Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Side 59
Og við getum lært mjög margt af börnunum.
Þau eru svo opin og fordómalaus. Markmiðið
er að koma af stað góðum samræðum inni á
heimilunum en bókin verður líka frábær fyrir
skóla og ég varð vör við mikinn áhuga margra
kennara þegar þeir fréttu af útgáfunni. Margir
þeirra gripu bókina strax og hún kom út og ég
hef fengið mjög góð viðbrögð.“
Hanna segir Rúnar, söguhetju bókarinnar,
að miklu leyti byggðan á eldri syni hennar,
Tuma. „Það eru margar beinar tilvitnanir í
hann og auðvelt að skrifa svona texta þegar
maður er mamma ungs barns! Mér finnst gam-
an að hugsa til þess þegar hann var í dansi, eini
strákurinn með um 10 stelpum, en hugleiddi
það aldrei sérstaklega; þetta voru bara krakk-
ar. Á handboltaleikjum situr líka alltaf fatlaður
maður við hliðina á okkur og þegar ég segi syni
mínum að hann þurfi að taka tillit til hans er
það alveg sjálfsagt mál. Aldrei er spurt hvers
vegna. Í Frakkland er mikið um múslima og
margar mömmurnar ganga með slæðu. Hann
spyr auðvitað hvers vegna en finnst sjálfsagt
að svo sé þegar ég segi honum að þau aðhyllist
aðra trú en við og vilji hafa þetta svona. Hann
er alltaf með svo opinn hug því fyrir börnum er
fjölbreytileiki mannlífsins svo sjálfsagður og
frábær. Það væri svo gott ef allir fullorðnir
tækju sér börnin til fyrirmyndar hvað þetta
varðar.“
„Mig langaði að byrja á að fræða börnin mín
um mannréttindi strax meðan þau væru lítil,
fann enga bók og ákvað því að skrifa hana
sjálf,“ segir Hanna Borg Jónsdóttir.
Morgunblaðið/Eggert
30.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
og mjög skemmtilegt ferli fór af stað. Sam-
starfið var virkilega ánægjulegt.“
Stefán Máni fagnar 20 ára rithöfundara-
fmæli um þessar mundir og fannst tilvalið á
þeim tímamótum að sýna á sér nýja hlið. „Mig
langaði að gera eitthvað allt öðruvísi en áður,“
segir hann. Óhætt er að fullyrða að það hafi
tekist!
Sagan er að sumu leyti nokkuð nöturleg,
eins og þær sem Stefán hefur skrifað fyrir full-
orðna. „Sagan hverfist um dramatík, um þessa
ímynduðu prinsessu sem býr ein í dimmum
kastala í landi langt frá öðru fólki. Þetta er
mikil dramatík en samt á léttum nótum.“
Þurfti Stefán að setja sig í aðrar stellingar
en áður við þessi skrif? Eru skrif fyrir börn
annars eðlis?
„Já og nei. Sagan spratt alveg af sjálfu sér
eins og allt sem ég geri. Mér finnst auðvelt að
skrifa fyrir börn í sjálfu sér. Ég þurfti ekki að
hugsa öðruvísi eða vinna öðru vísi að þessari
bók en öðrum og hugmyndin var auðveld í
framkvæmd. Sjálfur hef ég ofboðslega gaman
af börnum og af föðurhlutverkinu. Ég hef gam-
an af barnamenningu og reyndar öllu sem
tengist börnum. Ég horfi mikið á barnaefni og
einn kostur þess að eiga börn er einmitt að fá
aðgang að menningarheimi þeirra. Mjög mikið
er til af stórskemmtilegu efni, bæði barnabók-
um og myndum, en það er reyndar til heilmikið
af hundleiðinlegum barnabókum – eins og allir
foreldrar þekkja …“
Í lokin er við hæfi að spyrja Stefán Mána
hvort hann sé ekki örugglega með fullorðins-
bók á prjónunum.
„Jú, ég er að setja mig í startholurnar fyrir
meira fullorðins og ein bók er reyndar rétt
handan við hornið. Hún gæti komið út á næst-
unni, jafnvel fyrir jól ef allt gengur upp.“
Þar er á ferðinni krimmi a la Stefán Máni, þó
ekki alveg jafn „svartur“ og Nautið frá síðasta
ári eins og Stefán orðar það sjálfur.
„Einn kostur þess að eiga börn er
að fá aðgang að menningarheimi
þeirra,“ segir Stefán Máni.
Morgunblaðið/Ófeigur
Síðasta ástarjátningin bbbmn
Eftir Dag Hjartarson. Kilja, 240 bls. JPV út-
gáfa, 2016.
„Sagan byrjar í blússandi
hamingju, það er uppgangur í
þjóðfélaginu, og sögupersón-
unni virðast allir vegir færir
en eftir því sem á líður þyng-
ist tónninn í sögunni, óreiðan
eykst og ástarbríminn dofnar
í takt við ástandið í þjóðfélag-
inu … Þó að sagan sé ákveðin
klisja er hún full af frumlegheitum og textinn
ein ljóðræn unaðslesning. Síðasta ástarjátn-
ingin er fyrsta skáldsaga Dags sem hefur ver-
ið þekktur sem ljóðskáld fram að þessu. Því
má alveg velta fyrir sér hvort hér sé á ferðinni
skáldsaga eða ljóðabók í dulbúningi. En hvort
sem er þá er sagan góð, full af húmor og höf-
undur hefur skemmtilega sýn á hið mannlega
og góð tök á tungumálinu sem gerir Síðustu
ástarjátninguna að frábærri ástarsögu í mörg-
um skilningi; ást milli stráks og stelpu, tveggja
vina, hatursást á landi og þjóð og Davíð Odds-
syni.“
Ingveldur Geirsdóttir
Ótrúleg saga Indverja sem hjólaði
til Svíþjóðar á vit ástarinnar
bbbmn
Eftir Per J. Andersson. Ísak Harðarson
þýddi. JPV útgáfa 2016. 312 blaðsíður.
„Þegar hinn bláfátæki og
stéttlausi Pradyumna Kumar
Mahanandia, öðru nafni Pí-
kei, er nýfæddur spáir
stjörnuspekingur indverska
þorpsins sem hann býr í að
hann muni giftast stúlku frá
fjarlægu landi. Píkei er alla
tíð viss um að spádómurinn
muni rætast og þegar hann kynnist Lottu
hinni sænsku er hann ekki í nokkrum vafa um
að þar sé framtíð hans ráðin, en til þess að svo
megi verða leggur hann á sig gríðarmikið
ferðalag frá Nýju-Delí til Borås í Svíþjóð. En
hvað gerir maður ekki fyrir ástina? Sagan
byggist á sönnum atburðum, en höfundurinn
Per J. Andersson er blaðamaður sem á bók-
arkápu er sagður þekkja vel til indversks sam-
félags. Sá veruleiki sem lýst er í bókinni er
ömurlegur, sem gerir sögu Píkeis enn magn-
aðri; að hann hafi aldrei látið bugast. Bókin
hefði gjarnan mátt vera hnitmiðaðri því á köfl-
um eru hlutirnir helst til lengi að gerast. En
sjálf sagan er býsna áhugaverð, jákvæð og
skemmtileg saga sigurvegara og prýðisvel
þýdd af Ísak Harðarsyni. Og þeir sem vilja
vita hvort Píkei kemst á leiðarenda og hvort
þau Lotta lifa „happily ever after“ verða bara
að lesa bókina.“
Anna Lilja Þórisdóttir
Stúlkurnar bbbmn
Eftir Emmu Cline. Ingunn Snædal íslensk-
aði. Bjartur 2016, 292 bls.
„Molla; andleg, líkamleg og
veðurfarsleg molla svífur yfir
Stúlkunum, fyrstu bók Emmu
Cline. Það er líka í takt við
viðfangsefnið; unglingsárin
sem einkennast oft af doða og
hugsunarleysi leitandi og
meðfærilegra sála sem hægt
er að móta og misnota …
Cline nær vel að fanga sálarlíf unglingsstúlkna
þar sem allt snýst um að vera hluti af hópi og
að finna sinn stað í veröldinni, vera viður-
kennd. Það eru ekki miklar hæðir eða dýfur í
sögunni, hún mallar áfram í hitanum eins og
hugur Evie sem er svo upptekin af sjálfri sér
og þránni eftir viðurkenningu að hún tekur
ekki eftir veröldinni í kringum sig og því kem-
ur henni það sem gerist á endanum á óvart.
Cline tekst vel til við að skapa sannfærandi að-
stæður, textinn er ferskur og heillandi og ein-
stakur andi svífur yfir sögunni.“
Ingveldur Geirsdóttir
Úr umsögnum