Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 ✝ Ingibjörg Ósk-arsdóttir fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 28. júní 1967. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 4. októ- ber 2016. Foreldrar Ingi- bjargar eru Óskar Kristinn Ásgeirs- son, f. 6. apríl 1946 á Hraunbóli í V-Skaftafells- sýslu, d. 31. ágúst 2015, og El- ínborg Ragnarsdóttir, f. 13. apríl 1948 í Hafnarfirði. Systkini Ingibjargar eru: 1) síðar Flensborgarskóla. Þegar Ingibjörg flutti úr foreldrahúsum bjó hún lengst af í miðbæ Reykjavíkur en sneri fyrir nokkrum árum aft- ur í Hafnarfjörð og bjó sér til fallegt heimili að Suðurgötu 15. Ingibjörg fór snemma út á vinnumarkaðinn, vann hjá KRON/Sambandinu og Mikla- garði við innkaup og sölu og sem sölumaður hjá Stíl en starfaði lengst af sem sölumað- ur og sölustjóri hjá Heilsu ehf./hf. áður en hún hóf störf hjá Sóley Organics. Ingibjörg var listakona í höndunum, mjög skapandi og mikil áhugakona um tísku og eftir hana liggur mikið af fal- legu handverki. Útför Ingibjargar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 14. október 2016, kl. 13. Ragnar Ásgeir, f. 16. janúar 1965, börn hans eru Ísak og Benjamín, 2) Erla, f. 29. október 1971, maki Krist- ján Valur Jónsson, börn þeirra eru Katla Ingibjörg og Jón Óskar, 3) Ósk- ar Jón, f. 30. októ- ber 1982, börn hans eru Katrín Emma og Kári og 4) Sævar Markús, f. 15. febrúar 1985. Ingibjörg sleit barnsskónum í Norðurbænum í Hafnarfirði og gekk í Víðistaðaskóla og Elsku Inga mín. Það er svo margt sem mig langar að segja við þig núna en ég veit bara ekki á hverju ég á að byrja. Það sem kemur fyrst upp í hugann er Suðurgatan og allar frábæru stundirnar sem við átt- um þar með „besta kaffi í heimi“. Alltaf gat ég komið til þín og spjallað um hvað sem er og alltaf nenntir þú að hlusta, gefa ráð og segja þína skoðun … og þú varst alveg ófeimin að skamma mig ef þér fannst þess þurfa. Þú varst einstök systir og ein- stök mannvera. Alltaf varstu tilbúin að hjálpa öllum í kringum þig og hugsaðir yfirleitt fyrst um aðra og svo um þig sjálfa. Ég veit að þú munt fá þetta allt borgað til baka í „Draumalandinu“ þar sem þú og pabbi sitjið eflaust núna, þú við saumavélina að sauma saman einhverja snilldina og hann að ráða krossgátur. Þú reyndist börnunum mínum vel og þau dýrkuðu Ingu frænku. Inga frænka var mest töff frænka í öllum heiminum og Katrín Emma fær alltaf stjörnur í augun í hvert sinn sem hún talar um þig og mun alltaf gera. Þrátt fyrir óendanlega sorg í hjartanu yfir því að þú skulir vera farin þá er ég þakklátur og lán- samur að hafa átt þig að sem systur og vin. Ég er ríkari og betri manneskja fyrir vikið. Mig langar að enda þetta á nokkru sem þú sagðir skömmu fyrir andlát þitt. Að við ættum að reyna að vera góðar manneskjur og vera góð hvert við annað, sýna hvert öðru ást og umhyggju því þannig gerum við heiminn okkar betri. … og þú, Inga mín, gerðir hann sko betri fyrir okkur sem fengum að fylgja þér í gegnum lífið. Ég elska þig óendanlega mikið og mun sakna þín alla daga. En ég veit að núna ertu á góðum stað hjá pabba og hann passar þig. Takk fyrir allt og allt. Ást og friður. Óskar Jón (Nonni bróðir). Það er þyngra en tárum taki að kveðja Ingu systur mína, eigin- lega ólýsanlegt, en maður mun samt ávallt eiga dásamlegar og fallegar minningar um hana. Inga var bæði systir mín og mjög góður vinur, sem var ávallt til staðar fyrir mig og hvetjandi í einu og öllu sem maður tók sér fyrir hendur. Hún var mjög mikill áhrifavaldur í mínu lífi og ávallt leit ég mikið upp til hennar. Óeig- ingjarnari manneskju hef ég aldrei hitt, en hún vildi ávallt allt fyrir aðra gera og var ávallt til staðar eftir sinni bestu getu. Mun ég vera henni ævinlega þakklátur fyrir allt saman sem hún hefur gert fyrir mig. Minningarnar sem koma fram eru óendanlegar þeg- ar maður fer að hugsa til baka, minningar sem ég mun ávallt varðveita fyrir sjálfan mig. Inga var ávallt mjög örlát á sinn tíma og mun ég sakna þess sárt að geta ekki eytt tíma með henni, hvort sem það var yfir saumavél- inni, ferðast hérlendis sem er- lendis, eða bara sitja í rólegheit- um á Suðurgötunni. Ávallt hafði hún einlægan áhuga á því sem maður var að vinna að og ávallt gaf hún mér góð ráð. Ég mun sakna þess mikið að geta ekki leitað til hennar en hún var mjög fallega þenkjandi manneskja og hæfileikarík. Okkar samband og vinátta var falleg, við vorum mjög lík á margan hátt og kom ávallt vel saman, gátum talað endalaust en einnig dundað okkur sitt í hvoru lagi án þess að segja orð, það var einstaklega þægilegt. Er því hluti af mér horfinn sem var mér einstaklega kær en ég veit vel að hún verður ávallt með mér á sinn hátt og fyrir það mun ég vera mjög þakklátur. Ég elska þig óendanlega mik- ið, ég veit að þú ert nú á góðum stað og mun ég sjá þig aftur síðar. Þinn litli bróðir, Sævar. Elsku, elsku Inga stóra systir mín. Ég trúi því ekki ennþá að þú sért farin frá okkur. Þegar ég hugsa um þig er svo margt sem kemur upp í hugann. Hjartahlý. Gjafmild. Falleg og mesta skvísan af öllum. Besti kokkurinn: Aspassúpan á jólun- um, indverskur matur og bara allt sem þú eldaðir var gott. Hæfileikarík: hálsmen, arm- bönd, ponsjó. Saumaðir föt á vin- konurnar og heila hljómsveit. Vinkonustóðið þitt, Sóley, Jókka, Tóta, Unnur, Hanna Birna, Benna, Halla, Sigrún, Oddný, Helga, Gunna, Berglind og endalaust mætti telja áfram. Eyjó og Pétur, betri vini er ekki hægt að hugsa sér. Tónlist, við eigum svo margar minningar um tónlist. Bowie, Duran, Style Council, Roxy Mu- sic, Blur, Brunaliðið, Suede, Björgvin, Fleetwood Mac, De- peche Mode, Amy Winehouse, Bítlarnir, Rolling Stones og fleiri. Fasjón eins og við kölluðum það svo oft, tískublöð og Kate Moss. Þú varst svo mikil skvísa og flott í öllu. Þegar þú varst hundveik varstu samt alltaf mesta pían. Vá hvað mig langaði oft að vera svona mikil skvísa og ég leit svo upp til þín. Laufvangur, Breiðvangur, Ljósaberg, Þingholtsstræti. Endalausar minningar með fjöl- skyldunni og svo með Sigrúnu í miðbænum. Alltaf stuð og svo skellt sér á Kaffibarinn. Utanlandsferðir voru nokkrar og þú komst að heimsækja mig í Berlín á hverju ári meðan við Kristján bjuggum þar. Það var svo margt sem við ætl- uðum að gera, fara og fá okkur nýtt tattú og skreppa til New York og fleira og fleira. Mér finnst svo skrítið að eiga allt í einu enga systur en strákarnir eiga eftir að passa mig, ég veit það. Það eru samt alls konar hlut- ir sem maður talar bara um við systur sína og við áttum innilegt og gott samband og ég mun sakna þess svo að geta ekki hringt í þig til að fá hin ýmsu ráð. Ég mun passa upp á að Katla Ingibjörg nafna þín og sálufélagi í tískunni verði alltaf smart og Jón Óskar mun aldrei gleyma fal- legu og góðu Ingu frænku. Ég gæti skrifað heila bók um minningar okkar saman en læt þetta duga. Þú munt alltaf vera með mér í huganum og hjartanu. Ég veit að elsku pabbi hefur tekið vel á móti þér og ömmur og afar og jafnvel Bowie og Amy. Þú hitt- ir Keith bara seinna þar. Ég mun sakna þín óendanlega mikið, elsku Inga mín. Elska þig sys alltaf. Þín Erla. Mín yndislega og kæra Inga. Í hartnær 35 ár höfum við verið samferða á lífsgöngunni. Gengið saman í gegnum súrt og sætt, en þó meira sætt, og mikið ofboðs- lega er ég þakklátur fyrir allt það er þú gerðir fyrir mig, kenndir mér og ekki síst að þú varst óhrædd við að segja mér til synd- anna ef þér sýndist svo. Ef þú tal- aðir hlustaði ég. Ef þú skamm- aðir þá skammaðist ég mín og þegar þú hrósaðir þá var ég stolt- ur. Ég bar og ber ótæmandi virð- ingu fyrir þér og þínum skoðun- um og ráðum mér til handa í gegnum tíðina. Það var sama hvað ég gerði, hugsaði eða velti vöngum yfir. Alltaf gat ég leitað til þín og þú komst með réttu svörin. Svörin sem ég tók mark á. Að eiga þig sem vinkonu var ómetanlegt. Við vorum sem eitt en samt tvö. Ég gat spurt þig og leitað ráða sem konu og þú gafst mér svörin sem kona. Við gátum rætt um allt á milli himins og jarðar, kvennamál, karlamál, langanir og framtíðar- sýn og er það vinátta og traust sem ekki öllum er gefið, en okkur var gefið. Þú þekktir mig svo vel að ef ég horfði á þig þá sagðir þú: „Eyjó, ég sé hvað þú ert að hugsa.“ Þú last mínar hugsanir og oftar en ekki spurðir þú mig: „Hvað ertu ekki búinn að segja mér sem ég veit að þú þarft að segja mér?“ Eftir okkar áralöngu vináttu og virðingu þá varð ég svo of- boðslega þakklátur er þú sam- þykktir að verða minn ferðafélagi á ráðstefnum vegna vinnu minnar hingað og þangað um heiminn. Við fórum saman landa á milli og voru það með betri stundum sem við áttum saman. Kaffihús, kvöld- verðir, morgunmatur í rúmið og yndislegar stundir og samræður ein og sér eða með ferðafélögum okkar í þessum ferðum, Magnúsi og Ölmu. Þetta eru stundir sem ég gleymi aldrei og án vafa ein skemmtilegasta stund þessara ferða er við öll fórum og hittum Tótu, vinkonu þína, og Hjört, mann hennar, á veitingahúsi í Vín þar sem við hlógum og nutum lífsins daglangt fram á kvöld. Þann dag var grátið af hlátri í gleði og hamingju. Yndislega vinkona. Í dag er grátið af öðrum orsökum. Ég gæti rifjað upp svo margar stund- ir og mörg árin sem við höfum átt saman. Tenging okkar er í gegnum áralanga vináttu, fjölskyldu, vini og annað samferðafólk sem án efa eiga eftir að sakna þín og þinnar nærveru. Mín kæra. Ég sakna þín og hlakka til að hitta þig síðar þegar minn tími kemur. Takk milljón sinnum fyrir að vera vinkona mín. Vinátta sem hefur verið og er mér meira virði en allir heimsins demantar. Eyjólfur Lárusson (Eyjó). Það er sárara en tárum taki að þurfa að kveðja þig í blóma lífs- ins, elsku fallega Ingibjörg mín. Ég man eftir þér lítilli rauð- hærðri frænkuskottu með frekn- ur og tíkarspena, alltaf brosandi og glöð, með skoðanir á flestu, ákveðin og rökföst. Sagðir okkur eldra fólkinu hiklaust til synd- anna ef þér sýndist svo. Skemmtilega uppátækjasöm og hugmyndarík og mikill fagurkeri. Það var alltaf gefandi að hitta þig og sérlega gaman og gott að spjalla. Um það vitnar líka þinn stóri og náni vinahópur sem nú sér á eftir kærri vinkonu. En fyrst og fremst varst þú dóttir hans föður þíns og mikil pabba- stelpa. Þið voruð afar lík að eðl- isfari, bæði einstaklega skemmti- leg og gefandi í samskiptum, miklir diplómatar, með sama svarta húmorinn og hjarta úr gulli. Þú varst með glæsilegustu konum að sjá, hávaxin og tíguleg með tískuna á hreinu þó þú færir gjarnan þínar eigin leiðir í þeim efnum. Ég dáðist oft í huganum að þinni smekkvísi og var hreykin af því að eiga þig sem bróðurdótt- ur. Og ekki er aðdáun mín minni vegna þess æðruleysis sem þú sýndir þegar þú vissir í hvað stefndi. Ég veit að fjölskyldan þín, móðir og systkini voru þér kær- ust enda samband ykkar afar ná- ið. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hvernig þau hafa staðið sem klettur með þér í gegnum þín veikindi. Missir þeirra er mestur og sárastur. Ég hugga mig við það að þú sért komin til pabba gamla og með afana og ömmurnar á kant- inum og Magga frænda. Þú munt ávallt eiga sérstakan stað í hjarta mínu, elsku frænkubeibíið mitt. Elsku Ella, Ragnar, Erla, Nonni og Sævar. Þið eigið alla mína samúð. Blessuð sé minning minnar yndislegu bróðurdóttur. Hinsta kveðja frá Ágústu (Gústu) frænku. Ég geng upp brattan stigann og það marrar í þrepunum, ég banka laust á hurðina og opna … Hæ, er einhver heima? Það er kallað á móti, hæ elskan! Ég geng inn í eldhúsið og þarna situr hún við borðið, ljósrauður makkinn í óreiðulegum hnút á höfðinu, mín kona í heimagallanum – alltaf flottust, tölvan opin, tískublöð og naglalökk, saumavélin á borðinu, hálsmenin og armböndin, kaffi- bollinn og öskubakkinn ekki langt undan. Ingulyktin fyllir vit- in, allt eins og það á að vera. Til- hugsunin um að upplifa þennan hversdagsleika aldrei aftur, besta kaffið og spjall á Suðurgötunni, er óraunveruleg. Og söknuðurinn eftir Ingu er óbærilegur. Inga var einstök, hún var stjarna. Ég er þakklát fyrir vináttuna okkar og allt það fallega sem Inga skilur eftir sig í þessu lífi, örlæti, góð- mennsku, tryggð og hlýju. Hún var glæsileg kona sem tekið var eftir, með sinn flotta, einstaka stíl og klassa, stíl sem enginn leikur eftir því það er bara ein Inga. Hún hélt sinni miklu reisn í veikindunum og tókst á við þau með æðruleysi og með sinn svarta húmor að vopni, það hjálp- aði oft að djóka aðeins með lífið. Við Inga áttum gott spjall stuttu áður en hún fór, um mikilvægi þess að vera góð manneskja og gefa af sér og ég lofa að gera mitt besta. Ingu verður sárt saknað af öll- um sem til hennar þekktu, fjöl- skyldu og vinum, en minningin um fallegustu og björtustu stjörnuna mun alltaf lifa í hjört- um okkar. Ást og virðing, Rakel Björg. Lífið verður aldrei samt án þín, elsku besta Inga mín. Þú varst stór hlekkur í mínu lífi og ynd- isleg vinkona. Þú skilur eftir skarð sem enginn annar getur fyllt. Þú varst einstök, falleg, skemmtileg, tónelsk með ein- dæmum, listræn, mikill fagurkeri en umfram allt vinur vina þinna. Þú barst af öðrum konum, með fallega rauða hárið þitt, hafðir þinn eigin stíl og eftir þér var tek- ið hvert sem þú fórst. Ég dáðist að því hvernig þú fórst í gegnum veikindi þín. Þú barðist af miklum styrk en líka auðmýkt. Alltaf svo vel tilhöfð, húmorinn skammt undan, já þú varst hetja. Það eiga margir um sárt að binda núna en ég veit að þú munt halda utan um okkur öll eins og þú hefur alltaf gert. Elsku Ella mín, þú stóðst eins og klettur við hlið Ingu og betri umönnun hefði hún ekki getað fengið frá þér og systkinum sín- um. Ég votta ykkur mína innileg- ustu samúð, megi góður Guð um- vefja þig hlýju, elsku Inga mín, og veita syrgjendum styrk. Hvíldu í friði, elsku besta vin- kona. Ég sakna þín meira en allt. Þín vinkona, Sigrún. Mikið óskaplega á ég eftir að sakna elsku Ingu vinkonu. Stund- irnar sem við áttum saman eru ómetanlegar. Við kynntumst auð- vitað í Víðistaðaskóla og leið okk- ar átti svo sannarlega eftir að liggja saman. Við unnum saman á þremur stöðum. Fyrst í Mikla- garði og urðum við óaðskiljanleg- ar þau ár. Margt var brallað og mikið hlegið á þeim tíma og einhvern veginn þá eru það minningarnar frá Hressó sem koma fyrst upp í huga mér. Þú varst svo mikil kaffikerling. Sumarfríinu eydd- um við líka saman. Man hvað þú varst góð við Aron frænda minn sem við pössuðum eitt sumarfrí- ið. Svo fórum við að vinna saman í Stíl. Þótt sá tími hafi verið stutt- ur, þá var það mjög góður tími. Okkur leið alltaf svo vel saman. Svo fórst þú að vinna í Heilsu og auðvitað kom ég á eftir þér. Þú kenndir mér svo margt um vít- amín og heilsufæði. Þú varst sannkallað uppflettirit þegar kom að þessum málum. Þessi tími var frábær, við alltaf saman. Að eiga þig sem vinkonu var ómet- anlegt, alltaf til staðar, alltaf til í spjall, alltaf til í kaffibolla. Heim- ilið þitt var svo fallegt og bar þess merki að þarna byggi fagurkeri. Ilmandi kaffi á könnunni og skemmtilegar sögur rifjaðar upp. Eldklár og falleg vinkona hef- ur nú verið kölluð til mikilvægari starfa. Sennilega að setja á fót heimili fyrir munaðarlaus börn og yndislegi pabbi þinn er þér til aðstoðar. Ég kveð þig, elsku vin- kona, með miklum söknuði og þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar. Minning þín mun alltaf fylgja mér. Elsku Elínborg, Raggi, Erla, Óskar og Sævar, megi góður Guð vaka yfir ykkur í þessari miklu sorg. Veit þið eigið yndislegar minningar um dásamlega dóttur og systur. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ingibjörg Einarsdóttir. Í dag kveð ég kæra vinkonu. Hana Ingu mína. Inga var hávax- in og rauðhærð. Glæsikvendi. Svo ljúf og viðkvæm en jafnframt svo fyndin og skemmtileg. Vinátta sem varað hefur í meira en 40 ár felur í sér minningar sem bæði eru skemmtilegar og erfiðar og allt þar á milli. Þannig er góð vin- átta. Og lífið. Það sem stendur upp úr eru allar stundirnar þar sem saman fóru góður félagsskapur, frábær tónlist, sælkeramatur og mikill hlátur. Þær stundir ætla ég að muna og varðveita. Ég mun líka minnast þín, elsku Inga, í gegn- um alla tónlistina sem þú kynntir mig fyrir. Þar sem þú varst var alltaf tónlist og þess vegna verð- ur auðveldara fyrir mig að sækja í minningar um þig. En það er samt erfitt að halda áfram án þín, Inga mín. Elsku vinkona, ég vil bara þakka fyrir vináttuna, kærleik- ann og góðmennskuna sem ein- kenndi þig. Vinátta okkar nær langt út fyrir þetta tilverustig. Þannig er nú það bara. Takk fyrir allt, Inga mín, og hvíl í friði. Ég, Gunna systir og fjölskyld- ur vottum ykkur; Ella, Raggi, Erla, Nonni og Sævar okkar dýpstu samúð. Missir ykkar er mikill. Þín vinkona að eilífu, Jóhanna (Jókka). Það var bæði ljúft og líflegt að alast upp í Norðurbænum í Hafn- arfirði. Sá hluti bæjarins byggð- ist hratt og margar ungar fjöl- skyldur fluttu þangað og tóku höndum saman um að gera hverf- ið að góðum stað fyrir krakka eins og okkur. Ingibjörg Óskars- dóttir, eða Inga, var ein af þess- um krökkum. Hún bjó eins og við flestar í einni af nýju blokkunum, tilheyrði öflugum hópi vinkvenna sem strax létu til sín taka í hverf- inu en voru einu ári yngri en við. Þrátt fyrir að það væri auðvitað næstum ófyrirgefanlegur aldurs- munur á þeim tíma, tengdumst við þeim Ingu, Sóleyju, Jókku og Tótu fljótt sterkum vinaböndum sem halda enn nú fjörutíu árum síðar. Það tók ekki langan tíma fyrir Ingibjörg Óskarsdóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.