Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Page 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Page 54
LESBÓK Glæpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson verður gestur BókasafnsSeltjarnarness á þriðjudaginn kl. 19.30 en þar fjallar hann um bók sína Dimmu auk þess að kynna nýja bók sem er óbeint framhald af henni. Ragnar spjallar um bækur sínar 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016 S íðasta sunnudag frum- sýndi Erlingur myndina Child Eater, fyrstu kvikmyndina sína í fullri lengd, á hryllings- myndahátíðinni í Brooklyn í New York borg. Uppselt var á fyrstu sýninguna á klukkutíma, og einnig þá síðari sem þurfti að bæta við. Stemningin var frábær og Erlingur hæstánægður. Föstudaginn 28. október frumsýndi hann myndina svo í Bíó Paradís og bíður spenntur eftir viðbrögðum Íslendinga. Child Eater er byggð á sam- nefndri stuttmynd sem var útskrift- arverkefni Erlings frá kvikmynda- leikstjórnardeild Columbia-háskólans í New York, og vakti sú mynd athygli á mörgum kvikmyndahátíðum, bæði hérlendis og erlendis. Pólitísk og kynjafræðileg „Allt frá því að ég var krakki hef ég verið hryllingsmyndagaur,“ segir Erlingur, sem ákvað snemma að verða kvikmyndagerðarmaður. Hann fór beint úr menntaskóla í bókmenntafræði við HÍ, með áherslu á kvikmyndafræði, sem þá var nýbyrjað að kenna. „Ég tók eins marga kúrsa og ég gat í kvikmynd- fræðinni og endaði á því að skrifa BA-ritgerðina mína um kyn- gervisusla í slægingarmyndum ní- unda og tíunda áratugarins,“ segir Erlingur og hlær. „Í bókmenntafræðinni fór ég nefnilega að lesa mér til um hroll- vekjur, sem hafa svo oft verið svarti sauðurinn í kvikmyndasögunni. Það er svo margt að gerast bæði með- vitað og ómeðvitað í hryllings- myndum, bæði pólitískt og kynja- fræðilega séð. Ég varð auðvitað mjög glaður að heyra að allar myndirnar sem ég hafði verið að horfa á og fannst bara skemmti- legar, væru miklu meira en blóð, skrímsli og eltingarleikur með hnífa. Þessi lestur kveikti nýjan áhuga hjá mér á hrollvekjunni.“ Fann hvar ástríðan lá Varst alltaf ákveðinn í að verða hrollvekjuleikstjóri? „Alls ekki. Umsóknarmyndin mín í skólann var sko ástarsaga! Fyrstu önnina vildi ég bara gera eitthvað sem mér fannst skemmtilegt og prófaði að gera hryllingsmynd. En um leið og ég byrjaði að skrifa þessa hrollvekju, fann ég að þar lá ástríðan. Í stað þess að bæla hana niður vildi ég sleppa henni lausri. Eftir það hefur mér fundist hroll- vekjurnar langskemmtilegastar og haldið þeim áfram.“ Hvað fannst kennurunum um að þú værir að fara inn á þessa línu? „Þeir voru mjög hressir með það. Almennt ýta þeir undir að maður sé maður sjálfur, og þeir voru mjög hvetjandi. Ég var reyndar aðstoð- arkennari hjá konu sem kenndi kvikmyndasögu seinni hluta 20 ald- ar. Hún skildi ekkert í mér að fást við hryllingsmyndir og tók það mjög nærri sér. Ég benti henni á að það hafa verið gerðar margar góðar og „virtar“ hryllingsmyndir eins og Rosemarý’s Baby og The Exorcist, en þá sagðist hún ekki líta á þær myndir sem hryllingsmyndir.“ Hryllingsmyndahátíð á Íslandi Þannig að B-hryllingsmyndir eru hryllingsmyndir, en góðar hryll- ingsmyndir eru alvöru kvikmyndir? „Nákvæmlega! En ef maður lítur á kvikmyndsöguna, þá hafa margar hryllingsmyndir innleitt tæknilegar sögulegar nýjungar. Auðvitað Nosferatu eftir Murnau sem er klassík, Night of the Living Dead setti í gang óháða kvikmyndagerð á allt öðrum skala en þekktist, The Exorcist var ein af fyrstu „block- buster-unum“ og Halloween var fyrsta myndin sem notaði „steady- cam“ á vissan hátt sem hefur oft verið hermt eftir síðan. En fólk vill ekki sjá hrollvekjuna á þann hátt. Á sama tíma er líka skemmtilegt að vera á jaðrinum, því það gefur manni frelsi til að gera skrítna hluti sem er fínt. Hryllingsmyndir hafa stóran og mjög dyggan hóp aðdá- enda sem fylgist með öllu og sér all- ar myndir, og þessi hópur fílar furðulegheit. Þetta er mjög sér- stakur menningarkimi.“ Er þessi hópur til á Íslandi? „Ef hann er til þá ekki búið að ná honum saman. Það gæti þó gerst því það verður haldin hryllings- myndahátíð í fyrsta skipti á Íslandi í nóvember. Hún heitir Frostbiter og verður á Akranesi. Stofnandi hennar heitir Lovísa Lára Halldórs- dóttir og hún vill sýna Child Eater á hátíðinni og mér finnst frábært að vera hluti af fyrstu hryllings- myndahátíðinni á Íslandi.“ Ógnvænlegt kynlíf Eru hryllingsmyndir ekki hálfgert unglingakvikmyndaform? „Úlfhildur Dagsdóttir hefur skrif- að mikið um það og ég las mikið eft- ir hana í kvikmyndafræðinni því hún er einn af fáum Íslendingum sem skrifa á virðingarfullan hátt um hryllingsmyndir. Þegar ég var ung- lingur og hryllingsmyndin Scream kom út skrifaði hún gagnrýni um hana og ég klippti hana út og geymdi,“ segir Erlingur og brosir við tilhugsunina. „Í ritgerðinni minni skrifaði ég einmitt um að hryllingsmyndir höfða frekar til yngra fólks en eldra. Í mörgum þessara mynda er mikið verið að leika sér með sam- skipti kynjanna og grótesk sam- skipti. Kynlíf er sýnt og alls konar kynferðislegar aðstæður í furðu- legum búningi og það snertir ung- Morgunblaðið/Eggert Hrollvekjan er tvíeggja sverð Erlingur Óttar Thoroddsen er fyrsti íslenski kvikmyndaleikstjórinn til að sérhæfa sig í hryllingsmyndum. Hann segir hrollvekjuna oft svarta sauðinn í kvikmyndaheiminum, en að hún leyni á sér og hafi náð að lokka hann til sín, bæði sem ungan kvikmyndaáhugamann og síðar sem kvikmyndaleikstjóra. Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Hryllingsmyndin Child Eater eftir Erling Óttar Thoroddsen var frumsýnd í Bíó Paradís á föstudag.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.