Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Side 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016 Nafngreinirðu hann í bókinni? „Já. Ég geri það.“ Er það eitthvað sem þú vilt upplýsa um hér og nú? „Það væri rangt af mér að slíta söguna úr samhengi og segja of mikið um hana hér. Það tók mig langan tíma að skrifa hana og ég vand- aði mig við að reyna að gera það af virðingu við þá sem við sögu koma og heildarsamhengið er mikilvægara en afmarkaðar upplýsingar um persónur eða tiltekna atburði,“ segir Ásdís. „Bókin spannar tímabilið frá því að mamma fæðist og þar til ég fæ upplýsingarnar um hver blóðfaðir minn raunverulega er. Hún er ekki um það hvað gerðist eftir það – það er nútím- inn sem í mínum huga er ekki jafn áhugaverð- ur og það hvernig atburðir fortíðar elta okkur stöðugt og móta einstaklinga og heilu fjöl- skyldurnar.“ Nú þurfum við að tala saman Forvitni Ásdísar var vakin með símtalinu. Hún gat ekki látið sem hún hefði ekki þessa vitn- eskju. „Það leiddi til þess að ég fór að spyrja mömmu. Mamma var mjög lokuð og vildi ekki ræða þessi mál, sagði að ég vissi allt sem ég þyrfti að vita en ég var ekki tilbúin til að gefast upp og fór að grennslast fyrir. Fór að hnýsast og spyrja, kanna málin og þá kom eitt og ann- að í ljós. Ég settist aftur á móti mömmu og sagði henni að nú þyrftum við að tala saman fyrir alvöru. Og hún hafði enga undankomuleið þegar það kom í ljós með DNA prófi, að mað- urinn sem hún hafði alltaf sagt að væri pabbi minn var ekki raunverulegur blóðfaðir minn,“ segir hún. „Og þá þurfti ég að vita hver það var og hvernig hlutirnir hefðu gerst,“ segir Ásdís en þær mæðgur tóku sér góðan tíma, enda sársaukafullt af rifja upp fortíðina. „Það tók hana mjög langan tíma að segja söguna, hún var mjög lengi í gang. Eitthvað sem hún var búin að þegja yfir í 45 ár. Hún sagði mér þetta í litlum bútum og til að auðvelda henni það þá sagði ég henni að vera ekki að einblína á þetta,“ og átti Ásdís þá við faðernismálið. „Við skulum bara tala um þína æsku, uppvöxt og fullorðinsár og við byrjum bara á byrjuninni,“ sagði hún við móður sína. „Við gáfum okkur mjög góðan tíma til að fara í gegnum það og hún sagði mér allt um æsku sína og uppvöxt, sem var mjög áhuga- vert og margt mjög átakanlegt, sláandi og mjög erfitt. Erfitt að tala um, erfitt að hlusta á og erfitt að skrifa um! Svona fórum við í gegn- um þetta, frá tímabili til tímabils og svo flétt- aði ég það inn í mín uppvaxtarár og það sem ég þekkti og mundi og vissi, og vissi ekki,“ segir hún og hlær. „Og þannig varð til saga, sem átti fyrst bara að vera fyrir okkur og nánustu afkomendur. Af því að þetta er mjög persónulegt og við- kvæmt,“ segir Ásdís með áherslu á orð sín. „Svo þegar ég var búin að skrifa þetta og systkini mín voru búin að lesa var það sameig- inleg ákvörðun að kannski þætti einhverjum gott að lesa þetta. Kynnast þessu.“ Koddahjal sem varð að bók Bókin var fimm ár í vinnslu en þær mæðgur fóru sér að engu óðslega enda erfitt fyrir móð- ur hennar að kafa djúpt í fortíðina. „Þegar mamma var í stuði þá hittumst við og spjöll- uðum saman. Og ég mátti ekki vera með blað og penna,“ segir hún og hlær. En upptökutæki? „Nei!“ segir hún og skellihlær. „Þannig að ég stalst til að kveikja á símanum. Hitt hefði truflað mömmu, af því að þetta er svo persónu- legt. Við lögðumst upp í hjónarúmið hennar og mamma byrjaði að segja mér sögur. Þetta var í raun og veru bara koddahjal. Og þannig fund- um við smám saman taktinn; leiðina til að tala um þetta. Svo þegar ég var búin með hvern kafla þá las mamma yfir. Til að geta opnað sig varð tilfinning hennar gagnvart þessu að vera að þetta væri eins og koddahjal,“ segir Ásdís. „Þannig að upphaflega var aldrei inni í myndinni að gefa þetta út. Aldrei, aldrei. Þetta var svo viðkvæmt og vandasamt því margt af því sem þarna kemur fram eru atburðir sem ég hef aldrei sagt frá og sem mamma hefur aldrei sagt frá. Það að stíga fram og tala um þá er stórt skref. Það að velja svo að opinbera þá er ekki minna skref!“ segir hún og brosir. „Þegar ég sest niður með mömmu minni til þess að fá svar við því hvað gerðist og hver er hugsanlega pabbi minn og hver ekki, þá förum við í gegnum hennar ævi. Og það er sú saga sem er mjög dramatísk og að mínu mati það áhugaverð að ég ákvað að gefa út bókina. Ég hafði enga sérstaka þörf fyrir að gefa út bók um hver væri pabbi minn. Það er öllum sama um það, þetta er frekar sú saga sem kemur í ljós þegar mamma opnar loks Pandóruboxið. Hver er aðdragandinn? Og hver er saga mann- eskju sem lendir í að faðerni barns hennar er véfengt?“ Svo flókið að það þurfti heila bók Í bókinni er sagan sögð frá tveimur sjón- arhornum; Ásdísar og móður hennar Bebbu sem heitir fullu nafni Sigríður Stefanía Sí- vertsdóttir Hjelm. „Þetta eru tvær sögur en af því að sannleik- urinn er aldrei einhlítur þá segja allir sína sögu eins og þeir upplifa hana. Jafnvel systk- ini, sem að fæðast inn í sömu fjölskyldu og eiga sömu mömmuna geta lýst sinni æsku eða upp- vexti gjörólíkt. Og einn og sami einstakling- urinn getur litið sama atburðinn mismunandi augum eftir því hvernig vindar blása og hvern- ig aðstæður þróast. Þannig verðum við jafnvel tvísaga,“ útskýrir Ásdís. Þegar Ásdís er spurð hversu mörg systkini hún eigi kemur hik á hana og hún verður fyrst skrítin á svipinn en brosir svo. Ég umorða spurninguna. Hvað ertu alin upp með mörgum systkinum? „Ég er alin upp við það að eiga fimm systk- ini. Við ólumst upp fjögur saman, ég og Heiða yngri systir mín og tveir eldri bræður, Sonny og Sívar. Við ólumst upp hjá mömmu og pabba en pabbi átti fyrir tvær dætur, Sigríði Heiðu og Rut, sem eru hálfsystur mínar og ég er alin upp við að séu það,“ segir hún. Blaðamaður viðurkennir eftir smá þögn að þetta sé dálítið flókið. „Ég hefði verið búin að samþykkja blaða- viðtal fyrr ef þetta væri einfalt!“ segir hún og skellihlær. „En það þurfti alveg 300 og eitt- hvað blaðsíður til að útskýra, þetta er mjög flókið. Fjölskyldumunstur eru víða flókin nú til dags, en þau gerast ekki mikið flóknari en þetta,“ segir Ásdís. Fæddist Halla María Santana Talið víkur að hugsanlegum föður. „Ég var búin að bera þrjú föðurnöfn þegar ég fékk þetta símtal.“ Það ríkir þögn í stof- unni. „Ég get ekki útskýrt þetta,“ segir Ásdís en byrjar engu að síður að reyna það og gefur mjög svo stuttu útgáfuna. „Mamma og pabbi kynntust ung, svo hættu þau saman og byrj- uðu svo saman aftur. Og í millitíðinni gerðist ýmislegt. Skömmu eftir að ég fæddist byrjuðu þau aftur saman og ég ólst upp við það að Bragi væri pabbi minn – og hann reyndist mér einstaklega vel,“ segir Ásdís. Hvað meinarðu með þrjú föðurnöfn? „Já, ég fæddist sem Halla María Santana en ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en ég var fullorðin að svo hefði verið. Mamma var gift bandarískum hermanni,“ segir hún og út- skýrir að við fæðingu var henni fengið eft- irnafn hans. En það er einnig saga á bakvið fornöfnin. „Mamma var gangastúlka á Víf- ilstöðum og þar voru mjög strangar útivist- arreglur. Einhvern tímann virti mamma ekki reglurnar og kom mjög seint heim. Og kona að nafni Ásdís var í því hlutverki að passa upp á stelpurnar, elskuleg kona sem fór eftir regl- unum. Hún ætlaði að ávíta mömmu en áminn- ing hefði getað leitt til brottrekstar. Og mamma segir við Ásdísi, sem var barnlaus kona, elsku Dísa, ef ég eignast einhvern tím- ann stelpu þá skal ég skíra hana í höfuðið á þér,“ segir Ásdís. „Og Dísa var alveg til í það. Svo fæðist ég löngu seinna og þá var mamma búin að gleyma þessu og skírir mig Höllu Maríu í höfuðið á bróður sínum Hallmari, sem sagan í bókinni fjallar líka töluvert um. Ég segi mikið frá Hallmari og hans hræðilegu ör- Ásdís Halla mætti á landsfund Sjálfstæðisflokksins í október 1993, aðeins viku eftir að Sonny bróðir hennar var jarðaður. Hún þurfti að vinna og dreifa huganum eftir áfallið þótt erfitt væri. Ásdís Halla og móðir hennar Sigríður Stefanía Sívertsdóttir Hjelm, eða Bebba eins og hún er ávallt kölluð, tóku sér góðan tíma í að ræða saman um fortíðina.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.