Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Side 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Side 55
30.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55 linga sérstaklega af því að þeir eru á þeim stað í lífinu þegar kynlíf er enn ógnvekjandi, handan við þrösk- uld sem þau þurfa að komast yfir.“ Sem áhorfandi finnst mér erfiðast við hrollvekjur þegar persónurnar lenda í aðstæðum sem ættu að fá heilbrigða manneskju til að hlaupa á brott en þær ana bara beint í hættuna. „Það er alveg satt og það er kannski smá verið að svindla, en þetta er samningur sem maður ger- ir við áhorfendur í hryllings- myndum, sem hljóðar upp á að það vill sjá fólk lenda í hættu. Þú hrópar kannski upp yfir þig; ekki fara þangað! en í rauninni viltu að per- sónan geri það. Við viljum það öll og þess vegna erum við komin að sjá myndina. Stundum er þetta spurning um að spila með áhorfendur; ég veit að það er ekki rökrétt en ég ætla samt að láta persónuna gera það. Stund- um verð ég að fá manneskjuna á einhvern stað til þess að eitthvað annað sem þarf að gerast geti gerst. Þetta er tvíeggja sverð. Lógíkin er ekki alltaf sterkasta hlið hryllings- myndanna,“ segir Erlingur og hlær. Að halda áhorfendum á nálum Hvernig er öðruvísi að gera hryll- ingsmyndir og aðrar myndir? „Mjög mikið af þessu er að setja sig í spor áhorfandans. Ég reyni að spyrja mig; hvað á eftir að hræða mig og gera mig spenntan? Ég er alltaf að reyna að byggja upp vissa spennu og ákveð- ið andrúmsloft sem er óþægi- legt, til að halda áhorfendum á nálum, þannig að þegar loks kemur að stóru atriði þar sem áhorfand- anum bregður sé búið að byggja spennuna upp. Það fer mjög mikill tími hjá mér í að átta mig á því hvað ég get gert með myndavélinni, hljóðinu eða með klippingunni til þess að stigmagna ákveðið and- rúmsloft. Hljóð er mjög mikilvægt í bíómyndum yfir höfuð, en ég held að það sé sérstaklega mikilvægt í hryllingsmyndum. Því það er ekk- ert endilega það sem þú sérð sem gerir þig hræddan, heldur það sem þú ímyndar þér eða ert farinn að búast við að gæti gerst og þá er gott að nota hljóð til þess að byggja upp þannig tilfinningar.“ Tónlistin leikur þá stórt hlutverk líka? „Algjörlega. Það er Einar Sverrir Tryggvason sem samdi fyrir mig tónlistina og þetta er þriðja verk- efnið sem við vinnum saman. Hann er afskaplega flinkur, get ekki sagt nógu margt gott um hann. Hann gerir bæði tónlist sem passar mjög vel við upptökurnar, öll spennumó- mentin, en um leið er mjög fágað yfirbragð yfir þessu sem gefur myndinni vissan klassa.“ Hvað er erfiðast við að gera hroll- vekju? Raunverulegt blóð? „Við allt ferlið finnst mér erfiðast að maður veit ekki hversu hrollvekj- andi eða áhrifarík myndin er fyrr en búið er að klippa hana saman, gera margar tilraunir með klipp- inguna og setja tónlist og hljóð við hana. Það sem ég var með í hausn- um þegar ég var að skrifa, og var tært í byrjun, er orðið gruggugt og maður þarf einhvern veginn að fá það til að virka. Það er mjög stress- andi. Tæknilega getur blóð líka verið flókið mál. Ef á að sletta blóði á eina persónuna, þarf það helst að takast sem fyrst, því það þarf nýjan búning við hverja töku. Þegar við erum að gera ódýra óháða mynd, höfum við kannski bara fjóra bún- inga, svo við verðum að ná atriðinu í fjórum tökum. En þetta er eitthvað sem ég veit og gengst inn á. Þetta er ekki beint erfitt, bara hluti af leikreglunum.“ Rökkur er á leiðinni Hlakkarðu til sýna Child Eater á Íslandi? „Já, ég hlakka svo til að sleppa henni lausri út í heiminn. Ég er bú- inn að lifa með henni í mörg ár núna. Ég er spenntur yfir því að starfi mínu sé lokið og að heimurinn taki myndina í sínar hendur. Ég vona að fólki líki hún og að það sé til áhorfendahópur fyrir hana, en það er mjög góð tilfinning að vita að maður geti farið að hugsa um ann- að.“ Og hvað gerist þegar Child Eater verður farin að heiman? „Ég tók upp kvikmynd í fullri lengd núna í vor á Íslandi sem ég hef verið að klippa hérna í New York, og nú get ég alveg sett fókus- inn á hana. Núna er tónlistar- og hljóðvinnslan að fara í gang og tak- markið er að hún verði tilbúin um áramótin. Svo frumsýnum við hana kannski í vor.“ Íslensk hryllingsmynd? En gam- an! „Já, hún heitir Rökkur, hún er á íslensku og er fullkomlega íslensk, og þeir Björn Stefánsson og Sig- urður Þór Óskarsson leika aðal- hlutverkin. Þessi mynd var mjög sérstakt verkefni og hún var gerð fyrir mjög litla peninga. Við vorum alls tíu manns í upptökuliðinu og myndin var að mestu leyti tekin upp í sumarbústað á tveimur vikum, og framleiðslan hékk saman á ástríðu og vinagreiðum, og var borguð með yfirdrætti á visakortinu,“ segir Er- lingur brosandi og yppir öxlum. Hann lætur greinilega ekkert stoppa sig þegar hann fær góða hugmynd. „En áður en Rökkur kemur út þurfa allir að mæta í Bíó Paradís og kíkja á Child Eater,“ minnir hryll- ingsmyndaleikstjórinn á að lokum. ’Allt frá því að ég varkrakki hef ég veriðhryllingsmyndagaur. Fjölskyldustund menningar- húsanna í Kópavogi verður í dag, laugardag, milli klukkan 13 og 17 í Bókasafni Kópavogs, Hamra- borg 6a. Í tilefni hrekkjavökunnar eru gestir hvattir til að koma í bún- ingum eða náttfötum. Páll Bergþórsson sagnabrunnur deilir með gestum sýn sinni á sögur af Vínlandsferðunum fyrir 1.000 ár- um, sem finna má í Grænlendinga- sögu og Eiríks Sögu rauða. í Hannesarholti á morgun, sunnudag, kl. 13. Caput-hópurinn mun flytja tónlist Jónasar Tómassonar í tónleika- röðinni 15.15 í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 15.15. Þannig heiðrar Caput Jónas sem stendur á sjötugu í ár. Málþing verður haldið í dag, laugar- dag, kl. 14 í tilefni þess að 100 ár eru frá því að hornsteinn var lagð- ur að Listasafni Einars Jóns- sonar. Erindi flytja Benedikt Hjart- arson, og Ólafur Rastrick. Söngkonan Rannveig Fríða Bragadóttir og Gerrit Schuil pí- anóleikari halda ljóðatónleika í Kaldalóni, Hörpu, á morgun, sunnudag, kl. 17. Á efnisskránni eru sönglög eftir Schubert og Grieg. MÆLT MEÐ www.veislulist.is Pinnaborð eru afgreidd í öskjum þar s em kaupandi sér sjálfur um að raða þe im á föt eða tilbúnir á á borð á einnota veislufötum. Sé veislan 150manna eð ameira eru allar veitingar afhentar á einnota veislufötum. Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan PINNAMATUR FYRIRÖLLTÆKIFÆRI Þú getur lesið allt um pinnamat og aðra rétti á heimasíðu okkar PINNAMATUR Við val á veitingum þarf að hafa í hug a á hvaða tíma dagsmóttakan er og hversu lengi hún á að standa. Í “standandi” veislum er vinsælt að bjó ða upp á t.d fimm til sjö rétta pinnaborð. Skoðið verðin á heimasíðu okkar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.