Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Því var fagnað í Hamborg í síðustu viku að 20 ár eru liðin síðan Al- þjóðlegi hafréttardómurinn tók til starfa. Um er að ræða sjálfstæðan dómstól sem stofnaður var með hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Einn íslenskur dómari á sæti í dóminum, Tómas H. Heiðar, sem var kjörinn til setu þar fyrir tveimur árum og tók við embætti 1. október 2014, en kjörtímabil hans er til 2023. Guðmundur Ei- ríksson var dómari frá 1996 til 2002, en hann hefur reyndar verið kallaður til starfa við dóminn við eitt tiltekið mál sem nú er til úr- lausnar. Á hátíðarsamkomu síðasta föstu- dag í ráðhúsi Hamborgar var Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, meðal ræðu- manna, áður en hann hélt á Þing norðurslóða í Reykjavík. Um 500 gestir sóttu samkomuna og meðal annarra ræðumanna má nefna Joachim Gauck, forseta Þýska- lands, og Vladimir Golitsyn, for- seta hafréttardómsins. Panama valdi Guðmund Hafréttardómurinn er skipaður 21 dómara og um þessar mundir fjallar dómstóllinn um svonefnt Norstar-mál milli Panama og Ítalíu en það varðar töku og haldlagn- ingu á panamíska skipinu Norstar á Miðjarðarhafi fyrir um 18 árum. Ef dómarar af þjóðerni málsaðila sitja ekki í dóminum, geta aðilar valið einstaklinga til að sitja sem dómarar við meðferð málsins. Í dóminum eiga ekki sæti dómarar frá Panama eða Ítalíu og valdi Pa- nama Guðmund Eiríksson til að sitja í dóminum í Norstar-málinu. Því vill svo til að tveir Íslendingar eiga sæti í dóminum í umræddu máli. Á grundvelli hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna er unnt að skjóta hafréttardeilum til Alþjóð- lega hafréttardómsins í Hamborg, Alþjóðadómstólsins í Haag eða gerðardóms. Ákveðnir kostir fylgja því að skjóta deilumálum á þessu sviði til Alþjóðlega hafréttardóms- ins, en hann er eini fjölskipaði dómstóllinn sem er sérhæfður á sviði hafréttar. Lögð er áhersla á að leysa skjótt úr málum sem til hans berast. Svo- nefnd brýn mál, sem varða annað- hvort tafarlausa lausn skipa og áhafna eða bráðabirgðaráðstafanir til að vernda réttindi aðila deilu- máls, eru þannig ráðin til lykta á innan við mánuði, að sögn Tómasar H. Heiðar. Aðildarríki hafréttar- samningsins greiða dóminum eng- an kostnað vegna dómsmála. Hefur fjallað um 25 dómsmál Hafréttardómurinn hefur einka- lögsögu að því er varðar deilumál varðandi tafarlausa lausn skipa og áhafna; tiltekin deilumál að því er varðar bráðabirgðaráðstafanir; og deilumál varðandi alþjóðlega hafs- botnssvæðið sem lögð eru fyrir sérstaka hafsbotnsdeilnadeild dómsins. Almennt geta aðeins ríki átt aðild að deilumálum fyrir dóm- inum en fyrirtæki geta þó átt aðild að málum sem lögð eru fyrir hafs- botnsdeilnadeildina. Hafréttardómurinn hefur fjallað um alls 25 dómsmál sem átt hafa rætur í öllum heimshornum. Fram- an af voru flest málin svonefnd brýn mál, einkum varðandi tafar- lausa lausn skipa og áhafna, en á undanförnum árum hefur umfangs- meiri og fjölbreyttari málum verið skotið til dómsins. Árið 2012 fjallaði dómurinn um fyrsta málið varðandi afmörkun hafsvæða, Bengalflóamálið milli Bangladess og Mjanmar. Er það umfangsmesta mál dómsins hingað til og var kveðinn upp dómur rúm- um tveimur árum eftir að málið var lagt fyrir hann, að sögn Tóm- asar. Dómurinn afmarkaði land- helgi, efnahagslögsögu og land- grunn milli aðila en um var að ræða fyrsta málið þar sem alþjóð- legur dómstóll afmarkar landgrunn milli ríkja utan 200 sjómílna. Dómurinn hefur nú annað af- mörkunarmál til meðferðar, deilu- mál milli Gana og Fílabeinsstrand- arinnar. Hafréttardómurinn hefur enn fremur beitt ráðgefandi lög- sögu sinni og gaf þannig í fyrra ráðgefandi álit varðandi ólöglegar fiskveiðar í Vestur-Afríku. Góður kostur til friðsamlegrar lausnar Hafrétturinn er afar vítt svið og segir Tómas að ýmiss konar deilu- mál kunni því að koma til kasta hafréttardómsins í framtíðinni. Í ljósi þess hve mörg ríki geri tilkall til landgrunns utan 200 sjómílna megi gera ráð fyrir að upp komi deilumál hvað varðar afmörkun landgrunns milli nágrannaríkja eða varðandi ákvörðun ytri marka landgrunnsins, þ.e. markanna milli landgrunnsins og alþjóðlega hafs- botnssvæðisins þar fyrir utan. „Að sjálfsögðu er affarasælast fyrir ríki að leysa deilumál með samningum en takist það ekki er Alþjóðlegi hafréttardómurinn góð- ur kostur til friðsamlegrar lausnar slíkra mála,“ segir Tómas H. Heið- ar. Áhersla á skjóta lausn  20 ár frá því að Alþjóðlegi hafréttardómurinn tók til starfa  Umfangsmesta málið hingað til var jafnframt það fyrsta sem fjallaði um afmörkun hafsvæða Hátíðarsamkoma Joachim Gauck, forseti Þýskalands, flytur ræðu á tuttugu ára afmæli Alþjóðlega hafréttardómsins. Athöfnin fór fram á föstudaginn var í ráðhúsinu í Hamborg þar sem starfsemin hófst formlega á sínum tíma. Tómas H. Heiðar, sem á sæti í dóminum, er lengst til hægri á myndinni. Tómas H. Heiðar Guðmundur Eiríksson Miðvikudaginn 19. október nk. mun fyrirtækið Dale Carnegie fagna 104 ára af- mæli sínu með því að gera af- mælisdaginn að árlegum góðgerð- ardegi. Í ár mun fyrirtækið gefa þjálfun þeim sem vinna með ungu fólki og styrkja leið- togahæfileika þeirra þannig að þeir geti haft enn betri áhrif á næstu kynslóð. Meira en 100 einkaleyfis- hafar um allan heim munu taka þátt og segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie hér á landi, að Ísland verði þar engin undantekning. Verður þjálfunin þann daginn í formi vinnustofu, sem er opin öllum sem vinna með börnum, hvort held- ur er í skólakerfinu, hjá íþrótta- félögum eða félagasamtökum. Hægt er að skrá sig á vefsíðunni www.da- le.is. Dale Carnegie var stofnað árið 1912 en á Íslandi hófst starfsemin 1965. Um 8 milljónir þátttakenda hafa sótt námskeiðin frá upphafi, þar af ríflega 25 þúsund Íslendingar. Vinnustofa gefins á afmælinu  Dale Carnegie fagnar 104 árum Jón Jósafat Björnsson Styrmir Gunn- arsson, fyrrver- andi ritstjóri Morgunblaðsins, flytur hátíðar- ræðuna á 71. um- dæmisþingi Rót- arýhreyfingar- innar á Íslandi, en þingið hefst í Digraneskirkju í Kópavogi í dag, föstudaginn 14. október. Þá verða einnig flutt ávörp alþjóðahreyfingar Rótarý. Síðar sama dag verður mót- taka í Gerðarsafni. Á morgun, laugardag, verður þingað í Menntaskólanum í Kópa- vogi. Umdæmisstjóri Rótarý, Guð- mundur Jens Þorvarðarson, ávarpar og Guðný Helgadóttir, fv. deildar- stjóri í mennta- og menningarráðu- neytinu, flytur erindi. Þinginu lýkur í Perlunni um kvöldið. Einkunnarorð Rótarý eru „þjón- usta ofar eigin hag“. Nú er 31 Rót- arýklúbbur á Íslandi og klúbb- félagar um 1.200 talsins. Rótarýþing í Kópavogi Styrmir Gunnarsson Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Umsóknum um námslán frá Lána- sjóði íslenskra námsmanna (LÍN) hefur fækkað um 30% miðað við sama tíma fyrir tveimur árum og um 18% frá því í fyrra. Það eru um 3500 manns sem væru alla jafna búnir að sækja um námslán, en eru ekki bún- ir að gera það. Umsóknarfrestur rennur ekki út fyrr en í lok næsta mánaðar. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að miðað við stöðuna í dag, þá væru lánsumsóknir 18% færri en í fyrra og 30% færri en á sama tíma fyrir tveimur árum. „En ég bendi á að umsóknarfresturinn er ekki liðinn,“ sagði Hrafnhildur. Aðspurð hvort þau hjá LÍN hefðu einhverjar skýringar á þessari fækkun umsókna, sagði Hrafnhild- ur: „Við höfum engar nákvæmar skýringar á því hvað veldur, því há- skólanemum hefur ekki verið að fækka. En þó get ég sagt, að við höf- um heyrt á stúdentum, að þeir hafa haldið að sér höndum, með umsókn- ir, vegna þess að þeir voru að bíða eftir því að frumvarpið um LÍN og styrkjakerfið yrði að lögum, sem nú er ljóst að verður ekki á þinginu sem var frestað í dag.“ Hrafnhildur segir jafnframt að einhver hópur stúdenta hafi ákveðið að fresta námi. „Það er vitanlega bagalegt ef stúdentar í stórum hóp- um eru að fresta námi sínu um heilt ár,“ sagði Hrafnhildur. Hrafnhildur sagði að auk ofan- greinds gæti hluti af skýringunni á fækkun umsókna verið að nú er at- vinnuástand betra en oft áður. Mikil fækkun lánsumsókna stúdenta til Lánasjóðsins Morgunblaðið/Eggert Fækkun Um 3500 færri láns- umsóknir til LÍN en í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.