Morgunblaðið - 14.10.2016, Page 40

Morgunblaðið - 14.10.2016, Page 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Bandaríska söngvaskáldið Bob Dyl- an hlaut nokkuð óvænt Nóbels- verðlaunin í bókmenntum í gær. Dylan hefur áður þótt koma til greina en hafði lítið verið í um- ræðunni að þessu sinni. Hann fær verðlaunin fyrir að hafa skapað nýja ljóðræna túlkun innan banda- rísku tónlistarhefðarinnar. „Ef til vill eru tímarnir að breyt- ast?“ sagði Sara Danius, talsmaður Sænsku akademíunnar, við blaða- menn er hún kynnti val dómnefnd- ar og vísaði þannig í eitt frægasta lag Dylans, The Times They Are a- Changin’. Þá líkti hún hinum ný- bakaða verðlaunahafa við grísku fornskáldin Hómer og Saffó. „Hann á þetta svo innilega skil- ið,“ hélt Danius áfram. „Hann er mikið skáld innan hinnar ensku- mælandi hefðar og hefur haldið sig við efnið í 54 ár – og endurnýjað sig stöðugt.“ Kvaðst hún vona að valið yrði ekki gagnrýnt. Í hópi áhrifamestu dægur- tónlistarmanna sögunnar Dylan heitir réttu nafni Robert Allen Zimmerman og fæddist í Du- luth í Minnesota árið 1941. Lista- mannsnafnið, Dylan, tók hann sér til heiðurs ljóðskáldinu Dylan Thomas. Fyrsta breiðskífa hans, sem nefndist einfaldlega Bob Dyl- an, kom út árið 1962 og næstu árin rak hver platan aðra sem með góðri samvisku má kalla meistaraverk. 37. hljóðversplata Dylans, Fallen Angels, kom út fyrr á þessu ári. Hann er í hópi áhrifamestu dæg- urtónlistarmanna sögunnar. Búist hafði verið við tilkynning- unni í síðustu viku, um leið og vís- indaverðlaunin voru kynnt, og menn velta nú fyrir sér hvort töfin stafi af því að ekki hafi verið ein- hugur innan nefndarinnar, en í henni sitja átján manns. Talsmaður Sænsku akademíunnar gerði lítið úr þessu í gær; ágætt gæti verið að dreifa tilkynningunum yfir aðeins lengri tíma. Björn Wiman, frétta- stjóri menningar hjá sænska dag- blaðinu Dagens Nyheter, er hins vegar sannfærður um að ágrein- ingur hafi risið innan nefndarinnar. „Í mínum huga er þetta ekki spurn- ing um dagsetningar. Töfin er til marks um að ágreiningur hafi verið um vinningshafann einhvers staðar í ferlinu,“ sagði hann við the South China Morning Post. Fyrsti Bandaríkja- maðurinn í 23 ár Nóbelsverðlaunin í bókmenntum hafa ekki farið til Bandaríkjanna síðan árið 1993 er skáldkonan Toni Morrison hlaut þau. Fræg eru um- mæli Horace Engdahl, þáverandi talsmanns Nóbelsnefndarinnar, frá árinu 2008 þess efnis að Bandaríkin væru of þröngsýn og einangruð í þessu sambandi. Þau þýddu ekki nægilega mikið af verkum og færu fyrir vikið á mis við orðræðuna um bókmenntir. „Sú fáfræði er heft- andi,“ sagði hann. Nú hefur nefndin greinilega skipt um skoðun, alltént meirihluti henn- ar, en þess má geta að Engdahl er ekki lengur í forsvari fyrir hana enda þótt hann eigi enn sæti í nefndinni. Veðbankar hölluðust helst að því að japanski rithöfundurinn Haruki Murakami hlyti verðlaunin að þessu sinni en Ngugi wa Thiong’o frá Keníu og Bandaríkjamaðurinn Don DeLillo þóttu einnig líklegir. Fjölmargir hafa óskað Dylan til hamingju með verðlaunin, þeirra á meðal Barack Obama Bandaríkja- forseti. „Ég óska einu af uppáhalds- skáldunum mínum, Bob Dylan, til hamingju með verðskulduð Nóbels- verðlaun,“ skrifaði hann á Twitter. Bob Dylan hefur tvisvar haldið tónleika í Laugardalshöll; í fyrra skiptið 27. júní 1990 og það síðara 26. maí 2008. AFP Goðsögn Bob Dylan er fyrsta söngvaskáldið til að hljóta Nóbelsverðlaun. Ef til vill eru tím- arnir að breytast?  Bob Dylan fékk Nóbelsverðlaunin Inferno Inferno er byggð á samnefndri fjórðu bók Dans Brown um æv- intýri táknfræðingsins Roberts Langdon. Sem fyrr fer Tom Hanks með hlutverk Langdon, en í öðrum lykilhlutverkum eru Felicity Jones, Omar Sy og Sidse Babett Knudsen. Leikstjóri er Ron Howard. Rotten Tomatoes: 27% Metacritic: 36/100 Captain Fantastic Viggo Mortensen leikur föður sem beitir miklum aga í uppeldi á börn- unum sínum sex. Myndin var frum- sýnd á Sundance-kvikmyndahátíð- inni og sýnd í flokknum Un Certain Regard á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjóri er Matt Ross. Rotten Tomatoes: 82% Metacritic: 72/100 Bíófrumsýningar Táknfræðingur og pabbi Agi Viggo Mortensen með börnin. Bridget Jones siglir inn í fimmtugsaldurinn í glænýjum kafla, nú orðin einhleyp, á fullu í ræktinni og vinnur sem framleiðandi hjá sjón- varpsstöð. Metacritic 59/100 IMDb 7,4/10 Laugarásbíó 18.00, 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 17.20 Smárabíó 12.00 Háskólabíó 18.10, 21.10 Borgarbíó Akureyri 20.00 Bridget Jones’s Baby 12 Þegar Finnur hjartaskurð- læknir áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. IMDb 7,7/10 Smárabíó 17.35, 20.10, 22.40 Háskólabíó 18.10, 21.10 Eiðurinn 12 Myndin fjallar um atburðina árið 2010 á olíuborballi BP olíu- fyrirtækisins á Mexíkóflóa, og það sem gerðist á síðustu 48 tímunum áður en sprenging varð um borð með þeim afleið- ingum að 11 manns létu lífið og 16 slösuðust, auk þess sem mikið um- hverfisslys varð þegar olía fór í flóann. Metacritic 65/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Deepwater Horizon 12 The Girl on the Train 16 Metacritic 47/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.35 Inferno 12 Robert Langdons rankar við sér á ítölskum spítala og þarf skyndilega að leysa gát- ur tengdar miðaldaskáldinu Dante. Sambíóin Keflavík 20.00, 22.35 Smárabíó 12.00, 16.45, 17.20, 19.30, 20.00, 22.20, 22.40 Háskólabíó 18.00, 21.00 Með allt á hreinu Sing along. Sambíóin Kringlunni 20.00 Can’t Walk Away Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.00 Sully 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 74/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00, 22.00 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.10 Middle School Laugarásbíó 16.00, 18.00 Smárabíó 15.30, 17.45 Borgarbíó Akureyri 17.40 War dogs 16 Metacritic 57/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Don’t Breathe 16 Rocky er ung kona sem þráir betra líf fyrir sig og systur sína. Hún samþykkir að taka þátt í innbroti með kærast- anum sínum. Metacritic 71/100 IMDb 7,6/10 Smárabíó 22.50 Mechanic: Resurrection 16 Metacritic 38/100 IMDb 5,8/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn 12 Metacritic 53/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 17.00 Smárabíó 17.20, 20.10 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.40 Bíó Paradís 20.00 Suicide Squad 12 Metacritic 40/100 IMDb 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.20 The Magnificent Seven 12 Smábænum Rose Creek er stjórnað með harðri hendi af iðnjöfrinum Bartholomew Bogue. Metacritic 54/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 21.00, 22.30 Smárabíó 20.00, 22.50 Borgarbíó Akureyri 22.20 Storkar Metacritic 55/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 16.00 Sambíóin Álfabakka 16.00, 18.00, 20.00 Sambíóin Egilshöll 18.00 Sambíóin Kringlunni 17.30 Sambíóin Akureyri 18.00 Sambíóin Keflavík 18.00 Leynilíf Gæludýra Metacritic 61/100 IMDb 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 16.00, 18.00 Smárabíó 15.30 Robinson Crusoe IMDb 5,3/10 Sambíóin Álfabakka 15.40 Pete’s Dragon Bönnuð yngri en 6 ára. Metacritic 71/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 15.20 Neon Demon Metacritic 51/100 IMDb 6,7/10 Bíó Paradís 22.30 Pale Star Pale Star fjallar um eig- ingirni ástarinnar. Bíó Paradís 20.00 Ransacked „Partíið. timburmennirnir. Rándýrin. Slagurinn. Úr- skurðurinn.“ Íslensku bank- arnir voru einkavæddir á ár- unum 2000-2003. IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 22.00, 22.30 Fire At Sea Metacritic 85/100 IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 20.00 Innsæi Bíó Paradís 18.00 Brotið Bíó Paradís 18.00 Captain Fantastic Metacritic 72/100 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 20.15, 22.45 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.