Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Blaðsíða 38
22 Lífsstíll Vikublað 24.–26. mars 2015 Losaðu þig við þessa hluti n Ýmsir sakleysislegir hlutir á heimilinu geta valdið líkamlegum skaða n Farðu í gegnum skápana Þ að eru ótal hlutir á heimil- um okkar sem geta beinlín- is verið skaðlegir, án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Þetta eru ýmsir hvers- dagslegir hlutir sem við daglega notkun virðast nokkuð skaðlausir, en við nánari athugun reynast þeir geta haft slæm áhrif á heilsuna. Hér eru dæmi um nokkra hluti sem vert er að losa sig við eða að minnsta kosti endurnýja mjög reglulega. 1 Gömul plastílát Það er gott að fara í gegnum plastílátin á heimilinu og athuga merk- ingarnar á þeim. Ef ílátin eru merkt með tölustafnum 7 eða PC (sem stendur fyrir polarcar- bonate) þá gætu þau innihaldið BPA, sem meðal annars getur valdið truflun á innkirtlastarfsemi líkamans. Það er best að losa sig við öll plastílát sem gætu mögulega innihaldið þetta efni. Þá er einnig ráðlagt að henda ílátum sem orðin eru rispuð og sprungin. Það er almennt góð regla að endurnýja plastílátin á heimilinu reglulega því þau skemmast með tímanum, bæði við ítrekaðar ferð- ir í gegnum uppþvottavélina og við hitun í örbylgjuofni. Reyndar er frekar mælt með notkun gleríláta til að hita upp mat í örbylgjuofni. Þrátt fyrir að plastílátin eigi að þola hit- ann þá eru alltaf líkur á því að efni úr plastinu fari yfir í matinn. 2 Ilmgjafar Mörg fyrirtæki sem framleiða ilmgjafa; úða, vökva, eða sem stungið er í rafmagn, hafa gefið út að þau séu hætt að nota þalöt í vörur sínar. Það er mjög jákvæð þróun, en þalöt geta valdið truflun á nýrna- og lifrarstarfsemi, sem og fósturskaða. Engu að síðu eru þalöt enn notuð í ýmsar gerðir snyrtivara og tilbúna ilmgjafa. En þalötin gera að verkum að ilmurinn endist lengur en ella. Yfirhöfuð er ekki mælt með mikilli notkun tilbúinna ilmgjafa á heimilinu. Hvort sem þeir innihalda þalöt eða ekki, þá eru innihaldsefn- in ekki mjög holl, hvorki mönnum né dýrum. 3 Bakteríudrepandi sápa Mörgum finnst nauðsynlegt að þvo hendurnar með bakteríu- drepandi sápu oft yfir daginn til að upplifa þá tilfinningu að þeir séu al- mennilega hreinir. Ef marka má ný- lega skýrslu matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna þá er slík sápa þó ekkert öflugri en venjulega sápa þegar kemur að því að eyða bakt- eríum. Þess utan getur bakteríu- drepandi sápa verið heilsuspillandi. Triclosan, virka efnið í sápunni, hefur valdið hormónabreytingum í dýrum og þykir líklegt að það geti einnig haft áhrif á menn. Þá bendir margt til þess að umrætt efni geti orsakað mótstöðu gegn sýklalyfjum. 4 Plast-skurðar- bretti Plast- skurðarbretti verða mjög fljótt rispuð eftir hnífa, og um leið og það gerist fara bakteríur að setjast í rispurnar. Það getur verið mjög erfitt að losna við þessar bakteríur, jafnvel þótt brettin séu þvegin í uppþvottavél. Það er frekar mælt með notkun tréskurðar- bretta, því þau hafa náttúrulegan sótthreinsandi eiginleika. Þrátt fyrir að rispur og sprungur myndist í trébrettum þá geta bakteríur ekki þrifist þar. Þær drepast mjög fljótt. 5 Gamalt krydd Það er ólíklegt að gamalt krydd, sem staðið hefur í eldhús- skápunum árum saman, komi til með að valda þér heilsufarslegum skaða, en þau gera matnum engan greiða. Bragð af kryddi dofnar með tím- anum og því er lítill tilgangur í að nota gamalt krydd í eldamennsk- una. Maturinn verður ekki eins bragðgóður og fyrir vikið eru meiri líkur á því að maður freistist til þess að kaupa tilbúinn mat. Farðu í gegnum skápana og hentu gamla kryddinu, það tekur bara pláss. Fáðu þér svo nýtt og ferskt krydd í staðinn sem glæðir eldamennsk- una lífi. 6 Óhrein linsubox Með því að setja linsurnar þínar í óhrein linsubox og svo aftur upp í augun, aukast líkurnar á alvarlegri augn- sýkingu. Slík sýking getur jafnvel valdið varanlegum augnskaða. Mælt er með því að linsuboxum sé skipt út á þriggja mánaða fresti og þau jafnframt þrifin daglega og skipt um linsuvökva. En þrátt fyrir að boxin séu þrifin daglega þá safnast alltaf upp í þeim hálfgerð húð eða filma sem dregur að sér bakteríur og sýkla. Augun er við- kvæm og því mikilvægt að hugsa vel um þau. 7 Notaðir hlaupaskór Þeir sem stunda hlaup að staðaldri ættu að skipta hlaupa- skónum út á 500 kílómetra fresti. Hlaupaskór eru fljótir að missa dempunareiginleika sína við mikla notkun, sem og eiginleika til aðlaga sig að höggþunga fótanna. Að hlaupa í skóm sem misst hafa þessa eiginleika eykur líkur á meiðslum. 8 Útjaskaður tannbursti Ef tennur eru burstaðar kvölds og morgna, eins og mælt er með, ýfast hárin á tann- burstanum mjög fljótt. Eftir aðeins um mánaðarnotkun má sjá mikinn mun á tannburstanum og mælt er með að honum sé skipt út á að minnsta kosti þriggja mánaða fresti. Útjaskaður tannbursti með ýfðum hárum nær illa að hreinsa tennurnar og í honum geta leynst bakteríur sem ekki er vert að fá í munninn. 9 Afgangar Afgangar af elduðum mat sem inni- halda dýrafurðir geymast ekki endalaust. Reglan er að borða, henda eða frysta matinn innan þriggja daga frá því hann er settur í ísskápinn. Ekki er ráðlagt að neyta matarins eftir þennan geymslutíma í ísskáp, þó að vissulega geti verið í góðu lagi með hann. Frystirinn er skynsamlegri geymslustaður þegar til langs tíma er litið, og auðvelt er að hita matinn upp, annaðhvort á eldavélinni eða í örbylgjuofni. 10 Gömul föt Það er góð regla að fara öðru hverju í gegnum fataskápinn og henda eða gefa föt sem þú notar ekki lengur. Margir geyma gamlar flíkur inni í skáp með það í huga að nota þau aftur síðar, til dæmis þegar nokkur kíló hafa fokið. Það er vissulega ekki lífs- hættulegt að geyma gömul föt, en það er ekki hollt fyrir sálar- tetrið að fá þessa áminningu á hverjum degi. Það gæti skapað óþarfa pressu um megrunarkúra og orsakað ranghugmyndir um útlitið. n JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð og endingargóð vetrardekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.