Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.10.2016, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016 Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is „Mér fannst ég þurfa að kafa aðeins ofan í sálartetrið og reyna að draga fram hjartað úr sjálfum mér til að fá einhvern sannleika í þessi verk.“ Þetta segir Gunnlaugur Briem, trommuleikari, um tónlistina sem finna má á nýjustu plötu hans og hljómsveitarinnar Earth Affair. Platan kom út í fyrra en tónlist af plötunni verður flutt í fyrsta skipti í heild sinni á útgáfutónleikum í Gamla bíói fimmtudaginn 20. októ- ber. Platan er töluvert frábrugðin fyrri verkum Gulla, eins og hann er jafnan þekktur, en hann segir að tími sé kominn til að hann fari nýjar leiðir. „Ég hef ekki leyft mér að koma þessu saman sem tónleikaefni fyrr en nú. Mér fannst ég þurfa að gera það og setja pressu á mig með að gera nýja hluti og spila þetta á tón- leikum.“ Gulli lýsir tónlistinni jafn- framt sem myndrænni. „Ég sé sögur og það eru tilfinningar sem spila inn í þetta.“ Hljómsveitin Earth Affair hefur verið starfandi með hléum frá árinu 2006, þegar fyrsta plata sveitarinnar kom út. „Það voru svolítið mikil læti í kringum hana. Morten Harket, söngvari A-ha, söng eitt lag, „Gildas Prayer“ sem var mjög skemmtilegt og tókst vel,“ segir Gulli. Í framhaldi af útgáfu plötunnar bauðst sveitinni að spila á tónleikum samtaka Nelson Mandela, 46664, í Noregi en sam- tökin hafa starfað að vitundarvakn- ingu gegn alnæmi í Afríku og velferð barna. „Við fengum tækifæri til að hitta hann og heyra hans boðskap sem var mjög mikil upplifun á sínum tíma og situr í manni. Vegferðin byrjaði því með háum hvelli en þetta voru fyrstu tónleikarnir sem Earth Affair kom fram á. Það hleypti kjarki í mig til að sjá þetta fyrir mér sem hliðarverkefni í framhaldinu.“ Þessa dagana er hljómsveitin skipuð Gulla ásamt Jökli Jörgensen, ljóðskáldi og bassaleikara, en hann semur ljóðin á plötunni. Þeim til full- tingis á tónleikunum verða Arnar Guðjónsson úr Leaves sem spilar á gítar, Færeyingurinn Magnus Jo- hannesen á hljómborð og Sigtryggur Jóhannsson á hljómborð. „Jökull er eitt alflottasta íslenska ljóðskáld sem ég veit um, hann semur mergjaða, djúpa og krassandi texta,“ segir Gulli, sem lofar hljómsveitarmeðlim- ina í hástert. „Arnar spilaði á plöt- unni og fór hamförum. Magnus er færeyskur álfur, sérstakur og næm- ur tónlistarmaður, það er eins og hann komi úr öðru sólkerfi.“ Tónlist af nýju plötunni, Liberté, verður flutt á tónleikunum, ásamt einhverju af eldri verkum hljóm- sveitarinnar. Gulli mun líka spila lag- ið „Ocean“ sem hefur notið mikilla vinsælda á Youtube undanfarið. Tónlistarlegt leikhús Heilmikið sjónarspil verður á svið- inu í Gamla bíói og mun Roland Hartwell stjórna strengjakvartett. Ásamt þeim verður Eyþór Ingi Gunnlaugsson sérstakur gestur með sveitinni. „Hann er alveg ótrúlega mikill hæfileikastrákur. Það er fal- legt í kringum hann og hann er með tæra og fallega rödd. Ég hlakka til að hafa hann með,“ segir Gulli. Tónlist Earth Affair lýsir hann sem eins konar huglægu tónlistarlegu leikhúsi þar sem dýnamískar hreyfingar fá að njóta sín. „Þetta eru öfgakenndar styrkleikabreytingar, allt frá því að vera hálfklassísk stemning þar sem ég stjórna bara veifandi höndum í allar áttir, yfir í kraftmikla tónlist þar sem trommurnar fá að njóta sín.“ Grefur sig inn í sálarlíf tónleikagesta Upplifunin skiptir miklu máli og vonar Gulli að fólk muni upplifa sitt eigið líf í gegnum tónlistina. „Mér finnst það spennandi að grafa mig inn í sálarlíf tónleikagesta og að þeir fái tækifæri á að upplifa þá stemn- ingu sem er ríkjandi á þessari plötu. Undirtónninn er því svolítið þungur og tregafullur og á köflum er þetta dramatískt og ég gerði það svolítið af ásettu ráði. Mér finnst vera komið svo mikið af hinu, það er að segja poppskotnu efni og hefðbundnum jazzi. Sem hluti af Earth Affair lang- ar mig að blanda saman sjálfum mér sem trommuleikara og þessari skrýtnu tónlist og að hún njóti sín með trylltum trommuleik inn á milli.“ Tónleikarnir fara fram sem fyrr segir í Gamla bíói, fimmtudaginn 20. október klukkan 20:30. Enn er hægt að nálgast örfáa miða á www.midi.is. Þetta eru einu tónleikarnir hér á landi en til stendur að flytja plötuna og eldri tónlist Earth Affair á tónlist- arhátíðum í Eystrasaltsríkjunum og Norðurlöndunum á næsta ári. „Þetta er stór pakki en ég er vongóður um að við náum að gera eitthvað sem er öðruvísi, skemmtilegt og frumlegt,“ segir Gulli. Þess á milli mun hann ferðast um allar trissur, meðal ann- ars með Mezzoforte, sem lifir góðu lífi. „Daginn eftir tónleikana á fimmtudag erum við í Mezzoforte að fara til Skandinavíu þar sem við munum koma fram á fimm tón- leikum. Það er aldrei lognmolla í kringum mig, það er bara þannig.“ Dramatísk tónlist af ásettu ráði  Earth Affair, hljómsveit Gulla Briem, kemur fram á útgáfutónleikum í Gamla bíói  Tónlistarlegt leikhús þar sem dýnamískar hreyfingar fá að njóta sín Morgunblaðið/Eggert Earth Affair Magnus Johannesen, Jökull Jörgensen, Gulli Briem og Arnar Guðjónsson skipa hljómsveitina Earth Affair. Sveitin fagnar útgáfu plötunnar Liberté á tónleikum í Gamla bíói fimmtudaginn 20. október. Billboard hefur greint frá því að útgáfufyrirtækin Warner, Univer- sal og Sony eigi í viðræðum við fulltrúa Prince um útgáfurétt á þúsundum klukkustunda af tónlist hans. Lög- fræðingur á vegum aðstandenda Prince hefur hins vegar gefið það út að um orðróm sé að ræða. Tón- listin sem um ræðir er frá 40 ára ferli Prince og er metin á 35 millj- ónir dollara eða sem nemur tæpum fjórum milljörðum króna. Óútgefin tónlist Prince ekki til sölu Prince Einkasýning á verkum Ragnars Kjartanssonar myndlistarmanns verður opnuð í Hirshhorn Museum og Sculpture Garden í Washington í dag. Um er að ræða yfirlitssýningu á verkum Ragnars sem eru, sem kunnugt er, af ýmsu tagi. Farið er fögrum orðum um Ragn- ar í kynningu safnsins. „Verk Ragn- ars eru töfrandi, áhrifarík og oft og tíðum fyndin; þau eru í fylkingar- brjósti gjörningalistarinnar, þar sem renna saman lifandi leikhús, þar sem reynt er á þolmörkin, dægur- tónlist, ljósmyndun, málverk og teikning. Þessi sýning mun gefa bandarískum áhorfendum góða heildarmynd af því sem Ragnar hef- ur verið að fást við en hann er í senn einn mest spennandi og vaxandi myndlistarmaður samtímans.“ Sum verkanna á sýningunni hafa verið sýnd áður í Bandaríkjunum, önnur ekki. Sýningunni lýkur 8. janúar á næsta ári. Í fylkingarbrjósti gjörningalistarinnar Morgunblaðið/Ómar Hugmyndaríkur Ragnari Kjartanssyni er fátt óviðkomandi í list sinni.  Ragnar sýnir í Bandaríkjunum INFERNO 8, 10:30 MIDDLE SCHOOL 4, 6 MAGNIFICENT 7 9, 10:30 BRIDGET JONES’S BABY 6, 8 FRÖKEN PEREGRINE 5 STORKAR 2D ÍSL.TAL 4 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 4 Vertu viðbúinn vetrinum fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 22. október PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 17. október. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Meðal efnis. Vetrarfatnaður • Skórfatnaður fyrir veturinn Bílinn tekin í gegn fyrir veturinn Flensuvarnir. • Ferðalög erlendis Íþróttaiðkun og útivist • Vetrarferðir innanlands • Bækur, spil og fl. • Snyrtivörur Námskeið og tómstundir • Leikhús, tónleikar og ýmisleg afþreying.• Skíðasvæðin hérlendis. Mataruppskriftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.