Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 ✝ Sigþór Jónssonfæddist í Norð- urhjáleigu í Álfta- veri 27. október 1937. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi 1. október 2016. Foreldrar hans voru Þórunn Páls- dóttir húsfreyja, f. 5.9. 1896, á Jórvík II í Álftaveri, d. 27.10. 1989, og Jón Gíslason, bóndi og hrepp- stjóri, f. 11.1. 1896 í Norðurhjá- leigu í Álftaveri, d. 2.4. 1975. Systkini Sigþórs eru Þórhildur, f. 22.12. 1918, d. 14.2. 1996, Júl- íus, f. 26.2. 1920, d. 25.7. 2009, Gísli, f. 7.12. 1921, d. 24.8. 2010, Pálína, f. 23.1. 1923, d. 7.8. 2010, Böðvar, f. 4.2. 1925, d. 1.12. 2013, Sigurður, f. 4.11. 1926, d. 9.11. 2009, Guðlaug, f. 22.11. 1927, d. 27.11. 1927, Guð- laugur, f. 21.1. 1930, Jón, f. 2.10. 1931, Fanney, f. 6.3. 1933, Sig- rún, f. 27.2. 1935, d. 22.2. 2014, og Jónas, f. 22.11. 1939. Sigþór kvæntist 6. október 1962 Gerði Óskarsdóttur frá Varmadal á Rangárvöllum, f. 11.1. 1943. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Svava Sigur- geirsdóttir húsfreyja, f. 28.2. og lauk fullnaðarprófi frá barnaskólanum í Álftaveri 1951. Hann vann heima við hefð- bundin bústörf í Norðurhjáleigu til 1958 en á þeim tíma vann hann einnig í vegavinnu og fór á vertíðir í Eyjum. Sigþór starf- aði sem bifreiðarstjóri hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík á árunum 1958-1963. Frá 1963- 1973 var hann bílstjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna og Kaupfélagi Árnesinga á Sel- fossi. Sigþór og Gerður hófu bú- skap á Tryggvagötu 28 í húsi Jóns og Grétu systur Gerðar. Í byrjun árs 1968 fluttu þau að Engjavegi 45 og bjuggu þar til 1973 er þau keyptu jörðina Ás í Ásahreppi. Þar bjuggu þau stóru búi með blandaðan bú- skap í tuttugu og þrjú ár. Sig- þór sinnti ýmsum félagsstörfum en hann var félagi í Ungmenna- og Búnaðarfélagi Ásahrepps og í Veiðifélagi Holtamannaafrétt- ar. Árið 1996 fluttust þau að Hjarðartúni í Hvolhreppi en þá starfaði Sigþór meðal annars á Sæðingarstöðinni í Gunnars- holti og við smíðar hjá frænda sínum, Sveini Sigurðssyni. Í Hjarðartúni bjuggu þau í átta ár þar til leiðin lá aftur á Sel- foss árið 2004. Áttu þau heima í Seftjörn 4 í tíu ár en fluttu svo í Grænumörk 5. Útför Sigþórs fór fram 8. október 2016 í kyrrþey að ósk hins látna. 1915, d. 22.5. 1999, og Óskar Svein- björn Bogason bóndi, f. 15.11. 1896, d. 3.4. 1970. Sigþór og Gerður eignuðust fjórar dætur, þær eru: a) Guðbjörg Svava, f. 22.8. 1962, gift Guðmundi Þór Hafsteinssyni, f. 2.2. 1959. Dætur þeirra eru Rakel Dögg, sam- býlismaður Guðjón Bjarni Hálf- dánarson, synir þeirra Elmar Þór og Hákon Darri. Gerður Ósk, sambýlismaður Eyþór Lár- usson, og yngst er Anna Mar- grét. b) Kolbrún, f. 3.4. 1968, sonur hennar er Sigþór, faðir hans Helgi Jón Ólafsson. c) Þór- unn, f. 6.8. 1974. d) Ósk, f. 21.5. 1976, unnusti Georg Pétur Kristjánsson, f. 23.5. 1972, börn þeirra eru Kristján Jarl og Agatha. Fyrir átti Sigþór Jónu, f. 4.1. 1961, sambýlismaður Elv- ar Eyvindsson, f. 20.9. 1960, börn þeirra eru Eyrún, unnusti Jóhann Gunnar Böðvarsson, synir þeirra eru Böðvar Snær og Sæþór Elvar, Ármann og Jó- el. Sigþór ólst upp í foreldrahús- um í Norðurhjáleigu í Álftaveri Elsku eiginmaður og besti vin- ur. Ég þakka þér allar góðu stund- irnar í lífi okkar og kveð þig með þessum orðum: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Ég á eftir að sakna þín sárt og bið góðan Guð að geyma þig. Þín Gerður. Elsku hjartans pabbi minn! Þú varst svo mikill höfðingi og ég er svo stolt að vera dóttir þín. Það var gaman að vinna með þér, elsku pabbi minn. Þú varst skipulagður og hafðir gott verks- vit. Þegar ég byggði Laufás studdir þú mig og varst minn sér- legi ráðgjafi og meistari í öllu því sem þar fór fram, alveg frá upp- hafi til enda. Það var svo sérstakt þegar við unnum saman, það var ekkert verið að blaðra endalaust heldur gátum við unnið lengi án þess að segja orð, niðursokkin í verkið, einbeitt og vandvirk, sam- an sem eitt. Ég mun aldrei gleyma þeirri einstöku tilfinningu sem það var að setjast niður með þér eftir góða vinnutörn, drekka með þér kaffi og spjalla. Í hestamennskunni varstu líka snillingur á allan hátt. Þú hafðir gott auga fyrir fallegum hrossum, áttir marga góða gæðinga og varst svo góður reiðmaður, elsku pabbi minn. Þú hafðir einstakt lag á öll- um dýrum og mig langaði alltaf að geta lært þetta af þér. Ef til vill hef ég einhverju náð og verð þér ævinlega þakklát fyrir það og þá þekkingu mun ég varðveita sem dýrindis fjársjóð líkt og minning- arnar allar um þig og þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég treysti þér svo fullkomlega þegar þú fannst réttu stundina til að ég fengi að prófa gæðingana þína í fyrsta sinn. Þú vissir nákvæmlega hvenær og hvar besti staðurinn var og þá stoppaðir þú klárinn, steigst af baki og sagðir að nú skyldi ég fara á bak og prófa. Þá var farið yfir hvernig taumhald og hvaða áseta væri best og svo réttir þú mér tauminn og á bak fór ég full spennu og gleði yfir þeirri hugsun að loksins fengi ég að taka reiðskjótann þinn til kostanna. Svo passaðir þú alltaf að ég fengi að ríða á undan svo að ég og klár- inn fengjum næði til að kynnast og þegar þú fannst að rétti tíminn var kominn þá komst þú upp að hlið- inni á mér og við riðum saman úti í fallegri náttúrunni, sæl og ham- ingjusöm saman, þú, elsku pabbi minn, og ég, stolta pabbastelpan. Ég gæti endalaust rifjað upp góðar stundir sem við áttum sam- an en þær rúmast ekki allar hér en verða í huga mér í staðinn alla mína tíð og munu þær ylja mér um hjartarætur svo lengi sem ég lifi. Þú hefur gefið mér svo margt, elsku pabbi minn, og ég skal gera allt sem ég get til að þú getir verið stoltur af stelpunni þinni. Ég veit að þú munt fylgjast með okkur Sigþóri mínum í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Ég þakka Guði á hverju degi fyrir að hafa gefið mér fallega drenginn minn, hann Sigþór, og ég er þakk- lát fyrir að hann skuli bera fallega nafnið þitt. Þú varst svo stoltur af afastráknum þínum og varst reglulega að spyrja mig um hann og notaðir þá alltaf orðið „nafni“. Ég er óendanlega stolt að vera dóttir þín, elsku pabbi minn. Þú ert fallegasti, besti, klárasti og yndislegasti pabbi sem nokkur getur hugsað sér og þakka ég þér hjartanlega fyrir stundirnar okk- ar hér á þessu jarðríki. Hjarta mitt er fullt af ást og hlýju til þín og minningarnar um þig, pabbi minn, munu lifa með mér svo lengi sem ég lifi. Guð veri með þér og gefi þér frið. Þín dóttir, Kolbrún. Bláu augun þín, lika djúp og skær. Lýsa leiðina mína, líkt og stjörnur tvær. (Ólafur Gaukur) Elsku hjartans pabbi minn, síð- ustu dagar hafa verið þeir erfið- ustu í lífi mínu. Ég trúi því varla að ég fái ekki aftur að horfa í fallegu bláu augun þín, sem líkt og segir í laginu, hafa lýst mína leið, líkt og stjörnur tvær. Þú varst svo ynd- islegur og góður pabbi, með hjarta úr gulli og vildir allt fyrir mig gera. Ég er svo óendanlega þakk- lát og stolt af því að fá að vera dóttir þín. Þú hafðir einstaka nær- veru, traustur, hjálpsamur, ráða- góður og alltaf stutt í húmorinn. Ég verð ykkur mömmu ævinlega þakklát fyrir að hafa flutt í sveit- ina á sínum tíma, því það að vera barn og fá að alast upp í sveit eru forréttindi að mínu mati. Ég gleymi því aldrei hvað ég var spennt þegar fyrsta kindin mín, hún Gríma, var komin að burði og vonaðist ég eftir flekk- óttu lambi. Það var komið að kvöldmat og þú segir við mig að við verðum að fara heim að borða. Mamma hafði eldað slátur og ég sem alltaf borðaði bara blóðmör fékk mér það á diskinn. Þá segir þú við mig „nú verður þú að borða bæði blóðmör og lifrapylsu, Þór- unn mín, ef þú ætlar að fá flekkótt lamb“. Ég lét til leiðast og viti menn, Gríma mín bar flekkóttum hrút. Þú varst mikill hestamaður og áttir marga góða gæðinga, Goða, Skúm og Hug, svo fáir séu nefnd- ir. Þú varst góður að finna það út hvenær við systur vorum tilbúnar til að fara á bak viljugari hestun- um og við vissum að við gætum treyst þér þegar þú sagðir „jæja, nú ferð þú á bak þessum“. Þið Skúmur voruð miklir félagar og var ég mikið montin þegar þú sagðir mér eitt haustið að nú skyldi ég smala á honum. Smölun og fjallferðir voru þér mikilvægar enda varstu þar í essinu þínu, á baki góðum hesti, í fjárleit og með hundinn þinn hann Kát á eftir þér. Þú gerðir alla vinnu svo létta og skemmtilega með þinni rósemi og hnyttni eins og þegar við vorum að skipta um innréttingar í hesthús- inu. Það var mígandi rigning og leiðindaveður er við Ósk, íklæddar regngöllum, vorum að bisa við að naglhreinsa spýtur fyrir utan hesthúsdyrnar. Eitthvað fannst þér vinnubrögðin skrýtin svo þú tekur upp hamar og ferð að sýna okkur, með ákveðnum handa- hreyfingum, hvernig best væri að ná nöglunum úr. Heyrist þá í Ósk sem var orðin eitthvað pirruð á stóru regnbuxunum sínum sem láku sífellt niður „helvítis brækur“ og þá segir þú „já, ég veit, ég er helvíti sprækur“ og þá var mikið hlegið. Í Þúfunni leið okkur öllum best og yndislegar eru minningarnar um kvöldin þegar þið bræður sát- uð við kabyssuna og sögðuð sögur. Við systurnar lágum uppi á lofti og nutum þess að hlusta á ykkur. Þú varst besti bílstjórinn og þótti mér alltaf vænt um hversu vel þér leið í bíl með mér. Ferð- irnar okkar saman eru ótalmargar og tvisvar komuð þið mamma í heimsókn til mín til Noregs. Tal- aðir þú oft um hversu gaman það var. Elsku besti pabbi minn, hetjan mín, mig verkjar í hjartað af sorg. Missirinn er mikill en þó mestur fyrir elsku mömmu. Munum við umvefja hana hlýju og allri okkar ást. Hvíl í friði. Þín dóttir, Þórunn. Elsku pabbi. Kallið er komið, komið er að kveðjustund, minningarnar streyma fram. Tryggvagata 28, ég ca 3ja til 4ra ára að bíða eftir að pabbi komi heim á olíubílnum. En fæðingarárið mitt 1962 hóf- uð þið mamma ykkar búskap á neðri hæð hjá Nonna og Grétu og bjugguð þar í einstöku sambýli í sex ár og varð til þess að ég eign- aðist tvö pör af foreldrum og bróð- ur þar sem við Óskar ólumst upp eins og systkin á þessum tíma. Árið 1968 fluttum við í nýja fína húsið okkar að Engjavegi 45 og þar áttum við einnig góða tíma. Það var ekkert smá spennandi að fá að fara með þér eftir skóla uppí sveitir þegar þú fórst með olíuna og hlusta á þig spjalla við kallana á bæjunum. Það sem mér fannst þú klár að keyra þennan stóra bíl í vondum veðrum. Minningar úr Ási er þið mamma ákváðuð að flytja í sveit- ina árið 1973 en þá var ég á ellefta ári og fékk þá þau forréttindi að fá að vinna með þér við hin ýmsu sveitastörf. Minningar um heyskapinn þar sem búið var að binda fleiri þús- und bagga og liðsauki mættur til að hjálpa. Þú forstjórinn úti á túni og Sigrún systir þín jafnvel mætt og var sjálfskipaður forstjóri inni í hlöðu. Mikið var gaman, allir að keppast við að ná heyinu inn fyrir rigningu og að loknu dagsverki beið fólksins dýrindis lambalæri að hætti mömmu. Sagðar voru sögur, mikið hlegið og allir endur- nærðir því búið var að bjarga heyinu og nú mætti rigna. Svo leyfðir þú okkur alltaf að sofa út og sleppa fjósinu eftir svona daga. Man hvað ég var stolt af þér þegar þú varst að leika uppá sviði bæði á fjölskylduskemmtunum og þorrablótum. Hvað það var gaman að dansa við þig og þú varst að segja mér að ég væri að verða alveg jafn flink að dansa og mamma og Gréta frænka. Já, minningarnar eru margar og ekki hægt að tjá sig um þær all- ar hér. Það var þessi einstaka nærvera þín. Þú hafðir svo góð áhrif á fólk, traustur, jarðbundinn og með þína einstöku kímni. En þú gast verið fastur fyrir, varst lítið fyrir að skipta þér af öðrum og vildir ekki að aðrir væru að skipta sér af þér. Varst stoltur af okkur fólkinu þínu og vildir alltaf vita hvað við værum að sýsla. Elsku pabbi þú varst búinn að stríða við veikindi undanfarin ár og tókst á við þau af miklu æðru- leysi. Frá því í mars hafa sjúkra- húsdvalirnar verið ansi margar en þó gastu alltaf komið heim inn á milli, þar sem þú þráðir að vera og mamma svo dugleg að annast þig og láta þér líða sem best. Þakk- lætið sem þú sýndir henni og okk- ur sem næst þér stóðu í veikindum þínum er okkur ómetanleg. Þú vonaðir að þú myndir ná betri heilsu aftur og gætir verið lengur hjá okkur. En kallið kom svo snöggt en örugglega er þú varst að hugsa til æskustöðva þinna, umræðan um Kötlugosið 1918 var í fréttum og þú að ná þér í meira kaffi í bollann, tilbúinn í frekara spjall. Söknuðurinn er mikill og sorgin kremur hjarta okkar en við vitum að þú ert nú laus við veikindin og hjartað þitt vonandi farið að slá af fullum krafti í nýjum heimkynn- um. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Takk fyrir allt. Þín Guðbjörg. Elsku fallegi pabbi minn er lát- inn, sorgin svo sár. Að hugsa til þess að eiga ekki eftir að horfa í fallegu, góðu, bláu augun þín og hlusta á yndislegu fallegu röddina þína segja einhverja skemmtilega sögu. Það gat enginn sagt jafn góðar sögur og þú. Áhrifamáttur þinn við frásagnir var svo mikill að maður gleymdi stað og stund við það að hlusta á þig og það var allt- af einhver góður boðskapur við hverja sögu og/eða voru þær svo skondnar að við hlógum mikið. Stolt og þakklæti er mér efst í huga að hafa fengið að eiga þig sem föður. Þú varst svo mikill höfðingi og glæsimenni. Þú varst bestur og flottastur í öllu. Karakt- er þinn var svo mikill og stórkost- legur að allir sem hittu þig heill- uðust að þér. Hafðir svo góða og fallega sýn á lífið. Maður bar svo mikla virðingu fyrir þér og þú varst svo góður uppalandi. Kennd- ir manni fljótt að axla ábyrgð, vinna vel til verka og hrósaðir manni þegar maður gerði vel. Margs er að minnast. Reiðtúrarn- ir okkar „Já, hafðu létt taumhald“ og „nú er hann flottur hjá þér“ sagðir þú oft, það voru gullnar stundir. Það er þér að þakka að ég á Hlekk, uppáhalds reiðhestinn minn. Marga góða reiðhesta hefur þú ræktað og nú fylgist þú með að handan og ert vel ríðandi á einum af mörgu gæðingunum þínum. Eftirminnilegar voru smalaferðin- ar okkar og maður lagði sig alla fram við að gera þig stoltan. Þegar við fórum niður á engjar og ég fékk að fara á Stjarna, var ég búin að suða í þér að fá að fara á honum og þú lést undan en sagðist nú ekki vera viss um að ég mundi ráða við hann þegar ætti að hleypa fyrir. Svo kom að því að þú kall- aðir á mig að hleypa fyrir og þá rauk Stjarni bara með mig milli horna á túnstykkinu. Í fyrstu varstu pínu brúnaþungur og leist ekkert á blikuna, en svo sagðir þú við mig hvort ég vildi ekki bara fara heim, fórst svo að hlæja og við skellihlógum að þessari smala- mennsku minni. Þú skynjaðir allt- af hvenær maður var orðinn nógu stálpaður til að ráða við hvern hest og vissir að ég mundi ekki ráða við Stjarna við þessar aðstæður, sem kom svo á daginn. Ég finn enn sælutilfinninguna við að syngja með þér. Þú varst með svo fallega rödd, „Húmar að kveldi“ og „Fram í heiðanna ró“ sungum við oft. Þúfa var þinn allra besti sælu- staður og þar varstu í essinu þínu í veiðiparadísinni okkar inni á miðhálendinu. Sé þig fyrir mér, sitja við kabyssuna og fylla hana af eldiviði og kynda vel upp. Líta til veðurs „já, nú er hann að norð- austan og þá er best að fara kíkja á stangirnar“. Þekktir hverja þúfu, last í veðrið og fannst svo gaman að veiða. Keyrðir á Krú- sernum þínum oft út í vatn eða uppá brattar sandöldurnar. Þú barst þig vel í veikindum þínum, klæddir þig alltaf í þín föt og leist frekar út fyrir að vera gestur á spítalanum, heldur en að þú værir þar sjálfur. Þú gafst okkur alltaf von um að þér mundi batna og hughreystir mann, það var svo fal- legt af þér. Missir okkar er mikill en mestur elsku mömmu. Ást ykk- ar og samband var svo fallegt enda alltaf talað um ykkur í sama orði. Við systurnar verðum dug- legar að passa uppá mömmu fyrir þig. Elsku pabbi, ég kveð þig með söknuði í hjarta en veit að þú vakir yfir mér og leiðbeinir áfram í líf- inu. Blessuð sé minning þín. Guð geymi þig. Þín Ósk. Elsku afi. Við finnum fyrir miklum sökn- uði er við hugsum til þess að þú sért farinn frá okkur en erum jafnframt þakklátar fyrir allan þann tíma sem við áttum með þér. Þú varst yndislegur og ávallt gott að vera í kring um þig. Eftir lifa óteljandi minningar sem munu ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt, Guð geymi þig. Þínar, Rakel Dögg, Gerður Ósk og Anna Margrét. Í örfáum orðum langar okkur systur að minnast Sigþórs hennar Gerðar, móðursystur okkar. Alla tíð var mikill samgangur á milli fjölskyldnanna en Sigþór og Gerð- ur byrjuðu að búa á neðri hæðinni heima á Tryggvagötu 28 hjá mömmu og pabba. Á milli þeirra fjögurra var alltaf mikill kærleik- ur og gagnkvæm virðing. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara að Ási. Á vorin fórum við í sauðburð og í heyskap á sumrin. Ekki vitum við hvort það voru mikil not fyrir okkur systur í sveit- inni en alltaf fannst okkur við hafa tekið fullan þátt í því sem verið var að gera og alltaf hrósaði Sigþór okkur fyrir hvað við vorum dug- legar og fengum við að gera ým- islegt sem tilheyrði sveitalífinu. Einnig fórum við margar helgar í heimsókn að Ási. Það var alltaf fyrsta val ef við fengum að ráða hvert fara ætti í helgarbíltúrinn. Ég (Rósa Sif) man eitt sinn þegar að við Ósk vorum að halda við baggana í hirðingu að okkur varð litið á kappann þar sem hann var á traktornum og skellihló. Við veltum því fyrir okkur hvað hefði glatt hans svona en þá hafði mús stokkið yfir höndina á mér þegar að við vorum að halda við. Ég hefði líklega glatt hann enn frekar ef ég hefði orðið hennar vör því ekki hefði staðið á viðbrögðunum hjá mér, það er á hreinu. Sigþór og Gerður voru búin að koma sér vel fyrir í Grænumörk- inni, þau á efri hæðinni og mamma á neðri og enn mikill samgangur, eins og hann var forðum á Tryggvagötunni, nema að það vantaði pabba. Nú hefur Sigþór verið jarðsettur við hlið hans í kirkjugarðinum hér á Selfossi og eru þeir nú saman ný. Elsku Gerður, Guðbjörg, Kol- brún, Þórunn, Ósk, Jóna og fjöl- skyldur. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. En minning um góðan mann lifir í hjörtum okkar. Jóna Dóra Jónsdóttir og Rósa Sif Jónsdóttir Ég naut þeirra forréttinda að fá að kynnast Sigþóri og fjölskyldu hans. Hann var mikil gæðaper- sóna, jákvæður, duglegur, ósér- hlífinn og skemmtilegur. Heimili Sigþórs og Gerðar að Ási einkenndist af hlýjum og góð- um móttökum. Strax við fyrstu kynni var mér tekið sem einni af fjölskyldunni og varð heimili þeirra mitt annað bernskuheimili. Það var alltaf gaman að koma að Ási og hjálpa til við sauðburð, smölun og heyskap. Ótal góðar minningar koma upp í hugann, all- ar góðu stundirnar í eldhúsinu að Ási, spjalli við eldhúsborðið um heima og geima. Sigþór var skemmtilegur maður, góður sögu- Sigþór Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.