þórshöfn,
verður jarðsungin frá Þórshafnarkirkju
laugardaginn 15. október klukkan 14.
.
Jóna Gestsdóttir Jón Ingi
Hafdís Hjaltadóttir Axel Gunnarsson
Margrét Hjaltadóttir
Þórhalla Hjaltadóttir Ívar Jónsson
Maren Hjaltadóttir Þórarinn Þórisson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HREFNA EINARSDÓTTIR,
Núpalind 8, áður Skólagerði 18,
Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eiri
sunnudaginn 9. október. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
mánudaginn 17. október klukkan 13.
.
Stefanía María Ólafsdóttir Þórður Árnason
Sigríður Jóna Ólafsdóttir Pálmi Sigurðsson
Daiva Leliene
og ömmu- og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GERÐUR GUNNLAUGSDÓTTIR,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn
30. september. Útförin fer fram frá
Langholtskirkju þriðjudaginn 18. október klukkan 13.
.
Jón Þorgrímsson, Margrét Ólafsdóttir,
Hrafnhildur Þorgrímsdóttir, Jón Marteinn Guðröðsson,
Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, Ragnar Guðjónsson,
Kristjana Katrín Þorgrímsd., Þór Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.