Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Síða 17
nánd. Þó að ég hafi verið reið fyrst þá finnst mér finnst eftir að hafa sest niður með mömmu og farið í gegnum þetta þá líður mér núna eins og þetta hafi í raun verið lán,“ segir hún því annars hafi hún aldrei fengið að heyra sögu móður sinnar. „Hlustað, og reynt að setja mig í hennar spor. Kynnst konunni sem kom mér í heiminn,“ segir hún en bætir við að móður sinni hafi oft og tíðum þótt hún of spur- ul. Ást, fíkn, og fjölskyldudrama Hvað með þína æsku? Áttu góðar æskuminn- ingar? „Já.“ Þannig að þú upplifir að þín æska hafi verið nokkuð normal? „Nei, alls ekki normal!“ segir Ásdís og hlær hátt. „Sko, þitt líf var normal fyrir þér. Mitt líf var normal fyrir mér. Það sem við þekkjum er normalt fyrir okkur en svo sér maður það öðr- um augum þegar horft er til baka.“ Hvernig var æskan þín frábrugðin því sem við teljum normal æsku? „Ég var fullorðinn krakki. Þurfti snemma að axla ábyrgð.“ Af því að foreldrar þínir gerðu það ekki? „Orka þeirra fór annað, bræður mínir voru mjög erfiðir. Það fór mikil orka í það. Mamma átti mjög erfiða tíma inn á milli og pabbi þurfti að vinna mikið og það var mikið basl.“ Var óregla á heimilinu? „Ég sjálf myndi ekki orða það þannig og ég vil ekki gefa heimilishaldinu þann stimpil, mér finnst rangt að einfalda líf heillar fjölskyldu með þeim hætti að gefa því stimpilinn ,,óregla“ en vissulega hefur neysla í fjölskyldunni mótað okkur öll mjög mikið. Fyrirgefðu ... ég veit að það er ekkert auðvelt að taka þetta viðtal,“ segir hún og útskýrir að hún vilji ekki dæma neinn. „Mér fannst mjög mikilvægt að skrifa sög- una, og þetta er saga. Þetta er ekki túlkun, og ekki predikun, ég er ekki að reyna að setja fólk í box, ég er að bara að reyna að segja sögu. Svo verður hver og einn að taka með sér úr sögunni það sem hann vill taka með sér. Og ég hugsa að fólk geti lesið söguna og tekið með sér gerólíka hluti. Sumum finnst sagan örugglega uppfull af óreglu á meðan að öðr- um finnst það ekki. Systir mín las bókina og fannst þetta vera ástarsaga. Vinkona mín las bókina og fannst þetta vera saga um fíkn. Vinur minn las bókina og fannst þetta vera drama um fjölskyldumynstur. Þess vegna vil ég forðast það að ramma inn um hvað sagan er, setja einfalda merkimiða á líf fólks sem hægt er að upplifa með svo mismunandi hætti.“ Uppgjör við eldri bróður Segðu mér frá bræðrum þínum. „Annar er dáinn, hann var fíkill,“ segir Ás- dís en hann var ávallt kallaður Sonny. „Sagan er líka um það, af hverju hann dó og hvað gerð- ist eftir að hann dó. Það verður ákveðið upp- gjör þegar hann deyr. Sonny var sjö árum eldri en ég og Sívar níu árum eldri. Þeir fóru báðir í fíkniefni og ég segi frá þeim báðum og ég reyni að gera það heiðarlega,“ segir hún. „Sívar er búinn að lesa bókina.“ Hvernig brást hann við? „Hann var sáttur við að ég fór í gegnum þetta uppgjör og í fyrsta sinn í mjög langan tíma gátum við átt persónuleg og náin samtöl vegna þess að við lögðum til hliðar merkimið- ana og stimplana og fortíðina og söguna og gátum talað saman eins og einstaklingar, full- orðið fólk sem hafði enga þörf fyrir að særa og meiða. Og það er líka eitt af því sem gerist þegar maður reynir að gera hlutina upp eins heiðarlega og maður getur, þá á maður auð- veldara með að reyna að skilja alla sem við sögu koma.“ Á hann rödd í bókinni? „Já, mér fannst það mjög mikilvægt. Hans rödd er ekki sama og mín og ég treysti mér ekki til að skrifa hans hlið frá mínu sjón- arhorni. Þannig að ég bað hann um hjálp. Við höfum farið mjög ólíkar leiðir í lífinu en eig- um saman þessa sögu, að hluta til,“ segir hún en bróðir hennar á að baki langan neysluferil. „Hann og strákarnir hans, Kristján Markús og Stefán Logi Sívarssynir, hafa gengið í gegnum ýmislegt og þó að þeir hafi verið nánir mér þegar strákarnir voru yngri var sambandið svo lítið í langan tíma að ég treysti mér ekki til að ljá Sívari rödd mína. Hann er fæddur níu árum á undan mér og hann upplifir allt aðra og miklu erfiðari hluti en ég,“ segir Ásdís en í bókinni kemur fram hversu snúin æskan reyndist bræðrum henn- ar. „Kerfið brást þeim. Og móður minni.“ Til að skilja betur atburðarás ýmissa at- burða í lífi móður sinnar lagðist Ásdís í heim- ildavinnu og skoðaði gamlar lögregluskýrslur sem tengdust fjölskyldunni, t.d. frá atvikinu þegar bróðir móður hennar dó. Hún las einnig barnaverndarskýrslur til að skilja hvers vegna bræður hennar voru teknir af móður sinni. „Þær hjálpuðu mér að sjá heildarmyndina en einnig hjálpaði það mér mjög mikið og líka til að skilja tíðarandann.“ Ásdís segir að bræður sínir hafi oft setið inni og hún hafi heimsótt þá á Litla Hraun sem unglingur. Líklega teljist það ekki normal æska en það var hluti af hennar tilveru. Hún segir frá því í bókinni hvernig hún sextán ára gömul hafi smyglað læknadópi inn á Litla- Hraun fyrir Sonna sem henni þótti svo vænt um. Voru bræður þínir góðir við þig? „Þær minningar sem ég á um þá eru flestar góðar og sérstaklega þegar við vorum öll yngri. Við Sonny vorum nánari enda nær hvort öðru í aldri en því miður er það þannig að þeg- ar neyslan verður hörð og einstaklingarnir mjög veikir þá geta samskiptin orðið svo átak- anleg að þau ganga nærri manni og maður set- ur upp vegg til að verja sig frá erfiðleikunum. Ásdís segist ekki hafa skammast sín fyrir bræður sína en að hún hafi ekki talað um þá að fyrra bragði við ókunnuga. Þeir sátu gjarnan inni fyrir innbrot og smáglæpi tengda fíkniefn- um. „Ég talaði ekki um það, því ég mat það svo að það væri ekkert skynsamlegt fyrir mig sem krakka og ungling. Fordómarnir eru svo mikl- ir og samfélagið svo miskunnarlaust.“ Tilfinningar bera Ásdísi ofurliði. Tárin spretta fram á ný. „Mig langar ekki að tala um þetta.“ En þú ert búin að skrifa heila bók um þetta. „Ég var bara ein með sjálfri mér að skrifa bókina. Mig langar ekki í viðtöl. Mig langar ekki að tala um þetta, að stimpla og að reyna að finna einföld svör við flóknu spurningum um lífið og allar þær tilfinningar sem við berj- umst við. Ég átti kannski bara að segja nei við þig eins og alla hina,“ segir hún og brosir í gegnum tárin. En með bókinni hlýtur þú að hafa viljað að hún hefði einhvern tilgang. „Já. En ekki með þeim formerkjum að túlka, að matreiða flókna tilveru með einföldum hætti, ekki með þeim formerkjum að taka líf bróður míns og pakka því inn í málsgrein í Moggaviðtali. Það er það sem er svo erfitt. Þetta eru manneskjur, þetta er líf, “ segir hún og vill ekki slá því upp hér með frjálslegum hætti í blaðaviðtali. „Þeir fá rými í bókinni, kannski ekki nægilega mikið en lengra gátum við ekki gengið að sinni.“ Með efasemdir um útgáfuna En auðvitað ef maður skrifar bók, þá vill mað- ur að hún sé lesin. „Já, þess vegna erum við að tala saman. Á endanum var ástæðan fyrir því að hún var gef- in út sú að mig langar að fá fólk til að reyna að skilja frekar en að dæma. Skilja líf ólíkra ein- staklinga sem hefur fléttast saman í fjöl- skyldusögu. Reyna að skilja að æska, ást, að- búnaður, athygli og höfnun getur haft í för með sér svo þungbær áföll að einstaklingar bíða þess aldrei bætur. Aldrei, sama hvað á gengur. Það er búið að skemma. Mig langar að fólk reyni að setja sig í spor fólks sem hefur ekki stuðning hvorki fjölskyldu né samfélags- ins.“ Ertu með hnút í maganum fyrir útgáfunni? „Já!“ Ásdís hlær. „Það er ekkert víst að það sé rétt að gefa hana út. Ég hef haft það prin- sipp í lífinu að ef ég er efins þá segi ég nei. Ég braut það prinsipp þegar ég gaf út þessa bók. Ég hef verið efins og ég er enn efins. Það eru rök með og á móti. Rökin á móti eru þau að þetta er svo óbærilega persónulegt. Svo per- sónulegt að þegar ég sit hérna á móti þér get ég ekki einu sinni sagt þér hvað stendur þarna, bara get það ekki! Fæ mig ekki til þess,“ segir hún. „Rökin með eru þau að kannski hjálpar þetta einhverjum að vinna með sínar eigin til- finningar. Það eru kannski fimm manns búnir að lesa handritið. Sumir sögðu bara: ekki gera þetta, bara ekki! Þetta er of stórt skref fyrir þig. Þú ert opinber persóna og átt að halda þínu lífi fyrir þig og þína. En svo hugsaði ég með mér, og það er kannski einhver bilun, en að gefa út bókina var ákveðið skref fyrir mig að takast á við þessa sögu. Og ég var tilbúin til þess núna. Ég hugsaði með mér að ég yrði aldrei sátt við það þegar að frá líður að hafa verið svo kjarklaus að ég þyrði ekki að segja frá. Og þó það sé erfitt, vil ég frekar hafa verið kjörkuð og gera mistök en að þora ekki að tak- ast á við hlutina.“ Þurfti að standa sig Saga Ásdísar er vissulega ólík sögu móður hennar sem upplifði höfnun og harðræði. Ásdís fékk gott atlæti og var gott barn sem stóð sig vel í skóla og hafði alla tíð mikinn metnað. Hún ólst upp í Ólafsvík, Svíþjóð, Noregi og síðar á Akranesi þar til hún kláraði stúdentspróf. Faðir hennar, Bragi, var sjómaður og síðar verkstjóri í frystihúsi og verksmiðju. Mamma hennar var heimavinnandi og starf- aði við ýmislegt en lauk síðar sjúkraliðanámi. Hún segist, ólíkt bræðrum sínum, hafa verið fyrirmyndarunglingar. „Ég hef nokkrum sinn- um smakkað áfengi en aldrei byrjað að drekka, aldrei tekið smók af sígarettu eða prófað fíkniefni. Ég hef aldrei þorað að byrja og nú er ég orðin of gömul,“ segir hún hlæj- andi. Ásdís gekk menntaveginn, fór í Harvard, og síðar gegndi hún ýmsum ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu. Þú hefur náð mjög langt, menntað þig, verið metnaðarfull. Er eitthvað í þinni fortíð sem stuðlaði að þessu? „Algjörlega. Mamma sagði að ég hefði ekk- ert val, ég þyrfti að standa mig. Í sögunni kemur það fram að báðir bræður mínir eru teknir af henni og þó að hún fái þá aftur síðar var hún alltaf hrædd. Og ég vissi að það hefði gengið á ýmsu og ég vissi það að við værum undir smásjá og að ég þyrfti að standa mig. Og þá gerir maður það og maður venst því. Maður þarf að sýna heiminum að allt sé í lagi, það sem gerist innan veggja heimilisins kem- ur öðrum ekki við og maður lætur það ekki slá sig út af laginu,“ útskýrir Ásdís og segir að móðir sín hafi gert miklar kröfur til hennar. Hún viðurkennir að oft hafi verið mikið basl hjá foreldrum hennar, sem og fleirum í Ólafs- vík. Ég sem hélt að þú værir fædd með silfur- skeið í munni. „Ekki alveg!“ segir hún og hlær. „Og ég sakna þess ekki því silfur færir börn- um enga sérstaka hamingju. Mér líður eins og ég hafi fengið allt sem ég þurfti og skipti máli í mínu lífi. Ég átti góða mömmu og pabba. Ég fékk tíma, athygli, ást, viðurkenningu, stuðn- ing. Ég fékk fullt af tilfinningum. Ég fékk inn- sýn í svo margt og ég er rosalega þakklát fyrir það.“ ’Sagan er líka um þessa þörf sem við sem manneskjur höfum til þess að tilheyra. Að vera elskuð og vera viður-kennd. Og vera tekin inn í fjölskyldu eða hóp, vera partur af einhverju. Þessi ríka þörf fyrir að eiga mömmu, aðeiga pabba, að eiga systkini. Og það er þessi mikli harmur þegar við náum því ekki og okkur er hafnað. Ásdís Halla segist hafa efast um hvort það væri rétt að gefa bókina út, hún væri það persónuleg. 30.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.