Morgunblaðið - 14.10.2016, Page 34

Morgunblaðið - 14.10.2016, Page 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 Gunnar Reynir Steinarsson, sem fyllir þriðja tuginn í dag, ólst uppí Neðra-Breiðholtinu, var þar í skólum og lauk stúdentsprófi fráMS. Hann á tvo yngri bræður, Bjarka Þór Steinarsson, f. 1990, og Hilmar Alexander Steinarsson, f. 1994, en foreldrar hans eru Anna Rósa Kristinsdóttir, skrifstofumaður hjá Strætó, og Steinar Gunn- arsson sem er bakari og rekstrarhagfræðingur og starfar nú í Noregi. Gunnar Reynir keppti í knattspyrnu með ÍR upp alla yngri flokkana: „Ég fór síðan yfir í KR og lék þar með öðrum flokki um skeið en náði því miður aldrei að spila með meistaraflokki þessa fornfræga stórveldis. Ég hef alla tíð haft áhuga á boltanum og það er fátt skemmtilegra en að leika knattspyrnu. Ég var samt ekkert að missa mig yfir því að kom- ast ekki í meistaraflokk liða sem leika í úrvalsdeildinni. Árið 2012 lék ég með utandeildarliði sem heitir því skemmtilega nafni Landsliðið. Við kepptum við Víking Reykjavík í bikarnum, þar sem við töpuðum 2-3, en ég skoraði bæði mörk okkar og Óli Þórðar fékk mig yfir í Víking. Ég lék svo með meistaraflokki Víkings í tvö ár og með dönsku annarrar deildar liði eitt tímabil. Eftir það kynntist ég kærustunni, Maríu Rún Vilhelmsdóttur flug- freyju, fór að vinna hjá Löndun ehf. og vinn þar enn, hæstánægður.“ En hvað ætlar Gunnar Reynir að gera í tilefni afmælisins? „Á afmælisdaginn verð ég kominn til Barcelona og á laugardaginn fer ég á leik Barcelona og Deportivo. Það er ekkert sem toppar slíka 100 þúsund manna afmælisveislu og vonandi mjög spennandi leik.“ Alltaf í boltanum Gunnar Reynir lék með m.fl. Víkings 2012 og 2013. Úr utandeildinni í atvinnumennsku Gunnar Reynir er þrítugur í dag A age Steinsson fæddist í heimahúsi foreldra sinna þann14.10. 1926, á Bragagötu 33 í Heiðnahverfinu í Reykjavík, ásamt tvíburabróður sín- um, Steinari Steinssyni: „Æskuslóð- ir mínar voru Heiðnahverfið og Skólvörðuholtið fram til sjö ára ald- urs, góðar brekkur fyrir skíðasleð- ana á veturna og erlendir ferðamenn á sumrin, sem heimsóttu styttuna af Leifi heppna. Síðan áttum við heima við Þor- finnsgötu, skammt frá Miklatorgi með járnbrautarvagnana sem óku stórgrýtinu úr Öskjuhlíðinni niður í hafnargerðina frá 1913. Þarna var Norðurmýrin og Klambratúnið með býlin Klambra, Eskihlíð, Þórodds- staði og Háteig í nágrenninu. Ég var í sveit á sumrin frá níu ára Aage Steinsson – fyrrv. rafveitu-, skóla- og framkvæmdastjóri – 90 ára Í Noregi Aage, með flestum barna hans og tengabörnum er fjölskkyldan heimsóttu ættingja Anne í Noregi 2008. Áhugasamur frum- kvöðull í verkmenntun Hjónin Aage og Anne-Marie á ferðalagi í Óðinsvéum árið 1992. Kópavogur Hrafn Viðar Snorrason fæddist í Reykjavík 27. september 2015 kl. 11.14. Hann vó 2.788 g og var 46 cm langur. Foreldrar hans eru Halla Karen Har- aldsdóttir og Snorri Helgason. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.