Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Page 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Page 51
þrátt fyrir þá staðreynd snýst umræðan um allt ann- an veruleika. Sá sem fylgist með henni fær ekki ann- að séð en að allt sé á horriminni. Umræðan er fjar- stæðukennd og á enga stoð. Stjórnarliðum gengur ekkert í að færa hana nær raunveruleikanum. Það hjálpar ekki að velferðarráðherrann virðist trúa því að henni beri að halla sér að andhverfunni á um- ræðunni. Varla mundi nokkrum takast að koma því svo fyrir á Kanaríeyjum að þar væri ekki talað um annað og fussað og sveiað yfir að þar rigndi án afláts og snjóbylur þau stundarbil sem stytti upp. Slíkt og þvílíkt tíðarfar þekktist ekki í „þeim löndum sem eyjarskeggjar bæru sig helst saman við“. Á Íslandi gengur umræðan út á það að finna dæmi um að einhver opinber eyðsla sé hærri í Danmörku en hér, önnur eitthvað hærri í Noregi en hér og enn önnur eitthvað hærri í Svíþjóð en hér. (Alltaf er út frá því gengið að opinber útgjöld séu ætíð óumdeilanleg himnasending.) Það að Ísland sé í þessum efnum í öðru sæti, en í flestum öðrum í fyrsta sæti og því al- mennt í efsta sæti opinberrar velmegunar í heiminum öllum, þýði að ástandið sé ömurlegt! Ekkert af þessu nálgast vitræna umræðu en er þó étið upp án afláts. Flestir, ef ekki allir, fjölmiðlar eru sekir um gagnrýn- islausa þátttöku í þvælunni. Allir geta þó giskað á hvaða fjölmiðlar eiga metið í greininni. Það skal fullyrt að hvergi í þeim löndum sem „Ís- lendingar vilja helst bera sig saman við“ fer fram jafnvitlaus umræða og þessi. Það gæti verið ein ástæða þess að hvergi annars staðar bjóði jafn margir furðuflokkar sig fram og kunni að fá jafn mikið fylgi og hér. Flokkaþróunin hér á landi þarf því ekki endilega að koma svo mjög á óvart. En trúir því einhver viti borinn maður í alvöru að hún sé til góðs? Getur einhver, sem einhver getur hugsað sér að bera sig saman við, í alvöru trúað því? Þeir geta fjandakornið ekki verið margir. En næstum allir virðast samt ætla að æða blindandi út í fenið. Er þá Ísland að verða Feneyjar? Róa sjómenn framvegis á mið á gondólum? Kannski fer best á því. Þá það. Morgunblaðið/RAX 30.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.