Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Side 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hugtakið ímynd kemur einhverra hluta vegna oft við sögu þegarfjallað er um stjórnmál og kosningar. Flestir stjórnmálamenn teljaþað skipta miklu að ímynd þeirra sé góð og jákvæð, frekar en að kjósendur telji að þeir séu vitleysingar með óskýra pólitíska sýn sem komi litlu í verk á kjörtímabilinu. Orð eins og ímyndarsköpun, ímyndarkrísa og ímyndaruppbygging skjóta reglulega upp kollinum í pólitísku dægurþrasi. Þetta eru löng og leiðinleg orð sem eru gjarnan notuð yfir fyrirbæri sem eru í grunninn frekar einföld. Ímyndarsköpun er engin geimvís- indi en ímynd verður ekki sköpuð á einni nóttu, með einum kosn- ingabæklingi eða góðri mynd heldur verður til yfir tíma. Ímyndarkrísa hefur í raun ekkert með ímynd að gera heldur allt með verkin að gera, því krísur verða sjaldnast nema viðkomandi ímyndareigandi hafi gert eitthvað til að sverta eigin ímynd. Uppbygging á ímynd tekur alltaf mið af verkum, hún byggist upp yfir tíma en hana er ekki hægt að byggja á sandi. Á kjördag þarf minni kjósenda að vera í lagi og framtíðarsýnin skörp. Við sem kjósendur þurfum bæði að huga að verkum þeirra sem bjóða sig fram, hvort sem er á sviði stjórnmála eða öðrum sviðum lífsins, til þessa og líka reyna að sjá inn í framtíðina og spá fyrir um hvernig þeim muni reiða af næstu árin. Allt þetta ímyndartal má í raun þrengja niður í þá grunnstaðreynd að stjórnmálamenn skapa sér ímynd með því sem þeir gera. Með það í huga langar mig að bjóða verðandi þingmönnum að punkta eft- irfarandi tvær þumalputtareglur hjá sér og nýta sér að vild við ímyndar- sköpun, uppbygginu og í því skyni að forðast ímyndarkrísur á komandi kjör- tímabili. Númer eitt: Gerðu það sem þú lofar og þá verður ímynd kjósenda af þér já- kvæð. Númer tvö: Sé þér illa við að fólk hafi þá ímynd af þér að þú sért fáviti skaltu: a) ekki vera fáviti, b) ekki haga þér eins og fáviti. Þetta á ekki að geta klikkað! Morgunblaðið/Golli Ekki vera fáviti háttvirtur þingmaður Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Á kjördag þarf minnikjósenda að vera í lagiog framtíðarsýnin skörp. Halla Mildred Cramer Nei, ég er fer bara voða venjuleg til fara. Svo er maður bara voða óákveðinn með hvað maður á að kjósa og þetta er allt í lausu lofti. SPURNING DAGSINS Ferðu prúðbúin/n á kjörstað? Natan Þór Harðarson Nei, ég fer bara í venjulegum klæðum og kaus meira að segja utankjörstaðar núna. En mamma verður eflaust glöð að sjá myndina af mér í blaðinu. Morgunblaðið/Eggert Ásta Traustadóttir Nei, en það er af því að ég hef það fyrir hefð að vera í sumarbústað á kjördag svo að ég kýs utankjör- staðar. Sigurður Ólafsson Ég fer yfirleitt í lopapeysu á kjör- stað og geng alltaf þangað. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Við hverju mega gestir á Iceland Airwaves búast þetta haustið? „Gestir mega búast við heilum hellingi af ótrúlega skemmtilegum tónleikum. 220 listamenn spila 265 tónleika á þessum fimm dögum á þrettán mismunandi tónleikastöðum. Þetta er það sem gestir sem eiga armband geta séð, alls hátt í níu þúsund manns. Síðan erum við með algjört met í off venue-dagskrá eða utandagskrá; það er 62 eða 63 tónleikastaði og 820 tónleika. Það eru 140 fleiri utandagskrártónleikar en í fyrra og búist við um 80 þús- und gestum.“ Þarf fólk þá nokkuð að mæta á hátíðina sjálfa? „Auðvitað er þetta tvíeggjað sverð, sérstaklega þegar utan- dagskráin er orðin svona umfangsmikil. Við lítum hins veg- ar þannig á að þetta styðji hvort annað og geri borgina skemmtilegri. Það er einmitt út af þessu mikla umfangi sem götum verður lokað enda ekki um annað að ræða þeg- ar tónleikar eru úti um allt; á kaffihúsum, í bókabúðum og útstillingagluggum verslana.“ Og hátíðin teygir anga sína víðar „Heldur betur. Við verðum með tónleika í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum á mánudaginn. Þar verða Emmsjé Gauti og Hildur. Við höfum ekki áður verið með dagskrá í Vestmannaeyjum og ástæða til að gleðjast yfir því.“ Hverjir verða hápunktar hátíðarinnar að þessu sinni? „Það er alltaf erfitt að tala um hápunkta en það að PJ Harvey og Björk komi fram í ár sætir auðvitað mikl- um tíðindum. PJ Harvey hefur aldrei komið til Ís- lands en hún er mjög „current“ listamaður og tón- leikar hennar þykja frábærir. Björk er líka mikill fengur en hún er með nýja tegund af tón- leikum, 32 strengir og hún. Það er reyndar mjög ánægjulegt að konur eru í stóru hlut- verk á Airwaves að þessu sinni; af aðalnúm- erum hátíðarinnar eru 23 kvenna- eða kvennatengd bönd á móti 13 karlabönd- um. Yfirleitt er þetta hlutfall öfugt.“ Er það meðvitað? „Já, það má segja það. Íslenskar tón- listarkonur hafa sögulega verið mjög sterkar og stelpur hér á landi eiga fyrir vikið sterkar fyrirmyndir. Þess vegna eigum við mikið af góðum stelpuböndum sem eru heit og skipta máli. Þetta er engin málamiðlun.“ Morgunblaðið/Eggert GRÍMUR ATLASON SITUR FYRIR SVÖRUM Konur í öndvegi Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Grímur Atlason er framkvæmdastjóri tónlistar- hátíðarinnar Iceland Airwaves sem hefst á miðviku- daginn í næstu viku og stendur fram á sunnudag.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.