Morgunblaðið - 14.10.2016, Page 25

Morgunblaðið - 14.10.2016, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 ✝ Jóna SigríðurGunnarsdóttir fæddist í Reykja- vík 3. ágúst 1933. Hún lést á kvenna- deild Landspítal- ans 3. október 2016. Foreldrar henn- ar voru Helga Sig- urðardóttir frá Þaravöllum, Hval- fjarðarsveit, f. 8. desember 1911, d. 6. apríl 2001, og Gunnar Bjarnason frá Sandhólaferju í Rangárvalla- sýslu, f. 13. júní 1895, d. 25. október 1950. Systir Jónu er Bjarney Gunnarsdóttir, f. 3. júní 1935. Jóna Sigríður giftist 2. nóv- ember 1963 Guðmundi Hirti Ákasyni, f. 9. janúar 1937. For- eldrar hans voru Áki H. Jak- Guðmundur Hlífar og Flosi Hrannar og þrjú barnabörn. Jóna og Guðmundur slitu sam- vistum. Jóna Sigríður bjó til níu ára aldurs í Reykjavík en flutti til Akraness með foreldrum sínum árið 1942 og bjó þar til ársins 1963. Jóna ásamt eiginmanni og börnum bjó á Selfossi til ársins 1974 en þaðan flutti fjöl- skyldan í Hafnarfjörðinn. Jóna bjó í Hafnarfirði til æviloka og á Álfaskeiði 84 síðustu 33 árin. Jóna Sigríður lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Akraness, fór í hús- mæðraskóla í Sorø í Danmörku og lauk námi frá Póst- og síma- skólanum. Hún vann ýmis störf á sínum yngri árum, m.a. ann- ars hjá Pósti og síma á Akra- nesi og rak með manni sínum húsgagnaverslun á Selfossi. Lengst af starfaði hún við af- greiðslu á pósthúsinu í Hafn- arfirði eða allt til starfsloka. Úför Jónu Sigríðar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 14. október 2016, og hefst athöfnin kl. 15. obsson, f. 1. júlí 1911, d. 11. sept- ember 1975, og Helga Guðmunds- dóttir, f. 16. apríl 1910, d. 22. mars 1990. Jóna og Guð- mundur eignuðust fjögur börn. 1) Helga María, 2) Sigurjón Valur, kvæntur Þórhöllu Karlsdóttur, þeirra börn eru Íris og Pálmi, 3) Guð- jón, kvæntur Ínu Eddu Þórs- dóttur, þeirra börn eru Arna, Þór og Helga María og 4) Gunnar Björn, kvæntur Láru Hafberg, þeirra dætur eru Jóna Sigríður og Margrét Lóa. Fyrir átti Guðmundur soninn Áka Hermann, hans kona er Hilma Hrönn Njálsdóttir og þeirra börn eru Sólveig Helga, Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Nú hefur elsku mamma kvatt okkur og við systkinin viljum með nokkrum orðum minnast hennar og þakka henni fyrir allt. Mamma var alltaf mjög sjálf- stæð og úrræðagóð. Hún missti föður sinn ung og mótaði það hana. Um tvítugt fór hún með systur sinni í danskan húsmæðra- skóla og var það þeim mikil æv- intýraferð. Við systkinin ólumst upp við sögur af þeirri dvöl og hvað allt væri frábært í Dan- mörku. Við fengum líka reglulega nýjustu sögurnar af lífi kónga- fólksins úr dönsku blöðunum. Við kynntumst líka sérstökum dönskum matarvenjum. Svo ekki sé nú minnst á allar skemmtilegu dönskusletturnar sem hún til- einkaði sér og vinir okkar skildu illa. Mamma las alla tíð mjög mikið og þá helst sakamála- og ástar- sögur, var tíður gestur á Bóka- safni Hafnarfjarðar. Hennar að- aláhugamál fyrir utan fjölskylduna var að sökkva sér í góða bók eða horfa á krassandi glæpamynd. Öruggast var að gefa henni fal- lega flík eða spennandi bók. Hún sagði okkur oft sögur af sér frá yngri árum, m.a. íþrótta- afrekum sínum. Þar lýsti hún því þegar hún spilaði handbolta á grasvelli í Engidalnum og var hún jafnvíg á hægri og vinstri hönd. Hún þótti sérstaklega örugg víta- skytta og þegar hún tók víti þá ákvað hún ekki með hvorri hend- inni hún ætlaði að skjóta fyrr en nefið á henni snerti grasið. Einnig sagði hún okkur sögur af því þeg- ar hún var ung stúlka í Reykjavík og heyrði í loftvarnaflautunum á stríðsárunum og þurfti að flýja í loftvarnabyrgi í Austurbæjar- skóla. Mamma var alltaf snyrtileg og vel til fara. Hún vandaði alltaf val- ið vel á því sem hún keypti. Stundum einum of að okkar mati, því hún átti það til að fara og skipta því sem hún keypti. Það gat hún gert nokkrum sinnum eða þar til hún var alveg sátt. En þrifin var hún með eindæmum og þurfti allt að vera í röð og reglu. Hún vildi hafa allt hreint og fínt í kringum sig. Í okkar barnæsku komu jólin ekki fyrr en búið var að þrífa allt húsið, alla skápa, baka sjö teg- undir af smákökum og þvo gard- ínurnar. Fyrir fjórum árum veiktist mamma af krabbameini og var meðferðin henni erfið. Með þraut- seigju náði hún sér og átti fjögur góð ár. Krabbameinið gerði svo aftur vart við sig síðastliðið vor og undir lokin kom í ljós að hún var talsvert veikari en haldið var. Mamma lét okkur alltaf ganga fyrir í öllu sem hún gerði, hún var vön að setja sjálfa sig í annað sæt- ið. Undir það síðasta furðaði hún sig á því að við værum að eyða tíma í að sitja yfir henni, hvort við hefðum ekki eitthvað þarfara að gera. En það var okkur systkinum dýrmætt að fá að fylgja henni síð- asta spölinn. Við þökkum mömmu fyrir alla hlýjuna, væntumþykjuna, allt dekrið, skemmtilegu stundirnar og fyrir að sjá til þess að við urð- um að nokkuð sómasamlegu fólki. Hvíl í friði, elsku mamma, og megi minning þín lifa. Helga María, Sigurjón Val- ur, Guðjón og Gunnar Björn. Fallin er frá elsku Jóna, tengdamamma mín. Jóna greind- ist með krabbamein árið 2012 og átti erfiða og góða tíma í kjölfarið en að lokum hafði meinið betur. Jóna var mjög náin fjölskyldu sinni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Við stórfjölskyld- an vorum hennar bestu vinir og borðuðum saman á hverju sunnu- dagskvöldi, fyrst alltaf heima hjá henni á Álfaskeiði og í seinni tíð skiptumst við á að hýsa matar- boðin. Jóna var yndisleg kona, svo góð og ósérhlífin og alltaf tilbúin til að rétta fram hjálparhönd og aðstoða alla í lífinu en sjálf átti hún erfitt með að biðja um aðstoð enda mjög sjálfstæð, vinnusöm og dugleg alla tíð. Jóna var heima- kær og mikill lestrarhestur og hafði dálæti á fallegum fötum og fínu punti. Hún var ungleg og leit alltaf vel út, hugguleg til fara og velti fyrir sér hverri flík og valdi af mikilli kostgæfni, allt var í stíl og öll smáatriði á hreinu. Jóna átti góðar stundir í Nor- egi þar sem hún bjó meðal annars í eitt ár, hjá Sissa og Höllu, og hún hugleiddi á tímabili að flytja þangað, enda talaði hún um Nor- eg eins og sitt annað heimaland. Arna, Þór og Helga María minnast þess þegar amma knúsaði þau og þau muna líka eftir heims- ins bestu pönnukökum sem hún bakaði, en hún mætti með stafla af pönnukökum í öll afmæli. Barna- börnin hafa misst góða ömmu og syrgja hana sárt eins og við öll. Við huggum okkur við það, og vonum, að núna sé hún búin að hitta pabba sinn, sem hún missti svo ung, og mömmu sína. Við munum öll hittast að lokum og halda gott sunnudagsmatarboð, þar sem boðið verður upp á Ro- mertorpf, súkkulaðirúsínur og Marianne-brjóstsykur. Ína Edda Þórsdóttir. Jónu kynntist ég árið 2003 þeg- ar Gunni kynnti mig fyrir fjöl- skyldunni sinni. Hún varð 70 ára það ár og reffi- legri 70 ára konu hef ég aldrei hitt. Frísk, ungleg og alltaf smart. Hörkudugleg kona sem ekki var annað hægt en að dást að. Hún reyndist mér alla tíð góð tengda- móðir, tók vel á móti mér þegar ég var kynnt inn í fjölskylduna og ég fann alltaf hjá henni væntum- þykju og hlýju. Ómetanlegum stuðningi henn- ar við okkur varðandi uppeldi og umönnun stelpnanna okkar mun ég aldrei gleyma. Þegar Jóna okkar kom í heim- inn var Jóna amma daglegur gestur hjá okkur, hún kunni ýmis trix við að láta stelpuna ropa þeg- ar öll von var úti hjá okkur og henni fannst ekki leiðinlegt að segja frá því hvað hún hafði gott lag á nöfnu sinni. Alla tíð var svo Jóna amma til staðar til að passa upp á dömurn- ar okkar. Það var tekið vel á móti þeim á Álfaskeiðinu og hægt að treysta því að amma hefði tíma fyrir spjall yfir rúsínum og ís. Hún var hlý og góð amma, stuðningsrík tengdamamma og stórfengleg kona. Ég er þakklát fyrir að ég og stelpurnar okkar Gunna hafi fengið að kynnast henni og líta upp til hennar. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir allt, hjartans Jóna mín. Þín Lára. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við erum þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Hvíl í friði, elsku amma. Kveðja, Íris og Pálmi. Ég fékk þær sorglegu fréttir mánudaginn 3. október að hún Jóna móðursystir mín hefði dáið. Það er svo erfitt að trúa því að hún sé farin. Nokkrum dögum áður fór Jóna frænka í aðgerð, aðgerðin gekk ekki vel og innan við viku eftir aðgerðina var hún dáin. Jóna var eldri systir mömmu, þær voru mjög samrýndar og þar af leiðandi mikill samgangur á milli okkar allra, bæði hennar og mömmu og barnanna hennar og okkur systkina. Eftir að dóttir mín fæddist fékk hún einnig að njóta samvista fjölskyldu Jónu. Börnin hennar eru mér eins og systkini. Helga dóttir hennar Jónu er mín besta frænka og vin- kona. Þegar ég fór í skóla til Reykja- víkur bjó ég fyrsta árið hjá Jónu og fjölskyldu hennar. Alla hátíð- isdaga sem ég var að vinna og komst ekki upp á Skaga var heim- ili hennar mér alltaf opið. Ég á Jónu svo óendanlega margt að þakka og mikið er tóm- legt að hugsa til þess að ég hitti hana ekki á Álfaskeiðinu og í fjöl- skylduboðum. Jóna frænka var alltaf mjög smekkleg kona, sama hvort það sneri að heimilinu eða fatasmekk hennar. Hún var alltaf í stíl og stundum þegar ég sjálf klæddi mig í eitthvað sem ég vissi að Jónu þætti ekki passa saman var oftar en ekki skipt um föt. Það er svo óraunverulegt að Jóna frænka sé farin og það er mikill söknuður og missir að henni. Elsku Helga, Sissi, Gaui, Gunni og fjölskyldur, við Bjarney Helga, mamma og Kalli sendum ykkur öllum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Við erum ótrúlega þakklát að hafa átt hana Jónu okkar að. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Lilja Jónsdóttir. Látin er eftir stutta sjúkdóms- legu góð vinkona okkar, Jóna Sig- ríður Gunnarsdóttir, eða Jóna amma eins og við kölluðum hana oftast. Við kynntumst Jónu fljót- lega eftir að það opinberaðist að börnin okkar, þau Lára og Gunni, byrjuðu að draga sig saman og stofnuðu í framhaldinu sína góðu fjölskyldu. Það var gleðilegt hvað fjölskyldurnar náðu strax við fyrstu kynni góðum og traustum tengslum sem varað hafa alla tíð. Það var síðan fyrir rúmum níu ár- um að draga fór til tíðinda og fyrsta barn þeirra Láru og Gunna fæddist og fékk litla stúlkan nafn ömmu sinnar. Það var ánægjuleg- ur dagur þegar litla Jóna Sigríður fékk nafnið sitt. Ægir afi fékk það hlutverk að halda dömunni undir skírn og amma Jóna fékk alnöfnu. Mikil var gleðin þennan dag og glöðust af öllum var amma Jóna með nöfnu sína. Sex árum síðar bættist litla Magga Lóa í hópinn og amma Jóna fékk fleiri verk- efni. Þetta var upphafið að góðri vináttu og samskiptum okkar Jónu í kringum börnin okkar og fleiri viðburði. Þau voru mörg skiptin sem við áttum ánægjulega samveru til að gleðjast og minn- ast tímamóta í lífi fjölskyldnanna og gleðjast með börnunum okkar og barnabörnum, þá var alltaf mikil gleði. Það var gaman og gott að vera samvistum við Jónu, hún var alþýðukonu og þurfti oft í gegnum tíðina að taka á öllu sínu eins og algengt var á árum áður og er víða enn. Hennar metnaður í lífinu var að koma börnum sín- um til manns og styðja þau og styrkja á allan hátt og vitum við að börnin eru henni mjög þakklát fyrir umhyggju og gott veganesti út í lífið. Við leiðarlok þökkum við Jónu fyrir góð kynni og vináttuna og hvað hún hefur reynst Láru okk- ar góð og traust tengdamóðir. Einnig viljum við þakka Jónu ömmu umhyggju hennar fyrir barnabörnum okkar sem hún sinnti af mikilli alúð. Börnum hennar og fjölskyld- unni allri sendum við okkar sam- úðarkveðjur og biðjum henni guðsblessunar. Ægir og Margrét. Við mæðgur viljum minnast góðrar vinkonu sem féll óvænt frá þann 3. október síðastliðinn. Ég kynntist Jónu fyrir u.þ.b. 40 árum þegar við Helga María dóttir hennar kynntumst í menntaskóla og fljótlega tókst einnig góður vinskapur með fjöl- skyldunum en feður okkar þekkt- ust einnig út af vinnu sinni. Fjölskyldurnar voru nágrann- ar í fjölda ára og samgangur varð æ meiri og vináttuböndin traust- ari. Í áratugi höfum við verið í miklu og góðu sambandi, hist reglulega og átt góðar samveru- stundir bæði í gleðskap og hvers- deginum. Í veikindum móður minnar síð- astliðin ár hefur Jóna verið sá traustasti vinur sem völ er á og heimsótt hana oft og reglulega bæði heima og á Sólvang, gjarnan með vínarbrauð í farteskinu. Saman áttu þær alltaf góðar stundir og verður hennar sárt saknað. Jóna var ekki borin í gullstól í gegnum lífið, það reyndi á hana og hún vann mikið, stóð sína vakt, leit samt alltaf vel út og var al- mennt hraust framundir það síð- asta. Jóna hefur þó aldrei látið sérlega mikið fyrir sér fara en eins og mamma segir: „Hún Jóna mín er svo vönduð manneskja.“ Ég tek undir það og get seint þakkað þá hjálp og vin- áttu sem við mæðgur höfum báð- ar átt við Jónu sem og reyndar allt hennar fólk. Við sendum fjölskyldunni, elsku Helgu Maríu, Sissa, Gauja, Gunna, Áka, tengdadætrum og barnabörnum sem og Guðmundi, fjölskyldunni Skagabraut og öðr- um ástvinum innilegustu samúð- arkveðjur og geymum minningu um góða konu í hjarta og huga okkar um ókomna tíð. Sigrún Björg Þorgríms- dóttir og Þuríður Þórarinsdóttir. Jóna Sigríður Gunnarsdóttir ✝ Magnús BjarniGuðmundsson fæddist á Ísafirði 29. nóvember 1944. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 4. október 2016. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveins Kristjánsson múrari, fæddur á Ísafirði 14. apríl 1925, látinn 24. júlí 2003, og Hulda Maggey Soffía Jón- asdóttir, fædd 19. ágúst 1927 á Kleifum, Ögurhreppi í Norður- Ísafjarðarsýslu, látin 13. október 1996. Systkini Magnúsar sam- mæðra : Þóra Sigríður, f. 5.11. 1946, Ólöf Sigríður, f. 21.5. 1948, Einar Elínus, f. 5.9. 1950, Hulda, f. 2.1. 1953, Guðmundur Reynir, f. 11.1. 1956, Ragna Kristín, f. 23.8. 1963, d. 11.4. 2002. Sam- feðra: Kristrún, f. 1.3. 1947. Börn Magnúsar og Kolbrúnar Málhildar Sigurðardóttur eru: Ólöf Sigríður, f. 2.5. 1962, og á hún þrjá syni og þrjár dætur og sjö ömmubörn. Magnús Þór- arinn, f. 30.10. 1963, og á hann einn son og fjórar dætur og sjö afabörn. Jónas Birgir, f. 28.12. 1964, og á hann tvo syni og tvær dætur og fimm afabörn. María Kolbrún, f. 8.9. 1966, og á hún þrjá syni, eina dóttur og eitt ömmubarn. Gunnar Örn, f. 14.9. 1968, og á hann tvo syni, tvær dætur og fjögur afabörn og eitt á leiðinni. Þröstur Salvar, f. 1.1. 1970, og á hann tvær dætur. Börn Magnúsar með Ástdísi Kristjánsdóttur: Elfa Björk, f. 4.3. 1972, og á hún tvo syni og eina dóttur. Birta Mjöll, f. 11.2. 1973, og á hún fjóra syni. Guð- mundur Ívar, f. 11.6. 1975, og á hann þrjá syni. Helga Ísfold, f. 10.2. 1977, og á hún fjóra syni og tvær dætur. Einnig ól Magnús upp son Ástdísar, Jóhann Kristján Birgisson, f. 24.3. 1969, sem son sinn. Jóhann á þrjá syni. Eftirlifandi eiginkona Magn- úsar er Margrét Þorsteinsdóttir, f. 4.12. 1939. Þau gengu í hjóna- band 2. maí 1981. Dóttur henn- ar, Lilju Sigtryggsdóttur, f. 15.12. 1964, ól Magnús upp sem dóttur sína. Hún á þrjár dætur og eitt ömmubarn. Afkomend- urnir eru 84. Magnús ólst upp hjá for- eldrum móður sinnar: Ólöfu Sig- ríði Magnúsdóttir, f. 11.7. 1902, d. 25.10. 1997, og Jónasi Þórð- arsyni, f. 29.6. 1896, d. 5.1. 1965, fyrstu ár ævi sinnar, í Hnífsdal, á Stekkjagötu, frá 1944-1955. Þá fluttu þau til Reykjavíkur. Frá 1979 bjó Magnús Bjarni í Höfn- um með eftirlifandi eiginkonu sinni. Magnús vann við ýmis störf um ævina. Var múrari, sjómað- ur, fisksali, verkstjóri í fisk- vinnslu, meðhjálpari ásamt öðru. Útför Magnúsar Bjarna fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 14. október 2016, klukkan 13. Jarðsett verður í Kirkjuvogs- kirkjugarði. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín, elsku Maggi minn, sofðu rótt og hvíl í friði. Þín eiginkona, Margrét Þorsteinsdóttir (Maddý). Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku besti afi okkar. Það er ótrúlega sárt að þurfa kveðja þig en við trúum því að þér líði betur núna. Við getum þó hlýjað okkur við allar góðu, skondnu og skemmtilegu minningarnar sem við eigum en þær eru margar og geymum við þær í hjörtum okk- ar. Hvíldu í friði, elsku afi. Þínar afastelpur og litla langafastelpan þín, Margrét Ína, Karen, Elín Rós og Lilja Björg. Magnús Bjarni Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.