Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 12
Helgarblað 12.–15. júní 201512 Fréttir iRobot Verslun - Helluhrauni 22 220 Hafnarfjörður - S:555-2585 Veldu þessa sem hentar þér best Líttu við hjá okkur og gerðu verð- og gæðasamanburð. Nánari upplýsingar færðu hjá okkur. Láttu mig um að ryksuga og notaðu tímann í annað. „Það er búið að vera rosa- lega mikið af músum“ n Tíðarfarið á Íslandi ástæðan n Áfellisdómur yfir köttum n Veggjalýs farnar að láta á sér kræla M eindýraeyðir segir mús- um hafa fjölgað mik- ið síðastliðin misseri og segir að íslenskir heimilis- kettir þurfi að hugsa sinn gang. Veggjalýs eur farnar að láta á sér kræla á nýjan leik eftir að tekist hafði að útrýma þeim hérlendis fyrir nokkrum árum. „Húsamúsin að færa sig upp á skaftið“ „Það er búið að vera rosalega mikið af músum. Ég myndi ekki kalla það far- ald því að það gæfi í skyn að við réð- um ekki við ástandið en fjölgunin er mjög mikil. Sérstaklega hefur húsa- músin verið að færa sig upp á skaft- ið,“ segir Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir. „Mýsnar koma sér fyrir í háaloftum, bílskúrum og jafn- vel á milli þilja. Fólki er mjög illa við þetta,“ segir Guðmundur Óli. Góð haust helsta ástæðan Aðspurður um ástæðuna segir Guð- mundur Óli: „Það er fyrst og fremst tíðarfarið. Í hefðbundu árferði tímg- ast mýsnar ekki frá því í september- október. Síðustu tvö ár hefur haustið hins vegar verið svo gott að mýsn- ar hafa verið að gjóta alveg fram í nóvember. Við erum að ná mörgum hálfstálpuðum dýrum þessi misserin sem staðfestir að um síðbúið got er að ræða.“ Áfellisdómur yfir köttum í Vesturbænum „Þær eru í raun alls staðar á höfuð- borgarsvæðinu en sérstaklega þó í jaðarbyggðunum, uppi í Kjós og sum- arbústaðalöndunum. Ég er líka að taka talsvert í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem er köttur í öðru hverju húsi. Þeir eru orðnir svo góðu vanir að þeir bíða bara við diskana eftir túnfiskn- um og eru hættir að kunna að meta villibráð. Í rauninni er þetta ástand áfellisdómur yfir köttum í Vestur- bænum,“ segir Guðmundur Óli og skellihlær. Veggjalúsin farin að láta á sér kræla Aðspurður um ástand annarra mein- dýra segir Guðmundur Óli að önn- ur óværa, sem tekist hafði að útrýma hérlendis, sé byrjuð að taka veru- lega við sér. Það sé veggjalúsin, sem er blóðsuga sem kann best við sig í rúmfötum. „Við byrjuðum að verða varir við hana í kjölfar þess að erlend- ir farandverkamenn fluttust hingað í stórum stíl frá lönd- um þar sem veggjalúsin er landlæg.“ Hin gríðar- mikla aukn- ing ferðamanna til landsins hafi svo ýtt enn frekar undir þessa óværu. Flestir í ferðaþjónustunni með forvarnir „Mest verða hótelin og gistiheimil- in vör við þetta. Sem betur fer eru flestir í ferðaþjónustunni komnir með forvarnir, það er að segja skor- dýragildrur, bæði sýnilegar og ósýni- legar. Þessar gildrur eru með sérstöku hormóni sem laða kvikindin að sér. Þannig er hægt að fylgjast með því ef eitthvað gerist á meðan dvöl gestsins stendur. Þeir sem þrífa herbergin kíkja í gildrurnar á hverjum degi og þá er hægt að grípa til aðgerða ef ein- hver skordýr hafa orðið honum sam- ferða. Fólk á því að vera ánægt ef það sér skordýragildrur í hótelherbergj- um. Það er til vitnis um að eftirlit sé í gangi. Þegar ég ferðast erlendis þá tek ég alltaf með mér nokkur límspjöld og lauma því undir rúmið, ég er svo hysterískur,“ segir Guðmundur Óli og hlær. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir „Þegar ég ferðast erlendis þá tek ég alltaf með mér nokkur límspjöld og lauma því undir rúmið, ég er svo hysterískur.“ Veggjalús - Cimex lectularius Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands er athyglisverð ráðlegging til að losna við óværuna: „Þó skal getið einnar leiðar sem sögð er hrífa. Sá sem gengur til rekkju með veggjalúsum skal fyrir svefninn taka inn góðan skammt af svefnlyfjum. Veggjalýsnar innbyrða lyfin með blóðinu og sofna værum blundi að neyslu lokinni. Að morgni má svo fjarlægja þær svefn- drukknar með rúmfötunum. Ef þetta er endurtekið í nokkrar nætur má binda vonir við að flest kvikindin í her- berginu hafi látið ginnast. Þetta ráð er ekki selt dýrara en það var keypt en er e.t.v. ekki eins fráleitt og það kann að hljóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.