Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 13
Í fjárhúsinu Vignir og Viggó Freyr saman í fjárhúsinu glæsilega og gjafagræjuna má sjá að baki þeim (græn). Þau verða með þrjúhundruð og fjörutíu fullorðnar kindur á vetr- arfóðrum á komandi vetri. „Við byggðum ný fjárhús fyrir þremur árum og erum auk þess nýbúin að byggja við og stækka þau um helming, enda stendur til að stækka fjárstofninn. Núna erum við komin með gott pláss fyrir fimm- hundruð og fimmtíu kindur, en ætli ég láti ekki duga að fjölga þeim upp í fjögurhundruð og fimmtíu. Ég vil fjölga þeim sem eru af enska kyninu því þær eru ekki eins ofurfrjósamar og þær hvítu norsku.“ Þegar Vignir er spurður að því hvort hann hafi nægileg tún til að heyja í þennan fjölda segist hann kaupa allt hey utanfrá. „Það kemur miklu betur út, ég fer í sumarfrí á meðan hinir bænd- urnir eru að heyja.“ Gott að eiga góða nágranna Vignir segir árstíðirnar á svip- uðu róli í Noregi og heima á Íslandi, haustið sé lagst að. „Við erum að byrja að taka féð inn núna, en við förum með meiri- hluta okkar fjár á fjall. Afrétturinn eða beitarlandið yfir sumarið er fjalllendi en það tekur ekki nema einn dag að smala það. Við erum fimm, sex bændur hér á svæðinu sem vinnum vel saman. Það er gott að eiga góða nágranna, sérstaklega upp á smölun í fjallinu. Svo þurfum við að fara í nokkrar eftirleitir eftir aðalsmölun, eins og gengur,“ segir Vignir og bætir við að flestir bænd- urnir nágrannar hans séu með sjötíu til hundrað og tuttugu kindur á fóðr- um yfir veturinn. Fer út á inniskónum að gefa „Mér finnst íslenskir fjár- bændur þurfa að hafa svo stór bú til að geta lifað af því. Hér í Noregi er sem betur fer borgað vel fyrir kjöt- ið og líka ullina. Hér mundi mér nægja að hafa tvöhundruð kindur á fóðrum. “ Þegar hann er spurður hvers vegna hann kjósi þá að hafa svona margt segir hann að það sé ekki meiri vinna fyrir hann. „Það skiptir mig ekki máli hvort ég fer út að gefa tvöhundruð eða fjögurhundruð kindum, ég er með gjafakerfi og það tekur mig ekki nema tíu mín- útur að gefa. Ég hleyp út á inni- skónum og ýti á takka og fer svo inn í kaffi aftur. En vissulega er meiri vinna í sauðburðinum með svona margt fé.“ Vignir er með stóra fjölskyldu, núna búa sex af börnunm hans og Katrínar hjá þeim, en tvö þeirra eru nýflutt út. „Það hefur því verið mikið líf hér undanfarin ár. Við Katrín eigum fjögur börn saman, en fyrir átti hún þrjú börn og ég átti fjögur börn fyr- ir, en hef reyndar misst eitt af þeim. Samtals voru þetta ellefu börn. Þetta er bara lítið eins og þetta er núna, að vera aðeins með sex börn á fóðrum,“ segir Vignir og hlær. SmalamennskaVignir fer létt með að skella einni kind á axlirnar. Gaman Katrín með lítið krúttlegt lamb um sauðburðinn. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameinsfélagsins til kaupa á nýjum tækjum til brjóstakrabbameinsleitar. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum. Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökumbleikan bíl! Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play Sæktu þér Hreyfils appið og pantaðu bleikan bíl. SÆKTUAPPIÐ Farsælt samstarf frá 2007 Galdrastafa- og flugdrekasmiðja verður í Spennistöðinni, félags- og menningarmiðstöð miðborgarinnar við Austurbæjarskóla, næstkomandi laugardag 15. okt. kl. 13. Í tilkynningu kemur fram að flug- drekasérfræðingurinn Arite Fricke sem er grafískur hönnuður og for- eldri í Austurbæjarskóla leiðbeinir. Búnir verða til einfaldir flugdrekar úr símaskrám og bambusstöfum og kynngimagnaðir galdrastafir. Það tekur um 30-45 mínútur að búa til einfaldan flugdreka og tíu þátttak- endur komast að í einu. Ef veður leyfir geta þátttakendur prófað drekana úti. Í galdrastafa- smiðjunni verða notaðir kartöflu- stimplar og þekjulitir til að búa til rammíslenska galdrastafi sem jafn- vel geta látið óskir rætast. Aðgangur er ókeypis, allt efni og áhöld eru til staðar. Smiðjurnar eru hluti af verk- efninu HEIL BRÚ Í miðbænum. Á laugardögum í vetur verða smiðjur fyrir fjölskyldur í Spennistöðinni og málþing þar sem íbúar hafa orðið. Smiðjurnar og málþingin verða öllum opin og að kostnaðarlausu. Íbúar eru hvattir til að taka þátt, sem og for- eldrar og fjölskyldur barna í Austur- bæjarskóla. Spennistöðin Flugdrekar Það er lítið mál og tekur ekki langan tíma að búa til flugdreka. Galdrastafa- og flugdrekasmiðja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.