Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Qupperneq 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016 H vað hugsa menn þegar þeir standa með atkvæðið sitt í kjörklefanum. Það hefur von- andi engin rannsókn farið fram á því. Hafi hún farið fram eru yfirgnæfandi líkur á því að þar séu hefðbundin gervivísindi á ferð, froðusnakk, sem hvergi festir hendi á. Í besta falli hjal um sjálfsagða hluti, og bæti engu við. Kjósendur furðufuglar? Þótt svo vel tækist til að aðspurð tilraundýr væru öll sæmdarfólk sem ekki mætti vamm sitt vita kæmi ekkert gagnlegt út úr því, aðeins óburðug eftiráspeki hrærð saman við ímyndun. Það liggur á hinn bóginn fyrir, þótt órannsakað sé, að margur kjósandi kemur til þess eins að koma sínu hefðbundna atkvæði á sinn stað. Það þarf enga hugs- un til þess. Þar með er ekki sagt að þau atkvæði séu ekki meðal hinna nýtilegustu. Bréfritari er sjálfur í þessu líkastur sæmdarskepnu og ratar á sinn bás án bollalegginga. Þótt hann hafi eitthvað minna álit á einum en öðrum á listanum ger- ir hann ekkert með það. Krossar hratt við upphafs- stafinn sinn og kemur honum í kassann. Forðum var svo farið í kaffi og pönnukökur til mömmu að fagna kjördegi, eins og vani var á Eyrarbakka og Selfossi, og ekki minnst orði á stjórnmál. Fyrir fáeinum misserum skundaði bréfritari á kjör- stað þegar þar var kosning í svonefnt stjórnlagaráð. Hafði í vasanum talnarunur á bréfsnifsi. Fjórar tölur voru í hverri runu, og enginn vegur að muna hvað hver runa þýddi. Þennan kjósanda langaði mest til að skrifa „pin“-númer kreditkortsins, svo að einhver tala sem hann kannaðist við færi í kjörkassann. Sleppti því þó af ótta við að annað tveggja gerðist: At- kvæðið yrði dæmt ógilt eða að pin-númerið næði kjöri og það vildi hann ekki gera því. Sem betur fer úrskurðaði Hæstiréttur kosninguna markleysu, og bréfritara hefði því verið óhætt að sýna pinninu sínu sóma. Lágmarks alvöru þörf Vera má að þetta þyki léttúðugt tal um stórmál. Kosningarétturinn er sagður heilagur, enda hafa menn fórnað lífi sínu svo að aðrir mættu njóta hans. En samt virðist kjósendum á Vesturlöndum þykja sífellt minna til hans koma. Sama þróunin er hér á landi. Þar er kosningaréttinum slegið upp í grín af minnsta tilefni. Ein ástæðan gæti verið sú að þeir sem öðlast hafa trúnað fólksins fara ekki vel með hann. Íslensk dæmi eru mörg. Menn minnast þess þegar Samfylkingin skaust bakdyramegin til valda í borginni eftir að hafa stofn- að til skrípiframboðs til hliðar við sig og skriðið á því til valda. Þannig var gengið þvert á kosningaúrslitin og kjósendum gefið langt nef. Það er enginn vafi á því að upplausn Samfylkingarinnar nú má fyrst og síðast rekja til fyrirlitningar á flokknum í höfuðborginni. Það er þungbært að lesa útskrift af heitstreng- ingum Steingríms J. Sigfússonar um Evrópusam- bandið fyrir kosningarnar 2009. Ekki síst þegar þjóð- in veit að þegar þau orð voru sögð af mikilli einurð hafði Steingrímur J. fyrir nokkru handsalað við Sam- fylkingu að gera hið gagnstæða. Það var ekki bara Steingrímur J. sem laug svo óhugnanlega það kvöld. Því forystumaður Samfylkingar sat nærri honum í sjónvarpssalnum og var, auk Steingríms, ein um að vita að hann fór með landráðakennd ósannindi og hún samsek þagði. Í kosningunum um helgina hefur VG sett nýtt and- lit á Steingrím. Það má segja að það sýni vott um að flokkurinn skammist sín fyrir framgöngu hans. En skammist sín þó ekki nóg. Því flokkurinn hefur enn sett lygamerki í öndvegi baráttunnar. Þekkir vel til Á þetta er rækilega bent í nýlegri grein Hjörleifs Guttormssonar, náttúrufræðings og fyrrverandi ráð- herra, sem ber yfirskriftina: Á að farga fullveldi Íslands á aldarafmælinu 2018? Í lok greinar sinnar segir Hjörleifur: „Fráhvarf for- ystu Vinstri grænna frá upphaflegri andstöðu við ESB-aðild er annað og djúpstæðara en almenningur gerir sér grein fyrir. Eftir að einarðir ESB-andstæð- ingar höfðu einn af öðrum hrakist úr þingflokki VG hljóðnuðu andstöðuraddir forystumanna, sem eftir sátu, við ESB-aðild. Eftir að Ísland lagði inn aðildar- umsókn að ESB sumarið 2009 minnist ég þess ekki að Steingrímur J. sem formaður eða arftakinn Katrín Jakobsdóttir hafi í blaðagreinum eða á öðrum vett- vangi rökstutt og útskýrt þá formlegu afstöðu flokks- ins að vera á móti aðild. Klisjunni virðist eingöngu hafa verið viðhaldið til að villa a sér heimildir og til að missa sem fæsta eindregna andstæðinga ESB- aðildar út úr röðunum. Öðru vísi verður ekki útskýrð þögn þessa fólks í örlagaríkasta máli Íslendinga um langt skeið. – Það sama er uppi á teningnum nú í að- draganda kosninga. Í kosningaáherslum VG eins og þær birtast á heimasíðu flokksins er ekki að finna stakt orð um Evrópusambandið, af eða á. Þurfum við frekari vitnanna við?“ Íslendingar hafa einfaldan smekk. Of einfaldan? Ekki verður um það deilt að sjaldan hefur jafnstórum hluta hagvaxtar þjóðar verið fleytt jafn hratt út til að tryggja almennan vöxt kaupmáttar og gerst hefur síðustu árin. Ekki er víst að svo hraður vöxtur kaup- máttar og orðið hefur fáist staðist til lengdar í þróuðu ríki. Eitthvað kunni að láta undan. Vöxtur kaup- máttar hefur verið mestur hjá fólki á lægri taxtalaun- um. Það er sanngjarnt. En sagan bendir til þess að slíkar hækkanir muni fyrr en síðar leita upp launa- töfluna. Nú stendur kaupmáttur launa þannig að lík- ast er því að hér á landi hafi aldrei orðið hrun. En Annar hvur maður þykist nú fæddur í ólandi ’ Nú stendur kaupmáttur launa þannig að líkast er því, að hér á landi hafi aldrei orðið hrun. En þrátt fyrir þá staðreynd snýst umræðan um allt annan veruleika. Sá sem fylgist með henni fær ekki annað séð en að allt sé á horriminni. Umræðan er fjar- stæðukennd og á enga stoð. Reykjavíkurbréf28.10.16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.