Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Page 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Page 49
lenskir söngvarar, hjónin Þóra Björnsdóttir og Örvar Már Kristins- son og Arndís Halla Ásgeirsdóttir. Þau ylja gestum með söng sínum milli þess sem þau leiðsegja þeim um hinar framandi slóðir. Farþegar í þessum Grænlandssigl- ingum hafa að mestu verið erlendir gestir, sér í lagi ensku- eða þýsku- mælandi. Iceland ProCruises fékk í fyrra verðlaun Cruise Europe fyrir hringferðirnar í kringum Ísland – byggt á áliti þýskra fjölmiðla sem fóru með skipinu. Ocean Diamond hefur nú haldið á vit annarra verkefna en snýr aftur næsta vor þegar Íslands- og Græn- landssiglingum Iceland ProCruises verður fram haldið en fyrirtækið hef- ur samið um leigu á skipinu til ársins 2020. Óttar Sveinsson, blaðamaður og rithöfundur, sigldi með Ocean Dia- mond í sumar og segir það hafa verið ógleymanlega reynslu. „Þetta var mögnuð ferð og mannbætandi andi um borð. Grænland er stórbrotið. Heimamenn taka sérstaklega vel á móti ferðamönnum; vingjarnlegir og með bros á vör. Að sigla um lygna firðina er einstök upplifun – skoða ís- jakana sem minna gjarnan á fjöll og eyjur, sauðnaut og samfélag veiði- manna. Þetta er ævintýraheimur.“ Einn af fjölmörgum ísjökum skoðaður í ferðinni. Ferðalöngum þótti mikið til þeirra koma og gripu til myndavélanna. Sleðahundar stytta sér stundir enda lítið um atvinnu fyrir þá á sumrin. Ferðalangar litast um við höfnina í Nuuk. Víða var farið í land í ferðinni og boðið upp á skoðunarferðir. Boðið upp á íslenskan þjóðlegan mat og brennivín um borð í Ocean Diamond. Mæltist það vel fyrir. Hans Söderholm skipstjóri, sem er finnskur, kennir ungmennunum um borð siglingafræði. Þetta fyrirbrigði í sjónum í Ikkafjord er á heimsminjaskrá UNESCO. Ferðalangar af skipinu á rómantískri göngu í Narsarsuaq. 30.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.