Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Qupperneq 30
2 Ferðalög og útivist - Kynningarblað Í Fljótshlíðinni, í um tíu kíló- metra fjarlægð frá Hvolsvelli, eru Hellishólar á miðjum Njálu- slóðum. Þar hefur verið starf- rækt ferðaþjónustubýli síðan 1990. Hjónin Laila Ingvarsdóttir og Víðir Jóhannsson keyptu rekstur- inn fyrir tíu árum og hafa haldið áfram uppbyggingu á staðnum. Í dag eru Hellishólar orðnir að ein- um glæsilegri viðkomustöðum fyr- ir ferðamenn með ótrúlega fjöl- breyttum gistimöguleikum. Þar er stórt og gott tjaldsvæði, lítil og stór sumarhús, hótel, veitingaskáli og næg afþreying fyrir alla aldurs- hópa. Vönduð aðstaða við allra hæfi „Við bjóðum upp á fjölbreytta gisti- möguleika þannig að allir ættu að geta fengið gistingu hjá okkur við sitt hæfi,“ segir Víðir. Hann hef- ur lagt mikinn metnað í að hafa tjaldsvæði staðarins sem glæsileg- ast. Rafmagnstengi er fyrir felli- hýsi, hjólhýsi og húsbíla. Snyrtiað- staða fyrir gesti er vel búin, með sturtum, heitum pottum, þvotta- vél og þurrkara. Á tjaldsvæðinu er stórt leiksvæði fyrir börnin með trampólíni, rólum og köstulum. Boðið er upp á þrjár stærðir af bú- stöðum á Hellishólum. „Smáhýs- in okkar hýsa þrjá og eru níu tals- ins. Við erum með tíu fjögurra manna hús og fimm sex manna. Á gistiheimilinu erum við svo með fimmtán herbergi, eins-, tveggja- og þriggja manna. Þeim fylgja sængurföt og morgunverður. Fyr- ir þá sem vilja meiri lúxus er svo hótelið okkar, Hótel Eyjafjallajök- ull. þar erum við með átján tveggja manna herbergi,“ segir Víðir og er greinilega ánægður með þá miklu uppbyggingu sem þau hjónin hafa staðið í á undanförnum árum. Tveir veitingaskálar og bar Tveir veitingaskálar eru á Hell- ishólum. Annar þeirra tekur um 160 manns í sæti. Þar er hægt að kaupa veitingar og áfenga eða óá- fenga drykki, frá morgni til kvölds, allt sumarið. „Hinn salurinn er 100 manna veislusalur sem leigður er út með eða án veitinga. Hann er rúmgóður og tilvalinn fyrir veislu- höld og stóra fundi,“ segir Víðir. Fullt af skemmtilegri afþreyingu Nóg er af afþreyingu í kringum Hell- ishóla. Hér á staðnum er átján holu golfvöllur, reiðhjólaleiga og fleira. Í nágrenninu eru fjórhjólaleigur og stutt er í sund bæði á Hellu og Hvols- velli. Nokkrar hestaleigur eru líka hér í kringum Hellishóla,“ segir Víð- ir. Einnig er hægt að renna fyrir fisk í sleppivatni Hellishóla en um þúsund fiskum er sleppt í vatnið árlega. n Helgarblað 12.–15. júní 2015 Ævintýraleg bleikjuslóð Stórvaxinn bleikjustofn í Héðinsfirði – Veiðileyfi laus í sumar H éðinsfjörður, sem liggur á milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar, opnaðist almenningi með tilkomu Héðinsfjarðar- ganga. Um leið auðveldað- ist aðgangur að einhverri rómuð- ustu bleikjuveiðiá landsins, sem hafði lengi vel aðeins verið á færi örfárra að komast í. Endalausir möguleikar Héðinsfjarðará er lítil og viðkvæm en býður upp á alla möguleika sem veiðimenn sækjast eftir. Við upptök sín fellur áin í fossum og flúðum og er straumhörð. Þegar fjallið og gil- in sleppa af henni takinu liðast hún um grasi gróinn dalinn með falleg- um breiðum og hyljum sem bleikjan bunkar sig í. Nokkuð fyrir neðan þjóð- veg rennur áin út í vatn, sem einnig má veiða í. Þegar vatninu sleppur tekur við stutt útfall niður í sjó. Silungsveiði er góð í Héðinsfjarðará, en í firðinum er stórvaxinn bleikjustofn, sem er að mestu sjóbleikja. Fyrrihluta sumars er góð veiði í sjónum við sandfjöru í firðinum, en seinnipart júní og byrjun júlí gengur bleikjan í vatnið, og þegar komið er fram í ágúst fyllist áin af fiski. Straumflugur, púpur og þurrflugur Hefðbundnar straumflugur, eins og Heimasætan, Nobbler, Black ghost og jafnvel Dentist virka vel, bæði í vatn- inu og einnig í ánni. Þá er óhætt að mæla með bæði þurrflugu og hvers kyns púpum. Mýsla, Krókurinn, Phe- asant tail og Silfurperlan virka allar á góðum degi. Stangaveiðifélag Sigl- firðinga tók ána á leigu af veiðirétt- arhöfum í Héðinsfirði, í ársbyrjun. Samningurinn er til eins árs og ann- ast veiðifélagið sölu veiðileyfa. Veitt er á 3 stangir á tímabilinu 20. júlí til 21. ágúst en eftir það er þeim fækkað í 2 og veiði bönnuð efst í ánni. Fimm fiska kvóti er á stöng á dag. Enn eru lausir dagar í bleikjuveiðina í sumar og er hægt að hafa samband við Hörð Júlíusson varðandi lausa daga. Net- fangið er hordur@raudka.is Flókadalsá í Fljótum Stangaveiðifélag Siglfirðinga er líka með Flókadalsá í Fljótum (efri) á leigu. Áin er fyrst og fremst sjó- bleikjuá þó einn og einn lax veiðist í ánni á hverju sumri. Áin er mjög skemmtileg veiðiá en hún liggur innst í Flókadalnum. Svæðið nær neðan frá Flókadalsvatni og fram að afréttar- girðingu. Áin er þokkalega vatnsmik- il og umhverfið friðsælt og vinalegt. Hún er ákjósanleg til að láta reyna á „nettu“ græjurnar í fórum veiði- manna og einnig fín fyrir fjölskyldu- veiðina. Fyrir áhugasama er einfald- ast að senda tölvupóst á netfangið jonjhs@simnet.is n Héðinsfjörður Fegurðin er mikil í firðinum og ekki spillir fyrir að vita af bleikjunni. GunnlauGur S GuðlEiFSSon Glæsilegur viðkomustaður Paradís í Fljótshlíð - Hellishólar / Hótel Eyjafjallajökull - 18 holu golfvöllur Hótelið er glæsilegt í fallegu umhverfi. Herbergin eru glæsileg.náttúrufegurð á njáluslóðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.