Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Síða 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016 AFREK „Þetta er sönn saga: meðal keppenda í kvenna- flokki á meistaramóti áhugamanna í golfi í síðustu viku var sjö ára stúlka.“ Þannig hófst grein í nýsjálenska blaðinu New Zealand Herald 19. mars 2005. Þetta var í fyrsta skipti sem minnst var á Ko í fjölmiðli.  Ko var yngst á mótinu, en á meðal keppenda var líka hin 10 ára Cecilia Choi, sem einnig er fædd í Suður- Kóreu og flutti ung til Nýja-Sjálands, kunnur atvinnu- kylfingur í dag.  Ko varð yngst allra til að vinna atvinnumannamót í golfi, 29. janúar 2012, 14 ára, á ALPG, áströlsku at- vinnukylfingamótaröðinni. Yngsti kylfingurinn sem hafði sigrað á móti atvinnumanna fram að því var jap- anskur strákur, Roy Ishikawa, 15 ára og átta mánaða, 2007. Þess má geta að met Ko var slegið sama ár, 2012. Brooke Henderson frá Kanada vann þá mót í heima- landinu, líka 14 ára en þó yngri.  Ko varð atvinnumaður í golfi 2013 þegar LPGA sam- þykkti beiðni hennar. Sveigði reglurnar því enginn get- ur (!) orðið atvinnumaður fyrr en 18 ára. Ko eftir fyrsta sigur á móti atvinnumanna, Opna kanadíska mótinu 2012, löngu áður en hún varð atvinnumaður. AFP Keppti fyrst sjö ára á meistaramótinu BARNASTJARNA Nítján ára stúlka, Lydia Ko sem fædd er í Suður-Kóreu en uppalin á Nýja-Sjálandi er efst á heimslistanum í golfi og hefur verið síð- an í byrjun febrúar í fyrra. Hún varð sem sagt opinberlega besti kvenkylf- ingur heims aðeins 18 ára. Frammistaða hennar hefur sannarlega verið ævintýraleg síðustu ár. Lydia Ko fæddist í Seoul 24. apríl 1997, fjölskyldan flutti til Nýja- Sjálands þegar hún var fjögurra ára og tólf ára varð hún nýsjálenskur rík- isborgari. Hvorugt foreldrið lék golf heldur var það frænka Ko, búsett í Ástralíu, sem gaf henni tvær golfkylfur, þegar stelpan var fimm ára, neisti kviknaði og varð að báli á undraskömmum tíma. Sjö ára tók hún fyrst þátt í nýsjálenska meistaramótinu fyrir áhugamenn og vakti þá strax athygli fjöl- miðla. Maður að nafni Guy Wilson tók að sér að þjálfa Ko þegar hún var fimm ára. „Mamma fór inn og spurði Guy hvort hann vildi þjálfa dóttur hennar. Hann sá mig ekki því ég náði ekki upp fyrir borðið!“ rifjaði Ko upp síðar í sjónvarpsviðtali. Wilson tók starfinu fegins hendi, því hann vantaði fleiri verkefni, grunaði ekki hvað hann átti í vændum en sá fljótlega hvílíkan efnivið hann var með í höndunum. Guy þjálfaði Ko til ársloka 2013, þegar hún var orðin 16 ára. Þjálfarinn og kylfingurinn settu henni reglulega markmið en hún náði þeim jafnan löngu á undan áætlun. Ko var 15 ára og fjögurra mánaða þegar hún vann í fyrsta skipti mót á bandarísku atvinnukvennamótaröðinni, LPGA. Það var opna kanadíska meistaramótið 2012. Hún lék á 13 höggum undir pari, varð fimmti áhugamaðurinn til að vinna mót á atvinnu- mótaröð kvenna og sú fyrsta í 43 ár. Einn besti kylfingur heims, Stacey Lewis, lék með henni og hreifst eins og allir aðrir. „Hún hefur ótrúlega hæfileika. Það er hálfbarnalegt en Ko gerir sér enga grein fyrir því hve góð hún er!“ Það var eft- ir þetta sama mót sem þjálfarinn, Guy Wilson, segist hafa spurt Ko: „Gerirðu þér raunverulega grein fyrir því sem þú afrekaðir? Fæstir hinna keppendanna munu nokkurn tíma af- reka þetta. Þessar konur munu æfa og æfa eins og mest þær mega, leggja sig fram eftir bestu getu, ár eftir ár eftir ár, en fæstar munu ná að vinna atvinnumannamót á ferlinum.“ Ko yppti bara öxlun, að sögn Wilsons, og svaraði: „Nú, er það?!“ Svo hélt hún bara sínu striki. skapti@mbl.is SILFUR Lydia Ko keppti á Ólymp- íuleikunum í sumar. Ætlaði sér vitaskuld sigur, sem endranær, en varð að sætta við sig silfur. Ko hefur fagnað sigri á 14 mót- um á atvinnumannaröðinni, þar af tveimur risamótum, sem eru fimm árlega í kvennaflokki. Þegar hún vann 13. mótið á atvinnu- mannaröðinni, fyrr á árinu, var rifjað upp hvenær sumir af bestu kylfingum sögunnar hefðu náð þeim áfanga og óhætt að segja að ýmsar goðsagnir blikni við sam- anburð. Dæmi: Tiger Woods var 24 ára er hann vann 13. mótið og Jack Nicklaus var 29 ára! Tiger og fleiri blikna AFP NÝLIÐI ÁRSINS Einn eftirminnilegasti dag- ur á ferli hins unga golfsnillings Lydiu Ko er 27. apríl árið 2014. Þá sigraði hún í fyrsta skipti sem atvinnumaður á bandarísku móta- röðinni, LPGA, og fagnaði 17 ára afmælinu meðan á mótinu stóð. Í júlí vann hún annað mót á LPGA-röðinni og það þriðja í nóvember. Engum kom á óvart þegar hún var valin nýliði ársins hjá LPGA. Til að gleyma örugglega ekki hvenær hún sigraði á fyrsta mótinu vestan hafs lét hin unga Ko húðflúra á sig dagsetninguna, með rómverskum tölum, í þeirri röð sem víða tíðkast í útlandinu; 4-27-14. Hægri úlnlið hennar prýðir því nú eftirfarandi runa: IV- XXVII-XIV IV-XXVII-XIV Áttarðu þig á eigin afreki? Lydia Ko fyrir nokkrum ár- um, einbeitt og yfirveguð eins og hún er orðin svo þekkt fyrir. Ko eftir að hún varði kanadíska meist- aratitilinn í ágúst 2013 í Edmonton. AFP AFP ’Hún hefur ótrúlegahæfileika. Það er hálf-barnalegt en Ko gerir sérenga grein fyrir því hve góð hún er, var sagt um Lydia Ko 12 ára gamla. Lydia Ko 10 ára gömul árið 2007. Verðlaunahafar á Ólympíuleikunum í sumar. Frá vinstri: Lydia Ko með silfrið, Park Inbee frá Suður-Kóreu með gullið og Fens Shanshan frá Kína með brons. Black Sand verður á Handverk og Hönnun 3.-7. nóv. Flatahraun 5A, Hfj. | Opið miðvikud.-föstud. frá 14-18 | info@blacksand.is Íslensk hönnun innblásin af náttúru Íslands púðaver, slæður, fatnaður. Nánar á blacksand.is Sími 896 8771 sendum frítt um allt land.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.