Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 288. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Kaupir Korputorgið 2. Neita tiltekt í flugvélum WOW air 3. Vilja Bergsson mathús úr húsi 4. Sigmundur birtir bréf um tölvuinnbrot »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Stórsveit Reykjavíkur munu sameina krafta sína um helgina í flutningi á einu meistaraverki Gershwins; Rhap- sody in Blue. Tónleikarnir fara fram í Hofi á morgun og hefjast klukkan 20. Sinfónískur djass ásamt stórsveit í Hofi  Hollenski slag- verksleikarinn Niek KleinJan er staddur hér á landi til að halda fyrirlestur í sal FÍH í Rauðagerði í dag klukkan 17. Hann mun einnig leika á tónleikum á sunnudag klukkan 15:15 í Norræna húsinu þar sem hann mun meðal ann- ars leika einleiksverk Áskels Másson- ar, Frum. Fyrirlestur og tón- leikar Niek KleinJan  Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Ágúst Ólafsson, baritón, og Gerrit Schuil, píanóleikari, flytja söngljóða- flokkinn Italienisches Liederbuch eftir Hugo Wolf á tónleikum í Salnum í Kópavogi á laugardag klukkan 20. Tón- leikarnir eru hluti af tónleika- röðinni Tíbrá. Söngljóð, fegurð, ást og húmor í Salnum Á laugardag Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 4 til 10 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 8-15 m/s, hvassast norðvestan- til, en lægir smám saman þegar líður á daginn. Rigning með köfl- um norðvestantil, léttskýjað norðan- og norðaustanlands, en ann- ars skýjað með köflum og dálitlar skúrir. Hiti 6 til 14 stig. VEÐUR Íslandsmeistarar KR, Grindavík og Stjarnan eru öll með fullt hús stiga í Dominos-deild karla í körfu- knattleik. KR lagði nýliða Skallagríms í gærkvöld, Grindavík hafði betur á móti Haukum í fram- lengdum leik og Stjarnan bar sigurorð af ÍR. Tinda- stóll hafði betur í granna- slagnum á móti Þór og Njarðvík burstaði Snæfell í Hólminum. »2-3 Þrjú lið eru með fullt hús „Það má segja að um tvær mis- munandi íþróttir sé að ræða. Einn munurinn er að í hópfimleikum er maður hluti af liði og liðsheild en í áhaldafimleikunum er maður einn eða ein og stendur al- farið og fellur með eig- in frammistöðu. Það er mun meiri stemning og læti í kringum keppni í hópfimleikum,“ segir Norma Dögg Róbertsdóttir, sem nú er orðin landsliðs- kona í hópfimleikum eftir glæsilegan feril í áhaldafim- leikum. »4 Meiri stemning og læti í hópfimleikunum Afturelding náði í gærkvöld þriggja stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla í handknattleik eftir eins marks sigur á Gróttu að Varmá. Þar með unnu Mosfellingar sinn sjötta sigur í röð í deildinni. Á Selfossi töpuðu heimamenn fyrir Stjörnumönnum í hörkuspennandi leik þar sem Garðbæingar skoruðu sigurmarkið í blálokin. »2-3 Sjötti sigur Aftur- eldingar í röð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Feðgarnir Atli Guðlaugsson og syn- ir hans, Bjarni og Guðlaugur, æfðu saman nokkur sönglög fyrir 50 ára afmæli Atla og hafa síðan sungið saman sem Tindatríóið, eða í um 13 ár. Tónlist hefur alla tíð verið ríkjandi þáttur á heimili feðganna. „Ég var í fyrsta árgangnum sem fór í gegnum Öldutúnsskóla í Hafnar- firði og þegar Egill Friðleifsson byrjaði með barnakór í skólanum var ég einn af fáum strákum í byrj- un en fljótlega var kórnum breytt í stúlknakór,“ rifjar Atli upp. Bætir við að móðir hans hafi alltaf sungið mikið, verið í kórum og hann hafi fengið sönginn með móðurmjólk- inni. Þegar synirnir voru 16 ára byrj- uðu þeir að syngja með Karlakórn- um Stefni í Mosfellsbæ, en þá var Atli stjórnandi kórsins. Þeir fóru síðan í söngnám og luku framhalds- prófi frá Listaskóla Mosfellsbæjar, þar sem Atli hefur verið skólastjóri í 12 ár. Hann hefur lært söng og er menntaður blásarastjórnandi og hefur stjórnað kórum, lúðrasveitum og tónlistarskólum víða um land. Koma víða fram „Við syngjum nánast vikulega í útförum og svo syngjum við oft á ýmsum skemmtunum um helgar, eins og til dæmis á árshátíðum, þorrablótum, í afmælum og brúð- kaupum,“ segir Atli, en þeir syngja meðal annars á minningarstund um Pál Helgason kórstjóra í Langholts- kirkju sunnudaginn 23. október. Þegar Atli starfaði í Eyjafirði söng hann með karlakvintett sem kallaði sig Galgopa. „Við sungum saman í nokkuð mörg ár og þar á meðal var Óskar Pétursson, sem síðar gerði garðinn frægan með Álftagerðis- bræðrum.“ Hann segir að synirnir hafi gjarnan verið með á æfingum. „Við áttum tvo bíla og ekkert út- varp var í öðrum þeirra. Strákarnir vildu alltaf frekar vera í honum því þá var tryggt að sungið var alla leiðina og þá aðallega lögin sem við Galgoparnir sungum.“ Þó Tindatríóið hafi ekki verið áberandi í fjölmiðlum hefur það víða vakið athygli. Fyrir nokkrum árum kom út diskurinn Aðeins þú með því og Sveini Arnari og feðgarnir kom- ust í undanúrslit í sjónvarpsþætt- inum Ísland got talent með lagið Gullvagninn fyrir tveimur árum. Atli og synir leggja töluvert upp úr leik og látbragði, gríni og glensi og Atli leggur áherslu á að þeir syngi öll lög sem beðið sé um. „Í út- förum nú til dags er beðið um allt milli himins og jarðar,“ segir hann og nefnir að Gullvagninn sé nokkuð vinsæll. „Þegar við sungum lagið fyrst sungum við það strax eftir minningarorðin, að ósk hins látna,“ rifjar Atli upp, en skömmu áður höfðu þeir sungið yfir mágkonu mannsins. „Stuttu eftir útför henn- ar andaðist eiginkona mannsins, hann hringdi í mig og vildi fá eins skemmtilega jarðarför og hafði ver- ið hjá mágkonunni.“ Atli segir að fyrirvarinn hafi verið skammur eftir að maðurinn dó og þegar þeir hafi verið að renna yfir lagið við hliðina á kistunni í kirkjunni hafi sellóleik- ari, sem átti að spila kveðjulag frí- múrara, komið til þeirra og að lokn- um söngnum spurt með nokkrum þjósti hvort þeir væru að æfa fyrir árshátíð. Áður en að atriðinu hafi komið hafi frímúrarar verið að gera sig klára til þess að standa heiðurs- vörð. „Þeir standa alltaf stífir og ég spurði þá hvort þeir vissu af breyt- ingunni. „Hvaða breytingu?“ spurðu einhverjir. Eftir minningarorðin eigið þið að smella fingrum í takt við lagið. „Það verður aldrei,“ svör- uðu þeir grafalvarlegir en tóku gríninu vel.“ Söngurinn og móðurmjólkin  Feðgarnir í Tindatríóinu koma víða við Morgunblaðið/Eggert Tindatríóið Atli Guðlaugsson skólastjóri með sonunum Guðlaugi, til vinstri, og Bjarna á æfingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.