Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 Schaubühne í Berlín árið 2011 þar sem leikskáldið sjálft leikstýrði stórleikaranum Lars Eidinger og þremur árum síðar rataði einleik- urinn á svið hjá Gate-leikhúsinu í London, en athygli vekur að í þeirri uppfærslu voru synir mannsins leiknir af tveimur grísum. „Við för- um allt aðra leið en fyrri uppfærsl- urnar tvær og verðum ekki með svín,“ segir Una og bætir við: „Af ljósmyndum og upptökum úr þess- um tveimur uppfærslum að dæma var mikill hasar ríkjandi og umbún- aður í kringum textann. Við förum þveröfuga leið, þannig að Stefán Hallur stendur nánast kyrr allan tímann,“ segir Una, en sýningin er leikin án hlés og tekur innan við klukkutíma í flutningi. „Hann er í andlegu manísku ástandi sem við vinnum á móti með því að halda lík- amanum kyrrum. Við það myndast áhugaverð spenna milli þess sem verið er að segja og líkamans. Mér finnst þetta ójafnvægi milli tungu- málsins og gjörða áhugavert,“ segir Una og bendir á að það geti verið áskorun fyrir áhorfendur að upplifa slíkt. „Þannig neyðast áhorfendur til að fara inn í frásögnina sjálfa, því það er ekkert annað í boði þeg- ar ekki er verið að teikna neitt upp fyrir þá. Tilfinningarnar liggja all- ar undir niðri,“ segir Una og tekur fram að Kúlan henti verkinu vel þar sem þau Stefán Hallur séu að vinna með mínimalisma í sviðs- myndinni og allri umgjörð, sem þau hanna sjálf, en Magnús Arnar Sig- urðarson hannar lýsinguna. Heiðarlegt og grímulaust samtal við áhorfendur Spurð hvernig leiktextinn hafi ratað upp í hendurnar á þeim segir Una að sviðslistamaðurinn Pétur Ármannsson hafi bent Stefáni Halli á einleikinn. „Okkur Hall langaði til að vinna meira saman eftir að við unnum saman í sýningunni  [um það bil] í fyrra þar sem við þróuð- um ákveðna nálgun og samtal sem okkur finnst báðum mjög áhuga- verð. Við féllum bæði fyrir þessum einleik og ákváðum að kýla á þetta, því þetta gaf okkur kjörið tækifæri til að vinna áfram með þau element í leiktúlkun og leikstíl sem við vor- um byrjuð að skoða í  [um það bil] og snýst um að eiga í heiðarlegu, einlægu og grímulausu samtali við áhorfendur,“ segir Una og bendir á að leikhópurinn ST/una hafi verið stofnaður utan um uppsetningu Ég vil frekar að Goya … „Uppsetn- ingin sprettur alfarið af löngun okkar til að vinna saman, en við höfum ekkert fjármagn úr að moða,“ segir Una og bendir á að þau hafi nýtt sumarfríið sitt til að æfa einleikinn. „Þegar maður er drifinn áfram af ástríðu til að skapa forgangsraðar maður og býr sér til tíma,“ segir Una. Spurð hvort þau Stefán Hallur séu farin að leggja drög að næsta verkefni ST/unu svarar hún því játandi en vill ekki segja meira um það á þessu stigi. Morgunblaðið/Eggert Ástríða Stefán Hallur Stefánsson og Una Þorleifsdóttir vinna uppfærsluna undir merkjum leikhópsins ST/unu. Frumsýning er í Kúlunni á morgun. Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Skóladraugurinn eftir Ingu Mekkin Beck hlýtur Íslensku barnabóka- verðlaunin árið 2016. Að mati dóm- nefndar er Skóladraugurinn í senn spennandi draugasaga og trúverðug lýsing á barni sem misst hefur ást- vin. Inga er með próf í ritlist frá Há- skóla Íslands og var handritið hluti af lokaverkefni hennar til meistara- prófs sem hún lauk í júní 2015. Skóladraugurinn er jafnframt fyrsta bók hennar. „Ég hef verið að skrifa frá því í menntaskóla og það var þá sem mér fyrst datt í hug að ég gæti orðið rithöfundur,“ segir Inga í sam- tali við Morgunblaðið. Inga segir verðlaunin vera mikla hvatningu fyr- ir hana til að halda áfram störfum sínum sem rithöfundur. „Þetta hefur rosaleg áhrif, þetta er ekki bara ein- hver stimpill og peningur, þetta er hvatning til að halda áfram og stað- festing á því að ég geti skrifað. Þetta er sterk byrjun.“ Skóladraugurinn er frumsamin barna- og unglingabók sem fjallar um Gunnvöru sem er nýflutt í smábæ á Íslandi þar sem hún þarf að takast á við sorg fjölskyldu sinn- ar og blandast um leið í leyndar- dóma nýja skólans. Fyrsta daginn í skólanum heyrir Gunnvör söguna um skóladrauginn – gömlu söguna sem allir krakkarnir kunna utan að og eru löngu hættir að taka mark á. En Gunnvör hlustar. Það gæti nefnilega komið sér vel fyrir hana ef draugar eru til. Allir almennilegir skólar með skóladraug „Ég rek þessa hugmynd aftur til þess að skólastjóranum í grunn- skólanum mínum fannst svolítið gaman að stríða krökkunum og minntist oft í framhjáhlaupi á skóladrauginn. Ég ólst upp í þeirri trú að það væru allir almennilegir skólar með skóladraug,“ segir Inga. Fyrsta eintak bókarinnar var afhent við verðlaunaafhendinguna í gær. Inga er nú þegar farin að huga að framhaldi bókarinnar. „Þessi viðurkenning er ómetanleg hvatn- ing en á sama tíma þrýstingur til að halda áfram. Ég er byrjuð á fram- haldinu og það verður gaman að sjá hvort það verður eitthvað meira úr því. Ég held áfram í gegnum aðra persónu í sögunni. Við kveðjum Gunnvöru en höldum áfram í skól- anum hjá draugsa.“ Verðlaunin afhent í 30. sinn Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka var stofnaður 30. janúar 1985 í tilefni af sjötugsafmæli Ár- manns Kr. Einarssonar rithöf- undar og eru nú veitt í 30. sinn. Að sjóðnum standa fjölskylda Ár- manns, bókaútgáfan Vaka- Helgafell, nú innan vébanda For- lagsins, IBBY á Íslandi og Barna- vinafélagið Sumargjöf. Fulltrúar þessara aðila skipa dómnefnd sem velur úr handritum en einnig eru í henni hverju sinni tveir grunn- skólanemar, fulltrúar lesenda. Að þessu sinni komu þeir úr Seljaskóla í Reykjavík. Morgunblaðið/Golli Verðlaun Inga Mekkin Beck tók á móti Íslensku barnabókaverðlaununum í Seljaskóla gær. „Þetta er sterk byrjun“  Inga Mekkin Beck hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin í ár  Skóladraugurinn er fyrsta bók rithöfundarins leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Lau 15/10 kl. 19:30 13.sýn Mið 26/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 16/10 kl. 19:30 14.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 17.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn Mið 19/10 kl. 19:30 15.sýn Fim 3/11 kl. 19:30 20.sýn Fös 18/11 kl. 19:30 25.sýn Fim 20/10 kl. 19:30 16.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 21.sýn Lau 22/10 kl. 19:30 19.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fös 14/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Sun 16/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn Fim 20/10 kl. 19:30 14.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 19.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 22/10 kl. 19:30 15.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 20.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 16.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 21.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Horft frá brúnni (Stóra sviðið) Fös 14/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 9.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 12.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 7.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 8.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 11.sýn Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 15/10 kl. 13:00 Lau 22/10 kl. 15:00 Lau 5/11 kl. 13:00 Lau 15/10 kl. 15:00 Lau 29/10 kl. 13:00 Lau 5/11 kl. 15:00 Lau 22/10 kl. 13:00 Lau 29/10 kl. 15:00 Ævintýraför með forvitnum fílsunga - kemur þú með? Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti (Kúlan) Lau 15/10 kl. 19:30 Frums Fös 21/10 kl. 19:30 3.sýn Lau 29/10 kl. 19:30 5.sýn Mið 19/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 27/10 kl. 19:30 4.sýn Frumlegt og ögrandi samtímaverk Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Fös 14/10 kl. 20:00 Mið 26/10 kl. 20:00 Lau 5/11 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Fös 28/10 kl. 20:00 Fös 21/10 kl. 20:00 Mið 2/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Yfir til þín - Spaugstofan (Stóra sviðið) Fös 21/10 kl. 19:30 28.sýn Lau 29/10 kl. 19:30 30.sýn Fim 27/10 kl. 19:30 29.sýn Fös 4/11 kl. 19:30 31.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Lofthræddi örnin Örvar (Kúlan) Lau 19/11 kl. 15:00 Lau 26/11 kl. 13:00 Lau 26/11 kl. 15:00 Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 26/11 kl. 11:00 Sun 27/11 kl. 11:00 Lau 26/11 kl. 13:00 Sun 27/11 kl. 13:00 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Fös 11/11 kl. 20:00 114. s. Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Sun 13/11 kl. 20:00 116.s Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Sun 30/10 kl. 20:00 110. s. Fim 17/11 kl. 20:00 117.s Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Fim 3/11 kl. 20:00 111. s. Fös 18/11 kl. 20:00 118.s Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Fös 4/11 kl. 20:00 112. s. Lau 19/11 kl. 20:00 119.s Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Lau 5/11 kl. 20:00 113. s. Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 15/10 kl. 13:00 Auka. Lau 29/10 kl. 13:00 9. sýn Lau 5/11 kl. 13:00 11.sýn Sun 16/10 kl. 13:00 7. sýn Sun 30/10 kl. 13:00 10.sýn Sun 6/11 kl. 13:00 12.sýn Sun 23/10 kl. 13:00 8. sýn Mið 2/11 kl. 19:00 aukas. Lau 12/11 kl. 13:00 13.sýn Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Fim 20/10 kl. 20:00 13.sýn Allra síðustu sýningar! Njála (Stóra sviðið) Mið 19/10 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00 Mið 26/10 kl. 20:00 Fim 10/11 kl. 20:00 Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Hannes og Smári (Litla sviðið) Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 6. sýn Sun 30/10 kl. 20:00 9. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 7. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Lau 29/10 kl. 20:00 8. sýn Lau 5/11 kl. 20:00 10.sýn Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar Extravaganza (Nýja svið ) Fös 28/10 kl. 20:00 Frums. Fös 4/11 kl. 20:00 4. sýn Fim 10/11 kl. 20:00 7. sýn Lau 29/10 kl. 20:00 2. sýn Lau 5/11 kl. 20:00 5. sýn Sun 13/11 kl. 20:00 8. sýn Sun 30/10 kl. 20:00 3. sýn Sun 6/11 kl. 20:00 6. sýn Mið 16/11 kl. 20:00 9.sýn Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 4/11 kl. 20:00 Frums. Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn Sun 6/11 kl. 20:00 2.sýn Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Mið 9/11 kl. 20:00 3.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn Fim 10/11 kl. 20:00 4.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn Átakamikið verk eftir Ingmar Bergman Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Þjónustuauglýsingar Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.