Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Page 20
Vikublað 24.–26. mars 20154 Veitingar - Kynningarblað „Góður matur tekur tíma“ Ban Thai valinn besti taílenski veitingastaðurinn í Reykjavík sex ár í röð V eitingastaðurinn Ban Thai, sem staðsettur er á Laugavegi 130, Reykja- vík hefur verið starfandi í 26 ár og býður upp á ekta taílenskan mat eins og hann er í Taílandi. Staðurinn var valinn einn af tíu bestu veitingastöðunum á Ís- landi af DV í júní 2011. Auk þess hefur hann verið kosinn besti taí- lenski veitingastaðurinn í Reykja- vík sex ár í röð, frá 2009 til 2014, af tímaritinu Reykjavík Grapevine. Á Ban Thai er allur matur eldaður frá grunni úr fersku gæðahráefni. All- ur matur er eldaður eftir pöntun og ekkert er tilbúið fyrirfram og því er gott að gefa sér góðan tíma þegar farið er á staðinn. „Góður matur tekur tíma,“ segir eigandinn Tómas Boonchang. Boðið er upp á fjölbreytt úr- val rétta og allir geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi, sama hvort það er sterkt eða milt. Allur matur er létt eldaður úr ferskum hráefnum og því heldur hann næringargildi sínu og upprunalegu bragði vel. Tómas vill jafnframt benda gestum staðarins á að athuga vel styrkleika réttanna sem pantaðir eru, en allir réttir eru merktir með chili-merkjum, eftir því hversu sterkir þeir eru. Ef þú ert ekki vön/vanur að borða sterkan mat, er best að panta rétt sem er ekki merktur með neinu chili-merki. Hægt er að fá sér taílenskan bjór og taílenskt vín með matnum. Bæði er hægt að borða á staðn- um eða panta „take-away“, en ekki er boðið upp á heimsendingu. Á efri hæð staðarins er góð að- staða fyrir hópa og hægt að taka þar við allt að 40 manns. Ban Thai er á Laugavegi 130, Reykjavík, síminn er 552-2444 og 692-0564, netfangið er banthai@ banthai.is. Opnunartími er sunnu- daga til fimmtudaga frá kl. 18.00– 22.00 og föstudaga og laugardaga frá kl. 18.00–23.30. Tómas rekur alls fimm veitinga- staði í Reykjavík, auk Ban Thai rek- ur hann Yummi Yummi sem stað- settur er á Hverfisgötu beint á móti Ban Thai og í Smáralind, Na Na Thai í Skeifunni og YAM í Þverholti Mosfellsbæ. n Maturinn Allir réttir eru eldaðir frá grunni. Staðurinn Ban Thai var kosinn besti taílenski veitingastaðurinn í Reykjavík. Staðurin Ban Thai er á Laugavegi 130.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.