Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 10
10 Bleiki dagurinn MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Bleiki dagurinn er tileinkaður brjóstakrabbameini í ár, eða öllu heldur leit að brjóstakrabbameini og að sýna samstöðu með þeim sem barist hafa við brjóstakrabbamein og aðstandendur þeirra. Í takt við það er eitt af helstu markmiðum söfnunarátaksins Bleika slaufan í ár að safna fyrir nýjum brjóstmynd- unartækjum. Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins, segir að væntingar standi til þess að hægt verði að kaupa þrjú ný tæki. Til þess að fjármagna það hafa verið gerðar 45 þúsund bleikar slaufur í formi barmnælna sem margir kann- ast við. Bleika slaufan er að þessu sinni hönnuð af Lovísu og Unni Eir gull- smiðum. Form slaufunnar táknar stuðningsnetið sem mikilvægast er þeim konum sem greinast með krabbamein – fjölskylduna og sam- félagið. Slaufan kostar 2.000 krónur og er til sölu víða í verslunum. Vilja ná 80% kvenna í skoðun Þó Bleiki dagurinn sé í dag er október í heild tileinkaður málefn- inu. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu að á 40 klukkustunda fresti greinist kona með brjósta- krabbamein hér á landi. Þar segir einnig að skipuleg leit að brjósta- krabbameini sé talin lækka dán- artíðni um allt að 40%. Þá segir að margt hafi áunnist í baráttunni gegn brjóstakrabba- meini á undanförnum árum. Lífs- líkur hafa til að mynda aukist til muna. Þannig geta 90% kvenna sem greinast með brjósta- krabbamein nú vænst þess að lifa lengur en fimm ár. Um 3.000 konur eru á lífi í dag sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. Brýnt er þó að gera enn betur: Enn látast um 40 konur úr sjúkdómnum á hverju ári. Öflugasta vopnið í baráttunni gegn brjóstakrabbameini er skipu- leg leit til að finna krabbamein á byrjunarstigi. „Það þarf alltaf að minna konur á að koma í brjósta- krabbameinsleit. Fjöldi þeirra sem koma í skoðun eykst alltaf í tengslum við svona átök. Mætingin hefur verið góð í heild, eða um 68% sem er með því besta sem gerist í heiminum en við viljum gjarnan sjá þessa tölu fara upp í 80%,“ segir Kolbrún og bendir á að slíkt sé hlutfall kvenna sem mætir í brjóstakrabbameinsleit í Svíþjóð. „Við viljum ná þessu með því að breyta boðunarkerfinu. Þannig að í stað þess að konur bóki tíma, þá ætlum við að hafa tímann bókaðan fyrirfram en að konan geti breytt honum komist hún ekki á þeim tíma,“ segir Kolbrún. Vörur, velta og bleik föt Fjölmörg fyrirtæki hafa í gegn- um árin lagt söfnuninni lið. Hafa þau valið til þess ýmsar leiðir. Þannig geta fyrirtækið valið að selja ákveðna vöru/r eða þjónustu og gefið hluta af veltu eða ágóða Bleika dagsins til söfnunarinnar. Þá geta fyrirtæki valið að gefa hlut af veltu dagsins til málefnisins auk þess sem mörg fyrirtæki hafa valið að kaupa Bleiku slaufuna fyrir starfsfólk sitt. Þá gátu fyrirtæki hvatt starfsfólk sitt til þess að mæta í bleiku í vinnuna í dag sem er orðin viðtekin venja hjá sumum fyrirtækjum. „Það hefur gengið vel að safna fé hjá fyrirtækjum sem og hjá almenningi. Við erum ekki kom- in með sölutölur á slaufunni en von- umst að sjálfsögðu til þess að slauf- an seljist bara upp. Það hafa verið send 45 þúsund stykki í verslanir,“ segir Kolbrún. Ein af undirskriftum átaksins er myllumerkið (hashtag) #fyrir mömmu. Að sögn Kolbrúnar er það skírskotun í þann hóp sem fer í brjóstakrabbameinsleit. „Þessi hópur er 40-69 ára og okkur varð tíðrætt um að þessi sjúkdómur hitt- ir oft kjarnann í fjölskyldunni sem er mamman. Auðvitað eru öll krabbamein áfall en okkur finnst þetta vera gott sameingartákn fyrir þetta málefni. Eitthvað sem við get- um öll fundið hlýjar tilfinningar til og þetta eru þær konur sem við þurfum að ná til og hvetja til þess að koma í brjóstamyndatökur,“ seg- ir Kolbrún. Bleika slaufan fyrir mömmur okkar  Bleiki dagurinn í dag  Vilja kaupa að minnsta kosti þrjú brjóstmyndunartæki  Vilja fá skoðunarhlutfall í 80% Eliza Reid Forsetafrúin afhjúpaði Bleiku slaufuna við hátíðlega athöfn í Kringlunni 29. sept- ember. Hér má sjá hana með leikskólabörnum sem máluðu mynd fyrir mömmu með Tolla. Fyrir mömmu Starfsfólk auglýsingastofunnar Brandenburg bauð mæðrum sínum í mömmukaffi í gær. Átakið er tileinkað mæðrum. Hvert þeirra brjóstamyndunartækja sem Krabbameins- félagið stefnir á að kaupa fyrir söfnunarfé kostar 30 milljónir króna. „Við þurfum að lágmarki þrjú fyrir leit- arstöðina en svo vonumst við til þess, ef fjármagn fæst til, að geta bætt við fleiri tækjum. Svo þurfum við að endurnýja hugbúnaðinn líka sem kostar nokkuð. Eins vonumst við til þess að geta keypt ný sérskoðunartæki líka,“ segir Kolbrún. Hún segir Krabbameinsfélagið í samstarfi við Landspítalann um þessi mál. „Það er alltaf í svona málum að því meira sem safnast því betra,“ segir Kolbrún. Í átakinu í fyrra seldust um 37 þúsund slaufur. Hvert tæki kostar 30 milljónir VILJA KAUPA AÐ LÁGMARKI ÞRJÚ TÆKI Kolbrún Ásgeirsdóttir Bleik Harpa Líkt og undanfarin ár eru ýmsar byggingar baðaðar bleikri lýsingu. Hér má sjá hvernig bleiki liturinn gefur tónlistarhúsinu Hörpu fallegan blæ í miðborginni. Eimskip Í mörgum fyrirtækjum hefur skapast sú hefð að koma bleik- klæddur til vinnu á Bleika deginum. Hér má sjá starfsfólk Eimskips í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.