Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 Draumstafur Vegvísir Ægishjálmur Bankastræti 12, 101 Reykjavík, sími 551 4007, www.skartgripirogur.is Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 11-17 Gott úrval - gott verð Verð 8.500Verð 8.500Verð 8.500 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er mikilvægt að rasa ekki um ráð fram og dæma eða gera eitthvað sem ekki verður svo auðveldlega tekið tilbaka. Eitthvað í undirmeðvitund þinni setur þig í varnarstöðu. 20. apríl - 20. maí  Naut Hver sem truflunin er tekst þér að snúa henni þér í hag. Alveg sama hversu mikið þig langar að hjálpa. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver sem er að reyna að koma sér áfram steig á tána á þér í leið- inni. Stundum krefst ástin þess að þú berjist og stundum að þú gefist upp. Horfðu á heiminn með augum barnsins. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ástvinir þínir eru ávallt tilbúnir að styðja þig. Hlustaðu vel á þinn innri mann, því þú býrð sjálfur yfir lausninni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Væntingar þínar til þinna nánustu aukast í dag. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda hamingju í sambandi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér finnst of mikið slúðrað í kring- um þig. Gættu þess bara að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. Láttu ekki aðra fara í taugarnar á þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Góðu fréttirnar eru að þú leysir vandamál. Líklega ertu einungis að breiða yfir löngun þína til þess að breyta sjálfum þér á einhvern hátt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Varaáætlunin þín er jafn góð og aðaláætlunin. Eða þá að vinur lætur ekki eitthvað sem þú átt von á af hendi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft ekki kínverskan sér- fræðing til að segja þér hve mikla chi- orku þú hefur. Gerðu þér far um að vera sannur og tillitssamur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það gerir bara illt verra að láta sig dreyma þegar engar eru efndirnar. Hugsanlega mun gamall kærasti eða kær- asta gefa til kynna að loginn á milli ykkar sé ekki slokknaður. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert enn og aftur beðinn um að leysa klípu, en þér leiðist það. Forð- astu því í lengstu lög að setja þig í slíka aðstöðu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Með því ertu einfaldlega að skapa rúm fyrir nýja hluti. Vertu sterkur – ekki eins og fluga á ljósaperu. Páll Imsland fór á kráarrölt ogkastaði kveðju á Leirliðið í vatnsaganum: „Það eru sumir svo helv. duglegir við yrkingar um víf og vín á leirnum. Ég hef aldrei náð lagi á því, þó ég reyni. Það verður allt svo ofurnett og pent. Dæmi: Að rölta hér rétt út á krá og renna í einstöku tá er ánægja manns og uppáhald hans og að kíkja á kellingar – smá.“ Aftur er Páll á ferðinni „á síð- kvöldi vonbrigðanna“: Ég hef lagt mér að baki mörg löbb harla léttfættur út á minn pöbb. Fann þar lokaðar dyr sem að lukust upp fyr. Ég þoli’ ekki þess háttar göbb. Nú eru kosningar í vændum og „fleiri í vanda“. Ármann Þor- grímsson yrkir: Ætla að kjósa enn á ný sinn æðsta strump hafa val um Hillary og hrappinn Trump. Eins og við var að búast fara haustrigningarnar ekki framhjá vísnasmiðum. Ingólfur Ómar skrif- aði í Leirinn á miðvikudaginn: „Skrapp í kvöldgöngu í roki og rigningu og varð hundvotur: Regnið lemur kalda kinn kári er með í ráðum. Skyldi ekki skaparinn skrúfa fyrir bráðum?“ Jón Arnljótsson gat ekki orða bundist: „Þetta finnst mér góð vísa! Fyrst er glögg lýsing á ákveðnu ástandi (slagviðri) þó með skáld- legu orðalagi og síðan ráð til úr- bóta í spurnarformi. Svo þessi tæri einfaldleiki í uppbyggingu.“ Og enn kveður Ingólfur Ómar: Lemur hreysið lægðin stinn ljóra utan skekur. Heyrðu, kæri Herrann minn, himintjaldið lekur! Hallmundur Guðmundsson segir frá sinni reynslu á Boðnarmiði: Það er sem að regnið rjúki, rakleiðis upp brækurnar. Svo um koll ei konur fjúki, koma sér vel hækjurnar. Magnús Halldórsson segir að „við þessu mátti búast eins og við höfum látið við Sigmund: Veðurkortið lagt er línum, loka væntir brotleg þjòð. Sem ekki bað í óskum sínum um svo magnað syndaflóð.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Trump og hann rignir og hann rignir Í klípu „HANN ER OF STJÓRNSAMUR.“ S A M B A N D S - R Á Ð G J Ö F eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MUNDU BARA Í ÞESSU FRÍI ÞÍNU HVER FÆRÐI ÞÉR SÝKLANA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... daglega meðalið. HEIMURINN ER LÍTILL. EINS OG ÉG HAFI EKKI HEYRT ÞENNAN MILLJÓN SINNUM! LÚTI, FAÐIR MINN VILL EKKI AÐ ÉG GIFTIST ÞÉR... HANN SEGIR AÐ ÞÚ EIGIR ENGA PENINGA! ÞAÐ ER VEGNA ÞESS AÐ ÉG FJÁRFESTI Í TÓNLISTAR- FERLINUM! ÉG VARÐ AÐ SKIPTA ÚT STRENG! Eflaust veit ekki nokkur maður umhvað var rætt og því síður hvað var samþykkt á Alþingi í fyrradag. Ástæðan er sú að allir voru uppteknir við að horfa á þingmann með barn sitt á brjósti í ræðustól. x x x Víkverja finnst eðlilegasti hlutur íheimi að vera með barn á brjósti hvenær sem er og hvar sem er enda eru framundan tímar þar sem allt má hvar og hvenær sem er. Ekki síst á Alþingi. x x x Hafa ber í huga að almenningur berekki mikið traust til Alþingis, samkvæmt könnunum, og því er eðli- legt að þingmenn leiti allra leiða til þess að vinna sér inn traust og þar með atkvæði. Að mæta með barn á brjósti í ræðustól Alþingis er ekki vit- lausara en margt annað, það vakti at- hygli og þar með var tilgangnum náð. x x x Þetta er samt svolítið seint í rassinngripið hjá þingmanninum og hefði hann gert þetta fyrir prófkjör hefði hann hugsanlega náð öruggara sæti. En framtakið hlýtur að örva aðra þingmenn til verka og Víkverji bíður spenntur eftir næstu uppá- komu. x x x Þingfrestun var á Alþingi í gær ognýtt þing kemur saman að lokn- um kosningum. Þá sést hvaða flokkar verða í útrýmingarhættu og hvaða þingmenn standa höllum fæti. Ætla má að einhverjir úr þeirra röðum snúi vörn í sókn, geri eitthvað sem senni- lega hefur aldrei verið gert innan veggja Alþingis. x x x Palli Guðjóns verður eflaust feng-inn til þess að koma í ræðustól Alþingis með ræðuna góðu og hnit- miðuðu: „Góðir Íslendingar. Þetta er okkar staður. Þetta er okkar stund. Áfram Ísland!“ Eftir að hann hefur horfið á braut ætti ekki að koma á óvart að sjónvarpsvélunum verði fjölgað og sýnt verði frá öllu sem fyrir augu ber í þingsalnum í beinni út- sendingu sjónvarps. Augljóst næsta skref. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er góður, miskunn hans var- ir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns. (Sálm. 100:5)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.