Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 25
Helgarblað 12.–15. júní 2015 Umræða 25 Myndin Mikilvægur leikur „Það er búið að vera kalt og erfitt að fá þau svæði góð sem fóru illa í vetur,“ sagði Kristinn Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, í samtali við DV fyrr í vikunni. Hann telur samt að völlurinn verði í góðu ásigkomulagi fyrir leikinn gegn Tékkum á föstudagskvöld. Mynd sigtryggur ari Á vorin, þegar krakkarn- ir streyma úr skólunum með möppurnar sínar og einkunnablöðin, uppskeru vetrarins, er tími til að þakka fyrir skólastarf á öllum skólastigum. Að þakka fyrir leikskólana, grunnskól- ana, frístundaheimilin og félags- skapinn við uppeldið. Mikilvægt er að meta kennslu og virða þá sem henni sinna, kennara og leikskólakennara. Fólk sem hefur ákveðið að leggja stund á uppeldi og kennslu. Að sinna börnum frá öllum heimilum, úr öllum stéttum samfé- lagsins og taka þátt í því með heim- ilunum og fjölskyldunum að koma þeim til manns. Í sterku og samhentu samfélagi eru góðir skólar sem njóta trausts og virðingar. Á forsendum samfélags- ins, heildarinnar og framtíðarinnar. Stundum hefur verið sagt að sterk- ur grunnskóli sé eitt öflugasta jöfn- unartæki sérhvers samfélags. Horn- steinn jafnaðar og samheldni. Krakkarnir eru öflugir og bjart- sýnir og fullir af fyrirheitum og framtíðardraumum. Unglingar leita á vit ævintýranna og svo virðist sem allt sé hægt. Um leið og bjartsýni og kraftur einkennir þessa daga eru tilfinn- ingar blendnar. Hvers konar samfé- lag erfa þessir krakkar? Hvaða fram- tíð bíður þeirra á landinu bláa? Er gætt að innviðum samfélagsins, jöfnuði og velferð? Er náttúrunni borgið og sjálfbærni í öndvegi? Er menntun metin til launa? Er staða kynjanna jöfn og staða stelpna sterk? Vinstri og hægri skipta máli Með ríkisstjórn ríka fólksins við stjórnvölinn eru þessi gildi öll í hættu. Það skiptir nefnilega máli hvað kosið er. Hægri og vinstri eru mikilvæg hugtök í pólitík. Hverjir eiga að borga mest til samfélagsins? Hverjir eiga að njóta góðs af sam- félaginu? Hversu miklu máli skipt- ir jöfnuður og velferð? Allar þessar spurningar varða grundvöll stjórn- málanna. Hægri stjórnir hygla þeim ríku, lækka skatta og einkavæða. Þannig hefur það verið á öllum tím- um um allan heim og þannig er það hér líka. Hægri stjórnir leggja meiri áherslu á gjaldtöku í heilbrigðis- og menntakerfinu en minni á sam- neysluna. Þannig hefur það líka ver- ið á öllum tímum um allan heim og þannig er það hér líka. Hægri stjórnir eru líklegri til skammsýni í auðlindanýtingu og þeim hættir til að ganga á auðlindirnar með ósjálf- bærum hætti. Þannig er það hér líka. Samfélagi, náttúru og auðlind- um er best borgið hjá vinstri stjórn með græn sjónarmið að leiðarljósi og þar sem ekkert hik er í því að hafa kynjasjónarmið í hávegum. Ekki bara tala um þau heldur láta þau endurspeglast í sérhverri ákvörðun og sérhverri ráðstöfun. Það skiptir máli hvað kosið er. Það skiptir máli fyrir krakkana okkar og framtíðina. Allt árið um kring. Sem betur fer er nú styttra í næstu kosningar en frá þeim síð- ustu. Það er mikilvægt að þær kosn- ingar snúist um þessi grunngildi því við viljum að Ísland sé spennandi og áhugaverður kostur fyrir komandi kynslóðir. Allar kosningar snúast um komandi kynslóðir, möguleika þeirra og tækifæri. Nú er tímabært að hefja undirbúning fyrir þáttaskil við næstu kosningar. Þegar krakk- arnir okkar koma út úr skólunum vorið 2017. Í síðasta lagi. n Allir eldri kvenlæknar gerðu þetta auðólfur gunnarsson segir það hafa verið algengt að nota ekki hanska við þreifingu á kviðvegg. – DV Þetta er leikurinn Heimir Hallgrímsson segir um stórleik toppliða á föstudag að ræða. – DV Það er ekki lógískt stefanía Pálsdóttir segir konur ekki þurfa að hylja sig „af því bara“. – DV svandís svavarsdóttir Þingmaður Vinstri grænna Kjallari Mest lesið á DV.is 1 Árás ljónynju Síðustu andartök Kate Chappel Árás ljóns á tæplega þrítuga konu náðist á mynd sem hefur ratað á vefinn. Kate Chappel var bitin til bana af ljóni, en Chappel var á ferðalagi í Jóhannesarborg og var eitt af markmiðum ferðarinnar að safna fjármunum til að vernda dýr frá veiði- þjófum. Gerði ljónið skyndilega árás þegar Chappel hafði opnað gluggann til þess að geta virt dýrin betur fyrir sér. Lesið: 47.561 2 „Harma upplifun hennar“ Kvensjúkdómalæknir á eftirlaunaaldri sem borinn er þungum sökum segir ásakanirnar óréttlátar og segist harma upplifun Hildar Lilliendahl af samskiptum þeirra. Lesið: 42.146 3 „Ég fór inn í hús þar sem aðili var búinn að skera sig á háls og hann neitaði að hleypa okkur inn“ Átakanlegar sögur frá lögreglumönnum sem standa í kjarabaráttu. Lesið: 28.881 4 Lögreglumaður fengið þrívegis nálgunarbann gegn Sunnu Lögreglumaður upp- lýsti í réttarhöldum yfir Sunnu Guðrúnu Eaton í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag að hann hefði þrívegis þurft að fá nálgunarbann á Sunnu vegna ónæðis. Sunna er ákærð fyrir að hafa rofið skilmála nálgunarbanns sem hún sætti gagnvart lögreglumanninum í október á síðasta ári. Lesið: 25.506 5 „Tilfinningin þegar ég sá son minn í fyrsta skipti var ömurleg“ Jóhann Óli Eiðsson blaðamaður birti áhrifamikinn pistil þar sem hann lýsti baráttu sinni við þunglyndi og hvernig sú barátta hefur litað samskipti hans við þá sem eru honum kærastir. Lesið: 24.108 Í síðasta lagi vorið 2017 „Samfélagi, nátt- úru og auðlindum er best borgið hjá vinstri stjórn með græn sjónar- mið að leiðarljósi og þar sem ekkert hik er í því að hafa kynjasjónarmið í hávegum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.