Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 30
2 Ferðalög og útivist - Kynningarblað Í Fljótshlíðinni, í um tíu kíló- metra fjarlægð frá Hvolsvelli, eru Hellishólar á miðjum Njálu- slóðum. Þar hefur verið starf- rækt ferðaþjónustubýli síðan 1990. Hjónin Laila Ingvarsdóttir og Víðir Jóhannsson keyptu rekstur- inn fyrir tíu árum og hafa haldið áfram uppbyggingu á staðnum. Í dag eru Hellishólar orðnir að ein- um glæsilegri viðkomustöðum fyr- ir ferðamenn með ótrúlega fjöl- breyttum gistimöguleikum. Þar er stórt og gott tjaldsvæði, lítil og stór sumarhús, hótel, veitingaskáli og næg afþreying fyrir alla aldurs- hópa. Vönduð aðstaða við allra hæfi „Við bjóðum upp á fjölbreytta gisti- möguleika þannig að allir ættu að geta fengið gistingu hjá okkur við sitt hæfi,“ segir Víðir. Hann hef- ur lagt mikinn metnað í að hafa tjaldsvæði staðarins sem glæsileg- ast. Rafmagnstengi er fyrir felli- hýsi, hjólhýsi og húsbíla. Snyrtiað- staða fyrir gesti er vel búin, með sturtum, heitum pottum, þvotta- vél og þurrkara. Á tjaldsvæðinu er stórt leiksvæði fyrir börnin með trampólíni, rólum og köstulum. Boðið er upp á þrjár stærðir af bú- stöðum á Hellishólum. „Smáhýs- in okkar hýsa þrjá og eru níu tals- ins. Við erum með tíu fjögurra manna hús og fimm sex manna. Á gistiheimilinu erum við svo með fimmtán herbergi, eins-, tveggja- og þriggja manna. Þeim fylgja sængurföt og morgunverður. Fyr- ir þá sem vilja meiri lúxus er svo hótelið okkar, Hótel Eyjafjallajök- ull. þar erum við með átján tveggja manna herbergi,“ segir Víðir og er greinilega ánægður með þá miklu uppbyggingu sem þau hjónin hafa staðið í á undanförnum árum. Tveir veitingaskálar og bar Tveir veitingaskálar eru á Hell- ishólum. Annar þeirra tekur um 160 manns í sæti. Þar er hægt að kaupa veitingar og áfenga eða óá- fenga drykki, frá morgni til kvölds, allt sumarið. „Hinn salurinn er 100 manna veislusalur sem leigður er út með eða án veitinga. Hann er rúmgóður og tilvalinn fyrir veislu- höld og stóra fundi,“ segir Víðir. Fullt af skemmtilegri afþreyingu Nóg er af afþreyingu í kringum Hell- ishóla. Hér á staðnum er átján holu golfvöllur, reiðhjólaleiga og fleira. Í nágrenninu eru fjórhjólaleigur og stutt er í sund bæði á Hellu og Hvols- velli. Nokkrar hestaleigur eru líka hér í kringum Hellishóla,“ segir Víð- ir. Einnig er hægt að renna fyrir fisk í sleppivatni Hellishóla en um þúsund fiskum er sleppt í vatnið árlega. n Helgarblað 12.–15. júní 2015 Ævintýraleg bleikjuslóð Stórvaxinn bleikjustofn í Héðinsfirði – Veiðileyfi laus í sumar H éðinsfjörður, sem liggur á milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar, opnaðist almenningi með tilkomu Héðinsfjarðar- ganga. Um leið auðveldað- ist aðgangur að einhverri rómuð- ustu bleikjuveiðiá landsins, sem hafði lengi vel aðeins verið á færi örfárra að komast í. Endalausir möguleikar Héðinsfjarðará er lítil og viðkvæm en býður upp á alla möguleika sem veiðimenn sækjast eftir. Við upptök sín fellur áin í fossum og flúðum og er straumhörð. Þegar fjallið og gil- in sleppa af henni takinu liðast hún um grasi gróinn dalinn með falleg- um breiðum og hyljum sem bleikjan bunkar sig í. Nokkuð fyrir neðan þjóð- veg rennur áin út í vatn, sem einnig má veiða í. Þegar vatninu sleppur tekur við stutt útfall niður í sjó. Silungsveiði er góð í Héðinsfjarðará, en í firðinum er stórvaxinn bleikjustofn, sem er að mestu sjóbleikja. Fyrrihluta sumars er góð veiði í sjónum við sandfjöru í firðinum, en seinnipart júní og byrjun júlí gengur bleikjan í vatnið, og þegar komið er fram í ágúst fyllist áin af fiski. Straumflugur, púpur og þurrflugur Hefðbundnar straumflugur, eins og Heimasætan, Nobbler, Black ghost og jafnvel Dentist virka vel, bæði í vatn- inu og einnig í ánni. Þá er óhætt að mæla með bæði þurrflugu og hvers kyns púpum. Mýsla, Krókurinn, Phe- asant tail og Silfurperlan virka allar á góðum degi. Stangaveiðifélag Sigl- firðinga tók ána á leigu af veiðirétt- arhöfum í Héðinsfirði, í ársbyrjun. Samningurinn er til eins árs og ann- ast veiðifélagið sölu veiðileyfa. Veitt er á 3 stangir á tímabilinu 20. júlí til 21. ágúst en eftir það er þeim fækkað í 2 og veiði bönnuð efst í ánni. Fimm fiska kvóti er á stöng á dag. Enn eru lausir dagar í bleikjuveiðina í sumar og er hægt að hafa samband við Hörð Júlíusson varðandi lausa daga. Net- fangið er hordur@raudka.is Flókadalsá í Fljótum Stangaveiðifélag Siglfirðinga er líka með Flókadalsá í Fljótum (efri) á leigu. Áin er fyrst og fremst sjó- bleikjuá þó einn og einn lax veiðist í ánni á hverju sumri. Áin er mjög skemmtileg veiðiá en hún liggur innst í Flókadalnum. Svæðið nær neðan frá Flókadalsvatni og fram að afréttar- girðingu. Áin er þokkalega vatnsmik- il og umhverfið friðsælt og vinalegt. Hún er ákjósanleg til að láta reyna á „nettu“ græjurnar í fórum veiði- manna og einnig fín fyrir fjölskyldu- veiðina. Fyrir áhugasama er einfald- ast að senda tölvupóst á netfangið jonjhs@simnet.is n Héðinsfjörður Fegurðin er mikil í firðinum og ekki spillir fyrir að vita af bleikjunni. GunnlauGur S GuðlEiFSSon Glæsilegur viðkomustaður Paradís í Fljótshlíð - Hellishólar / Hótel Eyjafjallajökull - 18 holu golfvöllur Hótelið er glæsilegt í fallegu umhverfi. Herbergin eru glæsileg.náttúrufegurð á njáluslóðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.